Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 9
— I Svínafelli spjallaði sðgumaður
við Svövu í fjósinu og spilaði
fótboltaspil við Ásgeir litla
— Það þekkist nú viðar, að
sveitir séu með þjóðbrautír urii
sig miðjar. Þetta verður eins en
ég held, að ef eitthvað gerist, þá
verði það okkur til góðs. Ég hef
ekki trú á, að þetta verði neitt
alvarlegt, þótt aðrir séu hræddir
um það.
Hverjir eru þessir —
„aðrir”?
Svava vildi ekki segja hverjir
þessir „aðrir” voru — og það
var hlutur, sem ég rak mig á
Þau Hólka og Geiri léku sér uppi
i heyinu við kattargrey og þá
kom þessi hundur I dyrnar og
blóðlangaði að taka þátt i leikn-
um.
með fleiri öræfinga. Greinilega
eru ýmsir I sveitinni með ein-
hverjar áhyggjur af þeim breyt-
ingum, sem óhjákvæmilega
verða i sveitinni eftir opnun
hringvegasambandsins, en eng-
inn vildi ræða það við mig. Eða
eins og Ragnar i Skaftafelli
sagði: — Það er erfitt að vera að
tala um þetta við ókunnuga
menn.
Nema hvað, við Svava héld-
um áfram að spjalla. Þau eru
með á þriðja hundrað fjár —
sem krakkarnir tveir, Ásgeir
litli og stúlka af hinum bænum,
Hólmfriður Guðlaugsdóttir, 11
ára, sýndu mér. Auk þess eru
þau Magnús og Svava með þrjár
kýr til heimilisins en þau eru
lika með nokkur geldneyti til
slátrunar. Hvergi i öræfasveit
eru kúabú og að sögn Svövu fer
mjólkurkúm fækkandi i sveit-
inni, — enda ekki hægt að ætlast
til þess, að mjólkurbilar komi
alla leið hingað fyrir þessa fáu
litra, sagði Svava.
Hún sagðist ekki viss um að
nokkuð breyttist i þessum efn-
um þótt hringvegurinn opnaði
öræfingum leið i báðar áttir en
sagði: — Þvi skyldi ekki vera
hægt að vera með kúabú hér
eins og annars staðar? Ég held
bara að það hafi enginn áhuga á
þessu, kýr eru svo bindandi.
,,Ég ætla að verða
rútubilstjóri”.
Asgeir litli, dóttursonur
þeirra Magnúsar og Svövu ætlar
sér örugglega ekki að verða
Svava húsfreyja I Svinafelli vildi ekki mikið ræða við sögumann en gaf honum gott og langþráð kaffi.
bóndi. Hann sagðist litt hrifinn
af þvi, að gera ákveðna hluti á
ákveðnum tima. Hann vill verða
rútubilstjóri og keyra á Höfn og
til Reykjavikur — hvert hann
hefur aldrei komið.
Hann er náttúrlega i skóla og
þykir það frekar skemmtilegt
og hann kann meira að segja
„dálitið” að lesa. — Það er verið
að kenna mér það i skólanum,
sagði hann þegar við gengum
með Hólmfriði (yfirleitt kölluð
„Hólka”) á milli útihúsanna.
Hólku þykir allt i lagi að vera i
skólanum en henni leiðist i
Reykjavik. Og hún er allsendis
óráðin um hvað hún vill gera
seinna meir.
Pósturinn, Sigurður Björns-
son á Kviskerjum, kom þar að
og við tókum tal saman. Svava
kom út i dyr nokkrum sinnum
og bauð okkur að koma heldur
inn en Sigurður var timabund-
inn enda póstumdæmi hans við-
áttumikið, svo hann staldraði
ekki lengi við.
Þegar hann var farinn og við
höfðum mælt okkur mót daginn
eftir heima á Kviskerjum, kom
Asgeir litli og bauð mér inn,
amma sin væri með heitt á
könnunni. Svo sátum við tveir i
stofu, drukkum kaffi og þáðum
kaffibrauð, spjölluðum saman
og spiluðum fótboltaspil. —
Loksins fékk hann einhvern til
að spila við, sagði amma hans
og ruglaði á honum hárinu.
Gilitrutt
og Geiri
Asgeir talaði mikið um Gili-
trutt og Kristrúnu i Hamravik,
sem hann hafði séð i sjónvarp-
inu. Á dálitið kostulegan hátt
ruglaði hann þessum tveimur
hefðarkonum saman, svo ég
rifjaði upp sögurnar með hon-
um. Hann sat hugsi smástund
en rak svo upp hláturroku og
sagði: — Stundum er ég kallað-
ur Gilitrutt en annars Geiri.
Ég fékk þó ekki upp úr honum
hvers vegna hann var kallaður
Gilitrutt og við fórum að spjalla
saman um sjónvarpið. Honum
þótti mest gaman á föstudögum,
þvi þá gat hann horft á „Að
Heiðargarði”. Sameiginlega
rifjuðum við upp nokkra kafla
úr þessari makalausu sjón-
varpsseriu. Þegar ég spurði
hann hvort hann kynni nokkuð i
ensku dofnaði heldur yfir hon-
um: — Nei, ætli maður verði
ekki að læra það i skólanum.
Við spiluðum meira fótbolta-
spil og hann vann 7:4.
— ó.vald.
Grill
margar
geröir
KJORIÐ í FERÐALAGIÐ
GEísiP
YÐAR ÁNÆGJA
OKKAR ÁNÆGJA
iiliiiÍiHiriiliil
NESTI h.f.
Brauösamlokur
frábrauöbæ
fást i Ncsti hf.
Ártúnshöföa.v/Ellíöaár og Fossvogi
Leggið upp frá
NESTI
með nesti frá
NESTI
fyrir yður, fjölskylduna og
bifreiðina.
NESTI h.f.
Hraði, þægindi
Hinar vinsælu Friendship skrúfuþotur Flugfélagsins sameina lands-
byggðinameð tíðum ferðum, hraðaog þægindum. Áætlunarferðir
bifreiða milli flestra flugvalla og nærliggjandi byggðar-
laga eru í beinum tengslum við flugferðirnar. NjótiS
góðrar og skjótrar ferðar með Flugfélaginu.
H
SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU
FLl/GFÉLAG ÍSLAJVDS
Sunnudagur 14. júlí 1974.
Q