Helgarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 20. MARS1997
spiirt...
Ef þú fengir að ferðast í tíma og
rúmi, hvert myndirðu þá fara?
Ármann Kr. Einarsson rithöfundur:
Hverjir
í BADMINTON TVISVAR í VIKU
„Ég ætla á ráðstefnu um Hallgrím Pétursson sem verður í Hall-
grímskirkju á laugardaginn,“ segir Ólafur
Skúlason biskup. „Ráðstefnan nefnist
Hallgrímsstefna og er á vegum Listvinafé-
lags Hallgrímskirkju og Stofnunar Sigurð-
ar Nordals. Á sunnudaginn ætla ég að
fara í messu og vera með fjölskyldunni.“
Eitthvað annað sem þú œtlar að
gera?
„Ég fer í sund þegar ég mögulega get og
svo stunda ég badminton tvisvar í viku.“
Badminton!
„Jájájá, heldurðu að ég sé einhver aum-
ingi eða hvað?“ segir biskup og hlær.
KVEIKI í HÁRINU Á MÉR OG LES...
„Laugardagurinn er alveg tómur hjá mér, ég býst ekki við að
gera nokkurn skapaðan hlut þá nema
kannski skrifa fyrir sjálfa mig,“ segir Gerð-
ur Kristný Guðjónsdóttir, blaðamaður og
rithöfundur. „En á sunnudagskvöld á ég
að lesa upp í Nelly’s Café.“
Ætlarðu að kveikja í bókinni á með-
an þú lest?
„Nei, en ég er að pæla í að kveikja í hár-
inu á mér og lesa þannig upp. Það myndi
yfirtrompa Elísabetu Jökuls."
Hvað ertu að skrifa?
„Ég er að skrifa skáldsögu, en hún kem-
ur ekki út fyrir næstu jól, ég er ekki svo
snögg að skrifa.“
En efþú skelltir þér eitthvað út um helgina. Hvert fœr-
irðu?
„Ætli ég færi ekki bara á Kaffibarinn. Frumlegri er ég nú ekki.“
HORFI Á MÖMMU LEIKA
„Bíddu nú við. Ég er að syngja í Bragga-
blús á laugardaginn," segir Ellen Krist-
jánsdóttir söngkona. „Ég ætla svo að fara
að sjá leikrit hjá eldri borgurum á sunnu-
daginn. Hvað heitir það aftur, Ástandsárín.
Það er sýnt í Risinu við Hverfisgötu.
Mamma er að leika í því, þannig að við
ætlum að skella okkur á þessa síðustu
sýningu leikritsins. Leikritið hefur gengið
mjög vel að mér skilst, hefur verið sýnt
annan hvern dag frá því 15. febrúar og
fullt á hverri einustu sýningu. Það er kom-
inn tími til að ég sjái mömmu leika áður en leikritið hættir. Ann-
ars verður helgin róleg. Ég var að fá eiginmanninn, Eyþór, heim
úr utanlandsferð með Mezzoforte, þannig að við tökum það ró-
lega.“
A SPANI UM HELGINA
„Ef það verður ekki verkfall ætla ég að
fara á alþjóðlegan ritstjórafund sem verð-
ur haldinn á Spáni um helgina," segir
Styrmir Gunnarsson ritstjóri. „Það eru
samtökin Intemational Press Institute, sem
hafa verið starfrækt í fjölda ára, sem eru í
forsvari fyrir þessum fundi. Þau halda
fund einu sinni á ári. Við erum nokkrir for-
ráðamenn fjölmiðla á íslandi sem erum fé-
lagsmenn í þessum samtökum, en þau
berjast til að mynda fyrir frelsi fjölmiðla
víða um heim.“
En efverkfall stendur enn yfir?
„Þá ætla ég ekki að festast í Evrópu og sleppi því þessari ferð.“
Ekki
missa
„Já, þetta er nú nokkuð stór spurn-
ing,“ segir rithöfundurinn. „Það er
búið að fara til tunglsins en ég væri
til í að fara á einhverja stjörnu úti í
geimnum. Það væri ævintýralegt, en
ég er náttúrulega alltaf að skrifa æv-
intýri. Það væri gaman að lenda á
einhverri stjörnu úti í geimnum.“
hann hljómsveitinni í
einhverjum iögum
þetta kvöld. „Eg var
nú bara beðinn að
troða upp með þeim á
Selfossi þetta kvöld
og ákvað að slá til for
the fun of it," segir
Helgi poppari Björns-
son. „Ég er. staddur
hér á íslandi í vetrar-
Mamma hestur &
Soðin fiðla_
fríi i tvser vikur."
