Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 9
Sjaldan hefur komiö upp jafn mikið hitamál á islandi og það, hvort Ölafi Jóhannessyni hafi orðið á mistök í embæt+isfærslu sinni í sambandi við rannsókn til- tekinna sakamála. Enginn hefur haldið því fram, að Ölafur hafi vísvitandi verið að ganga á snið við réttlætið eða að hann hafi beitt valdi, sem honum hafi ekki borið lögum samkvæmt. Hins vegar hefur verið sagt, að hann hafi ekki farið sem heppilegast að gagnvart aðila, sem flokkur hans, Framsóknarf lokkurinn, hefur átt mikil viðskipti við. Sýnist sitt hverjum um það eins og flest annað, en þó munu þeir vera fleiri, sem telja að Olafi hafi ekki fyllilega tekizt að rétt- læta gerðir sínar og jafnvei enn fleiri, sem álita að ýmis atriði málsins mættu og ættu að upplýs- ast betur. Þá hafa menn hnotið um það, hversu einkennilega og hversu seint ýmsar mikilvægar upplýsingar í málinu hafa komið fram. I sambandi við greinar- gerð ráðuneytisins um málið vakti það t.d. furðu manna, að ekki skyldi vera birt álit það, sem Saksóknari ríkisins sendi dóms- málaráðuneytinu þar sem að- gerðir þess voru harkalega gagn- rýndar og þeim mótmælt mjög eindregið. Þá hafa atvikin í sam- bandi við f jármálaieg tengsl for- ráðamanna Klúbbsins annars vegar og Framsóknarflokksins og stofnanir hans hins vegar einnig vakið mikla undrun. Ölaf- ur Jóhannesson lýsti því fyrst yfir á Alþingi, að um engin slík tengsl væri að ræða. Nokkru siðar bárust fregnir um, að þetta væri ekki allskostar rétt og voru ýmsir, komnir á stað til þess að grafast fyrir um ákveðnar áður óþekktar upplýsingar í málinu. Þeim tókst að ná þeim, fá þær staðfestar og hugðust birta þær á föstudagskvöldi en þá bar svo undarlega við, að 24 klst. áður barst fjölmiðlum fréttatil- kynning frá sfjórn Hús- byggingarsjóðs Framsóknar- félagann,! í Reykjavík þar sem upplýsf var, að sjóðurinn hefði lánað aðstandanda Klúbbsins 2,5 milljónir króna gegn því að sá- hinn sami félli frá 5 millj. kr. skuldakröfu á hendur sjóðnum. Þegar málið var athugað nánar kom í Ijós, að frá þessum fjár- málalegu samskiptum var gengið þremur sólarhringum eftir, að lokun veitingastaðarins hafði komið til framkvæmda, einum sólarhring áður, en við- Þetta þarf Olafur að gera komandi veitingamaður óskaði eftir því, að dómsmálaráðherra, sem jafnframt er formaður Framsóknarf lokksins, hnekkti lokunarúrskurði lögreglustjóra og þremur sólarhringum áður, en veitingastaðurinn var opnaður að nýju ,,að fyrirlagi dómsmála- ráðuneytisins". Þessar upp- lýsingar voru í algeru ósamræmi við yfirlýsingu Ólafs Jóhannes- sonar á alþingi um, að engin f jár- málaleg tengsl væru á milli flokksins og veitingastaðarins og i algerri andstöðu við ummæli Kristins Finnbogasonar i viðtali við Morgunblaðið þriðjudaginn 3. febrúar s.l. Þá hafa einnig ýmsar fleiri bæði meiri- og minniháttar upplýsingar borizt, sem varpað hafa Ijósi á málið — og enn f leiri, sem hafa f lækt það. Virðist stöðugt stef na meira í þá áttina og hafa dagblöð m.a. haft orð á því, að erf itt