Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 6
Nú finnst mörgum foreldrum allt í voða. Enginn á að beitaaga eins og áður, enginn á að vera blíður og alltumvefjandi heldur Harðstjórnin er hætt og frjálsræðið einnig en hvað tekur við? Ekki núna, mamma. Viö erum að leika okkur! Þaö er komið aö hátta- tíma, en börnin vilja vera á fótum, þó aö þau séu þreytt. Foreldrarmir vita af reynslu, aö þau veröa grútsyfjuö á morgnana, ef þau fá ekki níu tíma svefn, og langar ekki til, aö þau hangi hálfsofandi yfir bókunum i skólanum. Nú þau fá hálftima frest og svo eru þau send vingjarnlega, en á- kveðift i rúmið. Þau rifast enn, þó að það takist að breiða ofan á þau og slökkva ljosið. Þá loksins er hægt að hafa það sæmilegt um stund, áður en foreldrarnir ætla að fara að hátta, án þess að hávær hróp, rifrildi og sifelldar bænir um að koma og skoða. hvað þau eru að gera eða leysa eitt eða annað vandamálið. Úffl Það er ekki auðvelt að vera foreldrar. Þau hafa svo nauman tima útaf fyrir sig og svo margt annað, sem gera þarf. En fyrst og fremst er þaö erfitt vegna þess, að fólk efast svo oft um, hvað gera skal. Skal — skal ekki. Eiga foreldrar að beita hörk- unni? Ákveða háttatimann og sjá um. að honum sé framfylgt? Rjúfa allt nöldur barnanna um heldur lengri frest? Senda þau i rúmið á stundinni? Það er svo auðvelt að öfunda aðra foreldra, sem koma börn- unum i háttinn með þvi að segja: ,,Jæja, krakkar, nú er klukkan tiu. Háttatimil” Sérstaklega þegar þessi börn hafa leikiðsér kyrrlátlega inni i herbergi sinu, án þess að ónáða foreldra sina, sem eru að horfa á sjónvarpið (hvað er það oft, sem sumir foreldrar fá að horfa óslitið á sjónvarpsmynd, án si- felldra truflana af hálfu barn- anna?). Við hefðum vist átt að beita hörku og vera sjálfum okkur samkvæm. Það er svo mikið rætt um það, að foreldrar eigi að vera sjálfum sér sam- kvæmir i barnauppeldi. Það er hins vegar andstætt nútima uppeldis-og sálfræðileg- um kenningum að senda börnin I rúmiö á ákveðnum tima. Margir sérfræðingar telja rétt- ast að láta börnin sjálf ákveða, hvenær þau fara að hátta. Þau eiga blátt áfram að sofna, þegar þau eru þreytt. Þvi eiga foreldr- arnir alls ekki að skipta sér af að neinu leyti. Það væri auð- veldast af öllu auðveldu að hafa engar áhyggjur af þvi, hvað þreytt þau verði daginn eftir, þegar þau hafa verið á fótum langt fram á nótt. Ef foreldrar geta þá látið það ógert að vera áhyggjulaus. bkal — skal ekki? Jú foreldrar eiga að vera sjálfum sér samkvæmir. En hvað er að vera sjálfum sér samkvæmur? Valið er erfitt. Eiga foreldrar að ákveða, hvað barnið má og má ekki — háttatiminn er að- eins eitt af mörgum álika vandamálum — eða eiga börnin að fá að ráða sér sjálf? Þetta var allt auðveldara i gamla daga, þvi að þá urðu börnin að gera það, sem þeim var sagt. Búiðl Agiog hlýðnivoru hugtök, sem enginn efaðist um. Ef börn- in gerðu það ekki með góðu urðu þau að gera það með illu. Til- gangurinn helgaði meðalið. Uppeldið varð hlutfallslega betra, ef börnin fengu væna hýðingu. Nú er orðið uppeldi ljótt orð i augum margra, sem við uppeldismál fást. Það á alls ekki að ala börnin upp, segja sumir. Enginn á að ákveða, hvernig börnin eiga að vera, heldur láta þau sjálf um að skapa persónuleika sinn. Þetta vandamál hefur ekki orðið auðveldara við að álit sér- fræðinga og yfirvalda um rétt eða rangt barnauppeidi hefur breytzt margsinnis siðustu ár — frá einum öfgunum til annarra. Annað hvort er þaö hrein harð- stjórn eða algjört frjálslyndi. Það virðist, sem uppeldisað- ferðir breytist engu siður