Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 3
Steffnuljós ‘Ágúst Einarsson skrifar frá Hamborg Ráðaleysi og hagsmunir Þótt ekki allir hafi áhuga á knattspyrnu, þá er flestum kunnugt um, að i miðjum leik er gert hlé, og hvila leikmenn sig, og kallast það hálfleikur. Venjulega eru þá lögð drög að frekari baráttu, og ef svo hagar til, þá eru einnig lélegri leikmenn teknir úr liðinu, og nýjum mönnum veitt tækifæri að spreyta sig. Innan skamms er hálfleikur hjá islenzku rikisstjórninni. Ekki veitir leikmönnum þess- arar stjórnar af hvild. Hins vegar má reikna með erfiðleikum, ef taka á hina lélegri leikmenn úr liðinu. Þá yrði i seinni hálfleik algerlega nýtt lið frá stjórnarflokkunum að hlaupa fram á völlinn, en sá draumur rætist varla. Bezt væri, að leiknum yrði hætt í hálf- leik, og annað lið með nýjum fyrirliða hefji nýjan leik og reyni að bjarga þvi, sem bjarga verður. Strand stjórnarinnar Reyndar mun hægri stjórnin sennilega sitja út kjörtimabilið og byggja kosninga- baráttuna á þvi, að þeir séu skástir af mörgu illu, og sjálfsagt verða margir, sem falla i þá gildru. En liklegra er, að það renni upp fyrir þorra fólks, að þessi hægri stjórn er ófær að leysa aðkallandi vandamál, oe hún ber ekki hag almennings fyrir brjósti. Þessi rikisstjórn hefur ekki ráðið við efnahagsmálin, óðaverð- bólga og mjög óhagstæður viðskiptajöfn- uður eru brennimerki stjórnarinnar Þessi rikisstjórn hefur ekki gætt hag hinna verr settu i þjóðfélag- inu, viðhlæjendur stjórnarinnar eru topparnir i viðskiptaheiminum. Þessi rikisstjórn hefur ekki gætt hagsmuna islenzku þjóðarinnar i landhelgismálinu sem skyldi af hræðslu við að styggja erlendar „vinaþjóðir” Það er engin furða En af hverju á rikisstjórnin að geta leyst efnahagsvandamálin? Tökum til að mynda hinn óhagstæða viðskiptajöfnuð. Það er litill vandi að sjá, að annað hvort er útflutningur íslendinga of litill, eða innflutningur er rf mikill. Litil von er, að hægt sé að auka útflutn- ing eða verðmæti hans. útflutningsmark- aðurinn er að mestu leyti háður ástandinu i Bandarikjum Norður-Ameriku. Vitanlega er hægt að fella gengið, en það er, eins og reynsla okkar hefur sýnt, tvieggjað sverð, nema gerðar séu harðar ráðstafanir til að hemla innflutning. En það er engin von til þess, að núver- andi stjórn beiti harkalegum aðgerðum til að minnka innflutning. Að slikum aðgerð- um getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki stað- ið. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur verzlunarinnar, og það er ekkert óeðli- legt, að verzlunin hafi sinn flokk. En það þarf enginn að reikna með, að Sjálfstæðisflokkurinn standi að aðgerð- um, sem höggva nærri fjöreggi hans, sem er stuðningur verzlunarjöfrana. Svipað gildir um Framsóknarflokkinn Hann stendur dyggilega vörð um haas- muni stærsta verzlunarhrings landsins sem Sambandið er, og er það algerlega eðlileg afstaða, þvi að Framsóknarflokk- urinn er flokkur Sambandsins. Núverandi stjórn mun reyna að leysa aðsteðjandi vandamál meö þvi að þjarma að alþýðu manna. Þessir flokkar ganga ekki i sina garða og hey ja, þegar þeir sjá aðrar ekrur, sem gefa gott af sér. Stefna að kúgun. Alþýðubandalagið hefur margoft sýnt, að það er óábyrgur