Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. MARS1997
V
Hæstlréttur
til liðsvid
baráttuna
Iú með stuttu millibili hef-
ur Hæstiréttur íslands
fellt tvo dóma sem munu hafa
mikla þýðingu fyrir íslenska
jafnréttisbaráttu. í fyrra tilvik-
inu felldi Hæstiréttur þann úr-
skurð að upphæð örorkubóta
til ungrar stúlku, sem málið
varðaði, skyldi vera sambæri-
leg við bótaupphæðir sem
kæmu að jafnaði í hlut ungra
manna við sömu aðstæður.
Allt fram á þennan dag hefur
það óþolandi misrétti viðgeng-
ist að við örorku hafa bætur til
kvenna verið verulega lægri en
þær sem karlar hafa fengið.
Þetta fyrirkomulag hefur verið
réttlætt með tilvísun til þess
að ævitekjur kvenna sem hóps
væru að jafnaði lægri en ævi-
tekjur karla sem hóps. í tíma-
mótaúrskurði sínum kvað
Hæstiréttur upp úr um það að
óheimilt væri að skýla sér á
bak við landlægt launamisrétti
þegar bótaupphæðir væru
reiknaðar út. Því komst Hæsti-
réttur að þeirri niðurstöðu að
miða skyldi við meðalævitekj-
ur iðnaðarmanns þegar upp-
hæð örorkubóta til stúlkunnar
væri ákveðin.
Tímamótaúrskurður
Það felst í þessum dómi
Hæstaréttar að óheimilt er að
ganga að launamisrétti kynj;
anna sem gefnu í framtíðinni. í
dómi sínum studdist Hæsti-
réttur við nýja grein í stjórnar-
skrá íslands sem tryggir jafn-
ræði með kynjunum. Þessi af-
dráttarlausa afstaða gegn
launamisrétti milli kynjanna
kemur einnig fram í öðrum
tímamótaúrskurði sem Hæsti-
réttur felldi í síðustu viku. Það
var dómur í máli sem varðaði
kröfur konu á hendur Ríkisút-
varpinu þar sem hún hefur
starfað. í dómi sínum komst
Hæstir^ttur að þeirri niður-
stöðu að Ríkisútvarpinu bæri
lagaleg skylda til þess að
greiða konunni sömu laun og
karlmanni sem gegndi sama
starfi og hún hjá Ríkisútvarp-
inu.
Með þessum dómi Hæsta-
réttar er sú regla staðfest að
atvinnurekendum er óheimilt
samkvæmt íslenskum lögum
að mismuna kynjunum í laun-
um þegar um sambærileg störf
er að ræða. Það kemur fram í
dómi Hæstaréttar að vinnu-
veitendur geta ekki réttlætt
það að þeir greiði mismunandi
laun fyrir sama starf með vísun
til þess að kona og karl tilheyri
ólíkum stéttarfélögum. En í
þessu tiltekna máli voru máls-
atvik þau að konan var félagi í
Útgarði, sem er innan vébanda
BHM, en karlmaðurinn til-
heyrði félagi rafiðnaðarmanna.
Það verður ekki undan þeirri
lagaskyldu komist að greiða
sömu laun fyrir sömu vinnu.
Óánægður ráðherra
Báðir þeir dómar sem hér
hafa verið reyfaðir eru áfanga-
sigrar á leið til fulls jafnræðis
milli kynjanna. En það voru þó
ekki allir ánægðir með dóm
Hæstaréttar í máli konunnar
gegn Ríkisútvarpinu. Má þar
nefna fjármálaráðherra, Frið-
rik Sophusson, sem sagði
þennan dóm Hæstaréttar afar
furðulegan. Það kom fram í
máli hans að hann taldi að Rík-
isútvarpið hefði breytt rétt
þegar það ákvað að greiða
•w U i.l i ‘mí-WÚ'
konunni samkvæmt taxta Út-
garðs, sem í þessu tilviki var
lægri en taxti rafiðnaðar-
mannsins. Það var helst á máli
Friðriks að heyra að honum
væri það allsendis ókunnugt
að yfirborganir tíðkast gjarnan
á ríkisstofnunum, sem á öðr-
um vinnustöðum. Kauptaxtar
samkvæmt kjarasamningum
kveða einungis á um lágmarks-
laun, atvinnurekendum er í
raun í sjálfsvald sett hversu
miklu hærra kaup þeir greiða
en taxtar segja til um. í þessu
tilviki hefði Ríkisútvarpið átt
að yfirborga konuna svo að
þeirri lagaskyldu væri fram-
fylgt að konur og karlar hefðu
sömu laun fyrir sömu vinnu.
