Alþýðublaðið - 14.07.1974, Qupperneq 3
TILKYNNIR
IHORNAFIRDI
n
me6 matnum, sagði hann og dró
upp flösku af Púrtvini. — Mér
var sagt a6 barinn væri ekki
opinn nema yfir hásumarið, svo
það er eins gott að hugsa fyrir
öllu. Þessum siðustu orðum
beindi hann frekar til min en
stúlkunnar.
— Það er bannað að drekka
hérna, sagði stúlkan og var að-
eins brugðið.
— Hva’? Heldurðu að ég megi
ekki fá mér einn léttan? spurði
Hjálmar Diego, I. stýrimaður
hissa.
— Það má ekki vera með vin i
matsalnum, sagði stúlkan.
— Jæja, jæja, sagði Hjálmar,
—■ þá skal ég ekki vera með vin i
matsalnum. En ég hlýt að geta
fengið mér einn hérna.
Stúlkan brosti afsakandi og
gaf til kynna að hún myndi ekki
gera neinar meiriháttar at-
hugasemdir við stútsopa i gang-
inum.
Maður er alltaf
að koma og fara”
Hún lauk við að afgreiða mig
og á meöan gekk stýrimaðurinn
upp stigann. Ég mætti honum
þegar ég ætlaði sjálfur upp til að
kikja aðeins á þetta
margumtalaða hótel. — Er ekki
einhver setustofa hérna? spurði
hann.
— Jú, það er svona nokkurs-
konar setustofa þarna uppi,
svaraði stúlkan. Við gengum
samferða upp og fengum okkur
sæti. — Viltu einn? spurði hann.
Nei takk, tilefnið þarf að vera
annað en að vera tiltölulega
syfjaður og kvefaður á kulda-
legum morgni á Höfn i Horna-
firði.
— Hefurðu aldrei komið
hingað áður? spurði hann.
— Nei.
— Þetta er finn staður. Sjáðu
bara hvað það er fallegt hérna.
Stattu upp og komdu hérna út að
glugganum. Sjáðufjöllin hérna i
kring, jöklana, sjóinn, fuglana,
himininn. Ég hef oft komið hér
en aldrei getað stoppað neitt.
Maður er alltaf að koma og
fara. Það tilheyrir þessu starfi.
Nú er ég til dæmis að fara út til
Noregs með Stapafellinu. För-
um i kvöld. Mig langar að koma
hingað og skoða mig vel um
hérna. Keyra hér austur- og
vesturfyrir, heilsa upp á jöklana
og sjóinn.
— Og sandinn, sagði ég.
— Já, og allt það helviti, sagði
Hjálmar. — Nei , maður á að
njóta náttúrunnar meira en
maður gerir. Hérna allt i kring
eru stórkostlegustu undur nátt-
úrunnar. Ég hef nú viða farið en
hvergi, held ég, séð jafn dásam-
lega náttúru og hérna.
Hann hélt áfram að tala um
náttúruna góða stund áður en
við settumst aftur. — Jæja,
sagði hann þá. — A hvaða ferða-
lagi ert þú?
Ég sagði stuttlega frá þvi og
spurði svo: — Hefur þú verið
lengi sjómaður?
— Ég hef alltaf verið sjómað-
ur, svaraði hann. — Ég var i
þrjú ár stýrimaður á Arnarfell-
inu.Þaövar skip.ekki kassi eða
dolla með frakt. Stapafellið er
ágætt en það verður aldrei eins.
Sko, Arnarfellið sáluga var mið-
skipsbyggt, raunverulegt skip.
Það brakaði dálitið i þvi, það
var með raunverulegt hjarta.
Skúlptúr Sigurjóns,
Hann sagði mér af fleiri skip-
um, sem hann hafði siglt með,
stöðum sem hann hafði heimsótt
og alltaf talaði hann um náttúr-
una. Svo stóð hann allt i einu
upp og benti út um gluggann.
Þar var skemmtileg járnlistar-
mynd, sem við urðum nokkurn-
veginn sammála um að væri
eftir Sigurjón ólafsson.
Hjálmar Diego, stýrimaður, út-
skýrði fyrir mér myndina og sá
á henni margar hliðar. Þetta
var fugl, jú jú, sjófugl. Það
sýndu linurnar i brjóstinu og
bakinu. En neflagið var eigin-
lega of ránfuglslegt. Þetta gat
náttúrlega komið öðru visi út ef
maður horfði á myndina frá
öðru sjónarhorni en þá var ann-
að, hvers vegna var þá verið að
láta myndina snúa svona að
hótelinu, það var frá þessu
sjónarhorni, sem flestir horfðu
á þennan skúlptúr.
Við spjölluðum um myndina,
fleiri myndir og myndlistar-
menn og ég hreifst mjög af
Hjálmari Diego. Hann virðist
náttúruheili og tilvera hans
snuðrulaust ævintýralif sjó
mannsins sikáta. Náttúrubarn.
Það passaði vel inni þarna.
Við borðuðum i snatri i isköld-
um matsalnum og þar varð ég
öllu þjóðlegri en hann: ég fékk
hangikjöt en hann ommelettu.