sé nú orðið að fá upplýsingar um ýmis atriði þessara mála hjá embættis- mönnum. Látið hefur verið að því liggja, jafnvel fullyrt, að hér sé um að ræða ódrengilegar og ástæðu- lausar pólitískar árásir á dóms- málaráðherra. Það er f jarstæða. Þá hefur hann sjálfur viljað jaf na þessu við gömul mál af því tagi, þar sem ráðist var á Her- mann heitinn Jónasson og hann ásakaður fyrir að virða ekki fuglafriðunarlög og þar sem ráðist var með svigurmælum að öðrum látnum heiðursmanni, Jónasi frá Hriflu, og honum borið það á brýn, að hann væri ekki heill á sönsum. Það er enn meiri fjarstæða. Málið er það, að rannsókn á ákveðnu sakamáli, sem fullyrt hefur verið að tengist öðrum meiri, hefur dregist úr hömlu Að áliti margra mætra manna hafa afskipti dómsmálaráðuneytisins, þótt lögleg séu, ekki orðið til þess að bæta þar úr skák og ekki nægi- leg áherzla verið á það lögð af hálfu ráðuneytisins að meðferð málsins yrði lokið fljótt og vel. I þriðja lagi kemur það svo til, að í hlut á aðili, sem hefur átt tals- verð fjárhagsleg samskipti við flokk dómsmálaráðherrans — m.a. gert við hann samkomulag f járhagslegs eölis um að skipta 5 milljón króna skuldakröfu á flokkinn fyrir 2,5 milljón króna lán á sama tima og dómsmála- ráðuneytið hafði afskipti af rannsókn sakamáls þar sem þessi aðili átti hlut að. Allt þetta liggur fyrir og er þá furða þótt ýmsar spurningar vakni og menn telji ástæðu til, að viðkomandi aðilar geri hreint fyrir sinum dyrum. Krafa um slikt er jafn eðlileg og sjálfsögð og það væri óeðfilegt og fráleitt að þykjast engin missmiði sjá hér á. Það, sem gera þarf, er þetta: 1. í fyrsta lagi þarf að hraða mjög rannsókn þeirra meintu sakamála, sem dregist hafa mjög úr hömlu, og hvorki má spara fé né fyrirhöfn til þess að Ijúka henni bæði fljótt og vel. Ef það ekki gerist hefur íslenzkt réttarfar orðið fyrir áfalli, sem vafasamt er að það geti undir risið. 2. í öðru lagi þarf að kanna sérstaklega hvort einhver frekari fjárhagsleg samskipti hafi verið milli flokks dóms- málaráöherrans annars vegar og forráðamanna Klúbbsins hins vegar, en þegar eru komin fram. Alþýðublaðið telur, að það eigi að vera verk dómsmálaráðherra sjálfs að fyrirskipa slika með- höndlun mála. Þetta hvort tveggja á hann að gera tafar- laust. Verði hann ekki til þess, þá verða aðrir að láta málið til sín taka vegna þeirrar einföldu staðreyndar, að grunsemdir og getgátur, sem verða til vegna þess, að staðreyndir liggja ekki Ijósar fyrir, skaða bæði dóms- kerfið í landinu og dómsmála- ráðherra sjálfan meira, en undanbragðalaus, skjót og öflug rannsókn myndi nokkru sinni gera — hvað svo sem slík rann- sókn kynni að leiða í Ijós. Kristján og Biarki standa fast á sinu BflDIR ERU TIL f DÓMSRANNSÓKN Hvor hefur rétt fyrir sér? að leggja rannsókn tiltekins Kristján Pétursson deildar- spiramáls, sem tengdist Geir- stjóri á Keflavikurflugvelli, finnsmálinu svonefnda, sem eða Bjarki Eliasson yfirlög- þeir fyrrnefndu voru að regluþjónn i Reykjavik? rannsaka, i hendur Er það rétt, sem Kristján