Alþýðublaðið - 14.07.1974, Qupperneq 24
Fastur? Fastur! Fari það i
heitasta, ég var fastur i
sandinum! Kominn aðeins
örfáa metra út á sandinn og
sat þar fastur. Á Breiða-
merkursandi miðjum! Það
var að flæða að og þarna á
þessum slóðum voru 30
kílómetrar á milli bæja.
Ég fór út og kannaði
ástandið. Biltikin sat á
belgnum og það var greini-
legt, aö hún hafði allt i einu
sokkiö án þess að spóla. Mér
fannst sandurinn allt i
kringum mig dúa og sá
hvernig vatnið streymdi upp
úr honum við fætur mina.
Svo varð ég skelfingu lost-
inn. Ég snaraðist inn i bilinn,
setti i gang og tók varlega —
en ákveðið — af staö. Eöa, ég
ætlaði af stað. Billinn drap
strax á sér enda púströrin
komin á kaf i sandinn.
Ég fór út og hundrað myndir
svifu fyrir hugskotum minum:
Opnan i „öldin 17”, þar sem
sagt er frá strandi India-
farsins miklaj sögur af
mönnum og hestum sem
sukku i sandinn og létu lifið/
rauður Fólksvagentoppur upp
úr sandinum og sjórinn að
flæða yfir, mig sökkva meö
bilnum, kyrkislöngur, land-
könnuði i botnlausum dýjum...
Þessi stórkostlegi
sandur
Ég var að koma frá Kvi-
skerjum og var að horfa niður
á sandinn. Ók rólega og dáðist
og lét „beundrast” af þessum
stórfenglega sandi. Kol-
svartur og þegjandalegur
ógnvekjandi og hlýlegur allt
eftir veðri, fastheldinn á sitt.
Svo var ég rétt kominn yfir
brúna á Kviá, grimmilega
brú, þegar ég sá eitthvað niöri
við sjóinn, i um það bil 5 kiló-
metra fjarlægð. Mér lá ekkert
á, enda öræfasveit fyrir mér
eins og staður utan tima og
rúms, svo ég stoppaöi og
reyndi að svala forvitni minni
með þvi að pira augun og lag-
færa gleraugun á nefinu á
mér. Nei, ég sá ekki almenni-
lega hvað þetta var. Þetta var
skritið. Tiltölulega stór hlutur
þarna niðri i fjörunni: hvur
fjandinn var þetta eiginlega.
Enga trjádrumba rak svona
stóra — það skyldi þó aldrei
vera, að þarna væri koniaks-
tunna eins og Þórbergur fann?
Nokkrum metrum fyrir
framan mig á þjóðveginum
var hægt að komast eitthvað
niðureftir móanum, sem
teygði sig langleiðina niöur i
fjöruborð. Ég beygði út af og
dólaði i rólegheitunum niður
eftir hjólförunum, sem þar
voru. Ferðin gekk eins og i
sögu, þegar hjólförunum
sleppti (þessi hjólför voru i
rauninni á góðri leið með að
verða vegur) tók við sléttur en
dálitiö grýttur kafli, einn
smálækur varð á vegi minum
og svo var ég kominn niöur i
fjöruna. A að giska hundrað
metrum frá sjávarmáli lagði
ég bilnum, renndi upp úlpunni
minni og fór út. Ég gekk um
stund um sandinn og skoðaði
steina, skeljar og hitt og þetta
Hvað gerist, þegar maður situr
E
Breiðamerkursandi - aleinn?
drasl, sem hafði borist frá
hafi, og ég horfði út á Atlants-
hafið, sem beljaði þarna rétt
hjá mér.
Þetta var mögnuö tilfinning.
Svalur vindur blés hraustlega
um andlitið á mér og — alveg
eins og segir i skáldsögunum
og sveitalifslýsingum — sog-
lagði mig fram. Þetta minnti
mig á, að sumarið ’72 flaug ég
ásamt Árna Johnsen, Rió-
trióinu og einhverjum fleirum
frá Vestmannaeyjum til
Egilsstaða og var farið
meö ströndinni. Veðrið
var yndislegt og þegar
kvöldsólin skein á sand-
var þar og enginn maður, þeir
liklega i kaffi. Um sama leyti
varð mér ljóst að Kviá skildi
okkur að og yfir hana komst
ég ekki á Fólksvagen og þvi
siður gangandi — þrátt fyrir
nýju stigvélin.
