Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 10
StORI|S®._sím i_8|l_8_66 __ Er lýðræðið snið- gengið í SÓKN? Launþegi hafði samband við hornið og kvaðst vildu spyrjast fyrir um þaö hver væri réttur verkafólks sem væri óánægt með frammistöðu forráðamanna sinna stéttarfélaga — og það vildi ekki þurfa að greiða iðgjöld til fé- lagsins. Launþegi nefndi sem dæmi at- vik, sem honum var kunnugt um. Þar átti hlut að máli starfsstúlka i Sókn, sem ætlaði, eftir að hafa greitt i tvö ár félagsgjöld til Sókn- ar, að fá að greiða atkvæði i al- mennum kosningum til stjórnar félagsins. Hún kom á skrifstofu Sóknar annan dag kosninganna og vildi greiða atkvæði, en sagðist óspurð ekki vera með félagsskirteini á sér. Stúlkurnar sem sátu við borð og afhentu kjörseðla sögðu að þá gæti hún ekki fengið að kjósa, þvi að það þyrfti að hafa félagsskir- teini með sér. (Reyndar sá hún meðan á þessu stóð konur koma og kjósa án þess að vera inntar skirteina)'. Hún vildi þá vita hvort hún gæti ekki fengið skirteinið afhent úr þvi svona margt fólk var að störf- um á skrifstofunni. Ólafur Hanni- balsson starfsmaður ASl var þarna viðstaddur, á hvers vegum sem hann nú annars kann að hafa verið, og hann tók i sama streng: Það yrði þvi miður ekki hægt að leyfa henni að kjósa úr þvi að hún hafði ekki félagsskirteini. Stúlkan fór þá upp á hæðina þar fyrir ofan; þar sem sjálf skrif- stofa Sóknar er, og þar hitti hún fyrir Guðmundu Helgadóttur, formann félagsins. Bar upp málið og spurði hvort ekki væri hægt að fá útgefið skirteini úr þvi svona var komið. Hið eina sem Guðmunda gat gert var að segja að skrifstofan væri lokuð, af þvi að nú væri helgidagur. Hún væri sjálf stödd þarna af tilviljun og gæti ekki gef- ið út skirteini þar serrt hún væri ekki að vinna, og hún væri þar að auki margbúin að brýna það fyrir starfsstúlkum sjúkrahúsanna aö þær ættu að ná i félagsskirteini sin. Ekki var við það komandi að láta það duga til sönnunar, að stúlkan væri búin að greiða fé- lagsgjöld til Sóknar um tveggja ára bil. Nú hefur þessi stúlka reyndar orðið sér úti um sitt skirteini, hún greiðir nokkur þúsund krónur á ári til þessa verkalýðsfélags sem hefur afrekað það helzt að semja um stórkostlegar kjaraskerðing- ar félagskvenna sinna. Meðan flokksbróðir formanns félagsins, Magnús Kjartansson var heilbrigðisráðherra, samdi Sókn um að halda svo til óbreytt- um launum starfsstúlkna, þær fengu litils háttar láglaunabætur, en ráðherra láglaunastéttanna gat þó aðeins betur greitt götu læknastéttarinnar, sem fékk á sama tima launabætur, sem námu meiri hækkun á mánuði en allt kaup starfsstúlkunnar sam- anlagt. Launþegi segist munu láta liggja milli hluta fullyrðingar ýmissa félagskvenna um að skrif- stofa Alþýðubandalagsins hafi ó- spart verið notuð við kosninga- smölun fyrir iista stjórnarinnar i þessum kosningum, en hefur heyrt að hringt hafi verið heim til fyrrverandi sóknarstúlkna og boðizt til að senda bil eftir þeim ef þær vildu ómaka sig og kjósa. Nú spyr launþegi hvort ástæða sé til að gr.eiða félagsgjöld i svona félög, og ef þau eru dregin af kaupi viðkomandi, getur hann þá krafið félagið um endurgreiðslu, vilji hann ekkert með það félag hafa að gera sem meinar honum um almenn félagsréttindi og snið- gengur lýðræðið. Hann telur ástæðu fyrir þvi að sumum var meinað að fá að kjósa i þessum kosningum, af þvi að þær höfðu ekki formsatriðin (þ.e. félagsskirteinið) i lagi, vera þá, að þær hafi verið yfirlýstir and- stæðingar þeirra samninga, sem stjórnin vildi þá gera við danskt hreingerningafyrirtæki um einkarétt útlendra á öllum hrein- gerningum á sjúkrahúsum hér á landi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur þess- ari fyrirspurn á framfæri og bendir um leið á grein, sem birtist i blaðinu i dag um skyldur og rétt- indi félagsmanna i launþegafé- lögum, en að öðru leyti er fyrir- spurninni visað til Sóknar. cylstareldur* eftir Valerie North. — Þrisvar sinnum brúðarmey, aldrei brúður! Heimsku- leg hjátrú! Bláber vitleysa! Bernard Breeeton hallaði sér aftur i kirkjustólnum i St. Margarets kirkjunni og bældi niður andvarp. Skyndilega var eins og kirkjan, mannfjöldinn, hvit- klædda brúðurin, sem kraup við hlið brúðgumans og blómaskreytingin hyrfi sjónum hans og eftir yrði aðeins granna veran, sem stóð vinstra megin við brúðhjónin með ljósrauðan rósavönd i annarri hendinni og brúðarvöndinn i hinni. Þetta var i þriðja skipti á tveim árum, sem Phillida Brereton var brúðarmey fyrir skólasystur sinar. Hvað gekk eiginlega að