Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 13
FlMIVmJDAGUR 20. MARS1997 13 Hrokinn freyðir ú íhaldsleiðin brást Strýkur reiður koi kjaftagleiður Þórt ur Blairs skapi honum nokkra sér- stöðu. Siðfræði formannsins í stikkorð- um myndi hljóma einhvern veginn svona: Þegnleg ábyrgð og samfélagsleg mannúð. LM stendur fyrir Living Marxism og ástæðan fyrir því að tímaritið heitir ekki lengur fullu nafni er að það ætlar að höfða til breiðari lesendahóps en áður. LM er andóf gegn varkárni og konformisma og boðar ögrandi lesefni. Fyrsta heftið lofar góðu. Aðalefnið er afhjúpun á blekkingu vestrænna fjöl- miðla um mannréttindabrot Serba í Bosníu. LM fæst í Eymundsson við Austur- stræti þar sem áður voru höfuðstöðv- ar Almenna bókafélagsins, menningar- deildar Sjálfstæðisflokksins í kalda stríðinu. Einn af forvígismönnum AB, Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, var jarðsettur í síðustu viku. Morg- unblaðið útbjó sérblað með minning- argreinum um Eyjólf Konráð þar sem fyrirferðarmestar voru tvær greinar, hvor eftir sinn ritstjórann, Matthías Johannessen og Styrmi Gunnarsson. íslenskur siður er að nota minningar- greinar sem vettvang fyrir söguritun. Styrmir skrifar m.a. um tildrög þess að Jóhann Hafstein tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir sviplegt frá- fall Bjarna Benediktssonar árið 1970 og hvernig Þorsteinn Pálsson var munstraður á Morgunblaðið. En það áhugaverðasta í grein Styrmis er saga á tæpitungu. „í þessu samtali [við Eyj- ólf Konráð ca. 1958] fékk ég örlitla inn- sýn í veröld, sem ég vissi ekki að væri til á íslandi en tengdist þessum al- heimsátökum [Sovétríkjanna og Bandaríkjanna]. Eykon bað mig um að taka að mér verkefni, sem ég gerði, en ekki fyrr en að lokinni alvarlegri um- hugsun. Því sinnti ég á hans vegum fram eftir Viðreisnaráratugnum. Það starf hafði margvísleg áhrif á pólitíska vígstöðu flokkanna á þessum árum en eins og margt af því, sem gerðist á tím- um kalda stríðsins, bíður frásögn af því síðari tíma.“ Styrmir, Berlínarmúrinn er fallinn. Hvers vegna ekki að segja okkur sög- una eins og þú þekkir hana? I þessum dálki í síðustu viku var fjall- að um bók Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar og Benjamíns H.J. Eiríks- sonar, sem kom út um jólin. Sagt var að bókin væri vafasöm heimild um reynslu Benjamíns vegna þess að að einhverju leyti studdist Hannes við aðrar heimildir en Benjamín sjálfan þó að sagan sé öll skráð í fyrstu persónu. Athugasemdin laut að aðferðinni, að skrifa frásögn í fyrstu persónu þegar heimildir fyrir frásögninni eru sóttar annað en til persónunnar sem segir frá. í bókinni er það hvergi aðgreint sem kemur frá Benjamín annars vegar og öðrum heimildum hins vegar. Til- gangurinn var ekki að gera lítið úr lífi og starfi Benjamíns. Pólltík, popp og hæfi- loör Allt þetta og miklu fleira kemur í ljós þegar flett er Skólablaðinu, ríflega 160 síðna riti sem gefið er út í Menntaskólanum í Reykja- vík og dreift til nemenda auk allra þeirra sem út- skrifuðust úr skólanum fyrir 25 og 50 árum. Skólablaðið velur fjöl- marga menn ársins. Þeirra á meðal eru sjálf- ur inspector scolae, Tóti, sem hlýtur þenn- an titil fyrir það eitt að nafnið skuli ríma á móti „ljóti“, og svo Hannes Hausmeister fyrir pólitíska rétt- hugsun. Skólablaðið er þykkt og efnismikið, m.a. greinar og viðtöl við Megas og Björk, útlistun á pólitík Verðandi og Heimdallar. Önnur við- fangsefni spanna allt frá ljóðum skólaskáld- anna yfir í viðtöl við gamla