Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 20. MARS1397 19 ENSKI BOLTINN íþróttir Sigurdur Ágústsson skrifar Liverpool er annað af tveim- ur stærstu nöfnum enskrar knattspyrnu. Hitt liðið er erki- óvinurinn Manchester United sem um þessar mundir trónir á toppi deildarinnar. Lengi vel hvíldi KR-grýlan yfir Manchest- er-mönnum, en yfirstandandi áratugur telst þeirra. Á meðan hafa Liverpool-menn sleikt sár- in og ekki náð að sýna fyrri styrk. Þeir hafa þó unnið „súkkulaðibikarinn“ nokkrum sinnum, en nokkuð er um liðið síðan þeir urðu meistarar. Þó eru merki á lofti um að úr fari að rætast hjá liðinu. Liverpool- liðið er það eina sem getur veitt Cantona og félögum keppni. Einvígið um titilinn er milli þeirra og brugðið getur til beggja vona. Frammistaða Liverpool í Evrópukeppni bikarhafa í vet- ur hefur verið brothætt og skemmst er að minnast heldur sneypulegrar farar liðsins til Birkis-lausrar Björgvinjar þar sem liðið átti í vök að verjast gegn Brann. Liðin spila aftur í kvöld og framkvæmdastjórinn Roy Evans segist sannfærður um sigur gegn Brann sem og í deildinni og vitnar í orð Bills Shankley: „If you are first then you are the best, if you are se- cond then you are nothing." STÓRYELDIÐ RÉTTIR UR KUTNUM Hvort sem Liverpool verður meistari eða ekki er það mál manna að liðið sé að ná fyrri styrk og ef vel verði haldið á spöðum verði það ósigrandi á næstu árum. Síðastliðin þrjátíu ár má segja að hafi verið gull- öld þeirra Liverpool-manna. Menn eins og Bob Paisley og Bill Shankley byggðu upp stór- veldi sem öll önnur lið á Bret- landseyjum hræddust. Shankl- ey er sagður hafa sagt eftirfar- andi sögu: „Sumt fólk segir að fótbolti sé jafnmikilvægur og líf og dauði. Slíkar skoðanir hryggja mig. Fótbolti er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Liðinu gekk vel undir stjórn Shankleys, Paisleys og Dalgi- ish. Eftirmaður Dalglish var annar þekktur Liverpool-mað- ur (reyndar ekki jafnmikill spil- ari, var þekktari fyrir annað en prúðmennsku á velii), Graeme Souness. Á Souness-tímanum gerðist margt skrautlegt. Þjálf- arinn reyndi að breyta leikstíl liðsins og það hafði hörmuleg- ar afleiðingar, slakir leikmenn voru keyptir og árangurinn nánast enginn. Hinn geðþekki Roy Evans tók við og hefur í rólegheitum byggt upp svipað lið og gerði garðinn frægan fyr- ir um tíu árum. KÖTTUR OG MÚS Aðalsmerki Liverpool er spil, þeir láta boltann ganga manna á milli endalaust og reyna ekki kýlingar fram. Þeir spila sig út úr vandræðum. Li- verpool er best allra liða á Eng- landi í að halda bolta og láta hann ganga manna á milli. Á því leikur enginn vafi. Þver- sendingar og stutt spil fram og aftur eru þeirra ær og kýr. Fyr- irliði liðsins, John Bames (oft- lega nefndur „hjúkkan" af and- stæðingum Liverpool, líkieg- asta orsökin er hvítu fótbolta- ræfhi Margir vildu njóta krafta Jasons McAteer. Hann er sívinnandi og leggur sig alltaf 100% fram. skórnir sem hann spilaði í bik- arúrslitaleik í fyrra), er alger snillingur í stuttu spili og STAÐAN 1 1 ua Leikir u i T Mörk (skor) Möik lá sig) Markam. Stig krónprinsinn Jamie Red- Manchester United 30 17 9 4 59 33 26 60 knapp gefur honum lítið eftir. LIVERP00L 30 16 9 5 51 25 26 59 Jafnvel er talað um að hann Arsenal 31 16 9 6 51 26 23 57 verði næsti fyrirliði enska Newcastle 29 15 6 8 58 35 23 51 landsliðsins. Redknapp hefur Sheffield Wednesday 30 12 12 6 39 35 4 48 þó gerst sekur um slæma feila Aston Villa 30 13 8 9 35 27 8 47 upp á síðkastið. Jafnvel þótt Chelsea 29 12 10 7 50 43 7 46 þeir Redknapp og Barnes séu Wimbledon 28 12 8 8 40 35 5 44 jafnfrábærir spilarar og þeir Leeds United 31 11 7 13 24 32 -8 40 eru eru þeir þó vandræðapés- Tottenham 29 11 5 13 35 38 -3 38 ar að vissu