flokkur, sem hugsar aðeins um stundarhagsmuni. Alþýðubandalagið er i kjarna sinum fylgjandi hinni miskunnarlausu einræðis- stefnu, sem framkvæmd er i Austan- tjaldslöndunum, þótt flestir kjósendur Alþýðubandalagsins geri sér litla grein fyrir þvi. Flokkur, sem litur með velþóknun á stjórnarfar fyrir austan tjald og sér eitt hvað jákvætt við stjórnir, sem hefta frelsi einstaklinga, á ekki skilið, að Islendingar, sem meta frelsi sem sjálfsagðan hlut, skuli veita honum fylgi. Eitt af uppáhaldslöndum Þjóðviljaklik- unnar er Austur-Þýzkaland. Nú fyrir skömmu var upplýst, að fjöldi foreldra, sem handteknir hafa verið, þegar þau reyndu að flýja land með börn sin, fá ekki einungis háa fangelsisdóma, heldur eru börn þeirra tekin af þeim og látin i fóstur og ættleidd af hreintrúarkommúnistum, sem eiga að ala börnin upp í hinni hreinu sönnu trú á kommúnisma. Þetta er einungis eitt litið dæmi um framkvæmd þess stjórnarfars, sem Alþýðubandalagið hefur mjög svo miklar mætur á. Hagsmunir alþýðu Menn fylgja þeim flokki, sem þeir treysta til að gæta sinna hagsmuna og koma si'num stefnumálum i framkvæmd. Það er ekki i þágu launþega að styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem gætir einungis hagsmuna forystumanna viðskiptalifsins. Það er heldur ekki i þágu launþega að styðja Alþýðubandalagið, sem metur frelsi einstaklingsins einskis. Getum við betur? Alþýðuflokkurinn getur vissulega sagt: Sjáið þið bara, siðan við fórum úr stjórn þá er allt á niðurleið.” En vissulega er engin ástæða til að treysta Alþýðuflokknum betur, nema hann leggi fram hugmyndir til lausnar aðkallandi vandamála, og að almenn- ingur hafi trú á forystumönnum hans. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram til- lögur i mjög náinni samvinnu við verka- lýðshr'eyfinguna, og ástæðulaust er að vantreysta Alþýðuflokknum til að koma sinum málum fram. Sennilega verður flestum ljóst, að Alþýðuflokkurinn er sá stjórnarandstöðu- flokkur, sem á mesta samleið með hags- munum alþýðunnar og sá flokkur, sem hægt er að treysta og byggir grundvöll sinn á lýðræðislegri jafnaðarstefnu. I HREINSKILNI SAGT Hvaö er meö áifum? Seint á liðnu ári gerðust þau tíðindi, að bankastjórum Alþýður bankans var skyndilega og tyrir- varalaust vikið frá störfum. Op- inberlega var þetta talið gert að tilhlutan bankaráðs sama banka. Skal það ekki dregið í efa, að til þess mun bankaráð hafa haft vald. Jafnhliða þessu var svo gerð einskonar hvellsprenging undir stóli Guðna Þórðarsonar f ramkvæmdastjóra Ferðaskrif- stofunnar Sunnu. Varla verður komizt hjá þvi að minna á, að málefni þessarar sömu ferða- skrifstof u hafa áður orðið f rétta- matur, og eru raunar enn. Hlutlaus áhorfandi að þessum leik- brögðum getur ekki betur séð, en að þetta fyrirtæki sé einhverskonar amakefli i þjóðfélaginu.Fyrirtækið áekki langa sögu að baki, en þrátt fyrir það hefur verið til þess gripið tvivegis, að svipta það ferða- skrifstofuleyfi. Litil gæfa virðist þó hafa fylgt þessum ráðstöfunum stjórnvalda og er þess skemmst að minnast, að nýverið var upp kveðinn sektardómur á rikissjóð og fyrir- tækinu dæmdar bætur fyrir atferli ráða- manna. Enda þótt þær bætur séu stórum lægri en eigandi krafðist, sýnist mjölið i poka