Alla leið fór ég samt og sá
aöi heilnæmt loftið (sem bæði
var fjallaloft og sjávarloft) að
mér og beint oni lungu. Þegar
ég gekk nær fann ég hvernig
saltbragðið jókst smám
saman á vörum mér og mér
fannst mávarnir vera félagar
minir. A þessari stundu vissi
ég hvað það var, sem Jónatan
Mávur var að fara. Ég hljóp
alveg niður að sjó og lét sjóinn
kitla nýju stigvelin min frá
Danmörku.
Þrátt fyrir vindinn i eyrum
minum, öskrandi brimiö og
gargið i sjófuglunum fannst
mér þögn. Langt út við sjón-
deildarhring þóttist ég sjá bát
og meira að segja heyra
vélarhljóðið i honum ef ég
KARLMANNAFATNAÐUR
KVENFATNAÐUR
UNGLINGAF ATNAÐUR
BARNAFATNAÐUR
Verslunin Sunna
Úlafsbraut 32 —
Ólafsvík Sími 93-6232
inn, vötnin og jökiana
störðum við i gapandi
hrifningu út um gluggana á
vélinni og þögðum. Það var
svo Árni Johnsen sem rauf
þögnina: — Hérna verður
manni fyrst almennilega ljóst,
að það borgar sig ekki að vera
með neinn kjaft viö
náttúruöflin, sagði hann. Við
sögðum ekkert, heldur
kinkuðum kolli; hann hafði
sagt það fyrir okkur.
Hinn upprunalegi tilgangur
farar minnar niður á sandinn
var mér nú sem hismi og
hégómi einn.
Kvíá heldur
sínu striki
Eftir þvi sem ég nálgaðist
hafði ég séð, að þetta var
skurðgrafa og þá mundi ég
eftir þvi, að Sigurjón á Hofi
átti skurðgröfu og haföi talað
um að taka pússningarsand
einhversstaðar þennan dag.
Ég ákvað að fara og tala við
hann og vörubilstjórana tvo,
sem hann var að moka á hjá.
Ég var jú i sveitinni til að
kynnast fólkinu og starfi þess
og þetta var hluti af þvi. En
þegar ég kom ennþá nær sá
ég, að hvorugur vörubillinn
ekki ettir þvi — til að byrja
með. _______o____
Ég stóð drykklanga stund
þarna ifjöruborðinuog horfði.
Svo gekk ég meira um,
teiknaði myndir i sandinn —
og náöi svo i myndavél. Ef
mér tækist vel upp, þá gæti
góð mynd veriö einskonar
minningahvati.
Hugmynd! Ég færi með
bilinn út á sandinn og tæki
myndir af honum. Með smá
fiffi gæti ég lika tekið myndir
af mér sjálfum og bilnum.
Melankólía eins og Nixon i
þungum þönkum á ströndinni i
San Clemente með hundinn
Chequers með sér — eða er
Chequers dauður?
Og þá gerðist það.
Þetta gat
tekið 200 ár
Nú var ég fastur i þessum
bölvaða ekkisen sandi. Mér
leist ekkert á það, hreint ekki.
