Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 16
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritstjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40.- KÓPAVOGS APÓTEK , Opið ötl kvöld til kl. 7 ♦ i laugardaga til kl. 12 SENDIBIL ASTÖOIN Hf Ritstjórn Sióumúla II - Slml 81866 Flokksstarfid Félag ungra jafnaðarmanna heldur félagsfund fimmtudag- inn 12. febrúar nk. aðTjarnar- götu 10 og hefst hann stundvis- lega kl. 8.30. Dagskrá 1. Starfsáætlun 2. Er Alþýðuflokkurinn sósialiskur verkalýðsflokkur eða miðflokkur? 3. Onnur mál. Frummælandi verður Finnur Torfi Stefánsson. FUJ Akureyri Kvenfélag Alþýðuflokksins á Akureyri heldur kvöld- veröarfund, laugardaginn 14. febrUar kl. 18, eftir hádegi á Strandgötu 9. Gestir fundarins verða Kristin Guðmundsdóttir og Helga Einarsdóttir frá Ueykjavik. Konur fjölmennið. Látið vita um þátttöku i sima 23792 eða 22424. — Stjórnin. TROLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu ; GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 UH UG SKAHIuKIPIR KCRNFLÍUS JONSSON SKÚLAVÖHÐUSI1G 8 BANKASTRÆ116 ^%1B*)H8-106GO MEGUM VIÐ KYNNA Einar t*. Guðjónsson, framkvstj. Utivistar, er fæddur á Bakkafirði árið 1922. Hann er son- ur Sveinbjörns Guöjónsen Þórö- arsonar Guðjónsen, sem var verzlunarstjóri á HUsavik. Hann var allnokkuð i ævintýrum og fór m.a. til Klondyke i gullgröftá sin- um tima. Þar var hann ásamt Hálfdáni Jakobssyni Hálfdánar- sonar stofnanda kaupfélagsins á HUsavik. Þannig voru synir erki- ijandmannanna, að sagt var, einkavinir og félagar. Móðir Einars var Hallgerður fædd á Kirkjubæ i Hróarstungu, fósturdóttir séra Einars og eftir honum var Einari gefið nafn. Einar flutti ungur til HUsavikur og ólst þar upp þar til hann hélt til náms á Akureyri. Að loknu shid- entsprófi hélt Einar til náms i við- skiptafræöi i H.I., en fór til Ame- riku áður en námi lauk. 1 Ame- riku var Einar i skóla lifsins og vann lengst af hjá Eastman Kodak. Einar segir: ,,Á þeim ár- um ferðaðist ég mikið, klifraði á fjöll og fleira, m.a. fór ég eitt sumar til ferðalaga i Alaska. Eftir 4 ár i Ameriku hélt ég sið- an heim til lslands og starfaði um hrið á Keflavikurflugvelli, en flutti siðan alfarinn til Reykjavik- ur. Fljótlega hóf ég störf hjá Oinasmiöjunni og vann þaralls 10 ár. Jafnframt þvi vann ég sjálf- boðaliðastarf ólaunað hjá L’erða- félagi lslands, en tók við starfi framkvæmdastjóra þar að lokum og vann þar alls 12 ár. Á siðasta ári áttiég siðan þátt i stofnun Uti- vistar og gegni framkvæmda- stjórastööu þar. Ferðamálin hafa, allt frá þvi ég var strákur heima á HUsavik, átt huga minn. Meðan ég var i Há- skólanum feröaðist ég mest með Farfuglum og var m.a. eitt ár for- maður i Reykjavik. Þaö er alltaf eitthvað nýtt að sjá i náttUrunni og þó maður komi oft á sama staöinn, þá er alltaf eins og séu ný viðhorf i hvert skipti. NáttUran er alltaf söm við sig, maður þarf aðeins að hafa auga fyrir þvi. Ég hef ferðast mest hér innan lands, en einnig ferðast nokkuð erlendis. Það er skemmtilegt að t.d. i Ameriku sér maður alltaf likindin við heimaslóðirnar, sér- staklega ef