stjórnvalda ekki hafa verið alveg hreint. Hér skal enginn dómur lagður á rekstur Sunnu almennt og yfirleitt. En það hlýtur að vekja athygli, þegar tvisvar er vegið i sama knérunn, svo sem hér hef- ur verið gert. Skuldaskipti Guðna i Sunnu og Alþýðu- bankans virtust vera sá dropi, sem fyllti bikarinn á barma, og enda þótt fleiri at- hugaverðir skuldunautar hafi verið til- nefndir, einkum manna á meðal, hefur farið næsta hljóttum hverjir voru, að ekki sé talað um, hvað athugavert var við hvern um sig. En það undarlega hefur skeð, að það er einmitt Guðni Þórðarson, sem fyrsti hvellurinn var gerður út af, sem hefur nú gengið brosandi út úr meint- um kröggum, og fengið hnekkt leyfis- sviptingu i annað sinn. Siðan hefur grafarþögn rikt um þetta Alþýðubankamál. Bankastjórarnir sitja úti i kuldanum og bankaráðið trónar, sem æðsta vald, eins og sjálfsagt mun, að lag- anna paragröffum. Nú er það fjarri mér, að bera neina sérstaka umhyggju fyrir bankastjórum sem slikum. En það hljóta að vakna ýmsar spurningar, sem vel er vert að fá svör við og þau afdráttarlaus. Og umfram allt. Hvað sem um banka- stjóra má segja — og þeir hafa vissulega verið almennt i sviðsljósi undanfarið, eiga þeir vitanlega sinn rétt eins og aðrir þegn- ar þjóðfélagsins, að mál þeirra hljóti eðli- lega meðferð. Ef ég veit rétt, mun það vera viðtekin regla, að bönkunum sé stjórnað af banka- ráðum, alls ekki siður en bankastjórun- um, þó það korai i hlut bankastjóranna, að kaupa eða neita að kaupa smávixla af lit- ilsmegandi viðskiptamönnum. Ég hygg einnig, að smálán, sem þannig eru veitt, séu einhver traustustu viðskipti sem bankarnir eiga við kaupanauta sina, og mig grunar, að stórtöp, sem bankar lenda ,i, eigi ekki rætur að rekja til slikra við- skipta. Mér er ennfremur i grun, að þegar kemur til stærri viðskipta séu þau naum- ast gerð, án þess aö bankaráðin séu þar með i „púkkinu”. Og ég held ennfremur, að það sé einmitt hlutverk og þá um leið frumskylda bankaráösmanna, að gaum- gæfa vandlega tryggingar, sem látnar eru, eða boðnar fyrir viðskiptunum. Sé nú Eftir Odd A. Sigurjónsson þessi skoðun rétt, hlýtur að vakna spurn- ingin. Hvar hefur bankaráðið við Alþýðu- bankann haldið sig, og hver hefur verið þess þáttur i illa tryggðum stórlánum bankans, eins og látið mun i veðri vaka? Þar sem ekki hefur verið hróflað við hinu háa bankaráði og það trónar enn á sinum sessi, hlýtur almenningur að álykta, að bakvið það hafi verið farið. eða a.m.k. hafi slik viðskipti farið hastarlega framhjá ráðinu, svo undarlegt sem það má þó virðast. Dæmi eru til um það og mýmörg, þvi miður. að menn sofni á þýö- ingarmiklum verði. og af hljótist óhöpp og slys. Hefur það gerzt hér. eða hvað? Það er engum til góðs, að sveipa allt, sem miö- ur kann að fara, einhverri ógagnsærri dulu. Og það er litil raunabót. þó rokið sé til og einhver sé hengdur. að litt athuguðu máli. Timinn, sem liðinn er frá upphafi þessa máls, er þegar orðinn meira en nógu langur, þrátt fyrir þann alkunna dratthalahátt, sem hér rikir i flestum op- inberum aðgerðum. Þvi verður hvort sem er ekki frestað til langframa að lyfta hul- unni af þessu furöulega máli. Sofnað á verðinum Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.