nemendur og hæfilega há- spekilegar, lærðar greinar. things“ kom út 10. mars og albúmið „Skyscrap- ing“ birtist þann 24. Undirtónninn verður rafmagnaður og taktfastur, skreyttur með gítar, píanói, strengjum og blásturshljóðfær- um. Beck er frá LA og margir muna eftir honum í laginu „Loser“ frá árinu 1994. Hann lék á tvennum tónleikum á Bret- landi 2. og 3. mars vegna útgáfu smáskífulagsins „The new pollution“. Það er af „Odelay" og er þriðji singullinn sem kemur út af þessari plötu ársins 1996 að margra áliti. Með laginu fylgja tvö áður óútgefin lög, „Electric music and the summer people“ og „Lemonade“. Þá hljóðblandar Aphex Twin eldra smáskífulag, „Devil haircut". Happy Mondays hét hljóm- sveit frá Manchester á Eng- landi, höfuðpaur hennar var Shaun Ryder. Þeir áttu eina af bestu plötum ársins 1990, „Thrills, pills and bellyac- hes“, og ár- ið fyrir út- komu þess meistaraverks léku þeir á tónleikum í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Fyrir þremur árum hætti þessi stórmerkilega sveit störfum og Ryder hefur hreiðrað um sig á sveitasetri á írlandi, langt frá Manchesterborg. Hann er eig- andi að írskri sveitakrá og segist ekki vera þarna niðurkominn til að vera í felum, hafi einfaldlega viljað komast burt frá Manc- hester. Hann var 18 ára þegar Happy Mondays byrjuðu og seg- ir þetta hafa verið stanslaust „Rock’n roll party“. í dag er hann 34 ára og finnst best að dvelja heima hjá börnunum. Eft- ir endalok Happy Mondays hef- ur hann verið með hljómsveit- ina Black Grape, sem hefur ekki verið tekin alvarlega, hvorki af gagnrýnendum né plötukaup- endum. Þegar hann gerir næstu piötu segir hann að hún muni örugglega ekki hljóma ,,60’s“ líkt og Stone Roses hafi gert. Hann heldur því fram að slíkt sé alltof auðvelt miðað við það sem þeir voru að gera, blanda af pönki, funki og kráartón- list. Á ung- lingsárum hans hlust- uðu allir aðrir á Madness og Specials, en Happy Mon- days-menn voru meira fyrir Tom Jones, Johnny Cash, Bay Citý Rollers og Engei- bert Humperdinck. Shaun Ryder segir reyndar að lagið „Holiday” á „Thrills, pills and bellyac- hes“ sé undir sterk- um áhrifum frá Humperdinck. i Doubt hefur selt fimm millj- ónir ein- taka af al- búminu „Tragic King- dom“ og náð fyrstu sætum vin- sældalista beggja vegna Atlantsála. Söngkonan heitir Gwen Stefani, bassa- leikarinn er Tony Kanal, Adrían Young er á slagverkinu og gítarplokkar- inn er Tom Dumont. Þau hafa verið til frá árinu 1987 en það er ekki fyrr en á allra síðustu mán- uðum sem þau hafa slegið virki- lega í gegn. Tony trommari er indverji og einn af fáum slíkum sem sjást á vinsældalistum í Bandaríkjunum. í upphafinu fyr- ir tíu árúm voru þau einfalt „ska“-band sem tók t.d. lög Specials og Selecters. í fyrstu þreifuðu þau sig áfram með mis- munandi hljóma, hlustuðu öll á og elskuðu „ska“ en reyndu aldr- ei að verða slíkt band. Mesti munurinn á fyrstu plötunni og þeirri nýju er sá að Gwen á sjálf alla texta í dag, áður var það bróðir hennar sem annaðist textagerð. Hún segir allt annað að syngja eigin orð, lögin lifni öll við. Tony var mjög efins þegar útgáfufélag þeirra skilgreindi tónlist þeirra sem popp en er sáttari í dag. í Ameríku er popp- ið í mynd Toni Braxton og Ce- line Dion en í Bretlandi kemur það fram í böndum eins og Sup- ergrass og Blur, sem þeim finnst þau eiga meiri samleið með. Órðið „pop“ er komið af „popular”. Vinsælir listamenn selja mikið og það passar við No Doubt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.