Alþýðublaðið - 14.07.1974, Page 11

Alþýðublaðið - 14.07.1974, Page 11
r FOLK, HÚS, HLIITIR, Þegar blaðamaður Al- þýðublaðsins var á ferð um öræfasveit fyrir páskana síðustu/ kom hann víða við og hitti ýmsa að máli» eins og raunar er gerð ýtarleg grein fyrir i þessu blaði. Hann var einnig með myndavélina á lofti alltaf stöðugt og þótti ýmsum nóg um, eins og kemur fram í einni grein hans í blaðinu. Vegna þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið við uppsetningu þessa blaðs, þ.e. að hafa hvergi fram- hald á greinum (þótt það hafi reynst nauðsynlegt í einu tilviki), var einfald- lega ekki hægt að koma með greinunum öllum þeim myndum, sem æski- legt hefði verið að fylgdu þeim. Þegar fjallað er um öræfasveit — og raunr þegar f jallað er um hvað sem er, sem er jafn stórbrotið og hrífandi og sú sveit og íbúar hennar, þá segja myndir oft meira en orð. Því er það, að við birt- um hér á síðunni litla „myndsjá": fólk, hús, hlutir, skepnur, land. Myndirnar tók ómar Valdimarsson. Hagnar bóndi Stefánsson I Skaftafelli sýndi blm. Alþýöublaösins allt þaö, sem hann taldi geta vakið áhuga. Nokkrar kindur voru bornar og er myndin tekin fyrir utan fjárhúsin. i fjárhúsunum á Svfnafelli hangir margt forvitnilegt — og I ljósblossanum komst upp um eina kindina, sem var að stelast I fóðurpoka (th). 1 öræfasveit neyðist ökumaöurinn til að stansa við og við einfaldlega til að njóta þessarar stórfenglegu náttúru. Sumum ökumönnum þykir ekki nóg að horfa á landið úr fjarlægð. |»aö getur fariö illa (sjá grein á baksiðu), Metúrkoma hérlendis mældist á Kvlskerjum. Þar er þó ekki snjóþungt en gestir þeirra systkina kunna vel að meta snjósleðann. Þeir Kviskerjabræöur eru að byggja sér nýtt fbúðarhús i rólegheitunum. Myndin er af einum þeirra, Sigurði,þar á hlaöinu. myndsjá myndsjá myndsjá myndsjá myndsjá myndsjá myndsjá SKEPNUR, LAND, SANDUR J o Sunnudagur 14. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.