Alþýðublaðið - 09.06.1974, Page 9

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Page 9
TONEYRAÐ Gítaristi Steina spil skólastjóri á Bifröst Búast má við því, að inn- an skamms verði gerðar einhverjar breytingar á hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar (Steina spil) frá Selfossi, þar sem gítar- leikari hljómsveitarinnar, Haukur Ingibergsson, hef- ur verið gerður að skóla- stjóra Samvinnuskólans að Bifröst. Munu þess engin dæmi, að hljóðfæraleikari í sveitaballahljómsveit hafi notið slíkrar upphefðar. Haukur Ingibergsson er vel að þessu kominn — enda óskar Tóneyrað hon- um hjartanlega til ham- ingju með starfið og óskar honum alls velfarnaðar. Haukur hefur jafnframt því að leika með Steina spil stundað nám í ýmsum greinum við Háskóla ís- lands og af lað sér þar mik- illar og staðgóðrar mennt- unar. Hinn nýi skólastjóri Samvinnuskólans er mikill og sannur poppari — hefur m.a. um nokkurra ára skeið ritað um hljómplötur i Morgunblaðið. Þá hefur hann og samið slagara, sem varð vinsæll hér fyrir rúmu ári. Pelican hyggja á hljómleikahald Guðmundur Ingólfsson, Ólaf- ur Sigurðsson, Pétur Pétursson og Helga Sigþórsdóttir = GÓP & Helga. Þau hafa spilað saman undanfarna tvoeða þrjá mánuði og að sögn Guðmundar, þá hef- ur þetta verið „reytingsafli, takk fyrir”. 011 eru þau þaulreyndir hljóð- færaleikarar. Guðmundur var til dæmis i fyrstu Haukunum á loftinu i Glaumbæ sáluga ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Helga Steingrims, Gunnari bróður Guðmundar og einhverjum fleirum um lengri eða skemmri tima og Guðmundur hefur lengi verið viðurkenndur einn besti pianóleikari hérlendis. Pétur Pétursson, trommu- leikari, hefur spilað með ótal mörgum hljómsveitum, þar á meðal fyrstu Óðmönnum, en hann byrjaði með hljómsveit- inni ,,5pens”, þar sem Jónas R. Jónsson hóf sinn söngvaferil. Ólafur Sigurðsson er af góðu fólki kominn, Sigurði ólafssyni, söngvara, og hann hefur lika spilað hér og þar. Helga Sig- þórsdóttir er eiginkona Guð- mundar og hefur sungið um nokkurra ára skeið. Sérstaklega er hún minnisstæð úr hljóm- sveitinni örlög, þar sem þeir Pétur og Guðmundur voru einn- ig — og þar var lika Pálmi Gunnarsson. örlög höfðu æft upp kafla úr rokkóperunni Súperstar og flutt viða við góðar undirtektir — enda varð Pálmi siðan fyrir valinu, er Júdasar var leitað i uppfærsluna á Súperstar i Reykjavik. En hvað með það, þar söng Helga og gerði það gott. Einhverntima ekki alls fyrir löngu rákumst við inn i Klúbb- inn, þar sem GÓP & Helga voru að spila og likaði okkur vel. — Við erum dálitið með soul og svona sitthvað, sem við höfum gaman af, en reynum að forðast þetta brennivinsgaul, sem allt er að kafsigla, sagði Guðmund- ur, þegar tiðindamaður Tóneyr- ans hafði tal af þeim fyrir helg- ina. t sumar reikna þau með að spila eitthvað úti á landi og hafa þegar visiterað nokkuð og eins verða þau i borginni. Reytingsafli GOP & Helgu LP-platan er væntanleg eftir um það bil hálfan annan mánuð og siðar kemur seinni tveggja laga platan. Þeir Pelicanar eru önnum kafnir þessa dagana við að æfa nýtt dansprógramm og eins er hafinn undirbúningur hljómleika, sem þeir hafa áhuga á að halda i byrjun ágúst eða um svipað leyti og LP-platan kemur á markað- inn. Verða þeir væntanlega haldnir i einhverju samkomuhúsi Reykjavikur og er rneiningin að þar troði upp ýmsir fleiri en Pelican, svo sem vestfirskir galdramenn — og allt að sjálf- sögðui tilefni 1100 ára afmælis Is- landsbyggðar. Pétur Kristjánsson, söngvari hljómsveitarinnar, sagði i spjalli við tiðindamann Tóneyrans, að i hljómsveitinni rikti mikil til- hlökkun með útkomu platnanna: þeir hefðu lagt mikið erfiði á sig og gerðu sér vonir um að fleiri en þeir yrðu ánægðir með árangur- inn. A myndinni eru þeir Björgvin og Ásgeir með upptökumeistar- anum Ralph Mazza. Fyrri tveggja laga platan með Pelican, sem hljóðrituð var i Bandarikjunum i mars sl., er væntanleg á markaðinn um miðj- an þennan mánuð. Um þessar mundir er verið að pressa plötuna i Sountek i New York, þar sem m.a. Columbia Records láta pressa allar sinar plötur. Prufu- plata kom til landsins fyrir skömmu og lofar mjög góðu. Lögin á plötunni eru bæði eftir Ómar Óskarsson, „Jenny Dar- ling” og „My Glasses”. Ómar hefur einnig gert textana. Eftir um það bil þrjár vikur má reikna með nýrri hljómsveit i Reykjavik — og raunar hljóm- sveit, sem við höfum töluverða trú á að gaman verði að. Það er hljómsveit, sem hefur valið sér nafnið SUNSHINE. Hljómsveitina skipa Herbert Guðmundsson, söngvari, sem áður var i Ástarkveðju og þar áður i Tilveru, Thomas Lans- down, gitarleikari úr Roof Tops, Hannes Jón Hannes- son gitarleikari úr Brimkló, Ágúst Birgisson.bassaleikari úr Steinblóm og loks ólafur Jens- son, trommuleikari úr Stein- blóm. Við hittum þá að máli fyrir helgina og þá voru þeir af- spyrnu hressir, sögðust æfa stift og töluvert mikið frum- samið. Herbert söngvari semur einhver reiðinnar býsn og gerir það veb einhverntima fengum við að heyra sitthvað af þvi, sem hann hefur sjálfur gert og sett á segulband, og þótti sérlega at- hyglisvert. Þeir félagar voru með ýmsar hugmyndir um sviðsframkomu og annað, sem eru fremur nýst- árlegar, en sjón er sögu rikari. HERBERT FÆRIR BIRTU OG YL l Omar Yaldimarsson Sunnudagur 9. júní 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.