Væntanlega verður það gert í
framtíðinni.
En það má einnig spyrja sig
hvernig standi á því að for-
stöðumönnum opinberrar
stofnunar og þeim sem sjá um
útborgun launa hafi ekki verið
þessi lagaregla ljós. Fjármála-
ráðuneytið gekk fram með
góðu fordæmi í fyrra og lét út-
búa bækling sem dreifa átti til
forstöðumanna allra ríkis-
stofnana og hafði þann tilgang
að vekja þessa sömu forstöðu-
menn til umhugsunar um
kynjamisrétti á vinnumarkað-
inum. En slíku átaki þarf að
fylgja eftir. Ábyrgð ráðherra
felst í því að tryggja að ríkis-
stofnanir starfi í anda þeirra
laga sem Alþingi hefur sett.
Það er lágmarkskrafa þeirra
sem að jafnréttismálum vinna
að hið opinbera fari að lands-
lögum.
Vinnufélagar bítast um
molana
Það er einnig alvarlegt um-
hugsunarefni að skipulag
verkalýðshreyfingarinnar skuli
standa í vegi fyrir því að hægt
sé að framfylgja þeirri megin-
reglu að greiða skuli sömu
laun fyrir sömu vinnu. Friðrik
Sophusson vék reyndar að
þessu þegar hann var inntur
álits á umræddum dómi. Hann
taldi að dómurinn sýndi enn
frekar nauðsyn þess að teknir
yrðu upp vinnustaðasamning-
ar. En jafnvel þótt það yrði
ekki raunin er ljóst að stéttar-
félög á vinnustöðum þurfa að
hafa miklu nánara samstarf til
þess að tryggja sem best sam-
eiginlegan hag launþega. Það
má ekki gefa atvinnurekendum
færi á að deila og drottna í
krafti sundurlausra kjarasamn-
inga. Þannig er vinnufélögum
att saman og þeir settir í þá
nöturlegu aðstöðu að bítast
um molana og stöðugt verja
sérhagsmuni sína á kostnað
hinna.
Guðmundur Gunnarsson,
formaður Rafiðnaðarsam-
bands íslands, var einmitt í
þeirri aðstöðu þegar fjöþniðlar
inntu hann eftir viðbrögðum
við dómi Hæstaréttar. Líkt og
Friðriki þótti honum dómurinn
afar sérkennilegur. Guðmund-
ur sagði sem svo að eðlilegt
væri að konan hefði haft lægri
laun því að líklega væri lífeyris-
réttur hennar tryggari og hún
fengi laun greidd ef hún tæki
sér fæðingarorlof þar sem hún
tilheyrði félagi opinberra
starfsmanna. Síðan bætti hann
við, hvort sem það var í gríni
eða alvöru, að rafiðnaðarmenn
myndu leggja fram nýja kröfu-
gerð til viðsemjenda sinna þar
sem farið yrði fram á sambæri-
legan lífeyris- og fæðingaror-
lofsrétt og opinberir starfs-
menn nytu. Vonandi var þetta
þó mælt í alvöru. Margir hafa
einmitt saknað þess hve verka-
lýðshreyfingin hefur látið fæð-
ingarorlofsmál sig litlu varða í
yfirstandandi kjarasamingum.
Nú hefði verið lag til þess að
tryggja körlum sjálfstæðan
fæðingarorlofsrétt og semja
um nýtt fyrirkomulag
greiðslna í fæðingarorlofi.
Fæðingarorlofssjóður?
Fæðingar eru ekki einkamál
kvenna sem þær eiga að gjalda
fyrir í lægri launum eða skert-
um frama innan fyrirtækja.
Þetta sjá æ fleiri. Karlanefnd
Jafnréttisráðs hefur t.d. hvatt
til þess að karlar fengju sjálf-
stæðan fæðingarorlofsrétt. Þá
hefur Ögmundur Jónasson,
þingmaður Alþýðubandalags-
ins og óháðra, lagt fram þings-
ályktunartillögu á Alþingi
sama efnis. Kvennalistinn hef-
ur einnig ár eftir ár lagt fram
tillögur á Alþingi sem ganga í
sömu átt. Á síðasta vetri var
starfandi nefnd á vegum fé-
lagsmálaráðherra sem átti að
leggja fram tillögur um hvernig
hægt væri að samræma fæð-
ingarorlofsrétt á vinnumarkað-
inum. f þessari nefnd sátu full-
trúar ríkisins og fulltrúar laun-
þegasamtaka, bæði á almenna
markaðinum og hjá hinu opin-
bera. Þessari nefnd tókst ekki
að komast að neinni sameigin-
legri niðurstöðu og lognaðist
út af. Þá var talað um að laun-
þegahreyfingin myndi taka
þetta mál upp í kjarasamning-
um, en sú hefur ekki orðið
raunin.
