Alþýðublaðið - 14.07.1974, Qupperneq 5
V
Gist í Hæðum í Skaftafelli hjá Ragnari
Stefánssyni, konu hans, dóttur og bróður
vandræBafólk kemur alls staðar
að. Þessar breytingar hafa bæði
gott og vont í för með sér en
maður reynir að.gera það besta
úr öllu.”
Laga veginn eða
loka honum alveg
A sandinum fyrir neðan
Skaftafell er verið að reisa
mikla sjoppu með salernisað-
stöðu handa öllum ferðamönn-
unum. En þrátt fyrir það sækir
örugglega stór hópur fólks upp
til Hæða. Og vegurinn þangað
upp er afar slæmur. Það er
greinilega langt síðan dyttað
hefur verið að honum og ekki
get ég imyndað mér, að bilar
gætu mæst þar. Annar hvor yrði
að bakka, 200 metra upp eða
niður, krókóttan veg, og gangi
þeim vel.
„Veginn þarf að laga fyrir
sumarið,” samsinnti Ragnar,
„eða þá að loka honum alveg.
Hann þolir enga umferð svo það
er alveg augljóst, að hann þarf
að bæta mikið. Svo veit maður
ekkert hvað verður gert.”
Þaö hefur alltaf verið mikið
um ferðamenn f Skaftafelli og
landfræðilegra orsaka vegna
hefur Ragnar alla sina tið getað
fylgst óvenju vel með hlaupum
úr jöklunum. Hann er töluverð-
ur fróðleiksmaður um hlaupin
og jöklana. Og hann hefur hitt
marga ferðamenn.
„Hann Orn Johnsen hjá Flug-
félaginu kom einu sinni hingað
með hóp ferðamanna um nótt.
Þetta var um sumar og bjart
úti, svo útsýnið var talsvert, en
meiningin var að skoða bænhús-
ið. Svo fór ég að spyrja daginn
eftir hvernig þeim hafi likað og
þá kom i ljós, að flestir höfðu
skoðað bænhúsið en allir höfðu
skoðað fjósið.”
Þeim i Skaftafelli þóttu ferða-
menn oft skoða skritna hluti.
Þögnin vekur
borgarbörnin
Við borðuðum kjarngóðan
mat og þau bjuggu mér góða
hvilu I herbergi á efri hæð húss-
ins, þar sem hálf blaðamanna-
stéttin islenska hefur gist i nátt-
úruhamförum. Langt i burtu
heyrðist þungur niður, sem
barst til manns meira með jörð-
inni en vindinum og rétt hjá
rann fjörugur lækur. Það var
undarleg tilfinning, þessi þögn,
fyrir mann, sem býr við eina
helstu umferðargötu borgarinn-
ar og er að koma úr flugvél og
nokkurra klukkustunda akstri
eftir misjöfnum vegum.
Einhverntima um nóttina
vaknaði ég við eitthvað sem ég
vissi ekki almennilega hvað
var. Ég hlustaði út i þögnina —
og fann þá, að það var þögnin
sjálf sem vakti mig.
Ég nefndi þetta við Laufeyju
um morguninn og þá sagði hún:
„Já, ég skil hvað þú átt við. Ef
til dæmis hún Skaftá rennur hér
eitthvað ve'star en venjulega, þá
finnst manni eitthvað vanta. Þó
heyrir maður ekki beinlinis i
henni en hún er þarna og þessi
litli niður, sem af henni er, hann
heyrir til þessu umhverfi.”
Ragnar: „Flytja héðan? Nei,
tja, maður veit aldrei. Hér á
maður heima.”
