Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 24
HELGARPOSTURINN
20. MARS 1997 11. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR.
væntar sviptingar uröu í verkfalismálum í fyrrakvöld þegar
samningar sem forystumenn Dagsbrúnar og
Framsóknar höfðu skrifað undir voru kolfelldir í
stóru samninganefndinni. Þetta kom ekki síst á
óvart vegna þess hve breitt Halldór Björasson
brosti þegar hann kom út úr húsakynnum sátta-
semjara meö samninginn undir hendinni. Halldór
átti þá engin orð til að lýsa því hve góður samn-
ingurinn væri. Nú segja menn að Gvendur Jaki
heföi seint látið henda sig þau mistök að skrifa undir samn-
inga án þess að hafa hugmynd um afstööu félagsmanna...
órarinn Viðar Þórarinsson var hinn borginmannlegasti í
gær, þrátt fyrir að samningarnir við Dagsbrún og Framsókn
heföu verið felldir, og hélt því fram að samning-
arnir væru í fullu gildi þar sem stóra samninga-
nefndin hefði ekkert lagalegt umboð til að taka
afstöðu til eins eða neins. Lögfróðir menn segja
að þetta sé út af fýrir sig rétt hjá Þórarni. Hann
hafi hins vegar sjálfur gert þau mistök að sam-
þykkja að viðsemjendur hans skrifuðu undir með
fyrirvara um samþykki stóru samninganefndarinnar. Þar með
hafi samningurinn orðið háður nefndinni. Þórarinn getur sam-
kvæmt þessu sjálfum sér um kennt...
órarinn Viðar og félagar hans hjá VSÍ geta nagaö sig í
handarbökin af fleiri ástæðum. Vinnuveitendasambandið
situr nú uppi með skuldabréf upp á einar sex milljónir króna
sem að líkindum fæst aldrei greitt. Þetta skulda-
bréf var gefið út af Hyrningarsteini, fyrirtæki sem
stofnað var á vegum Jóhanns Bergþórssonar.
Bréfið var selt T gegnum Verðbréfafyrirtækið
Handsal og var talið með bæjarábyrgð Hafnar-
fjarðar. Skuldabréfið fékkst aldrei greitt og VSÍ
höfðaði mál á hendur Hafnarfjarðarbæ, vann það
fyrir héraðsdómi en tapaði nýlega fyrir Hæstarétti.
ist enga ábyrgð bera á bréfinu þar sem bæjarstjórnin hafði
aldrei samþykkt að ábyrgjast það...
Verkfallsverðir Dagsbrúnar stöðvuðu útkeyrslu dreifingarfyrir-
tækis í Holtagörðum um hádegið í gær. Á vinnustaðnum
vinna Dagsbrúnarmenn ogfélagsmenn VR hlið við hliö, þannig
að segja má að vinnustaðurinn sé á gráu svæöi í verkfalli.
Samkomulag mun hafa verið um að láta þessa vörudreifingu
afskiptalausa 1 verkfallinu. Dagsbrúnarmönnum leist hins veg-
ar ekki á blikuna þegar frá þessu fyrirtæki átti að fara að
dreifa mjólk austan af Selfossi í 10-11-búðirnar. Dagsbrúnar-
menn mættu á svæðið um leið og þeir höfðu veður af þessari
fyrirætlan og munu ekki hafa haft silkihanskana meðferðis...
Framsóknarflokkurinn hefur sínar sérstöku ástæður til að
styðja kaup Landsbankans á helmingshlut í VÍS. Á sínum
tíma áttu framsóknarmenn ítök í Landsbankanum en með
gjaldþroti Sambandsins urðu þau hverfandi. Fyrirsjáanlegt er
aö þegar ríkisbankarnir, Landsbanki og Búnaðarbanki, verða
einkavæddir verði ITfeyrissjóðirnir stærstu kaupendurnir, enda
þeir fjársterkustu aöilarnir á markaðinum. Verkaiýðshreyfingin
og atvinnurekendur stjórna lífeyrissjóðunum en framsóknar-
menn eru víðs fjarri. Kaup Landsbankans á helmingshlut
Brunabótafélagsins T VÍS og síöan möguleg kaup VÍS á hlut í
Landsbankanum fela T sér að vægi framsóknarmanna eykst í
fjármálalífi landsins. Samvinnutryggingar eiga nefnilega helm-
inginn í VÍS og gamli Sambandsmaðurinn Axel Gíslason er for-
stjóri fyrirtækisins...