Á Islandi hafa einungis opin-
berir starfsmenn rétt til launa í
fæðingarorlofi. Þessi réttur op-
Ekki voru allir ánægðir með dóm
Hæstaréttar í máli konunnar gegn
Ríkisútvarpinu. Má þar nefna fjár-
málaráðherra, Friðrik Sophusson,
sem sagði dóm Hæstaréttar afar
furðulegan. Það var helst á máli
Friðriks að heyra að honum væri
það allsendis ókunnugt að yfir-
borganir tíðkast gjarnan á ríksis-
stofnunum, sem á öðrum vinnu-
stöðum.
inberra starfsmanna er hins
vegar ekki tryggður með kjara-
samningi eða lögum, heldur
einungis með reglugerðar-
ákvæði sem ráðherra getur
breytt eftir geðþótta. Það er
löngu orðið tímabært að
verkalýðshreyfingin og at-
vinnurekendur ræði það í fullri
alvöru hvernig þeir ætli að
tryggja að fólk haldi launum
sínum í fæðingarorlofi, líkt og
tíðkast í nágrannalöndum okk-
ar. Það eru ýmsar leiðir færar
til þess, s.s. með því að koma á
fót fæðingarorlofssjóði sem
launþegar og atvinnurekendur
greiði iðgjald í. Þessi sjóður
stæði síðan straum af launa-
greiðslum í fæðingarorlofi.
Fólk á ekki að fara á opinbera
framfærslu og missa laun sín
við það eitt að barnsfæðing á
sér stað. Með því að greiða
laun í fæðingarorlofi væri einn-
ig stuðlað að því að konur og
karlar skiptu frekar með sér
fæðingarorlofi. Þar með væri
enn einni hindruninni á leið-
inni til fulls jafnréttis rutt úr
vegi.
Fyrir stuttu kom út skýrsla á vegum dómsmálaráöherra þar sem fram koma óhugnanlegar tölur um heimilisof-
beldi á íslandi. Samkvæmt skýrslunni hafa um 1,3 prósent íslenskra kvenna, eða um eitt þúsund til ellefu
hundruð konur, orðið fýrir ofbeldi á heimilum sínum. Margar þeirra leita til Kvennaathvarfsins.
Gríðarlega midhiægt að konum sé trúað
„Þessi skýrsla kom okkur
sem vinnum við Kvennaat-
hvarfið ekki á óvart en ég
hugsa að hún hafi komið mörg-
um öðrum á óvart, því í henni
er sýnt fram á að ofbeldi gagn-
vart konum er mikið í íslensku
samfélagi,“ segir Ásta Júlía
Amardóttir, fræðslu- og kynn-
ingarfulltrúi Samtaka um
Kvennaathvarf. „Við höfum
alla tíð vitað þetta en ekki get-
að sagt neitt, því við höfum
ekki haft neitt í höndunum
sem staðfesti svart á hvítu
hversu algengt ofbeldi er gagn-
vart konum í þjóðfélaginu fyrr
en núna. Þessi skýrsla dóms-
málaráðherra er því geysilega
mikilvæg fyrir okkar starf. Hún
sýnir til að mynda að heimilis-
ofbeldi gegn konum hér á landi
er engu minna en í Danmörku
og Noregi. En ég veit að þessar
tölur hafa komið mörgum á
óvart. Fólk hefur jafnvel haldið
að ofbeldið væri miklu minna
hér á íslandi, en svo er ekki.“
Þœr konur sem verða fyrir
ofbeldi á heimili sínu, leita
þœr til ykkar?
„Nei, ekki allar, en sem betur
fer eru margar sem leita til
okkar og fá aðstoð. Tölur frá
1996 sýna að komur og viðtöl á
Kvennaathvarfið voru 364 tals-
ins. Hér er um að ræða 27 pró-
senta aukningu frá því 1995.