Anna, dóttir þeirra Ragnars
og Laufeyjar, sækir skóla að
Hofi, 30 kilómetrum austar i
sveitinni. Hún fer á hverjum
morgni með móður sinni á
Moskvitsj að næsta bæ, Svina-
felli, þar sem kennarinn býr og
situr i Landróvernum hans
austur að Hofi. t skólanum er
allur barnaskólaaldurinn. I
haust verður Anna annaðhvort
að fara á Klaustur eða Höfn i
Hornafirði til að halda áfram
skólagöngu. Þau voru ekki viss
hvort það yrði, en mér fannst
mega skilja á þeim, að Klaustur
yrði fyrir valinu. öræfingar
hafa liklega fengið nóg af að
sækja til Hafnar, þar sem þeir i
eina tið áttu á stundum söguleg
viðskipti við kaupmenn einok-
unarverslunarinnar.
Anna var sjálf ekki viss um
hvort hún héldi áfram að
skyldunámi loknu. Henni líkaði
vel i sveitinni innan um dýrin,
hálfleiddist Reykjavik. „Ég
verð að hafa dýrin,” útskýrði
hún. Og hún reiknaði með að
verða bóndakona. Gott hjá
’enni. Ég skutlaði henni i skól-
ann og fór svo út á sandinn til að
skoða mannvirkin og hitta
vegavinnukalla og vegavinnu-
konur. 1 hádeginu borðaði ég
aftur kjarngóða máltið i Skafta-
felli. Eftir mat ætlaði ég að fara
aftur i vegavinnukallana, og áð-
ur en ég kvaddi þetta indælis
fólk og þeirra eigin hund, sem
var állka vingjarnlegur og hinir
höfðu verið f jandsamlegir, fékk
ég þá bræður til að koma með
mér út á hlað til að taka af þeim
myndir.
Græðum upp
sandinn
Ragnar gekk með mér um
hlaðið, sýndi mér nýborið lamb,
hross, kindur og fleira, talaði
um búskap við mig og sagði mér
sögur, af mönnum og málefn-
um, sagði mér frá sandinum,
allir I öræfasveit segja manni
sögur af sandinum.
*„Ég held og hef trú á þvi, að
ég lifi það að sjá meira en hálf-
an þennan sand grænan, jafnvel
þótt ekkert verði gert til þess,”
sagði Ragnar og benti út yfir ca.
400 km 2 kolsvart flæmið, sund-
urskorið af jökulvötnum og ám.
Gróður hér i sveitinni og þar
með út á sandana hefur stór-
aukist á undanförnum árum.
Mest á undanförnum 30 árum
eða svo, eftir að hlaupin fóru að
minnka. Þetta hafa fjandakorn-
ið engin hlaup verið á siðustu
árum. Hér hefur ekki komið al-
mennilegt hlaup siðan 1938.
Siðasta hlaup var smáhlaup.
Það gerði þó eitt: það auglýsti
happdrættisskuldabréfin, sem
hann Jónas Pétursson átti hug-
myndina að. Lúðvik, aftur á
móti, hann stakk fyrst upp á
þessari vegagerð hér yfir Skeið-
arársand á þingi 1964. Þá fannst
manni þetta óhugsandi ævin-
týri. Nema hvað, á sama þingi
komu svo framsóknarmenn og
Ihald með samskonar tillögu.
Það má nú segja, að fátt er það,
sem þeir geta komið sér saman
um, þessir menn. Svo gerði það
hlaup annað,” hélt Ragnar
áfram og gekk yfir að voldugu
akkeri, sem lá i hlaðvarpanum.
„Þetta akkeri er eitt af þremur
úr miklu Indiafari, sem strand-
aði á sandinum. Siðasta hiaup
gróf hin tvö en þetta hafði áður
verið flutt hingað upp eftir og
eitthvað smiðað úr þeim, skeif-
ur og svoleiðis reikna ég með.
Hér eru margir góðir smiðir.
(Ég rak mig á það siðar, að
fleiri en Ragnar töldu það mik-
inn kost á manni, að hann væri
góður smiður.)