rannsóknarlögreglunnar spurningar brenna á vörum almennings þessa dagana. En hvernig verður komizt að hinu sanna i málinu? Verður kraf- ist dómsrannsóknar? Alþýðu- blaðið leitaði álits hlutaðeig- andi málsaðila, þ.e. Bjarka og Kristjáns á mögulegri dómsrannsókn vegna þessa máls. Svör þeirra fara hér á eftir: Bjarki Eliasson yfirlög- regluþjónn: ,,Ég er tilbúinn til þess að standa frammi fyrir dómsrannsókn. Ég er alveg þremenninga. Hins vegar hafi yj þ>að er ekkert sem ég hef hann komið að máli við þá að fela Ég hef einmitt allt vegna annars máls og þar gæti mhhð h borðinu hjá mér núna, misskilningur Kristjáns og það er elckert i þvi óljóst, mögulega legið. _ hvað mér viðvikur.” Þannig standa málin i dag, Kristján Pétursson deildar- segir, að Rjarki hafi sam- Reykjavik? Eða er frásögn orð ergegn orði. Hverjum á að stl'óri. ' Eg mæli með dóms kvæmt fyrirmælum Birgis Bjarka rétt, að Kristján-sé að trúa, þegar tveir grandvarir rannsókn varðandi þessi mál. Möllers ráðuneytisstjóra i rugla tveimur óskyldum mál- og heiðarlegir einstaklingar Eins og ég hef áður jýSt yfir, dómsmálaráðuneytinu, skipað um saman? Hann (Bjarki) eiga i hlut. Eru þessar mót- þá er ég tilbúinn til þess að Kristjáni Péturssyni, Hauki hafi aldrei flutt nein slik skila- sagnir byggðar á misskilningi, staðfesta fyrri framburð minn Guðmundssyni og Rúnari boð frá Baldri Möller, varð- eða fer annar aðilinn visvit- fyrir dómi, ef til þess kemur.” Sigurðssyni lögreglumönnum andi þetta smyglmál til þeirra andi með ósannindi? Þessar _ GAS. Stórslas- aðist um borð í togara Ungur háseti, á togaranum Aðalvik frá Keflavik, slasaðist illa. er hann lenti með báða fæt- ur i spili togarans s.l. föstudag. Skipið var þá statt út af Vest- fjörðum og var þegar haldið inn til Patreksfjarðar. Þaðan var maðurinn fluttur með sjúkra- flugvél til Reykjavikur og íiggur nú á gjörgæzíudeild Borgarspií- alans. Aðalvik kom til hafnar i gær og voru þá haldin sjópróf vegna þessa slyss. 1 samtali við Al- þýðublaðið sagði Pétur Jó- hannsson, sem var skipstjóri i þessum túr, að maðurinn hefði festst i togi með þeim afleiðing- um að hann dróst inn á tromluna. Verið var að taka trollið inn og lenti hásetinn með báða fætur i spilinu og fór með þvi tvo eða þrjá hringi. Þegar óhappið átti sér stað, var togarinn staddur um 60 mil- ur frá landi og var tekin stefna á Patreksfjörð. Þangað var um sjö tima sigling og hinum slas- aða gefin deyfilyf á meðan. Frá Patreksfirði flutti sjúkraflugvél manninn til Reykjavikur eins og fyrr segir. Pétur sagði, að blið- skaparveður hefði verið, þegar slysið varð og það orðið fyrir einskæra óheppni. Hjá Borgarspitalanum fékk blaðið þær upplýsingar að liðan mannsins væri sæmileg. Hann hefði fótbrotnað illa á báðum fótum og hægri fóturinn væri nokkuð tættur að auki. Mun hann þurfa að liggja enn um hrið á gjörgæzludeild. —SG. Freyjur sitt hvoru megin múrsins Þótt Þýzkaiand sé að stjórn- arfari tvö riki — þá eiga stjórn- endur beggja landshluta það sameiginiegt, að þegar þeir vilja leggja áherziu á að