Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 7
KVIKMYNDIR Nú brennur samvizka Bretaveldis Það er uppþot i Belfast. Skólakrakkar gera aðsúg að deild brezkra hermanna, sem komið hefur sér fyrir bak við plastskildi til hlifðar gegn grjót kasti barnanna, og brátt bætast stálpaðri unglingar i leikinn — og þar með öllu meiri al- vara. Stórir grjóthnull- ungar taka að hitta hermenn, — og þegar ungur hermaður fær grjót i andlitið hálfrot- ast hann, dettur niður og ósjálfrátt fer vél- byssa hans af stað. Gatan tæmist á auga- bragði meðan vélbyss- an tikkar og að andar- taki liðnu er ekkert eftir nema fimm sex liggjandi manneskjur, sem orðið hafa fyrir kúlum úr byssu her- mannsins. Þetta eru aðallega skólabörn — en einnig kona og sjö ára gömul dóttir henn- ar. Eiginmaðurhennar kemur að i sömu andrá, friðsamur irskur borgari, Neal Hennessy, — sem aldrei hafði tekið þátt i neinum átökum eða erjum, en barizt á striðsárunum i her Breta i Afriku og getið sér gott orð fyrir. Enn hefur borgara- styrjöldin á Norður4rlandi kost- að saklausa borgara lifið — og hinn annars friðsami borgari ákveður við kistu konu sinnar og dóttur, að gjalda skuli lilcu likt. Einmitt þetta, sem virðist meginkjarni harmleiksins á Norðu-lrlandi, eins næsta nágrannarikis okkar, er undir- tónn myndar þeirrar, HENNESSY, sem sýnd er i Hafnarbiói um þessr mundir. bað er eiginlega einkennilegt að það skuli vera bandarikst firma, sem framleiðir þessa mynd og tekst vel við aö blanda saman spennandi „thriller” um hefnd einstaklings og að þvi er bezt verður séð, raunsærri lýs- ingu á þjóðfélagsástandi i hinu sundurlynda Norður-lrlandi. Að visu koma enskir leikarar talsvert við sögu i myndinni, sem auk þess er tekin að roestu i Belfast og London og ber með sér ensk einkenni aö öllu leyti — en þvi verður vart trúað að bandariskir framleiðendur hafi sent frá sér aðra mynd raun- særri um vandamál svo viðs fjarri amerisku þjóðfélagi. Rod Steigcrer að sjálfsögðu i hlutverki Hennessys þunga- miðja alls leiks i þessari mynd, leikur hans að venju hárná- kvæmur og réttur, — og örlar hvergtó ýktri raust né hreyf- ingu. En mynd verður aldrei vel leikin af einum leikara. Það hafa lika valizt i öll önnur meginhlutverk leikarar, sem skila sínum hlutverkum ýmist prýðisvel eða a.m.k. sómasam- lega. Enc Horter uir Forsyte-sögunni) og Trevor Howard koma talsvert við sögu, auk þess Lee Remic, svo þekktustu leikararnir séu nefndir. En Richard Johnson i hlutverki Hollis lögreglufor- ingja er sá eini meginleikar- anna, sem erfitt er að átta sig hvort er að ofleika eða ekki. Góður leikur drottningar Það er tekið fram sérstaklega áður en myndin hefst, að mynd- ir frá þingsetningunni séu tekn- ar áður en kvikmyndin var gerð og ekki hafi verið ætlunin að nota þær á þann hátt, sem siðar var ákveðið, og einnig að brezka konungsfjölskyldan hafi ekki komið fram sérstaklega i þess- ari mynd. Nauðsynleg tilkynn- ing að visu, — en sé fyrri hluti myndarinnar hróss verður fyrir það hve veler fjallað og af raun- sæi um ástandið á Norður-lrlandi, þótt þar séu aðeins sýndar svipmyndir frá, þá er siðari hluti myndarinnar þó enn athyglisverðari fyrir þá sök, hve listilega