Líkar þér ekki vel á Ítalíu í
góða veðrinu?
„Jú, það er meiriháttar, en það
er ágætt að fá smáskammt af
veðrinu hér á klakanum, sér-
staklega þegar maður veit að
maður er að fara aftur. Þá nýtur
maður þess ennþá betur. ís-
land er náttúru-
lega besf... ís-
kalt. Það er mjög
gott að fá það
svona sterkt í
æð.“
Örkumla
Gaur
Ungu hljómsveit-
irnar Örkuml og
Gaur spila á síð-
degistónleikum
Hins hússins á
föstudaginn. Ör-
kuml er sögð vera ein besta
pönkhljómsveit landsins þessa
dagana og iðin mjög að spila á
hljómleikum. Auk þess hafa
þeir félagar gefið út fjöldann all-
an af sjö tommu plötum og
núna er í burðarliðnum alvöru
breiðsklfa með þessari fjögurra
manna pönkhljómsveit. Hljóm-
sveitin Gaur er ung og efnileg
hljómsveit úr Garðabænum,
skipuð þremur ungum mönnum.
Tónleikarnir hefjast stundvís-
lega klukkan 17 og að sjálf-
sögðu er ókeypis inn á þá.
Mátturinn &
dýrðin...
Stjömustríðsæði hefur gripið
um sig í Bandaríkjunum eftir að
farið var að sýna trilógluna um
Loga geimgengil og Svarthöfða
pabba hans I kvikmyndahúsum
vestanhafs
upp á nýtt,
tuttugu árum
eftir að fyrsta
myndin var
frumsýnd. Trú-
lega hefur góð
markaðssetn-
ing eitthvað
með góða að-
sókn á þessar
myndir að gera, en aðalatriðið
er þó að myndirnar þrjár eru hin
besta skemmtun fýrir þá sem á
annað borð hafa gaman af vís-
indaskáldsögum og hafa elst
vel. Allir á Star Wars um helg-
ina til að hita upp fyrir næstu
StjörnustríðstrilógTu sem Ge-
orge Lucas er að undirbúa.
Sveitaball með
Todmobile
Hljómsveitin
Todmobile heldur
áfram þeysireið
sinni um landið og
nú um helgina verð-
ur þessi súper-
grúppa íslands fyrst
á Hótel Húsavlk á
föstudagskvöldið
með dansiball.
Þetta er fyrsta ball Todmobile á
Húsavík en grúppan hefur hald-
ið þar tvenna tónleika. Á laugar-
dagskvöldið liggur leiðin svo I
Hótel Borgarnes þar sem Þor-
valdur, Andrea, Matthías, Vil-
hjálmur, Kjartan og Eiöur ætla
að spila og syngja þangað til
þau geta ekki meir.
íslenskar bók-
menntir á norsku
Norræna húsið
hefur staðið fyrir
bókmenntakynn-
ingum að undan-
förnu og nú á laug-
ardaginn er komið
að íslenskum bók-
menntum. Dr. Dag-
ný Kristjánsdóttir
bókmenntafræð-
ingur fjallar um
bókaútgáfu á ís-
landi 1996 og mun
hún tala norsku. í
fýrirlestri hennar verður ferðast
um skáldverk slðasta árs I leit
að táknum - ekki stórmerkjum.
Rithöfundarnir Gyrðir Elías-
son, Krístin Ómarsdóttir,
Hallgrímur Helgason og Vig-
dís Grímsdóttir munu og
mæta á svæðið og lesa upp úr
verkum sínum... á skandina-
vlsku. Kynningin hefst klukkan
16.
farsi hefur verið með eindæm-
um vinsæll hjá áhugaleikhópum
um land allt og margoft verið
settur upp síðustu ár. Þessi
uppfærsla er að því leyti ólík
öðrum sviðsetningum á verkinu
að leyfi fékkst hjá þýðanda til
að heimfæra verkið upp á ís-
lenskar aðstæður. Því ættu
Vestfirðingar að eiga skemmti-
lega kvöldstund ef þeir skella
sér á leikritið, en það verður
ekki eingöngu sýnt á
Tálknafirði heldur ætlar
leikhópurinn að troða upp
á vel völdum stöðum á
sunnanverðum Vestfjörð-
um ogjafnvel víðar.
