Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 12
☆ Sitthvað um baksvið Ólympíuleikanna í Innsbruck SKIOAFATAHUGMYNDIN VAR FRYST AF ÚTTA VIÐ HERMDARVERKAMENN TVEIR svissneskir tizkuhönnuðir, sem hafa sérhæft sig i fatnaði til vetrariþrótta, hafa seinkað kynningu á nýj- ustu fatatizku sinni, af ótta við, að hermdar- verkamenn kynnu að notfæra sér það á vetrarólympiuleikunum i Innsbruck. Hugmynd tvimenn- inganna er sérstök dragt, sem eru peysa og húfa i senn. Húfan er að þvi leyti sérstök, að hún hylur allt andlitið að undanskildum smágöt- um fyrir augu, nef og munn. Þetta ver skiða- mennina fyrir andlits- kuli i hinu nistandi kalda fjallalofti. Seltjarnarnesliðið Grótta, sem svo gott sem var fallið niður i 2. deild, mætti Valsmönnum i gær- kvöldi i iþróttahúsinu i Hafnar- firði. Þeir hafa sjálfsagt ekki verið margir sem spáðu þvi að Grótta bæri sigur úr býtum i gær- kvöldi, en dag skal að kveldi lofa. Þeir ekki aðeins unnu forystu- liðið, heldur hreinlega burstuuðu þá i eins .viðum skilningi og orðið þýðir. 26:19 urðu lokatölur leiksins, eftir að staðan i leikhléi hafði verið 12:7 Gróttu i vil. En öryggisvörðunum, sem starfað hafa i Innsbruck mánuð- um saman, rann kalt vatn milli skinns og hörunds, er þeir sáu sýnishorn af þessari nýjustu skiðafatatizku. Þvi þá sáu þeir fyrir sér hermdarverkamenn með Sjakalann Carlos i broddi fylkingar innan um alla þessa heimsfrægu skiðakappa. Þess vegna brugðu öryggis- verðirnir hart við og gerðu skiða- fataframleiðendunum, fyrirtæk- inu Schweiz, sem framleiðir föt undir sama vörumerki, tilboð, er þeir töldu firmað ekki geta hafn- aö. Bi'ðið með aö senda þessa nýju skiðadragt á markaðinn þar til ólympfuleikarnir eru afstaðnir, var beiðni Austurrikismannanna. :i000 verðir með byss- urnar til taks Innsbruck leikarnir hafa af sumum verið nefndir „fátæklegu leikarnir" vegna þess, hve öllum kostnaði við framkvæmd þeirra hefur verið haldið niðri. Að einu Leikurinn var aðeins jafn fyrstu minúturnar, en þegar liða tók á fyrri hálfleik, sigu Sel- tjarnarnesmennirnir fram dr, og eftir það var varla hægt að segja að Valur ógnaði Gróttu. Björn Pétursson og Magnús Sigurðsson voru mjög virkir og þeir voru leikmennirnir sem mestan usla i vörn Valsmanna. Guðmundur Ingimundarson stóð sig einnig ágætlega i markinu. Við þennan sigur Gróttu, hafa þeir ekki aðeins fært sjálfum sér leyti eru þeir þó langt i frá að vera fátæklegir, það er að þvi er varðar öryggi keppenda og gesta. Oryggisráðstafanirnar eru þær mestu i allri sögu ólympiuleik- anna. Nálægt 3000 lögréglumenn og hermenn hafa vakandi auga á öllu þvi, sem keppendur taka sér fyrir hendur og hvarvetna, sem eitthvað fer fram, eru skyttur til taks með byssurnar mundaðar — reiðubúnar að láta til skarar skriða, ef eitthvað ber út af. Ólympiuþorpið er nánast um- kringt skógi vopnaðra eftirlits- sve ita. En enginn getur tryggt nokkru sinni 100% öryggi gegn hermdar- sveitum, og þýzk yfirvöld sendu 30 sérþjálfaða öryggislögreglu- menn með reynzlu og æfingu i