Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 1
30. TBL. - 1976 - 57. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR Ritstjórn Slöumúla II - Slmi 81866 Þetta þarf Ólaf- 1 Getrauna- jjjj Ný framhalds- ur að gera | þjónustan 1 saga hefst - sjá leiðara | - sjá I ' dag bls. 8 II ■■■■ bls. 13 | - sjá bls. 10 Vestmanneyingar ætla sjálfir að velja næsta bæjarstjóra NÚ VERÐUR EKKI AUG- LÝSTAFTUR Alþýðublaðið átti i gær samtal við Sigurð Jónsson, einn af full- trúum Sjálfstæðisflokksins i bæj- arstjórn Vestmannaeyja, út af á- tökum þeim og árekstrum sem urðu ekki alls fyrir löngu milli frv. bæjarstjóra og bæjarstjórn- ar. Þessum átökum lauk siðan með þvi, að bæjarstjóranum, Sig- finni Sigurðssyni var vikið úr starfi vegna fjárdráttar og ann- arra brota i starfi. 31. janúar sl. réð bæjarstjórn Pál Zophaniasson, bæjarverk- fræðing, til þess að gegna störfum bæjarstjóra fyrst um sinn. Sagði Sigurður Jónsson, að það væri sin skoðun að gefa ætti honum góðan starfsfrið til þess aö ljúka við fjárhagsáætlun bæjarins og öðr- um óloknum verkefnum. Blm. spurði Sigurðhvort staðan yrði auglýst á næstunni. Þvi svar- aði Sigurður á þessa leið: ,,Min persónulega skoðun er sú, að staðan verði ekki auglýst, heldur að menn hugsi sig vel um og leiti að góðum manni. Við þurfum að fá mann, sem öll bæjarstjórnin getur treyst. Ég teldi þvi óráðlegt að auglýsa stöðuna. 1 minum huga er þetta þannig, að við fáum hreinlega ekki neinn mann eftir þetta nema tryggt sé, að öll bæj- arstjórnin standi á bak við hann”. Blm.: ,,Er hægt að finna slikan mann, þ.e.a.s. góðan mann, sem allir geta treyst?” Framhald í opnu Siómannaverk- fall um helgina Hvorki gengur né rekur i deilu sjómanna og útvegsmanna, þótt margir og langir fundir hafi verið haldnir að undanförnu. Alþýðu- blaðið hafði samband við nokkra af fulltrúum sjómanna og var yfirleitt sú skoðun rikjandi, að allt hefði staðið i stað og ekkert nýtt komið fram. Um það, hvort unnt reyndist að koma i veg fyrir verkfall sjó- manna, fékk blm. Alþýðublaðsins það svar, að þá þyrftu að koma til æði snör handtök, en likurnar á þvi, að deilan leystist fyrir boðað- an tima vinnústöðvunar væru mjög litlar. Hilmar. Jónsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavikur, lét þó i ljós von um, að eitthvað jákvætt kæmi frá störfum vinnunefndar þe-irra, sem sett var á laggirnar, en hana skipa þrir aðilar frá sjó- mönnum og þrir frá útvegsmönn- um. Hilmar sagðist ekkert vilja tjá sig um samningana á þessu stigi og kvað þá vera á mjög við- kvæmu stigi. Um það, hvort gert væri ráð fyrir 24% kauphækkun til sjó- manna i sambandi við fyrirhug- aðar breytingar á sjóðakerfinu, fékk blaðið þau svör, að hér væri um mikinn misskilning að ræða. 24% fiskverðshækkun væri langt frá þvi að vera hið sama og 24% hækkun launa til sjómanna. Hitt væri svo annað mál, að sjómenn hlytu að krefjast töluverðra kauphækkana i sinn hlut, m.a. vegna þessara breytinga á sjóða- kerfinu og hækkunar fiskverðs. Auk þess, sem hér er greint frá, fékk blaðið litlar frekari upplýs- ingar um deiluna milli sjómanna og útvegsmanna. Þó virðist ljóst, að verkfall sjómanna muni koma til framkvæmda nú um helgina. Þaö er niðurstaðan, sem liggur i loftinu eftir löng og ströng funda- höld undanfarna daga. BJ HRINGURINN Afl LOKAST? Eigandi Klúbbsins handtekinn og úr- skurðaður í 45 daga gæzluvarðhald Sigurbjörn Eiriksson, veitingamaður i Klúbbnum, var i gær úrskurðaður i 45 daga gæzluvarðhald. Hann var handtekinn á þriðjudaginn og eftir yfir- heyrslur var fyrrgreindur úrskurður kveðinn upp. Handtaka veitinga- mannsins er talin vera i beinu framhaldi af fangelsun tveggja starfsmanna Klúbbsins fyrir nokkur vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar og smygls á spira. Þriðji maðurinn var einnig tekinn höndum um leið og hinir tveir og voru þeir allir dæmdir til 45 daga gæzluvarðhalds. Fátt hefur meira verið rætt að undanförnu, en þær rannsóknir, sem fram fara á morði Guð- mundar Einarssonar og hvarfi Geirfinns Einarssonar, en viss tengsl eru milli þessara mála, svo og úmfangsmikils spira- smygls. Þegar Geirfinnur