aug- lýsa vörusýningar sin megin landamæranna gripa þeir til snoturra stúlkna, svona eins og til að stöðva annars upptekin augu væntanlegra viðskipta- vina, rétt andartak, — meðan boðskapnum um efni sýningar- innar er komið til skila. Stúlkan, á efri myndinni, er austan tjalds og er sýningarfreyja á Leip- zig-kaupstefnunni, sem islenzk fyrirtæki hafa iðulega tekið þátt i — en hin, á neðri myndinni, er stalla hennar vestan múrsins. Sú var freyja á bilasýningu i Frankfurt. Óbjörgulegt útlit um sölu loðnumjöls og lýsis „Nei, það er ekki björgulegt útlitið á sölu loðnumjöls og lýsis”, sagði Jónas Jónsson, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar á Kletti, i samtali við blaðið. ,,Um mjölverð er það að segja, að það hefur verið frá 4,15 doll- arar til 4,60 dollarar á protein- einingu. Alltaf reytist þó eitthvað út. Ég hygg, aðnú sé búið aðselja um 23 þúsund tonn eins og er, en þetta er i smáslöttum, og það viröist ekki vera nein hreyfing eða áhugi á stórkaupum. Stærsti slattinn hefur verið seldur til Póllands, eða um 7000 tonn á 4,50 dollara proteineining- in. Það er reyndar hærra verð en þeir vildu hlusta á hér heima, þegar sendinefndin kom til að semja. Krafa þeirra er að fá mjölið afskipað i þessum mánuði, og kann það að valda einhverjum óþægindum. Mér er ekki kunnugt um neina verulega sölu á lýsi „hélt Jónas Jónsson framkvæmdastjóri áfram.” 1 fyrra var lýsisverð um og yfir 500 dollarar tonnið, en nú mættum við vist teljast góðir að geta selt lýsistonnið á 300-320 doll- ara. Af þvi leiðir, að við höldum að okkur höndum i von um betri tima, þó máske til einskis komi. Það kann að vera, að búið sé að mingra út svona 500 tonnum. Aðspurður um framhaldið af loðnuvinnslu, sagði fram- kvæmdastjórinn þetta helzt: ,,Ég hefi, satt að segja, miklar áhyggjur af þvi, þegar fer að liða á og loðnan horast, t.d. þegar kemur fram i marz. Mér sýnist, að verðið svari ekki til meira en vinnslukostnaðar á afurðunum. Þá er hráefnisverðið eftir. Mér og okkur er lika ljóst, að útgerð og áhöfnum veitir ekki af sinu. En hvernig þetta bil verður brúað,er mér ráðgáta,” sagði Jónas Jóns- son framkvæmdastjóri að lokum. Beint tap en ekki sjóðvöntun 1 frétt á forsiðu blaðsins i gær stóð þessi málsgrein m.a. ,,í ofanálag hefur svo heyrzt, að eigendur Visis telji Svein eiga með einhverjum hætti eftir að gera grein fyrir þrem til fimin milljónum króna sem vanti i sjóði blaös- * ins.” Þarna var rangt með fariö. Sú upphæð, sem nefnd er, hefur heyrzt sem áætlað tap Blaða- prents af viðskiptum við Dag- blaðið. Þetta leiðréttist hér með. ...Og Markús leiðréttir... 1 frétt, sem birtist i Alþýðublað- inu þann 3. febrúar siðastliðinn, slæddist inn meinleg villa, i við- tali við Markús Þorgeirsson fyrr- um skipverja á Mánafossi. 