Alþýðublaðið - 12.02.1976, Side 5

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Side 5
Setjið hauskúpustimpil á matvörur með gervilitarefnum, sagði Ralph Nader. Og dreifið upp- lýsingum um skaðleg efni i matvælum. Ralph Nader á fundi með dönskum neytendum: KflUPFÉLÖGIN ERU EIN- ASTfl VON NEYTENDA! Þaö verður aö koma á f ót kaupfélögum neytenda, vilji menn ekki halda á- fram aö láta framleiðend- ur stjórna neyzluvenjum almennings. Framleiðend- ur og neytendur hafa alla tíð átt í stríði, og meðan neytendur koma ekki f ram sem ein heild gagnvart framleiðendum, þá munu þeir halda áfram að tapa í því stríði. Þannig komst bandariski neyt- endaleiðtoginn Ralph Nader að orði á fundi, sem hann átti með dönsku neytendasamtökunum i fyrri viku. Ralph Nader hefur siðustu árin verið nefndur „samvizka hins bandariska neytanda” fyrir þrot- lausa baráttu hans fyrir rétti neytandans i hinu mikla fram- leiðslu- og neyzluþjóðfélagi. Árásir hans á bilaiðnaðinn og þó einkum og sér i lagi General Mot- ors, sem er langstærsta fyrirtæki hins vestræna heims og þar af leiðandi langstærsta bifreiða- verksmiðja heims. Bókin Bila- borgin eftir Arthur Haily, sem kom út hjá bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri nú fyrir siðustu jól, er einmitt saga sem fjallar um bifreiðaiðnaðinn i De- troit og þá gagnrýni sem hann ’hefur orðið að sæta. Áhrifarikar upplýsingar Með samvinnu i formi kaupfé- laga geta neytendur ákveðið hvaða neyzluvörur þeir vilja kaupa. Þeir geta þannig til dæmis hafnað drykkjarvörum ein-nota umbúðum og gervilit i kjötvöru. sagði Nader á fundinum i Danmörku. — P3n hvernig er hægt að fá fólk til að kaupa ólitaðar pylsur. var Nader spurður á fundinum? — Við höfum reynt þetta i Bandarikjunum. svaraði Ralph Nader. F'yrst vildi fólk bara fá lit- aðar pvlsur, en þegar við dreifð- um upplýsingum meðal fólks þá hafnaði það gervilitnum. Það þarf fyrst og fremst að upplýsa neytendur betur, en meðan það hefur ekki verið gert, þá geta kaupfélög sem þessi undirbúið jarðveginn. Prófið að setja mynd af haus- kúpu á þær gosdrykkjaflöskur, sem innihalda litað sykurvatn. Salan myndi stöðvast á auga- VIO Parísartízkan í kulda og trekki PARÍSARTÍZKAN er oft og iðulega gagnrýnd fyrir það að vera óhentug fyrir fólk almennt og endurspegla fjar- lægar hugmyndir tizku- hönnuða, scm séu fyrst og fremst að þjóna eigin hugar- flugi en séu slitnir úr öllum tengslum við klæðaþörf fólks. Þessi mynd af vetrarfatnaði i ár er þó fjarri þvi að vera tildursleg og slikur fatnaður kæmi sér vel nú i kuldakast- inu. Það væri þá helzt að herr- ann vantaði eitthvert höfuðfat, og frönskum tizkuhönnuðum væri greiði gerður, ef einhver kynnti þeim lambhúsahettuna islenzku. bragði. Þegar viðskiptavinirnir spyrðu siðan af hverju hauskúpu- merkið sé á flöskunni. þá má af- henda þeim upplýsingabækling um matarlit og gerviefni i mat- vælum. Upplýsingastarf af þessu tagi tekur langan tima. en það hefst. — BS } found my thriljg ja onBlvetezryfáH TTff^Í Er hægt að spila gömlu 78 snúninga plöturnar á nýju dýru h Ijómf 1 utn i ngstæki n ? Það er misjafnt og fer eftir tegundum hvort hægt er að leika eitthvað af gömiu 78 snúninga- plötunum á þeim plötuspilurum, sem fást i verzlunum i dag. Rcyndar eru það fæstir sem eiga nokkuð af gömlum plötum, og sé svo, þá eru þær sára sjald- an leiknar, — og þaö eru auk þess unglingar sem einna helzt kaupa sér plötuspilara. Kn eigir þú gamlar plötur, eða liafir aðgang að. þeim og sért fyrir það að hlusta á gamlar plötur, þá þarft þú að athuga hvort spilarinn er gerður fyrir 78 snúninga. Sumir eru gerðir fyrir l(> snúninga (ræðuplötur og tungumálanám), :C( snúninga, 45 og 78. 1 öðru lagi ber aö aðgæta hvort nálin sé einnig fyrir þess- ar plötur. Sum tónhöfuð (pick- up) eru tveggja nála, og er þá önnur grófari og stærri og gerð fyrir þessar plötur. Það cr þá merkt sérstaklega. og þá þarf að aðgæta að rétt nál sé alltaf notuð, þvi stóra grófa nálin skemmir nýjar plötur, en litla nálin leikur laus i stóru falsi, sé reynt að spila 78 snúninga plötu með henni. Önnur tónhöfuð, þau ódýrari, og sem eru mjög algeng i ódýr- ustu tegundum spilara, er að- eins fyrir :t:i og 45 snúninga plöt- ur. Þá ber þess lika að gæta, að nýju tónhöfuðin eru öll gerð fvr- ir fjöltóna (stereo) upptökur — en þau gömlu aðeins fyrir ein- tóna Imono). Hreingerning Kn hafir þú allt á hreinu með plötuspilarann, annað livort fengiö gamlan upptrekktan að láni eða á fornsölu. eða eigir nýrri sem gerður er fyrir alla hraða, þá er rétt að hreinsa gömlu 78snúninga plöturnar áð- ur en þær eru settar á fóninn. Nokkrir dropar af vatni, örlit- ið þvottaefni, og mjúkur nagla- bursti gera kraftaverk. og hið harða efni, sem var i gömlu plötunum þolir þennan þvott. Þessi hreingerning skilar sér i mun betri tóngæðum — en það þarf að gæta þess að platan sé orðin vel þurr áður en byrjað er að leika liana. Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.