Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 31
lausnin fundin, og hún byggist á
þvi, að málmnet er fellt inn i
svonefnt ,,phenolic”-plastfroðu,
sem er mjög mikið fjaðrandi
efni og dregur þvi vel úr högg-
um.
Við árekstur gefur bólstrunin
eftir, og tilraunir sýna, að hún
þolir vel högg við árekstur á allt
að 50 km hraða, án þess að slys
verði á fólki. Til þess að full-
komna þetta öryggisatriði þarf
þó nýja gerð af framrúðum,
sem draga úr höggum án þess
að brotna. Þannig rúður eru ein-
mitt á tilraunastigi, og þegar
þær bætast við öryggisbólstrun
Ford verður hún mun betra ör-
yggistæki en loftpokarnir.
(Frá AP)
VATNIÐ LEITT
UM ÞURRKU-
BLAÐIÐ
Hið svonefnda „rúðupiss” á
bilum er vist að flestra dómi
ekki sérlega góð lausn á þeim
vanda, sem óhreinar framrúður
eru, enda höfum við sannfrétt,
að þetta fyrirkomulag hafi verið
upp fundið út úr hreinni neyð.
Þó hefur „rúðupissið” gert sitt
gagn, enda þótt ekki megi vera
mikill hliðarvindur, svo bunan
fari frekar á bilinn við hliðina en
þangað, sem hún á að fara.
Nú hefur sænska fyrirtækið
BeBiCi fullkomnað nýtt „rúðu-
piss”, sem leysir þetta vanda-
mál. 1 staðinn fyrir að hafa
spissa fyrir framan framrúðuna
er vatnið leitt um sjálft þurrku-
blaðið, þannig að það lendir á
rúðunni hvernig sem vindurinn
stendur. Með þessu lagi fer
þurrkan alltaf eftir blautri rúð-
unni, — hreinsunin verður þvi
öruggari og einnig minnkar það
slit bæði á þurrkunni og rúð-
unni.
Mögulegt verður að setja
þetta nýja „rúðupiss” á allar
venjulegar gerðir af rúðuþurrk-
um, en verðið er ekki vitað
ennþá. Framleiðandinn segir
þó, að það verði „mjög hag-
kvæmt”.
Nýja „rúðupissið” vinnur eins
og sýnt er á innteiknaða hringn-
um.
Tilraunabill frá
Ford bólstraður
fram í og afturi
með nýju öryggis-
bóistruninni
Þverskurður af ör-
Vggisbólstruninni
frá Ford.
I NÆSTU VIKU
REYNSLUEKUR AL-
ÞÝÐUBLAÐIÐ TRA-
BANT ÁRGERÐ 1974?
HIÐ
FULL-
KOMNA
DROPA-
LAG
>0 km á
að eyða '
nema rétt rúmlega sex
lítrum á 100 kílómetra.
í fyrstu verður
Fascination með 70 ha
Renault vél og fram-
hjóladrif (eða framhjóls-
drif, því við fáum ekki
betur séð en framhjólið
sé aðeins eitt), en ætlunin
er, að bíllinn verði í
framtíðinni búinn gufu-
vél.
VAR LÖG-
LEGT AÐ
SEKTA FÖLK
FYRIR AÐ
AKAÁ
SUNNU-
DÖGUM?
Fyrir skömmu var
tekið fyrir i bæjardómi
Þrándheims athyglis-
vert mál, sem fylgst er
imeð af mikilli eftir-
væntingu. Málið var
nefnilega höfðað gegn
manni, sem ákærður er
fyrir að brjóta helgar-
akstursbannið í vetur, á
meðan það gilti. Maður-
inn neitaði að greiða þá
sekt, sem ákveðin var
fyrir þetta brot og var
málið því sent bæjar-
dómi til meðferðar.
Þetta er i fyrsta sinn,
sem mál vegna brots á
akstursbanni fer fyrir
dómstólana, en ákærði
ákvað að láta reyna á
það, hvort það hafi stað-
ist lagalega, — hvort
landslög leyfa sektir við
sliku broti. Einnig neitar
hann sök þar sem hann
hafði undanþágu vegna
starfs sins, en lögreglan
heldur því fram, að
hann hafi misnotað und-
anþáguna og verið að
aka tengdamóður sinni,
þegar hann var stöðvað-
ur.
Sendum sjómönnum öllum og f jölskyldum
þeirra bestu árnaðaróskir i tilefni dagsins.
Hraðfrystihúsið h.f.
Hnífsdal
Sendum islenskum sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra bestu heillaóskir á sjó-
mannadaginn.
Alftfirðingur h.f.
Súðavík
Utgerðarfélag
Akureyringa h.f.
sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra
beztu kveðjur i tilefni dagsins.
Sendum sjómönnum um land allt beztu
kveðjur i tilefni af sjómannadeginum.
Þorbjörn h.f.
Grindavík
Sendum starfsmönnum vorum og sjó-
mönnum öllum beztu kveðjur i tilefni sjó-
mannadagsins.
Skagstrendingur h.f.
Skagaströnd.
Sendum sjómannastéttinni okkar beztu
hamingjuóskir á sjómannadaginn.
Hjálmur h.f.
BÍLAR OG UAAFERD |
Flateyri
Sunnudagur 9. júni 1974.
©