1 við- talinu er haft eftir Markúsi, að spiramagnið, sem um var að ræða i tilteknu smyglmáli, hafi verið 900 litrar. Þessi tala er röng. Hið rétta er, að magnið var 300 litrar. Þetta leiðréttist hér með, og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. IM!Bf!KI/íTHIil1 Sigfinnur ráðinn að boði æðstu valdamanna Sjálfstæðisflokks SJ.: ,,Já, já, ég held það. Það yrði að minu mati heppilegt, að allir bæjarfulltrúarnir gætu stað- ið saman um slikan mann. Það er alltaf nóg til að þrasa um fyrir þvi, þó að hann lendi ekki inn i deilunum.” Blm.: „Var um einhverjar póli- tiskár ofsóknir að ræða gegn Sig- finni, eins og hann hefur sjálfur haldið fram?” SJ.: „Nei, alls ekki. Það er alv- eg klárt að Sigfinnur féll á eigin gjörðum en ekki annarra.” Blm.: „Sigfinnur heldur þvi fram að fjármálaleg óreiða hafi verið á málunum hjá fyrrverandi meirihluta. Hvert er þitt álit á þvi?” SJ.: „Við eigum ýmislegt óupp- gert við fyrrverandi meirihluta. T.d. eru allir reikningar bæjarins, allt frá þvi 1968 ósamþykktir enn. Sigfinnur getur þó ekki afsakað gjörðir sinar með þvi. Einnig.ber ' að hafa i huga, að mikiil munur er á þvi hvort um er að ræða al- menna óreiðu eða fjármálabrot. Reikningarnir voru ekkj sam- þykktir vegna þess,- að' kjörnir. endurskoðendur leystu ekki sín verk, sem nú skipum mejrihlutá, og reyndar bæjarstjómarinnar. i heild, að fá alla fyrrvérandi reikninga samþykkta og 'það verður gert. Þvi miður hefur.allt of mikið af timanum hjá okkur farið iallskonar vesen i sambandi ■ við Sigfinn, frá þvi hann kom ■ hingað,að leysa úr og berjast við bans'einkámál.” __ .Blm: „Þú varst einn þeirra, . sem fékkst þvi ráðið, að Magnúsi - Mágnússyni, frv. bæjarstjóra var . 'sagt upp og Sigfinnur var ráðinn. Það hefur þó heyrzt, að sumir þéirra, s.s. Sigurgeir Kristjáns- son, forseti bæjarstjórnar, hafi ekki verið allskostar ánægðir með, að ráða Sigfinn.” SJ.: „Jú, það er rétt, en það sem réði þvi að ég greiddi honum atkvæði voru meðmæli frá æðstu mönnum Sjálfstæðisflokksins.” Blm.: „Hvenær fór ykkur fyrst að gruna Sigfinn um græsku?” SJ.: „Strax i haust sl. fer að bera á þessu þegar gagnrýni kom fram hjá núverandi minnihluta um reikninga vegna dvalarkostn- aðar og ýmissa verka, sem hann framkvæmdi i óleyfi. Þá fór, i það minnsta mér, ekki að litast á blik- una. Ég vildi þá strax stokka upp málin, en lenti hins végar'i minni- hluta með þá skoðun innan llokksins. Sumir af samstarfs- mönnum minum vildu ekki gera eins mikið úr þessu og efni stóðu til.” Blm.: „Hefur ástandið þá eitt- hvað batnað hjá ykkur við stjórn bæjárins?” SJ.: „Þvi er ekki að neita, að það var enginn starfsgrundvöllur orðinn i bæjarstjórninni til að koma góðum málum áleiðis og ég er sannfærður um, að það verður þegar breyting á og er reyndar þegar orðin.” BJ. l’taff&IMK llf PLASTPOKAVERKSMIOJA Sfmar 82639-82455 Grensásvegi 7. Bo* 4064 — Roykjevfk Pípulagnir Tökum að okkur alla pipulagningavinnu löggildur pipulagningameistari 74717 og 82209. Hafnarfjaröar Apatek Afgreiðsluttmi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. bausí pla&s tfRSSBgljffll Innrettmgar VIV husbyggingar BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR B reiðholti Sillli 74200 74201 DUDfl Sfðumiila 23 /íffli 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.