Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 11
Þú ert ekki skyldugur að ganga í stéttarfélag en þar er hag þínum í flestum tilfellum þó bezt borgið Er fjöldi launþega hérlendis utan stéttar- félaga? Þessi spurning hefur vaknað meðal al- mennings að undan- förnu, ekki sizt þegar 9 flugmönnum Vængja h/f var sagt upp störf- um vegna þess að þeir gengu i Félag islenzkra atvinnuflugmanna. Áð- ur höfðu þessir sömu flugmenn verið utan stéttarfélaga og að auki ósamnings- bundnir hjá flugfélag- inu. Aðeins munnlegir samningar voru i gildi. Þessar upplýsingar vekja upp fjölda spurninga, t.d. hver eru raunveruleg réttindi þeirra launþega, sem utan stéttar- félaga eru? Alþýðublaöið leitaði svara við þessum atriðum hjá Arnmundi Bachmann, lög- fræðingi, en hann hefur fjallað um málefni tengd vinnu- markðinum i þætti sinum i út- varpinu, „Vinnumál”. Sagði Arnmundur, að engin lög skylduðu launþega til þess að vera aðila að stéttarfélagi. Hins vegar hefðu sum stettar- félög forréttindi um vinnu á ein- stökum vinnusvæðum og fengju þar engir vinnu aðrir en meðlimir viðkomandi stettar- félags. Hvað varðaði réttindi þeirra, sem væru utan stéttarfélaga þá kvað Arnmundur þeirra rétt tryggðan að hluta til i almenn- um lagabókst., sem fyrir hendi væru. T.d. væru lög frá 1974, sem k væðu á um starfskjör. Þar væri m.a. minnzt á lágmarks- kaup innan einstakra vinnu- svæða. Það væri greinilegt með þessum lögum,að gert væri ráð fyrir þvi, að nokkur hópur laun- þega væri utan stéttarfélaga. Nokkur fagstéttarfélög næðu alls ekki yfir alla þá, sem í at- vinnugreininni ynnu. Svo hefði t.d. verið um flugmennina hjá Vængjum h/f,einsogfram hefði komið i fréttum að undanförnu. Einhverra hluta vegna kysu sumir að vera utan stéttar- félaga, stundum eflaust í von um hærri laun en kjara- samningar viðkomandi stéttar- félags kvæðu á um. Ammundur kvað það mjög ýmist, hvernig háttað væri réttindum þeim, sem þessir launþegar byggju við. Stundum væru við þá gerðir sér kjara- samningar, en oft væri aðeins gert við þá munnlegt samkomu- lag um kaup og fáein önnur kjaraatriði. Sagði Arnmundur, að oft leiddu hinir munnlegu og lauslega gerðu samningar til þess, að á hlut launþega væri gengið, án þess að þeir gætu borið hönd fyrir höfuð sér. Taldi Arnmundur Bachmann, að raunverulega væri hér um að ræða stórt gat á vinnulöggjöf- inni, það gæti engum verið til hagsbóta, hvorki launþegum eða öðrum að vera utan stéttar- félaga. —GAS. vertíð bíla- sala tekur við af loðnu- vertíðinni Bllasalan er mjög dræm og.leiðinleg þessa dagana, en þannig er hún og hefur alltaf verið yfir helztu vetra rm ánuðina ’ ’, sagði Halldór Snorra- son hjá Aðal-Bilasöl- unni er Alþýðublaðið innti hann eftir sölunni. „Það fer að glæðast strax i byrjun april, þegar kaupendurnir fara að koma, en þá hækkar verðið.” Um söluna núna og á sama tima i fyrra, sagði Halldór. „Ég tel að salan sé sv ipuð og i fyrra, en þó er hún ekki svipur hjá sjón og þegar vinstri-stjórnin var við völd, þá óðu allir i peningum, og bilarnir fuku út". Er við spurðum Halldór að lokum, hvaða tegundir seldust bezt, sagði hann að góð sala væri á jeppum, og hefur tiðin undanfarið kannski einhver áhrif á það. Einnig sagði Halldór að fólk sæktist meira eftir nýlegri og dýrari bifreiðum en áður. Alþýðublaðið hringdi einnig i fleiri bilasölur, og var svipað hljóð i sölumönnum þeirra og hjá Halldóri. Jeppasalan er með betra móti_en undanfarin ár á þessum tima, og einnig var nokkuð um utanbæjarmenn. sem keyptu sér jeppa eða stærri og sterkari bila. Þau vandkvæði fylgja þó jeppasölunni, að mjög erfitt er að fá slika böa, og þegar þeir koma, þá eru þeir strax rifnir út af kaupendum, sem ætla sér ekki að sitja fastir á hverjum degi. Að sögn bila- sölumanna, þá hefur janúar og desember verið svipaðir hvað sölu snertir, eðá réttara sagt söluleysi. Þá virtust flestir nokkuð spenntir eftir að loðnu- vertiðin hættir, þvi þá festa sjó- mennirnirhýruna sina oft i bila- kaupum. Sem sagt, þegar loðnuvertiðin er búin, þá byrjar vertiðin hjá bilasölumönnum. GRUNNURAÐ EINHVERS KONARGÆÐAMATSSTIMPLUN? Bæjarráðí námsmati Bæjarráð Kópavogs- kaupstaðar hefur nýiega samþykkt að fela f ræðslustjóra bæjarins að gera athugun á því, hvernig háttað sé náms- árangri i gagnfræða- skólum bæjarins og miðað við skólana inn- byrðis svo og náms- árangur i gagnfræða- skólum nærliggjandi byggðarlaga. Segja má, að hér sé bæjarráð snúið inn á nýjar brautir og harla óvenjulegar. Nú er það vitað, að samkvæmt grunn- skólalögum er það fyrst og fremst