Sterki bóndinn
i Skaftafelli og
úrilli vinnumaðurinn
i Svinafelli
Hér i Skaftafelii”, sagði
Ragnar og horfði út yfir sand-
inn, „bjó um siðustu aldamót
maður, sem hafði viðurnefnið
„sterki”. Bróðir hans einn bjó á
Hofi, sem er 30 km austar. Svo
var það einhverntima um haust,
að kýrin á Hofi var kálffull og
fékk þá bróðirinn lánaða eina
kúna hér frá Skaftafelli. Undir
jól bar svo kýrin og þá fékk
bóndinn hér skilaboð frá Hofi
um að hann gæti sótt kúna sina.
Veður var heldur slæmt en hann
fór þó af stað gangandi. A leið-
inni til baka versnaði veður
stöðugt og bóndinn með kúna i
bandi. Hann komst þó að Svina-
felli, þar sem hann ætlaði að fá
inni fyrir sig og skepnuna um
nóttina. En þegar hann kom þar
að, hitti hann engan nema
vinnumann einn, sem var held-
ur geðstirður og ekki hjálpaði
þetta slæma veður upp á það.
Bóndinn bar fram erindi sitt en
vinnumaðurinn taldi öll tor-
merki á þvi og það endaði með
þvi, að bóndinn hélt áfram,
sjálfur dauðþreyttur, eins og
nærri má geta, og kýrin ekki
siður eftir alla gönguna. Svo
segir sagan, að hér undir
Skaftafelli hafi kýrin hreinlega
gefist upp og þá gerði hann sér
litið fyrir og setti undir hana
herðarnar og bar hana það sem
eftir var. Haft var eftir honum,
að það haíi verið dálitið „vont”
þegar hann þurfti að bera
skepnuna.”
Efri bærinn i Skaftafelli
stendur um það bil 200 metrum
ofar sandinum.
Ég spurði Ragnar um drauga
i öræfasveit en hann sagði
draugatrú aldrei hafa verið
sterka þar. Það hefði þá og þá
átt að hafa verið reimt i ein-
hverjum kofum, en aldrei
alvarlega.
„En það kom einu sinni fyrir
mig atvik, sem ég á erfitt með
að útskýra,” sagði Ragnar og
horfði á mig.
Hvað sáu
hestarnir?
„Fyrir nokkrum áratugum
kringum 1940, var ég að fara
með birkifræ riðandi vestur að
Klaustri — bændur hér söfnuðu
saman birkifræi fyrir skógrækt-
ina. Ég fór sjálfur riðandi á
ungum og frisklegum klár en
reiddi fræið á tveimur hestum,
sem alltaf höfðu verið notaðir i
alls konar slark, eins og að reiða
ýmislegt drasl úr fjörunni. Þeir
áttu að vera öllu vanir og ekki
hræðast neitt. En þá gerist það
allt i einu á leiðinni, þegar ég er
kominn vel út á sandinn, að þeir
verða svona líka logandi hrædd-
ir, svo ég mátti hafa mig allan
við að halda i þá. Ungi klárinn
varð greinilega ekki hræddur
við það sama og þeir, heldur
frekar við lætin i þeim. Þeir eins
og sveigðu út af sporinu og voru
alveg kolvitlausir i nokkrar
minútur. Svo var allt búið. Ég
veit ekki hvað þetta var — en ég
hef svona látið mér detta i hug,
sjálfummér til gamans, að hest-
arnir hafi þarna orðið varir við
umferðina, sem nú er að koma
hér yfir. Þetta var 1940. Ef þeir
hefðu orðið varir við eitthvað,
sem kom aftan úr öldum, þá
hefðu þeir ekki átt að verða
hræddir, þvi munurinn var ekki
svo mikill á þvi og þeim timum.
En hvort þetta var umferðin
veit ég ekki. Ég hef svona látið
mér detta það i hug.”
—ó.vald.
Anna heldur i skólannfrá Svinafelli ásamt kennara sveitarinnar, Þor-
steini Jóhannssyni, og Hólmfriði Guðlaugsdóttur frá Svinafelli.
Ragnar Stefánsson asamt joiu uroour sinum a niaoinu í
Skaftafelii. Þeirra bær stendur hæst á tslandi að sögn.
Sunnudagur 14. júlí 1974.