en kjólasiddin. Fram og aftur, upp og niður! Hvaö segja kunnáttu- menn? En það er nú ekki jafnslæmt og þaö virðist vera. Tveir þekkt- ir bandariskir sálfræðingar segja eftirfarandi um breyting- ar á uþpeldisaðferðum eins og við höfum kynnzt þeim: ,,Það var án efa auðveldara að vera foreldrar, meðan for- eldrarnir réðu öllu. Þeir voru á- kveðnir og flest börn óttuðust agann og hlýddu. Strangur agi rikti á flestum heimilum. Svo kom skammur „frelsistimi”, þegar foreldrar földu vöndinn, þvi að þeir óttuðust að kúga börnin og skaða sálarlif þeirra. Barn, sem fékk frjálslegt upp eldi fékk oft leyfi til að gera svo að segja allt, sem það langaði til og valdi foreldranna var beitt sjaldan og þá mildilega. Afleið- ingarnar voru oft skelfilegar.' Þaö er vist rétt að endurtaka altur siðustu setninguna: AF- LEIÐINGARNAR VORU OFT SKELFILEGAR. Þetta frjálslega uppeldi var jafnslæmt og hið stranga upp- eldi og mikill agi og um það eru flestir uppeldis- og sálfræðingar sammála. Missættið er nú ekki meira en það. En hvað svo? Vitnum aftur i sömu sálfræð- inga — Frances Ilg og Louise B. Ames — sem svara á þann yeg, sem sýnir almenningsálitið nú. Bæði harðar agi og algjört frelsi i uppeldismálum hefur vikið fyrir þvi, sem við gætum kallað „frelsi þekkingarinnar”. For- eldrar, sem beita þvi reyna að skilja, hvað þau geta með góðu móti vonast til af börnum sinum um leið og þau hafa sifellt i huga einkaeinkenni þeirra og aldur. Siðan reyna þau að hafa kröf- urnar innan vissra takmarka. Við gætum kannski sagt þetta með færri orðum: Barnauppeldi þarfnast vizku og heilbrigðrar skynsemi. Hvaö segja foreldrarnir? Sérfræðingar eru ekki svo ó- sáttirum barnauppeldi, en hvað um foreldrana? Hvert er álit þeirra? Vestur-þýzkir félagsfræðing- ar reyndu að kanna þetta með þvi að spyrja unga foreldra um álit þeirra á barnauppeldi. Það var aðeins brot þeirra, sem vildu ala börn sin upp eins og þau höfðu verið alin upp — eða 22%. 70% vildu að uppeldinu yrði öðru visi hagað. Það er áhugavert, að flestir foreldranna vissu gjörla, hvað þau vildu. Það voru ósköp fáir, sem svöruðu „veit ekki” við spurningum, eða aðeins 7%. Foreldrarnir voru ekki aðeins spurðir um, hvort börnin ættu að fá annað uppeldi en þau sjálf, heldur einnig hvernig. Margir ungir foreldrar vildu fyrst og fremst, að börn þeirra fengju minni aga. Meiri ást, minni harðstjórn, meiri ró, minni hegningar. Þau ætluðu að hugsa meira um börnin en for- eldrar þeirra höfðu gert. Þetta voru 68%. Það voru lika til foreldrar, sem vildu meiri aga — meira öryggi, meiri festu, en þau sjálf höfðu fengið sem börn. Þetta voru 10%. Nú megum við ekki gleyma þvi, að hér er um að ræða börn, sem fengu frjálslegt uppeldi og liðu vegna þess. 5% vildu fræða börn sin betur og mennta þau meira, en þau höfðu verið menntuð og önnur 5% lögðu mikla áherzlu á betri kynferðis- fræðslu. Það, sem þessir tveir megin- hópar tveir vildu gera, er and- svar við tveim mismunandi uppeldisaðferðum og uppeldið verður likast til svipað: aginn minni og frelsið meira en i harð- stjórninni og aginn meiri og frelsið minna, en þegar allt var undir frjálsræðinu komið. Foreldrarnir eru sammála. Aölögunarerf iöleikar Það er samt erfitt, þvi að allt- áf koma vandamál, þó að þú vitir svona nokkurn veginn, hvernig þú átt að ala barn þitt upp, einmitt vegna þess að þú vilt gjarna fylgja ákveðnum reglum, en þó ekki án vissrar tilslökunar. Börnin verða að fara eftir vissum reglum, en einnig að hafa visst frelsi. Þetta er linudansaraleikur og margir foreldrar gefast upp. Anders Leerskov og