Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 4
r Láttu þér líða betur Fjöldi manns er önnum kafinn vift þaö allan daginn aö hreyfa Ukama sinn ööru visi en skyldi, ef litiö er á likamsbygginguna. Sumir ganga um meö lotinn hrygg og axlasignir i stað þess aö hafa bakiö beint og útþaninn brjóstkassa. Þeir standa ýmist á þessum fæti eöa hinum i stað þess aö skipta þunganum á báöa fætur. Þeir sitja og láta brjóstkass- ann verða innfallinn. en beygja bakiö — i stað þess að hafa stuöning við bak og mjaðmir. Þcir lyfta upp þungum hlutum af gólfinu með beina leggi i stað þess að beygja sig i hnjánum. Þeir bera alla þungu pokana með annarri hendi i staö þess að skipta þeim á báöar hendur til að þunginn jafnist. Þaö er áreynsla fyrir likam- ann að gera alltaf þaö, sem rangt er. Ganga rangt, standa rangt, sitja rangt, vinna rangt. Það er likamlega rangt aö neyða likamann til ofreynslu, þegar hún er ónauðsynleg. Þá verður likamsaflið minna og fólk þreytist fyrr. Með tið og tima veldur þetta slæmri likamsbyggingu og sifelldri breytu um mjaðmirnar — eða brjósklosi, sem allir vilja vist forðast. Núsjáum viðá teikningunum, sem fylgja hér með, hvaö er rangt og æfingar til að lagfæra rangar hreyfingar. Rangt Það er alltof erfitt að bera þungan hlut með annarri hendi og öxl, svo að við litum nú bara á þungan poka eða innkaupa- tösku, sem við drögnumst áfram meö. Eða barnið, sem ber skólatöskuna sina daglega heim . Öxlin getur skekk/.t, og þá er brjósklos yfirvofandi. Æfingar Leggist á magann með beygða handleggi, lyftiö ykkur upp og beygið efri hluta likam- ans til hægri og vinstri til skiptis. Rétt Berið varninginn i tveim pok um i stað eins og livað skóla- barninu viðkemur.er mun betra að nota baktöskur. Rangt Það á enginn að taka neitt upp af gólfinu með beina fætur. Þá erálagiðá hrygginn alltof mikið i stað þess að nota lærvöðvana og það getur leitt til brjóskloss. Rétt Beygðu þig i hnjánum, þegar þú tekur eitthvað upp af gólfinu. Notaðu lærvöðvana, en láttu hrygginn ekki verða fyrir þrýst- ingi. Æfingar Stattu með bil milli fótanna. Beygðu þig niður jafnlangt og hægt er, um leið og þú tyllir þér á tá og sveiflar handlcggjununt aftur á bak. Rangt Flestir eru hengilmænulegir og tvístiga, en aðrir skjóta fram maganum og fá innfallinn bjróstkassa. Þessi slæma staða getur orðið varanleg. Rétt Sá, sem stendur rétt, stendur fastibáöa fætur, en beygir sig litið eitt ihnjánum. Magann inn, brjóstkassann þaninn, og herð- arnar aftur. Þá helzt hryggur- inn beinn. Æfingar Standið þráðbein, beygið ykkur i hnjánum og stigið á tær, um leið og þið teygið handlegg- ina aftur á bak. Rangt Það er svo þægilegt að falla saman i stólnum með innfallinn kvið, lotið bak og álútar axlir, en það er þreytandi að vinna í þessari stöðu og hætta á hólgu- hnúðum i hnakka og baki. Rétt Sitjið þannig, að bakið sé beint svo og axlir, en þaninn brjóstkassi. Stóllinn ó að styðja :i/4 læranna og helzt mjaðmirn- ar verulega lika. Æfingar Sitjið bein á stól með báða fætur saman. Sveiflið til skiptis hægra og vinstra handlegg aftur á við, svo að i taki. » v-i. i J m --79 Þetta þarfnast útskýringar, ungfrú Kolla. Ég stóð niðri á Lækjartorgi og sá þá stjörnuhrap... |9 Alþyðublaðið Fimmtudagur 12. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.