Svo komu þrir framsóknar-
menn á stórum Blazer frá
Sambandinu og Hjálmar Diego,
I. stýrimaður á Stapafelli SÍS,
gaf sig á tal við þá. Þeir voru að
tala um stöðuhækkanir innan
einstakra deilda Sambandsins
þegar ég yfirgaf þá.
Ég stoppaði i bensinsjoppu og
keypti batteri og ullarsokka.
Þeir komu sér vel nokkrum
klukkustundum siðar, þegar bil-
tikin drap á sér neðan undir
Vatnajökli, sem blés bæði kalt
og mikið ofan af.
— ó.vald.
VANTI YÐUR
HÚSNÆÐI
ÞÁ AUGLÝSIÐ í
litibú Kaupfélags Borgfirðinga_
Verslunar- og veitingahús r
VEGAMOT
SNÆFELLSNESI
ALÞÝÐUBLAÐINU
Alþýðublaðið inn á hvert heimili
Dempnrar
í flestar gerðir bíla.
Kristinn Guðnason hf.
Suðurlandsbraut 20
Simi 8-66-33.
FERÐAFÓLK, vér viljum draga athygli
yðar að þvi, að vér bjóðum yður i veitinga-
húsinu:
Kaffi.
Smurt brauð (heimabakað)
Kökur (heimabakaður)
Pylsur
Tóbak öl og sælgæti.
i verzluninni bjóðum vér yður:
Allar algengar vörur, auk þess margt sér-
staklega fyrir ferðafólk, t.d. filmur, vega-
kórt, niðursuðuvörur i fjölbreyttu úrvali,
ferðagastæki og áfyllingar fyrir þau.
Starfrækjum auk þess benzin- og oliu-
afgreiðslu.
Veitingastofan og bensinafgreiðslan er
opin frá kl. 9.00 til 23.30.
VERZLUNAR- OG VEITINGAHÚSIÐ
VEGAMÓTUM. — SÍMI um Hjarðarfell.
Kynnist yðar eigin landi
Það gerið þér bezt
með þvi að gerast félagi i
FERÐAFFÉLAGI
ÍSLANDS
Argjaldið er nú kr. 750,00og fyrir þaö fáið þér Ar-
bókina, sem ekki fæst I bókabúðum, og mundi kosta
þar mun meira en félagsmenn greiða fyrir hana
með árgjaldinu. Arbækur Ferðafélagsins eru orðn-
ar 47talsins og eru fullkomnasta lslandslýsing, sem
vöFer á. — Auk þess að fá góða bók fyrir litið gjald,
greiða félagar lægri fargjöld i ferðum félagsins og
lægri gistigjöld i sæluhúsunum.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERA
í FERÐAFÉLAGINU
Gerizt félagar, og hvetjið vini yðar og kunningja til
aö gerast einnig félagar og njóta hlunnindanna.
Ferðafélag íslands
ÖLDUGÖTU 3 — REYKJAVtK.
Simar 19533 og 11798.
30
ÁRAHÚMOR
„Gætuð þér gefið mér gaml-
an frakka?”
„Já, en frakkinn, sem þér
eruð i, er næstum nýr.”
„Það er einmitt gallinn.
Hann er alveg aö eyðileggja
atvinnu mina.”
Betlari: „Eigið þér ekki
kökubita handa fátæklingi,
sem hefur ekki bragðað mat i
tvo daga?”
Húsfreyja: „Köku? Er
brauð ekki nógu gott handa
yður?”
Betlari: „Jú, venjulega, En
ég á afmæli i dag.”
„Hafið þér aldrei unnið ær-
legt handtak?” spurði geðill
húsfreyja betlara nokkurn.
„Ef þér haldið, að það sé
engin vinna fólgin i þvi að
urga út úr yður matarbita, þá
vitið þér ekki hvað vinna er.”
„En hvað sumir menn eru
kaldrifjaðir,” sagði flakkari
við félaga sinn. „Ég sagði
þessum þarna, að ég væri svo
blankur, að ég yrði að liggja
úti.”
„Lét hann ekki segjast af
þvi?” spurði hinn.
„Ekki alveg. Hann kvaðst
gera það sjálfur og þurfa auk
þess að borga lækni sinum fyr-
ir að segja sér að gera það.”
Heyvagninn hafði oltið um
og drengurinn, sem setið hafði
á ekilssætinu, stóð hjá honum
og vissi ekki, hvað til bragðs
skyldi taka, þegar bónda
nokkurn bar þar að. Bóndinn
bauð piltinum inn að borða og
sagði nógan tima til að reisa
vagninn við, þegar máltiðin
væri á enda.
Pilturinn maldaði i móinn
og sagði að föður sinum mundi
mislika það, en bóndinn hafði
sitt fram.
Að lokinni góðri máltið
þakkaði pilturinn góðgerðirn-
ar, en sagði aftur, að faðir sinn
mundi kunna þessu illa.
„Vitleysa!” svaraði bóndi.
„Hvar er hann annars?”
„Hann er undir hlassinu!”
svaraði drengurinn.
Sunnudagur 14. júlí 1974.
o