að eiga við hermdarsveitirnar til að veita sinum keppendum aukið ör- yggi- Vetrarvertið gleðikvennanna Öl 1 fyrirtæki i Innsbruck voru búin að undirbúa sig undir við- skiptavertið aldarinnar þar i mikla möguleika á að bjarga sér frá falli, heldur opnað mótið svo gjörsamlega á toppi deildarinnar að fimm lið eiga góða möguleika á að hreppa Islandsmeistaratit- ilinn að þessu sinni. Það hefur oft verið sagt að, handknattleikurinn hafi sjaldan eða aldrei verið eins óútreiknan- legur og i ár og er óhætt að segja eftir fyrri leikinn i Hafnarfirði i gærkvöidi, a það séu orð að sönnu. borg, — enda er gestafjöldinn á leikunum meiri en túristafjöldinn kemst nokkru sinni i, — en eitt sérstakt fyrirtæki þar bjóst við metveltu. Það er hið rikisrekna hóruhús staðarins. Stúlkurnar þar, á aldrinum frá 20—50 ára, voru undir það búnar að veita bæði keppendum og gest- um úrvalsþjónustu. Nokkrar þeirra hafa reyndar fyrri reynslu af ólympiuleikjum, frá þvi 1964 — og þær segja: Við erum ánægðar að fá aftur iþróttamenn. Það er einhver munur, heldur en öll þessi gamalmenni, sem eru aðal- viðskiptavinir okkar alla jafna. Stúlkurnar verða að fara i læknisskoðun tvisvar i viku. Risi ágreiningur um verð eða þjón- ustu, ber dyraverði stofnunarinn- ar að skera úr um ágreininginn. Nokkrar af þessum sömu stúlk- um reyndu upp á eigin spýtur að hafa tekjur af atvinnu sinni, þeg- ar ólympiuleikarnir voru haldnir i Munchen i Þýzkalandi árið 1972. En þýzkirlögreglumenn ráku þær út af hótelum þeirra. Nú ætla þær sér að sigra, þvi nú leika þær á heimavelli. FH stendur bezt að vígi Sigruðu Hauka í gærkvöldi 20:15. Staðan í leikhléi 11:8 fyrir FH. Grótta setur enn strik í reikningin 24, SEÐ- ILLINN í VETUR Tuttugasti og fórði getrauna- seðill Getrauna, sem gildir fyrir laugardaginn 14. febrúar, er sambland af 5. umferð ensku bikarkeppninnar, og deildar- keppninnar. Sjö ieikir verða úr bikarkeppninni, þrir úr ensku 1. deildinni, og tveir úr 2. deildar- keppinni. Það má þvi búast við einhverjum óvenjulegum úrslit- um eins og endranær þegar leikið er i bikarkeppninni. Hún — bikarkeppnin — hefur ávalit siðan i upphafi gert grin af stóru spámönnunum, og framleitt hin óeðlilegustu úrslit. Hvar hún ber Ijáinn að núna er ekki gott að segja, frekar en áður, en eitt er vist aö það mun eiga sér stað. Engum datt það i hug þegar siðasta umferðin var i keppn- inni, að I.eeds myndi tapa fyrir 3. deildarliöinu Crystal Palace , en þaö várð nú samt, og má segja að Leeds hafi ekki borið sitt barr siðan. Hverjir falla fyrir „naviðunum” er alltaf stóra spurningin, og það sem fólk talar mest um, er bikar keppnin stendur yfir. Hún sannar svo áþreifanlega reglurnar að enginn leikur er unninn fyrir fram, og að enginn verður óbarinn biskup. Leikirnir á 24. getrauna- seðiinum litur þannig út. lan Hutchinson og Chelsea veröa aö gera vel í bikarkeppninni, til þess að rétta við bágbor- inn f járhag Lundúna-liðs- ins. Aiþýðublaðið Fimmtudagur 12. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.