Mogens Hansen, sem báðir eru skólasál- fræðingar segja: „Undanfarin ár höfum við átt i miklum vanda með þróun einstaklingsins og félagslega aðlögun marga barna. Annars vegar er innri ólga vegna aukinnar þjóðfélags- legrar tilhneigingar til að auka einstaklingshyggjuna og sjálf- stæðið og hins vegar er harður agi þjóðfélagsins. Sem sagt: Foreldrar vilja gjarnan veita börnum sinum meira frelsi til að þroskast eftir eðli sinu, en þjóðfélagið getur ekki ennþá tekið að sér börn, sem eru alin þannig upp. Það er ástæðan til þess, að það koma vandræðabörn frá heimilum, sem teljast góð og trygg og þar sem foreldrarnir eru góðum gáfum gæddir. Börn meö aölögunar- erfiðleika. Þó er þvi ekki að neita, að flest vandræðabörn geta rakið erfiðleika sina til fjölskyldunn- ar. Hvaö er aö? Thomas Sigsgaard, prófessor segir: „Þó að mismunandi kenningar séu uppi um alls kon- ar sálfræðileg atriði, leikur eng- inn efi á þvi, að skapgerð ein- staklingsins þróast að mestu leyti meðan hann er i bernsku og umkringdur fjölskyldunni.” Já, umkringdur fjölskyldu sinni. Þar mótast barnið og þar elst það upp og þar getur per- sónuleiki þess breytzt.... Hvað er að þeirri fjölskyldu, sem veldur þvi, að barnið fær sál- fræðilega geðflækju? Þessu svarar Sigsgaard prófessor (sem er einn þekkt- asti barnasálfræðingur vorra tima) svo: „Börn þarfnast ör- yggis og ástar auk víssu þess, að þau lendi ekki i neinni hættu. En þau þarfnast einnig sjálf- stæðis og aukins kjarks, þroska, leikja og hróss.” Góöir foreldrar Góðir foreldrar verða að sjá um það, að börnin eigi sinn hlut i lifi þeirra. Þetta virðist liggja i augum uppi, en þvi miður sjá foreldrar ekki alltaf til þess, að svo sé. Börnin þjást oft vegna þessa og þá segja vandamálin til sin. „Þegar börnin fæðast hafa for- eldrarnir oft sin áhugamál, sem einkenna allt þeirra lif,” segja sumir barnasálfræðingar i bók- inni „Barnið þitt er einstakling- ur”. Við verðum nú samt að gefa okkur tima til að ala börnin upp, en engu á að sleppa. Það á ekki að varpa öllum fyrri áhugamál- um á glæ og láta barnið njóta alls. Við eigum aðeins að hugsa um barnið og þarfir þess. Góðir foreldrar hafa alltaf tima fyrir börnin sin. Ekki að- eins til að sjá fjárhagslega fyrir fjölskyldunni, heldur og til að sjá um börnin af áhuga og ást. Barnasálfræðingarnir segja, að góðum foreldrum finnist litlar kröfur gerðar til sin. Það er ekki nóg að elska barn, þvi að for- eldrar þurfa að sýna ást sina, þannig að barnið efist ekki um hana. „F'oreldrum verður ýmislegt á. Þau geta öskrað af reiði, hót- að öllu illu, lamið á báða bóga að ástæðulausu, en séu tengsl þeirra við börnin ástúðleg og þau skilji sjálf galla sina hefur það ekki varanleg skaðvænleg áhrif á barnið.” Öryggið.... fullvissa þess, að barnið sé elskað — það er þörf- in. Fái barnið þá fullvissu er unnt að ala það upp eins og hverjum hentar. Það er ekki erfiðara en þetta að ala upp börnin núna, þó að vandamálin virðist á stundum fleiri en áður. Takið eftir: Það elska ekki allir börnin sin og margir hafa slæma samvizku af að gera það ekki, sumir álita að ást foreldra á börnum sinum og gagnkvæmt sé sjálfsögð, en svo er þó ekki. Við höfum mynd- að okkur þessar hugmyndir sjálf eins og þá hugmynd, að hjónabandið sé sifellt byggt á eilifri ást. Astin er ekki eilif. Hún er heldur ekki fullkomin. Heldur ekki ást foreldra á börn- um sinum. En yfirleitt þykir foreldrum vænt um börn sin og það nægir börnunum, ef foreldrarnir sýna þeim umhyggju. Alþýðublaöiö Fimmtudagur 12. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.