karlmönnum, fyrst þeir litu ekki við jafnaðlaðandi stúlku og Phillidu? hugsaði faðir hennar reiðilega. Þvi að Phillida var aðlaðandi. Hún stóð þarna grönn og þokkafull i græna brúðarmeyjarkjólnum. Dökkt hár henn- ar liðaðist I mjúkum bylgjum um andlit hennar, gráblá augun fóru vel við sólbrúnt hörundiö. Stutt, beint nefið og ákveðin haka gerðu andlitið máske helzt til þrjózkulegt. Munnvikunum hætti stundum til að sveigjast niður á við, en hins vegar var hún brosmild og hló oft. Bernard Brereton hafði ekki heyrt það aö karlmenn kvörtuðu und an þvi, að þessar varir lofuðu oft ýmsu án þess að standa við það. Hann sá aðeins, að þessi stúlka sem hann unni svo mjög, virtist sköpuð til að elska og vera elskuð. Karl- mennirnir hlutu a©vera blindir, fyrst þeir litu ekki við henni. Honum hafði aldrei dottið i hug, að það væri Phillida sjálf, sem hefði læst sig inni i filabeinsturni og neitaði að afhenda lykilinn, sem að lásnum gekk. Hann vildi aðeins, aö Phillida giftist og eignaðist heimili, vildi að hún yrði hamingjusöm og i öruggri höfn, að hún ætti mann, sem hugsaði um hana og verndaði hana, þegar hans nyti ekki lengur við. Hann kipptist við, þegar hann sá brúðhjónin koma eftir kirkjugólfinu. Hálftima siðar tróð hann sér leið inn i þyrpinguna um- hverfis brúðhjónin i húsinu við Charles Street, en þar var tekið á móti gestum. Allt I einu rakst hann á Phillidu. — Þarna ertu þá! sagði hún. — Ég skildi ekkert I þvi, hvað hefði orðiö af þér! Hún fór með hann út i horn og sagði: — Kathie frænka vill, að við brúðarmeyjarnar för- um heim með henni. Við erum boðnar út i kvöld, svo að ég kem áreiðanlega seint heim. Hún lækkaði röddina. — Ég vildi óska þess, að ég gæti sloppið! — Vertu nú góða barnið, sagði faðir hennar áminnandi. — Auðvitað sleppur þú ekki! A ég að vaka eftir þér? — Nei! Þú átt að fá þér fegrunarblund. Ég sé um að koma mér heim og ég skal gefa þér morgunverð i fyrra- málið. Ég verð vist að hlaupa. Hún tyllti sér á tá og kyssti hann á kinnina. — Gakktu nú ekki út i öfgar. Það er nóg af kampavini þarna. Eitt glas gerir þér ekkert til. — Ég verð ekki lengi. Ég þarf að hitta mann heima kl. fimm. Hún sneri sér aftur að honum. — Já, það er rétt... lækn- irinn! Ég vildi óska, að ég hefði hitt hann. Ég er viss um, að hann er áhugaverður. — Ég skal bjóða honum til kvöldverðar eitthvert kvöld- ið, ef mér lizt á hann, sagði faðir hennar brosandi. — Gerðu það! Og... hjálpaðu honum, ef þú getur það, pabbi. Það bendir allt til þess, að... Hún þagnaði, þvi að ein brúðarmeyjanna kom til hennar. — Phillida! Stendurðu ekki og daðrar við hann pabba þinn eins og venjulega! Komdu... þjónarnir eru alltof fáir. Við verðum að hjálpa til með kampavinið. Þér lika, hr. Brereton! En hann hristi höfuðið og ungu stúlkurnar tvær fóru hlæjandi til fólksins. Hann stóð kyrr og horfði á eftir þeim, meðan hann hugsaði aftur: Þetta er ótrúlegt. Hvernig konu vilja þessir ungu menn nútimans eiginlega fá fyrir konu...? Þessari spurningu var að vissu marki svarað seinna. Bernard Brereton varð skyndilega örþreyttur og gekk ró- lega inn i eitt hliðarherbergið, en þar voru brúðargjafirn- ar til sýnis. Þar fann hann djúpan stól, sem hann settist i. Hann náði i einn litla, hvita belginn, sem læknirinn hafði látið hann fá, gleypti hann og lét fara vel um sig i stólnum með lokuð augun. Þannig hafði hann setið i rúmar fimm minútur, þegar hann heyrði, aðhann var ekki lengur einn inni. Hann gerði enn minna úr sér i stólnum i þeirri von, að þeir sæju hann ekki. — En þau þrenglsi! sagði karlmannsrödd. — Konan min harðneitar að fara á undan brúðhjónunum! Konur elska brúðkaup. Félagi hans hló: — Ja, ðg get ekki farið á undan þeim. og þá er þvi ekki einu sinni lokið hjá mér. Skyndilega skildi Bernard Brereton að þetta var svara- maðurinn, Reggie Stanton, sem talaði. — Veslingurinn! Eða ætti ég að segja lánsmaðurinn? sagði hinn. — Þú ferð i véizlu með brúðarmeyjunum. — Já! — Þær eru stórfallegar! — Já. — Ekki er hringingunni fyrir að fara, Reggie! Þú ætlar þó ekki að gana i klaustur eða hvað? — Nei, guð forði mér frá þvi! Annars skipti það engu máli. Ég fæ heiðurinn af að skemmta fyrstu brúðar- meynni.... — Það var ekki svo slæmt. Hvar er sú fallega annars? — Vist er hún falleg... það mátti næstum heyra hann yppta öxlum... —fyrir þá, sem elska snædrottningar. Það geri ég ekki! — Vitleysa, Reggie! Þannig litur hún alls ekki út! NY FRAMHALDSSAGA HEFST í DAG i. 0- Alþýðublaðiö Fimmtudagur 12. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.