farið er upp fyrir skógarlinu þá er komið sama heiðalandslagið og hér heima og jöklar taka við fari maður enn of- ar.” Einar var giftur GuðrUnu Alfonsdóttur frá Siglufirði og eiga þau tvo syni, Björn Jóhann 14 ára og Sigurð Kristinn 13 ára. EB. HEVRT, SÉÐ SÉÐ: 1 fréttabréfi Otflutnings- miðstöðvar iðnaðarins, að velta þeirra sauma- og prjónastofa, sem framleiða til Utflutnings, hafi á siðasta ári numið jafngildi verðmætis ársafla þriggja velbU- inna skuttogara. 1 fyrra voru fluttar Ut ullarvörur fyrir einn og hálfan milljarð. LESIÐ: Á sinum tima i Morgun- blaðinu, að Olafur Jóhannesson var titlaöur forsætisráðherra. NU hefur Timinn tekið þetta upp og talar um Óíaf sem forsætisráð- herra, — a.m.k. ræddi Þ.Þ. um árásirnar á forsætisráðherra i siðasta sunnudagsblaði Ti'mans. Vel á minnst — hefur nokkur heyrt til Geirs nýlega? IILERAÐ: Að nU séu afgangar Samtaka og frjálslyndra að skila sértilsinsheima — og brátt verði ekkert eftir óklofið nema atómið. S6D: 1 Sveitarstjórnarmálum, að i ráði sé, að koma á fót bygging- arþjónustu á Vestfjöröum i þvi formi, að stofnaður verði vinnu- flokkur, sem fari milli byggðar- laga og reisi mannvirki með nU- tima tækni og vinnubrögðum. Bændur binda vonir við slika starfsemi. LESIÐ: 1 Sambandsfréttum, að Landssamband isl. samvinnu- starfsmanna hafi beitt sér fyrir myndun náms- og umræðuhóps um atvinnulýðræði. Vikulega kemur saman 20 manna hópur til aö ræða þessi mál. Kunnugir telja að atvinnulýðræði sé i algjöru lágmarki innan vébanda fyrir- tækja SÍS og þvi verði þetta aðal- umræðuefni næsta aðalfundar Landssambandsins, sem haidinn verður i sumar. 0G HLERAÐ SÉD: t Morgunblaðinu, að Luns hafi nær eingöngu farið til Washington til þess að ræða við Ford og Kissinger um landhelgis- deilu tslendinga og Breta. Þótt Mbl. standi i þessari trU, er ekki sömu sögu að segja um önnur stórblöð heimsins. Þau rétt drepa á, að litillega hafi verið minnst á landhelgismálið, er þessir höfð- ingjar þinguðu, enda hafa Banda- rikin forðast aö blanda sér inn i þessa deilu. HLERAD: Að ef til frekari við- ræðna komi við Breta til lausnar landhelgisdeilunni, sem liklegt má telja að verði, muni islenzka rikisstjórnin setja það sem skil- yrði, aö Roy Hattersley taki ekki þátt i þeim viðræðum. Hann hefur þótt sýna hroka og skilningsleysi fyrir nU utan það, að maðurinn er sagðursvo leiðinlegur, að það eitt nægi til að gera návist hans óþol- andi með öllu. Er þaö satt... ...að fyrir dyrum standi liópupp- sagnirhjá nokkrum stdrum fyrir- tækjum vegna hins ótrygga á- stands i kaup- og kjaramálum. — og m.a. Iiafi 30 manns vcrið lofað uppsögn hjá álverinu i Strauins- vík ? ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ M Byssuglaðir íandar Það er e.t.v. ekki að ástæðulausu, sem forsæt- isráðherra fann þörf hjá sér til þess að hvetja landsmenn til þess að sýna gætni og stillingu i landhelgismálinu og forð- ast að iáta kappið hlaupa með sig í gönur. Stað- reyndin er nefnilega sú, aðþetta sifellda striðstal i mönnum hefur orðið til þess, að margir virðast halda, að við séum komn- ir Ut i raunveruleg vopna- viðskipti við brezka flot- ann — eða ættum að gera það. Allir íslendingar kannast við fólk, sem heldur þvi fram i æsingi miklum, að við verðum að búa varðskip okkar fleiri byssum, setja á þau fallbyssur, vélbyssur og tundurskeyti og sökkva bévuðum Bretanum bara niður á botn. Þessum við- horfum hefur jafnvel ver- ið hreyft á alþingi íslend- inga. Sá brezki sé orðinn svo aumur, að við þyrft- um ekki nema svo sem eitt tundurskeyti til þess að þeir leggðu rófuna nið- ur á milli fóta og flýðu i ofboði brott. Brosleg heimska Til allrar hamingju er mikill meginþorri þjóðar- innar enn svo skyni bor- inn, að hann gerir sér ljóst hversu barnalega fráleitar þessar hug- myndir eru. Talað er um, að brezka ljónið sé orðið tannlaust og máttlaust. Það fer nú eftir þvi, hvernig á það er litið. Menn skyldu ekki gleyma þvi, aö Bretland er enn þriðja mesta flotaveldi heims. Frammi fyrir slikri staðreynd er bók- staflega ámáttlegt að heyra Islendinga, sem vart vita hvað snýr fram og hvað aftur á byssu, tala um það að við getum sigrað brezka flotann i striði með svo sem eins oe tveimur, þremur tundur- skeytum og álika af vél- byssum — með fugla- byssur, kindabyssur, selabyssur og teygju- byssur landans að bak- hjarli. Ef við hefðum háð þorskastrið fyrir svo sem eins og þremur — fjórum mannsöldrum — áður en herveldi þóttust þurfa að taka tillit til samvizku heimsins — hefðum við sjálfsagt fljótt fengið okk- ur fullsadda af brezka flotanum. Eins og nU standa sakir erum við álika vopnlausir gagn- vart Bretum og forfeður okkar voru gegn Tyrkjum á sinum tima, þegar handfylli tyrkneskra sjó- ræningja gat smalað Is- lendingum saman eins og sauðfé i rétt og flutt þá til þrælastarfa i fjarlægum heimkynnum. Nei, góðir hálsar. Úrslit landhelgismálsins velta ekki á þvi að við förum að skjóta á brezka flotann. Við verðum að átta okkur á þvi á hvaða timum við lifum. Styrkur okkar ligg- ur einmitt i þvi, að á þeim timum er hægt að vinna deilu eins og þorskastrið- ið án þess að beita vopn- um. Væri það ekki hægt ættum við enga sigurvon. FIMM á förnum vegi Sven Gustafsson, lukkutröll Norræna Hússins: Ég horfi á þær, og reyndar flest annað i sjónvarpinu. Ég hef þó meiri áhuga á umræðuþáttum og þul- um sjónvarpsins. Asgeir Arnoldsson, skrif- vélavirki: Ég geri það já, mesta ánægju hef ég þó að horfa á fót- boltann. Ég ætla að fylgjast með ólympiuleikunum i Innsbruck i sjónvarpinu. Sigrún Sigurðardóttir, húsm.: Ég geri nU afskaplega litið af þvi, en það skásta sem sýnt er finnst mér vera fótboltinn. Það ætti ekki að verja meiri tima til að sýna iþróttir. Horfir þú á íþróttir í sjónvarpi? Þorbjörg llalldórsdóttir, nenii: Ég geri voða litið af þvi. Þó er stundum gaman að horfa á þær. Það er nóg um iþróttir i sjónvarpi eins og er. Jón M. Smith, leigubilsstjóri: Ég geri mjög litið af þvi. Ég er þó ekki á móti iþróttum i sjón- varpi en ég hef bara ekki áhuga á að horfa á þær. Ég vil fá annað efni sýnt á þeim timum sem iþróttirnar hafa nU, efni sem fleiri hafa áhuga á. iþróttirnar ætti aö færa til i dagsránni. EB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.