Blettaskarpur
og trúðarnir
Á sunnudaginn er síðasta
sýning á barnaleikritinu Trúða-
skólinn sem sýnt er á stóra
sviðinu I Borgarleikhúsinu. Leik-
ritið, sem frumsýnt var I byrjun
nóvember, fjallar um prófessor
Blettaskarp og kennslustörf
hans. Málið er að hann er að
kenna trúðum og vegna trúðs-
legs eðlis þeirra gengur erfið-
lega að kenna þeim nokkurn
skapaðan hlut. Hver einasta
kennslustund endar með
ósköpum I ringulreið og fífla-
skap. Því ekki að skella sér
með fjölskylduna á
sunnudaginn til að sjá
þetta skemmtilega
barnaleikrit?
Olga kemur
I kvöld og um helgina
verða haldnir rússneskir
kvikmyndadagar I
Reykjavík á vegum fé-
lagsins MÍR. Ástæðan
er að Olga Súrkova er
á leiðinni til landsins.
Olga er kvikmyndafræöingur og
ætlar að segja nýjustu tíðindi úr
rússneska kvikmyndaheiminum
I kvöld I félagsheimili MÍR,
VatnsstTg 10. Eins ræðir hún
um þær breytingar sem orðið
hafa I rússneskri kvikmynda-
gerð á síðustu árum, áhrif er-
lendra aðila á kvikmyndagerð-
ina og síðast en ekki síst lýsir
hún framtíðarhorfum. Eftir fyrir-
lestur Olgu verður sýnd kvik-
myndin Rússneska hugmyndin.
Um helgina verða svo fjölmarg-
ar aðrar rússneskar kvikmyndir
sýndarl félagsheimili MÍR, en
þeim sem hefðu hug á að klkja
á þær er bent á að hafa sam-
band við félaga I MÍR.
í kvöld, fimmtudagskvöldið 20.
mars, veröur fjórða og slðasta
Músíktilraunakvöld Tónabæjar
haldið og hefst klukkan 20.
Fram koma tíu hljómsveitir. Við
þorum ekkert að fullyrða um
hvort tónlistin sem
sveitirnar flytja er
betri eða frumlegri en
gengur og gerist en
að minnsta kosti eru
nafngiftirnar I hæsta
gæðaflokki: Þórgunn-
urnakin, Pistada
Bada, Soðin fiðla,
Kóngulóarbandið,
Mamma hestur, Lag-
leysa, Roð, Innvortis,
0101 og Vatn.
Sérlegur gestur
kvöldsins er Páll Ósk-
ar Hjálmtýsson I allri
sinni dýrð og gesta-
sveit Stjörnukisi, sigurvegarinn
frá I fyrra.
Úrslit Mústktilraunanna ráðast
svo annað kvöld, föstudags-
kvöldið 21. mars. Þar kemur
fram hljómsveitin Botnleðja,
ein sú flottasta I bransanum,
ásamt auðvitað sigurvegurum
kvöldsins I gleðivímu.
ísland er best...
ískalt
Það ætti engum að leiðast
austur á Selfossi á laugardags-
kvöldið en hljómsveitin Hunang
verður með stórdansleik á Ing-
hóli. Fyrir einskæra tilviljun
veröur Helgi Björnsson, sem
nýkominn er heim I stutt frí frá
sólinni á Ítalíu, með kaffisam-
sæti I Litlu kaffistofunni. Ætla
þeir Hunangsdrengir að kippa
Helga upp I rútuna og sameina
Með vífið í lúkun
um á Tálknafirði
Fyrir stuttu var leikritið Með víf-
ið í lúkunum eftir breska farsa-
snillinginn Ray Cooney I þýð-
ingu Arna
Ibsen frum-
sýnt á
Tálknafirði.
Leiklistar-
deild UMFT
á Tálknafirði
setur verkið
uþp en leik-
stjóri er
Ingibjörg
Bjömsdótt-
ir. Þessi
Fimmtudag:
Föstudag og laugardag:
Sunnudag og manudag:
Þriðjudag og miðvikudag:
Hálft T nvoru.
Dúndurfréttir.
Skítamórall.
Eitt allra hressasta bandið í dag
Með þeim skemmta sér allir
Hinir íslen^ku Pink Floyd
Stuðmenn Islands í dag