Ég náði ekki bilnum upp og
þarna var enginn maöur. Um
tima róaðist ég þegar mér
varð hugsað til þess, að þeir
með gröfuna kæmu fljótlega
úr kaffinu og ætlaði ég að biða
eftir þvi. En þegar þeir komu
ekki eftir heila eilifð byrjaði
ég að rása um sandinn og leita
að einhverju, sem ég gæti
grafið mig upp með. Áin kom i
veg fyrir að ég gæti farið yfir
að gröfunni, þarsem likur
voru á að væri skófla, svo á
endanum fann ég fjöl, sem ég
hugsanlega gat notað (þessi
fjöl var í rauninni hin merki-
legasta, liklega úr eik). Ég
henti henni strax frá mér og
ákvað að nota hendurnar til að
moka frá afturhjólunum. Það
mætti svo kannski láta fjölina
undir annað hjólið, þegar búið
var að moka frá og keyra
á henni upp. Ég hamaðist
eins og óður maður og gróf
mikið. A endanum nægi-
lega mikið til þess, að ég taldi
góðar likur á að ég næði
bilnum upp úr sandinum og
gæti þannig bjargað lifi minu
og bilsins. Ekki veit ég hvað
ég hefði heldur viljað en að
missa bilinn þarna niður i
sandinn — aðeins nokkrum
tugum kilómetra vestar var
verið að grafa 20 eða 30 metra
niður i sandinn eftir skips-
ræfli. Það skip var búið að
vera þar i 200 ár — og ég ætlaði
að fljúga til Reykjavikur
daginn eftir. Jafnvel þótt ég
hefði viljað, þá haföi ég bara
ekki 200 ár aflögu.
Ég fann aðra fjöl og
skorðaði þær siðan báðar af
undir sitt hvoru hjólinu. Tók
varlega af stað. Ekkert
gerðist. Ég hafði bara mokað
frá hjólunum, billinn sat enn á
belgnum. Aftur fór ég I panik.
Ætluðu þeir eiginlega að vera i
kaffi i allan dag? Ég setti ljós
á bilinn og blikkljósin lika og
vonaðist til þess, að einhver,
sem ætti leiö um veginn fyrir
ofan, sæi þau og yrði ljóst, að
þarna væri maður og bill i
miklum háska. Það var að
flæða að. Og enginn bill fór um
veginn. Stundum liðu nokkrir
dagar, hafði mér skilist, án
þess að menn færu þarna um.
Ég varð að ganga af stað,
komast heim á næsta bæ og
sækja hjálp þangað.
Sagan endurtekur sig
Ég hljóp upp eftir og hafði
ekki i langan tima hlaupið jafn
langa leið. Eitthvað varð þess
vaidandi, að ég ákvað að fara
treKar að Hnappavöllum en
Kviskerjum. Ég gekk lengi og
var búinn að vera á leiðinni i
góðan hálftima þegar ég
heyrði að bill nálgaðist mig að
austan. Stór ameriskur með Z-
númeri. Ég veifaði — og þau
keyrðu fram hjá. Mér varð
hugsað til þess, er ég var á
Vikunni og við settum á svið
slys bið brúna Korpu. Tugir
biía fóru fram hjá og við
birtum siðan myndir af öllum.
Margir bíleigendanna urðu
aldeilis kolbrjálaðir, skrifuðu i
Velvakanda og sökuðu okkur
um æsiblaðamennsku og sálu
mina fyrir að vera jafn
skituga og úlpuna, sem ég lá i
við vegarbrúnina. Ég hefði
getað verið slasaður þá.
Enginn stoppaði. Nú var ég i
vandræðum og þetta leiðinda-
fólk stoppaði ekki.
Ég bölvaði hressilega
jöklinum og hafinu og hélt
áfram göngunni. Mér var
skyndilega ljóst, að ég átti i
erfiðleikum með að bægja frá
mér þeirri hugsun, að þetta
væri nú aldeilis eitthvað, sem
hægt væri að skrifa um,
something to write home
about.
Svo kom annar bill — i þann
mund sem ég var að sjá fyrir
mér, hvernig sjórinn nálgaðist
bilinn óðfluga og hann sökk
stöðugt dýpra i sandinn. Ég
baðaði út höndum i þetta
skipti, svo þau sæju mig
Framhald á bls. 19
Austfirðingar — Ferðafólk á Austuriandi
Alhliða þjónusta fyrir bílinn
í sumarleyfinu.
Bifreiðaþjónustan, Neskaupstað.
(Eiríkur Asmundsson) Strandgötu 54 - Sími 7447, heimasími 7317.