Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 20. MARS1997
18
WM
kvikmyndir
skrii
Ari Eldjárn
skrifar
Fierce Creatures
★★★
Aöalhlutverk: John Cleese, Kevin Kline, Jamie Lee Curtis og Michael Palin
Eftir að kvikmynd þeirra Johns Cleese og Charles Crichton A Fish Called Wanda sló í gegn
svo um munaði ákvað hópurinn sem að henni stóð að gera einhvern tíma sjálfstætt fram-
hald af myndinni. Þetta framhald virtist falla í grýttan farveg hjá erlendum gagnrýnendum og á
einni sýningunni var svo lítið hlegið að John Cleese tók sig til og kvikmyndaði nokkur atriði
upp á nýtt. Maður átti ekki von á miklu. Þess vegna var það einkar ánægjulegt hversu mörg
fyndnu atriðin voru.
Myndin gerist í dýragarði á Englandi þar sem harðhentur bissnessmaður hefur tekið völdin í
sínar hendur. Hann grípur til sinna ráða þegar það kemur í ljós að dýragarðurinn skilar ekki
20% hagnaði og ætlar annaðhvort að auglýsa dýragarðinn með því að fá frægt fólk til að leggja
nafn sitt við sum dýrin (skjaldbaka Bruce Springsteen t.d.) eða loka garðinum og selja hann
Japönum til þess að nota lóðina undir golfvöll.
John Cleese og Kevin Kline eru langfyndnastir af öllu leikaraliðinu og er sérstaklega fyndið
atriðið þar sem þeir eru að rífast yfir því hvor þeirra sé brjálaðri. Jamie Lee Curtis er ekkert
fyndin, en hún á heldur ekkert að vera það. Hins vegar er sorglegt að gamli Monty Python-fé-
lagi Cleese, Michael Palin, er ekki hið minnsta fyndinn. Hann er næstum því óþolandi leiðinleg-
ur og tilgerðarlegur sem dýragarðsvörður með málræpu. En myndin sjálf heldur velli fyrir til-
stilli Cleese og Klines.
Kolya
★★★★
Aöalhlutverk: Zdenek Sverak og Andrej Chalimon
Leikstjóri: Jan Sverak
Hér höfum við enn einn kandídat til Óskarsverðlaunanna sem gæti mjög líklega hreppt verð-
launin fyrir bestu erlendu myndina. Þessi stórgóða mynd fjallar um sellóleikarann Frantisek
Louka sem hefur verið rekinn úr Fílharmóníusveitinni og verður að láta það sér nægja að spila
við útfarir.
Hann skuldar morðfjár og það sem hann langar mest í er bíll, helst Trabant. Líf hans saman-
stendur af vinnu og kvennafari. Þegar honum býðst svo dágóð fjárupphæð fyrir að útvega rúss-
neskri konu ríkisborgararéttindi með því að giftast henni þá slær hann til. En þegar konan flýr
land til þess að hitta kærastann sinn þá fær hann óvenjulega heimsendingu; lítinn strák. Kolya
heitir hann og á að búa hjá Louka þangað til að amma hans verður nógu frísk til þess að taka á
móti honum. En margt fer á annan veg en áætlað var...
Leikstjórinn Jan Sverak kemur manni strax inn í söguna og ljær persónunum sterk einkenni.
Margt er fyndið, annað hjartnæmt og sumt grafalvarlegt. Inn í þetta fléttast svo ástandið í land-
inu og hernám Rússa.
Myndatakan er gullfalleg, draumi líkust, og aðalleikararnir tveir eru frábærir. Zdenek Sverag
er frábær sem Louka og hef ég sjaldan séð jafn góða týpu og hann. Andrej Chalimon er einnig
stórkostlegur sem strákurinn og það kæmi mér ekki á óvart ef hann héldi áfram á leiklistar-
brautinni. Myndin er stórkostlega vel gerð og leikin og sennilega ein hlýjasta mynd sem ég hef
séð.
Völundarhús
Leikfélag Reykjavíkur
Höfundur: Siguröur Pétsson.
Leikstjóri: Pórhitdur Þorleifsdóttir.
Sviösmynd: Steinþór Sigurösson.
Búningar: Þórunn Jónsdóttir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Hljóö: Baldur Már Arngrímsson.
Leikarar: Ari Matthíasson, Björn Ingi
Hilmarsson, Guölaug Etísabet Óiafsdótt-
ir, Guörún Ásmundsdóttir, Haiidóra Geir-
harösdóttir, Hanna María Karlsdóttir,
Kristján Franklín Magnús, Pétur Einars-
son, Siguröur Karlsson, Valgeröur Dan,
Þorsteinn Gunnarsson
og Þórhaiiur Gunnarsson.
Nýtt leikrit Sigurðar Páls-
sonar, Völundarhús, er
einhvers konar heim-
spekileg tilvistar-fa-
búla þar sem persón-
um og rými er att sam-
an í tíma sem virðist
kyrrstæður samtímis
sem hann er bæði lið-
inn og ókominn. Text-
inn er margræður og
gefur áhorfandanum
nánast ótakmarkaða
túlkunarmöguleika,
skemmtilega saman-
tvinnaður og ögrandi.