hvarf fyrir rúmu ári siðan komust þær sögusagnir á kreik, að þeir Magnús Leopoldsson fram- kvæmdastjóri Klúbbsins og Sigurbjörn Eiriksson vissu eitt- hvað um það mál. Þann 3. fébrúar 1975 senda þessir aðilar dómsmálaráðu- neytinu bréf, þar sem þeir kvarta undan þvi að ýmsar sögusagnir og grunsemdir hafi spunnizt um aðild þeirra að Geirfinnsmálinu. Þann 18. febrúar ritar lögmaður þeirra, Ingi Ingimundarson, einnig bréf til ráðuneytisins og leiðir að þvi getum, að þessi söguburður sé til kominn vegna störfelldra mistaka, sem hafi átt sér stað við rannsókn Geirfinnsmálsins og smyglmáls, sem upp kom. Fjórum vikum siðar sendir dómsmálaráðuneytið bæjar- fógetanum i Keflavik bréf, þar sem drepið er á þessar sögu- sagnir. I bréfinu segir siðan orð- rétt: „...Svo sem fram kemur i um- ræddum erindum telja hlutað- eigendur litt þolandi fyrir sig og fjölskyldur sinar að liggja undir þeim söguburði og illmælum, er þeir hafa mátt þola vegna mála þessara, án þess að eitthvað verði aðhafst af opinberri hálfu, til þess að beina frá þeim grun- semdum, sem ætla verði að beinst hafi að þeim að verulegu leyti vegna framkvæmdar á rannsókn ofangreindra mála.” Fyrir liggur yfirlýsing frá Hauki Guðmundssyni rann- sóknarlögreglumanni i Kefla- vik, þar sem hann lýsir þvi yfir, að hann hafi skilið þetta bréf svo, að ráðuneytið væri að fara þess á leit að draga úr yfir- heyrslum og rannsóknum á þessum þætti rannsóknarinnar. Yfirheyrslum yfir Magnúsi Leopoldssyni var þvi hætt á þessu stigi málsins. Eftir aö upp komst um morðið á Guðmundi Einarssyni, voru þrir menn dæmdir i gæzluvarð- hald vegna hvarfs Geirfinns. Þessir menn eru Einar Bolla- son, Valdimar Olsen, sem starfað hefur i Klúbbnum og Magnús Leopoldsson fram- kvæmdastjóri hússins. Margir hafa furðað sig á, að þar sem hér virðistvera bein tengsl milli Klúbbsins, hvarfs Geirfinns og smyglmálsins, hafi eigandi veitingahússins ekki verið dæmdur i varðhald. Það var svo loks gert i gær, eins og fyrr segir. Rannsóknarlögreglan hefur til þessa harðneitað að gefa nokkrar upplýsingar um rannsóknina. Nú verður ekki lengur komist hjá þvi fyrir æðstu yfirvöld dómsmála að rjúfa þessa þögn, ekki sizt vegna afskipta dómsmála- ráðuneytisins af málinu. —SG ALLSHERJ ARVERKF ALL ER ÓUMFLÝJANLEGT! Hugmyndir þærað sáttatillögu, sem sáttancfnd Iagði fram á þriðjudag, hafa að vonum vakið nokkra bjartsýni i hugum almennings. Þó virðast flestir þeirrar skoðunar, að enn sé langt i land með það, að samningar takist. i stuttu viðtali sem Alþýðu- blaðið átti við Björn Jónsson, for- seta ASÍ i gær, sagði Björn, um framkomnar hugmyndir sátta- nefndar, að þær væru að visu fyrsta raunverulega hreyfingin, sem orðiðhefði í málinu. En, ,,að okkar dómi ieysir þetta ekki míilið,” kagði Björn. „Að visu er þetta grundvöllur til að tala út frá.” Björn sagði, að ástandið i samningamálunum væri alger- lega óráðið, eins og nú stæði, enda margtfleira en beinar kauphækk- anir, sem ætti eftir að fjalla um. Þá sagði Björn Jónsson: ,,Það er ekkert komið að þvi, ennþá að menn scu orðnir samtnála uni nein meginatriði " Að lokum var Björn spurður um það, hvort hann teldi liklegt að verkfallinu vröi eitthvað frestað. Sagði hann að fordæmi væru fyrir þvi, að verkföllum væri frestað i einn til tvo sólarhringa, en ekki lengur. i slikuin tilvikum stóð þannig á, að ekkcrt var eftir nema tæknilcg vinna. Þá hafði hlaðið sainband við Ólaf Jónsson framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambánds islands og sagði hann, að hugmyndir sáttanefndar hefðu verið kynntar hjá þeim. en mjög litið ra'ddar enn. A liinn hóginn undirstrikaði Olafur þá skoðun sina, sem reyndar hefur komið fram áður. aöhann teldi afkomu atvinnuveg- anna það bágborna, aðekki væri grundvöllur fyrir kauphækk- unum. Vð lokuui sagði Ólafur: „Það virðist mjög mikið skilja á milli og aöstaða okkar i þessu máli er öll mjög erfið." Þar sem Ijóst er. aö ekki hefur náðst samkomiilag um nein meginatriði ennþá. virðist þvi mega draga þá ályktun. að alls- lierjarverkfallið sé óumflyjan- legt. BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.