Bærinn tald-
Þegar Brunabótafélagiö er búið að losa sig við helmingshlut
í VÍS þarf félagið á formanni að halda og getur boðið gott
kaup fyrir litla vinnu. Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, er sagöur koma til greina. Þá losnar banka-
stjórastaða í Landsbankanum og Kjartan Gunnarsson. for-
maður bankaráðsins, er líklegasti kandídatinn...
Olafur Jóhann Ólafsson Sony-risi mæðist í mörgu og nú er
pilturinn víst meö leikrit í smíðum. Efni leikritsins er enn
leyndarmál en vitað er að hann hefur valið Pé-leikhúsið til að
setja stykkið á sviö. Þeir leikarar sem nefndir hafa verið í
tengslum við leikrit Ólafs Jóhanns eru meðal okkar virtustu og
reyndustu leikara, þeir Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason,
Rúrik Haraldsson, Róbert Amfinnsson og Eriingur Gísla-
son. Ekki ónýtt leikaraval þaöl...
Andrés Sigurvinsson leikstjóri, sem er aðaldríffjöðrin í Pé-
Jeikhúsinu, þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármögnun verks-
ins, því Ólafur Jóhann hyggst standa straum af öllum kostnaöi
við uppsetninguna. Peningamenn flykkjast greinilega til Andrés-
ar um þessar mundir, því eins og áöur hefur veriö getið í HP er
með 100w RMS magnara, 61 diska geislaspilara, útvarpi,
tvöföldu segulbandi, vekjara, 3 Way hátölurum og fjarstýringu
SC-CH84
staðgreiðsluverð með
50 diska safni aðeins
w 1
staðgreiðsluverð án diska aðeins,
GEISLADISKAR
AKRANES: Málningarþj. Mertro • Hljómsýn / BORGARNES: KB / HELLISSANDUR: Blómsturvellir / BOLUNGARVÍK: Laufið / ÍSAFJÖRÐUR: Póllinn /
SAUÐÁRKRÓKUR: Hegri / AKUREYRI: Radióvinnustofan • Radíónaust • Metro • Tölvutæki-Bókval / HÚSAVÍK: Ómur / SEYÐISFJÖRÐUR: KH • Pétur
Kristjánsson / EGILSSTAÐIR: Rafeind • KH / NESKAUPSTAÐUR: Tónspil / VOPNAFJÖRÐUR: Kauptún / HÖFN: Raf.þj. BB / SELFOSS: KÁ /
VESTMANNAEYJAR: Brimnes • Tölvubær / KEFLAVÍK: Rafhús
þaö bróöir hans, Ásgeir Sigurvinsson, fyrrver-
andi fótboltakappi, sem leggurfé í Evítu sem
Andrés er að fara að setja á sviö fljótlega...
.*»
Isíðasta blaði minntumst við á nokkrar leik- og
söngkonur sem þykja koma til greina sem Evíta
í samnefndum söngleik sem á aö fara að setja á
fjalirnar. En þá er það stóra spurningin: Hver á
að leika Perón sjálfan og hver hreppir hlutverk
Che Guevara? Nokkur nöfn hafa heyrst nefnd T
sömu andrá og talað er um þessa
frægu félaga. Meðal þeirra sem þykja
líklegir kandídatar í hlutverk Che Gue-
vara eru leikararnir Hilmir
Snær Guðnason, Þröstur
Leó Gunnarsson og Ingvar
E. Sigurðsson. Þá er ótalinn
maður sem margir vildu sjá í
hlutverki byltingarforingjans; Páil Rós-
inkrans. Það er aftur á móti spurning
hvort hann, trúar sinnar vegna, sé tilleiðanleg-
ur...
Ihlutverk Peróns hefur hæst boriö nafn Pálma
nokkurs Gunnarssonar. Valið er erfitt og leik-
stjóri sýningarinnar, Andrés Sigurvinsson, ætlar
að öllum líkindum að halda áheyrnarprufu opna
öllum. Ef af því verður gæti það vissulega gerst
að einhverjir óþekktir „talentar" hlytu hlutverk Ev-
ítu, Peróns eða Che Guevara...