skólanefnd og þar eftir fræösluráð og menntamála- ráðuneytið, sem hefur algera yfirsókn um þessa hluti. Farið var fram á, að athugun þessi næði til 3ja s.l. ára. Þess er vert að minnast, að þann 11. desember siðastliðinn kom fram á bæjarstjórnarfundi tillaga um að gerð væri rann- sókn á vinnuálagi nemenda i Kópavogi, starfstima þeirra daglega, og fleira, sem varðar aðbúnað að nemendum og skólunum. Þessi tillaga var þá felld, og einkum með þvi fororði, að þetta væri fyrst og fremst svið skólanefndar, en ekki bæjar- stjórnar sem slikrar. Hvað, sem annars má segja um tillöguna, sem bæjarstjórn vildi ekki lita við, má benda á, að hér kemur vissulega inn á verksvið bæjarstjórnarinnar, að hafa vakandi auga á, að nem- endurfái tilskilda aðstöðu, sam- kvæmt lögum, og er ekki á annarra færi að veita en bæjar- yfirvalda og rikis. Mun þar vera i þó nokkur horn að lita, svo ekki sé mikið sagt. Vert er einnig að minna á, að verulega skortir á bókasafnsaðstöðu i skólunum, en það er atriði, sem telja má eitt hið mikilvægasta. En svo vikiö sé aftur að hug- myndum bæjarráðsum athugun á námsárangri og samanburð milli skóla innan bæjar og utan, verður að lýsa verulegri furðu á hugmyndaflugi bæjarráðs um raunhæfan árangur. Ollum skólamönnum er kunnugt, að samanburður á einkunnum er miklum vandhæfum bundinn. Þó er fyrst að nefna, að nánast er ekki nema einn próftegund — landsprófið, sem hefur verið i höndum óviðkomandi aðila, og þó ekki að öllu. Nú er það ennfremur vitað, að það veltur á ýmsu, og máske ekki sizt skólahúsnæði og að- stöðu, hversu stóran hóp skóli getur tekið i landspróf. Sé þess ekki kostur að taka inn alla. sem æskja þess, er það eðlileg afstaða skólans að velja þar nokkuð úr, enda eigi þá nem- endur annarra kosta völ einnig. Af þessu leiðir svo beint, að skólinn sniðgengur heldur i vali landsprófs, þá neméndur. sem hann treystir miður til að ná eftiræsktum árangri. Sé hins- vegar rými nægilegt, horfir málið við á annan hátt. Enginn skóli hefur neinn áhuga á að torvelda nemendum að spreyta sig, ef aðstæður leyfa. Þvi getur árangur á landsprófi frá ári til árs verið misjafn i hundraðs- hlutum, af þessum orsökum einum. Kunnugt er og, að verulegt misræmi getur veriö milli árganga. þótt ekki sé unnt að skýra þann hlut. En þvi er á þetta minnzt, að hér er talað um alkunnar staðreyndir, sem skólamenn þekkja. Af öllu þessu má nú ráða, að hversu sem skólamenn, eða aðrir athugunarmenn, væru af vilja gerðir, er næsta torvelt að fella raunhæfan dóm. Þá er einnig vert að benda á, að þeir tveir skólar myndu næsta vand- fundnir, þar sem aðstæður eru algerlega eins. En það myndi, að minu viti, vera nauðsynlegur grundvöllur. Þegar hingað er komið, verður varla framhjá þvi farið að gera sér grein fyrir ástæðum fyrir þessu einstæða framtaki bæjarráðsins i Kópavogi. Gerum nú ráð fyrir, að einhver mismunur fyndist. Annað væri litt hugsanlegt. Hvernig ætlar þá bæjarráð, sem ekki er vitað að hafi neina sérþekkingu á námsmati, að snúast við? Á þetta að verða grunnur að einhvers konar gæðamats- stimplun? 1 annan stað er vert að benda á, að slikar athuganir gætu vart til annars leitt en að fólk al- mennt liti svo á, að um væri að ræða alvarlega misbresti i starfsemi skólanna. Athugun eða rannsókn. hvort sem menn kysu að kaila það heldur. gætu naumast bent til annars. Það er auðvitað hreint yfirklór. ef þvi er fram haldið að hér sé verið að rannsaka. hvort einhvers sé ávant. i þeim tilgangi einum að bæta úr skák. Auðvitað hefur bæjarráð alla möguleika til þess. að ræða við forstöðumenn og kennaralið og rannsaka þann hátt. Það væri bein leið, en yrði máske ekki til einskærrar ánægju fyrir ráða- menn, ef þannig væri eftir leitað. Loks er vert að benda á. aö hætt er við. að nokkuð vrði tor- fengar upplýsingar Jirá nágrannaskólum. og enn minni möguleikar fyririr leikmenn. þó þær fengjust. til að gera raun- hæft samanburðarmat. Þvi verður að lita svo á. að þetta einstæða fálm sé af ein- hverjum öðrum rótum runnið en einskærri áhyggju fyrir vel- ferð skólanna eða þeirra, sem við þá starfa, og starfsins eiga að njóta. Hér skal ekki frekar getið i þær eyður. Hitt kemur eflaust ýmsum i hug, að seilzt sé um hurð til lok- unar. að bæjarráð hafi ekki annað þarflegra fyrir stafni en athugun á þvi. sem ekki er lik- legt að gefa meira i aðra hönd. Ef til vill gefst kostur á frek- ari umræðum siðar. Oddur A. Sigurjónsson Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Alþýðublaðiö -*■ tr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.