Hins vegar er erfitt að
átta sig á hver afstaða
höfundar er til við-
fangsefnisins. Að
minnsta kosti virðist
hún undarlega hlutlaus
þegar upp er staðið í
ljósi þess að leikurinn
á að gerast á líðandi
áratug. Það er ein-
hvern veginn hin inn-
byggða krafa textans,
áskorunin til leikhúss-
ins um að gera eitt-
hvað öðruvísi, sem
verður ofan á þegar
upp er staðið. Þórhild-
ur Þorleifsdóttir leik-
stjóri, Steinþór Sig-
urðsson leikmynda-
hönnuður og Lárus
Björnsson ljósameist-
ari hafa ásamt búninga-
hönnuði, Þórunni
Jónsdóttur, og hljóð-
meistaranum Baldri
Má Amgrímssyni tekið
þessari áskorun fegins
hendi og losað aðeins
um hið hefðbundna
leikhúsrými, sem er
innbyggt í arkitektúr
hússins, fært áhorfend-
urna upp á svið og leik-
inn baksviðs, upp í
rjáfur og í hliðarsali
baksviðs. Allt er fag-
mannlega unnið og í
samræmi við anda
verksins þó vel hefði
mátt ganga lengra fyrst
farið var af stað á ann-
að borð. Leikritið gefur
virkilega tilefni til að
hugmyndafluginu sé gefinn
laus taumur og sumstaðar
þarfnast textinn verulega sjón-
rænnar aðstoðar.
Völundarhúsið þar sem leik-
urinn gerist getur skoðast sem
tilvísun í margar áttir, fyrst
bókstaflega sem hús, þá sem
hugur okkar eða heili, sem veg-
ur eða möguleikar en um leið
sem fangelsi þar sem tíminn er
frekar ystu mörk en veggirnir.
Persónurnar eru lokaðar í text-
anum og deyja þegar ljósið
slokknar. Persónurnar eru Völ-
undur, eigandi hússins, og fjöl-
skylda hans ásamt leigjendum
í kjallaranum og vinum dóttur-
innar, sem er leikhópur sem
æfir í húsinu. Persónurnar sem
birtast okkur í leiknum geta
líka skoðast sem tilvísanir til
mismunandí hvata okkar og
langana og eiga heimvist í völ-
undarhúsinu í einhvers konar
líffræðilegu eða sálfræðilegu
samræmi við það. Völundur
eigandi hússins, leikinn af
Pétri Einarssyni, verður þá
hið eiginlega sjálf, konan hans
Vala, leikin af Valgerði Dan,
eins konar „yfir-sjálf“, stöðugt
að þrífa og koma á röð og
reglu. í kjallaranum búa dýrs-
legar hvatir, þrenning sem rek-
ur spilavíti og sem stöðugt
reynir að yfirtaka allt húsið.
Þrenningin, sem reyndar er
auðkennd með dýranöfnum,
Leó leikinn af Þorsfeini Gunn-
arssyni, Barði leikinn af Þráni
Karlssyni og Ylfa leikin af
Hönnu Maríu Karlsdóttur, er
álíka óumbreytanleg og þær
hvatir sem hún stendur fyrir
og svo sterk í þessum óum-
breytanleika að maður fær á
tilfinninguna að þar sé hinn ei-
lífi sigurvegari á ferð. Daníel,
leikinn af Kristjáni Franklín
Magnús, á sér samsömun í
æsku Völundar. Hann er
kannski einmitt barnið, litli
týndi drengurinn, sem Völund-
ur ber með sér og textinn gefur
augljóslega í skyn einhver náin
tengsl þeirra á milli. Dóttir Völ-
undar og vinir hennar í leik-
hópnum sem æfir í húsinu
gætu verið tákn þeirra hug-
sjóna og vona sem eru drif-
„Allt er fagmannlega
unnið og í samræmi við
anda verksins þóvel
hefði mátt ganga lengra
fyrst farið var af stað á
annað borð. Leikritið gef-
urvirkilega tilefni til að
hugmyndafluginu sé gef-
inn laus taumur og sum-
staðar þarfnast textinn
verulega sjónrænnar að-
stoðar".
kraftur hans og draumar.
Amman, leikin af Guðrúnu Ás-
mundsdóttur, verður þá tákn
arfieifðar fyrri kynslóða og um
leið brostinna drauma. Að leik-
urinn gerist á föstudaginn
langa mætti þannig túlka sem
tilvísun þeirrar píslargöngu
sem Völundur þarf að ganga
og við öll, hvort sem við erum
persónur í leikriti, íbúar
Reykjavíkur á níunda áratug
tuttugustu aldar eða gíslar í
völundarhúsi eigin drauma.
Þannig er að öllum líkindum
rétt að skoða persónusköpun
leikritsins sem eina heild frek-
ar en túlka hverja persónu fyr-
ir sig. Persónan er leikverkið í
heild, umbreytingin og innri
átökin eru augnablik dauðans,
síðustu krampakenndu andköf
deyjandi manns.
Þetta er vönduð og vel leikin
sýning.