leyti. Hvorugur Leicester City 29 10 7 12 34 41 -7 37 þeirra er sérstakur varnar- Blackburn 29 8 12 9 32 28 -4 36 maður, þótt þeir verjist báðir, Everton 30 9 9 12 37 43 -6 36 og það hefur oft komið Li- Derby County 30 7 11 12 31 45 -14 32 verpool í koll. Eins öfugsnúið Sunderland 31 8 8 15 28 47 -19 32 og það kann að hljóma þá Coventry City 31 6 12 13 26 43 -17 30 vantar Liverpool-Iiðið Sou- West Ham United 29 7 8 14 27 39 -12 29 ness-týpuna á miðjuna. Nottingham Forest 31 6 11 14 26 47 -21 29 Thomas hefur spilað Souness- Southampton 29 6 8 15 37 48 -11 26 stöðuna, en gerði sig sekan um slæma feila á köflum. Middlesboro 28 7 7 14 40 50 -10 25 Markvörður Liverpool hafði fengið á sig klaufa- legt mark gegnum klofið og í leikhléi varmark- vörðurinn, Tommy, að segja Shankley hvað sér þœtti þetta leitt: „Já, ég veit ég veit, ég átti að hafa lappirnar á mérsaman stjóri. “ „Neinei,“ svaraði Shankley, „það var mamma þín sem hefði betur haft lappirnaty klemmáar saman á sínum tíma. “ Steve McManaman. Hvað viljiði meira? Frábær leikmaður og svo klæðir hann sig líka vel! Hér ásamt Rob Jones, sem hefur átt við meiðsl að stríða. Þeir eru jú úr bítlaborginni! Einn besti senterínn í heiminum í dag. Einungis 23 ára og hefur þegar skorað langt yfir 100 mörk fyrír liðið. LEIKMENN I TOLUM Þessir hafa leikið mest með eftirfarandi árangrí Bl Si Sú Mrk G R Eink. Bikarm. Bjömeby 28 0 2 2 3 0 6,79 2 James 28 0 0 0 0 0 6,82 0 Mcateer 28 0 0 0 4 0 6,64 0 Barnes 27 0 1 3 0 0 6,81 3 McManaman 27 0 1 5 4 0 7,00 3 Fowler 25 0 3 16 3 0 6,44 10 Wright 24 0 3 0 5 0 7,17 1 Thomas 23 1 2 3 5 0 6,70 0 Babb 21 1 7 1 0 0 6,62 0 Collymore 20 3 8 10 2 0 6,50 3 Matteo 19 3 1 0 1 0 7,21 0 Ruddock 12 2 2 1 1 0 6,83 0 Berger 9 8 3 4 0 0 7,11 3 Redknapp 8 5 0 1 0 0 6,13 1 Kyarme 5 0 1 0 0 0 6,80 0 Scales 3 0 2 0 0 0 6,33 0 Carragher 1 1 0 1 1 0 9,00 0 Bl = Byrjunarlið Si = Kemur inn á sem varamaður Sú = Tekinn út af Mrk = Mörk G = Gul spjöld R = Rauð spjöld eink = Samanlögð einkunn miðað við gefnar forsendur Bikarm = Bikarmörk DEILDARMORK Sl Hf Vf Sk It Ut Spi F.l.atr Víti Fowler 15 2 8 5 14 1 15 0 0 Collymore 10 4 5 1 9 1 10 0 0 McManaman6 2 4 0 5 1 6 0 0 Berger 5 2 3 0 4 1 5 0 0 Barnes 3 0 3 0 1 2 3 0 0 Thomas 3 3 0 0 3 0 3 0 0 Bjömeby 2 0 1 1 2 0 0 2 0 Það er athyglisvert að Liverpool er ekki búið að fá eina einustu víta- spymu á keppnistímabilinu. Hér sést líka greinilega að markaskorar- ar Liverpool em of fáir. Sl = Skomð mörk samtals Hf = Skorað m/ hægri fæti Vf = Skorað m/ vinstri fæti Sk = Skorað með skalla K = Skorað innan teigs Ut = Skorað utan teigs Spil = Markið kom eftir samspil F.l.atr = Markið kom upp úr föstum leikatrið- um s.s. homi, aukaspymu o.þ.h. Víti = Vítaspyma ÞRIGGJA HALFSENTA KERFIÐ Fyrrverandi galgopinn Dav- id James stendur vaktina í markinu og svipar að nokkru leyti til hins litríka Zimbabve- forvera síns Bruce Grobbelar. Báðir eru fyrir skógarferðir; James á það til að fá á sig fá- ránleg klaufamörk milli þess sem hann ver eins og berserk- ur. Fyrir framan hann spila yf- irleitt þrír halfsentar. Þ.e. bak- verðirnir eru eiginlega væng- menn sem eru á strauinu fram og aftur völlinn. Besta vörn Li- verpool er líklega skipuð „kombakki" áratugarins, Mark Wright, hinum bráðefnilega Matteo og Nojaranum Kvarme. Ruddock hefur sýnt og sannað að hann er of þungur enn sem komið er og það er harla ólík- legt að hann þurfi að kljást við Brann-manninn Tore-Flo. Það vill Liverpool-mönnum til happs að Phil Babb er utan við liðið, því oft á tíðum hefði hann nýst betur sem senter andstæðinganna en varnar- maður Liverpool. Steve Hark- ness og Rob Jones eru svo til taks og þeir eru boðlegir hvaða liði sem er. Liverpool- vörnin hefur staðið sig vel það sem af er og James verið til- töiulega traustur í markinu. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra í deildinni. MCMANAMAN — BESTI LEIKMAÐUR ENGLANDS Nú gæti einhver hváð, en ef McManaman gæti skotið (í annan tíma en á æfingum) væri hann besti knattspyrnumaður í heimi. Hann er fyrir það fyrsta gjörsamlega þindarlaus og því nánast vonlaust að setja á hann yfirfrakka. Hann virðist geta sólað jafnmarga menn jafnoft og hann sjálfan lystir og sendingarnar frá honum eru geysigóðar. Flestar sóknarað- gerðir Liverpool koma í gegn- um hann, veikleiki hans er hve lítið af mörkum hann skorar og hversu grútmáttlaus skotin frá honum eru. Sparkspekingar hafa haft á orði að Liverpool- liðið geti ekkert nema hann spili vel. Það má til sanns veg- ar færa að því leyti að þegar hann spilar vel þá spilar liðið nær undantekningarlaust vel. Liðið hefur hins vegar spilað ágætlega þótt hann vanti eða hann Spili illa. Því er vafasamt að segja að liðið sé hann. ÓMETANLEGIR VÆNG- MENN Þeir Stig-Inge Bjömeby og Jason McAteer eru vængmenn hjá Liverpool. Það er smekks- atriði hvers og eins að meta hvort þeir eru sóknarbakverð- ir eða hreint og beint væng- menn í 3-5-2, þar sem McMana- man leikur lausum hala. Hvort heldur er þá eru þeir báðir mjög mikilvægir. Norðmaður- inn hefur lagt upp ógrynni af mörkum í vetur og sinnir varn- arskyldunni af kostgæfni. Björneby er lýsandi dæmi um hversu langt á undan okkur Norðmenn eru komnir, fót- boltalega séð. Hann er enn einn Liverpool-maðurinn með góðan vinstri fót. McAteer er eins og McManaman algerlega þindarlaus og vinnusamur. Kappið er þó oft án mikillar forsjár og hann á enn eftir að skora fyrir liðið. Hann er eins og Björneby duglegur að leggja upp og skapa færi og duglegur í að koma sér í færi. „ONE ROBBIE FOWL- ER, THERE’S ONLY ONE ROBBIE FOWL- ER“... Kyrja aðdáendur liðsins löngum stundum við hið al- þjóðlega lag Blandaðu meira... Robbie Fowler er óumdeilan- legur arftaki Ians Rush, frábær senter sem getur gert sér mat úr engu. Einn besti markvörð- ur enska boltans, Smeichel, segir Fowler besta senterinn: „Hann getur skorað gegnum skráargat sé honum gefið færi á því,“ segir Daninn. Fowler er með ótrúlega góðan vinstri fót og lygilega góður skallamaður hvort sem miðað er við hæð, þyngd aldur eða hvað. Þá er „verri“ fóturinn hans betri en besti fótur flestra íslenskra- spilara. Stan „The Man“ Collymore hefur verið hálfgerður vand- ræðagepill. Hann hefur verið settur út úr liðinu alloft og aldrei náð að tryggja sig nægi- lega I sessi. Evans veit þó að til að eiga raunhæfa möguleika á titli þarf hann á honum að halda fram á sumarið og hefur liðið honum margt. Það er þó ólíklegt að Collymore eigi langa framtíð hjá Liverpool. Tékkinn Berger hefur gert jafn- mikinn usla í kvennahjörtum og vörnum andstæðinganna, sem sagt allnokkurn. Hann er líklegri til að verða langlífur hjá liðinu. MEISTARAEFNI Á FERÐ Ég ætla að gerast svo djarfur að spá Liverpool meistaratitli á þessu ári. Einvígið við Man. Utd. er hafið fyrir alvöru og undanfarin ár hefur Liverpool gengið vel gegn Man. Utd., sér- staklega á heimavelli. Einn af helstu veikleikum liðsins er hversu fáir sjá um að skora fyrir það. Þá er eftir að minnast á tilhneigingu Li- verpool-manna til að glutra niður unnum leikjum. Liðið . tapaði illa fyrir Chelsea eftir að hafa komist í 2-0 og var næst- um búið að missa öruggan 3-0- sigur gegn Newcastle í 3-3- jafntefli. Sumir segja að mark Fowlers hafi verið fyrirboði þess sem koma skal; að Li- verpool hafi þetta á endanum. Þeir þurfá þó að vera vel á verði, því Manchester-menn þekkja ekki margt annað en sigur og ætla sér að vinna deildina og stefna ótrauðir á að sigra Evrópu líka.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.