framleiðend- um hennar hefur tekizt að sam- ræma leikin atriði i brezku þing- höllinni og kvikmyndir, sem raunverulega voru teknar þegar Elisabet Englandsdrottning set- ur þingið. Samsetningin er þvilik snilld, að það er erfitt að imynda sér þegar prósessian riður til þings, að það sé ekki leikkona, sem veifar til f jöldans úr gullvagnin- um dregnum af hvitum hestum — og meira að segja þegar átök verða inni i þinghúsinu meðan drottning flytur hásætisræðu sina, þá kemur á hana hik, hún horfir andartak á hvað er að gerast, en heldur svo áfram með ræðuna. Tæknibrellur Ókindarinnar verða ekki sann- ferðugri en samsetning þessar- ar myndar. Bönnuð i Englandi Sýning þessarar myndar mun hafa verið bönnuð á Bretlands- eyjum, enda er hvort tveggja, að þar þykir af öryggisástæðum ekki rétt að fjalla um borgara- styrjöldina á Irlandi i leiknum kvikmyndum, svo og hitt, að hún gæti gefið einhverjum vit- firringi hugmynd. Slikt verður reyndar seint forðast — og ætli slikur maður sér að sprengja upp drottninguna og þinghöllina með, þá gerir hann það, hvort sem hann sér myndina eða ekki. En hitt er skiljanlegra, þvi harmleikurinn, bræðravigin i næsta nágrenni við okkur eru vandi, sem enginn hefur fundið viðeigandi né brúklega lausn á. Brezki herinn er fjarri þvi að vera öfundsverður af hlutverki sinu i Belfast —en á móti kemur að öfgarnar i þjóðfélaginu vilja ráða ferðinni. Glysið og skop legar hefðirnar i kring um kóngafólkið undirstrika einmitt hins vegar hinar vanræktu þjóðfélagsumbætur i Ulster og orsakir þess, þar sem kaþólikk- ar hafa búið við skert mannrétt- indi i þjóðfélagi fátæktar og stöðnur.ar um aldabil. Norður-lraV og fslendingar eru afkomendur sömu forfeðra, en þeir voru óhreinu börnin i sam- félagi hins konunglega brezka heimsveldis, meðan það var og hét. Nú brennur samvizka Stóra-Bretlands meðan ljónið liggur ellihrumt á sóttarsænt. BS LEIOIN lilGGUR TIL JÚGÓSLdUÍU Ferðaskrifstofa okkar efnir til orlofsferða til júgóslavíu í sumar á baðstrandarstað- inn Portoroz við Adríahaf. Flogið verður í beinu leiguflugi til flugvallarins í Ljubljana í Slóveníu og ekið þaðan í bifreiðum til Portoroz. Við bjóðurn upp á fyrsta flokks hótel, hálft fæði, aðgang að góðum baðströndum .sundlaugum o. fl. Verð verður frá kr. 54.000.00. Leiðsögn góðra og kunnugra leiðsögumanna. Eigin skrifstofa á staðn- um. Aðstaða er til margra skoðunarferða. m. a. til Feneyja á Italíu og um Slóveníu fallegasta hluta júgóslavíu. Undanfarin 5 ár hafa íslendingar í auknurn mæli sótt á þennan stað, sem er orðinn mjög vinsæll. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja þetta bestu sumarleyfin sín. Á staðnum er aðstaða til þess að fá ýmis konar læknis- meðferð (Spatreatment) svo sem við Psoriasis, asthma, gigt, hjarta- og taugasjúk- dómum svo nokkuð sé upp talið. Ennfermur er möguleiki á að skipuleggja ferðir um júgóslavíu og nærliggjandi lönd, þar sem örstutt er að aka til þeirra frá Portoroz. Bílaleigubifreiðir og langferðabifreiðir erutil staðarvið skrifstcfu okkar.Hafið samband við skrifstofu okkar sern veitir nánari upplýsingar. O LANDSÝN - ALÞÝÐU0RL0F " Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.