Þessi aukning felst aðallega í
að fleiri konur koma í viðtal til
okkar. Þótt aukning hafi orðið
hér í Kvennaathvarfinu á kom-
um og viðtölum þýðir það þó
ekki endilega að aukning hafi
orðið á heimilisofbeldi gagn-
vart konum í þjóðfélaginu. Það
segir einfaldlega að fleiri konur
leita sér aðstoðar. Það gæti
jafnvel verið vegna þess að
umræðan hefur verið mikil um
ofbeldi undanfarið, sem hvet-
ur þær frekar til að leita sér
hjálpar.“
Kemur fyrir að konur segi
ekki satt um ofbeldi gegn
sér, jafnvel til að klekkja á
maka sínum?
„Þá konu hef ég aldrei hitt og
ég efast um að ég eigi nokkurn
tímann eftir að hitta konu sem
kemur hingað á „fölskum for-
sendum". Staðreyndin er frek-
ar sú að konur dragi það of
lengi að leita sér hjálpar. Sum-
ar konur hafa búað við ofbeldi
í yfir þrjátíu ár og þagað yfir
því. Þær hafa ekki þorað að
láta vita og jafnvel talið það
skömm ef aðrir fréttu hvað
væri að gerast á heimilinu."
Getið þið hjálpað þessum
konum?
„Kvennaathvarfið er fyrir
konur sem beittar eru ofbeldi á
heimili sínu og börn þeirra.
Það getur verið fyrsta skref
þeirra að hafa samband við
okkur til að fá ráðgjöf og upp-
lýsingar. Konan getur komið til
dvalar, hún getur komið í við-
töl í athvarfið eða fengið upp-
lýsingar í gegnum síma. Þetta
er allt á hennar forsendum.
Við í Kvennaathvarfinu segjum
henni ekki að gera eitt né neitt,
hún ræður hvað hún gerir. En
það sem er mikilvægast fyrir
konu sem beitt hefur verið of-
beldi á heimili sínu er að henni
sé trúað, bæði af vinum og ætt-
ingjum. Það er mikilvægt að
hlustað sé á hana og henni trú-
að.“
Gerist það að nánustu
œtttingjar kvennanna trúi
ekki sögum þeirra?
„Já, ofbeldið getur verið vel
falið. Það fylgja ekki alltaf læti
og hamagangur heimilisof-
beldi. Heimilisofbeldi getur átt
sér stað án þess að heyrist
nokkur hlutur frá íbúðinni.
Þess vegna getur það komið á
óvart loks þegar konurnar
leysa frá skjóðunni. Eins er
það þannig að karlmaðurinn
getur virkað vel út á við en
beitir síðan innan veggja heim-
ilisins bæði andlegu og líkam-
legu ofbeldi. Enginn sér né
heyrir neitt, hvað þá trúir því
að þessi maður geti verið of-
beldismaður.“
Hvað gistu margar konur
Kvennaathvarfið á síðasta
ári og hversu lengi dvöldu
þœr?
„Hundrað og ellefu konur
komu til dvalar á síðasta ári og
dvöldu að meðaltali í um nítján
daga. Sumar voru kannski tvo
daga á meðan aðrar voru í
mánuð."
Hjálpin sem þið hafið veitt
konum hingað til, hefur hún
virkað eða er hún aðeins
skammtímalausn?
„Þessi hjálp virkar, það er
engin spurning. Sumar konur
fara aftur heim til sín að lok-
inni dvöl, aðrar ekki. Þær sem
fara aftur heim fara aldrei í
óbreytt ástand. Þær eru stöð-
ugt að fikra sig frá ofbeldinu.
Sumar konur þurfa að koma
oftar en einu sinni til okkar.
Það tekur einfaldlega mislang-
an tíma fyrir konur að koma
sér út úr ofbeldinu. Ég hef trú á
því að Kvennaathvarfið skipti
þessar konur mjög miklu máli,
en það er samt mjög margt
annað sem þarf að koma til.
Allt þjóðfélagið þarf að hafa
skilning á þessu. Það er ekki
nóg að við höfum það.“
Sýna stjórnvöld vanda-
málinu skilning?
„Kvennaathvarfið hefur ver-
ið starfandi nú í fimmtán ár. Á
„Sumar konur hafa búið við of-
beldi í yfir þrjátíu ár og þagað yfir
því. Þær hafa ekki þorað að láta
vita og jafnvel talið það skömm ef
aðrir fréttu hvað gerðist á heimil-
inu,“ segir Ásta Júlía Arnardóttir
hjá Kvennaathvarfinu.
þeim tíma hefur orðið gríðar-
leg viðhorfsbreyting. Það er
varla hægt að líkja því saman.
En samt er langt í land. Ofbeld-
ið er enn til staðar, við erum
enn að glíma við þetta,“ segir
Ásta Júlía að lokum.“