Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hekstur: Reykjaprent hf. Tæknilegur fram- kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun : Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 800 krónur á mánuði og 40 krónur i lausasölu. alþýóu' blaóió Fyrir fáum dögum birtist hér í blaðinu leiðari þar sem rætt var um rikisstjórnina og bent á, að svo slæm væri sambúðin orðin á stjórnarheimilinu að réttara væri að tala um átta algerlega sjálf stæðar og óháðar ríkisstjórnir í landinu en átta ráðherra í einni rikisstjórn. Eitt dæmið enn um hvernig komið er gaf að lita í Tímanum á sunnudaginn og Vísi í gær. í Tímanum á sunnudaginn er því slegið upp undir stórri fyrirsögn, að blaðið viti til þess, að rætt hafi verið að fresta framkvæmdum við Kröf luvirkjun um eitt ár vegna f járskorts. Hafi mál þetta verið rætt af viðkomandi ráðuneytum og sé ákvörðunar að vænta innan skamms. Lætur blaðið þess getið, að áður haf i verið rætt um frestun framkvæmdanna, þá vegna óvissu út af eldsumbrotunum. Frá því ráði hefur augsýnilega verið horfið,, og þarf engum getum að leiða að því hvað valdi. Ástæðan er auðvitað sú að i slikum hlutum er ákörðunarvaldið og ábyrgðin al- farið hjá iðnaðarráðherra einum og hann vill halda áfram, hvað sem tautar og raular. En þegar fjár- magnsskortur er ástæðan, eins og segir í Tímafrétt- inni, þá er valdið ekki lengur hjá iðnaðarráðherra einum, heldur einnig hjá f jármálaráðherra og raun- ar öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni. Eins og Tíma- fréttin er sett fram leikur því enginn vafi á um, að f jármálaráðherra og kannski öll ríkisstjórnin er að hugleiða að taka f ram f yrir hendurnar á iðnaðarráð- herra í Kröflumálunum og stöðva um sinn þessar mjög svo umdeildu framkvæmdir vegna fjárhags- erfiðleika þar eð eldsumbrotin reyndust ekki næg ástæða ein út af fyrir sig. En hvernig bregzt svo iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, við þessum f regnum. í Vísi i gær er birt viðtal við hann í tilefni af frétt Tímans. Viðbrögð ráðherrans eru þau, að hann þykist ekkert vita. Þegar ráðherrann er spurður hvort honum sé kunn- ugt um að rætt haf i verið um að f resta framkvæmd- um við Kröflu vegna f járskorts, þá kemur hann af f jöllum. Hann veit ekki um annað en þær umræður, sem fram fóru á sínum tíma um frestun framkvæmdanna vegna náttúruhamfaranna, þar sem hann gaf þann úrskurð að áf ram skyldi haldið. Um frestunarhugmyndir vegna f járskorts veit ráð- herrann ekki. Fréttir um að slíkt standi til að koma honum i opna skjöldu. Ef hér væri um venjulega ríkisstjórn að ræða þá myndu menn draga af þessu þær ályktanir, að annað hvort væri Tíminn að segja ósatt, eða þá ráðherrann. En þessi ríkisstjórn er engin venjuleg ríkisstjórn. Hún er þannig, að báðir geta verið að segja satt — dagblaðið Tíminn og iðnaðarráðherra. Svo slæm er sambúðin orðin milli ráðherranna að það getur meira en vel verið að jafnhliða því að iðnaðarráð- herra taki þá ákvörðun að láta slag standa við Kröf lu og halda áfram framkvæmdum þrátt fyrir aðvaran- ir vísindamanna hafi fjármálaráðherra eða for- sætisráðherra tekið þá ákvörðun að stöðva f ramkvæmdirnar með því að loka fyrir f járstreymið til þeirra. Og með nákvæmlega sama hætti og Geir Hallgrímsson hafði ekki hugmynd um það, að Ölaf ur Jóhannesson myndi leita til utanríkisráðuneytisins með beiðni um að það hefði milligöngu um útvegun herskips fyrir Landhelgisgæzluna hjá Bandaríkja- mönnum eða Rússum er meira en líklegt, að Gunnar Thoroddsen haf i ekki hugmynd um það að í bígerð sé að stöðva Kröfluvirkjun vegna fjárskorts. Einmitt þannig starfar þessi ríkisstjórn, sem hætt er að vera ein stjórn með átta ráðherrum en er orðin að átta ríkisstjórnum með einum ráðherra. Ragnar Guðleifsson úr Keflavík og Björg Sigurðardóttir kona hans koma til hátiðarinnar. Á milli þeirra stendur Kristbjörg Gisladóttir, eiginkona Hreggviðs Hermannssonar, læknis. __ _____Þriðjudagur 23. marz 1976 híaXfð' AFMÆUSHATfOIN EINKENNDIST AF BARATTUVIUA Alþýðuflokksfélögin i Reykja- neskjördæmi héldu glæsilegt hóf i tilefni af 60ára afmæli flokksins i Festi i Grindavik sunnudags- kvöldið 20. þ.m. Veizlustjóri var Hrafnkell As- geirsson formaður kjördæmis- ráðs flokksins i Reykjaneskjör- dæmi. Húsfyllir var á hófinu og skemmtu menn sér hið bezta. Avörp fluttu Jón Armann Héðinsson alþingismaður, Kristín Guðmundsdóttir vararitari flokksstjórnar, Emil Jónsson fyrrverandi ráðherra og Benedikt Gröndal formaður flokksins. Var þessum ávörpum ágætlega tekið og i lok ræðu Benedikts risu veizlugestir úr sætum og hrópuðu ferfalt húrra fyrir afmælisbarn- inu. Veizlukosti gerðu menn hin beztu skil, og skemmtu sér við fjöldasöng, sem Óli Þór Hjaltason stjórnaði með ágætum. Undir- búning að hátiðinni hafði Jón Hólmgeirsson, Grindavik, annast og var mál manna, að honum fær- ist einstaklega vel úr hendi. Að lokum var stiginn dans af miklu fjöri til kl. 2 að nóttu. Fram kom i orðræðum allra veizlugesta eindreginn áhugi á, að auka veg flokksins og starfa ó- sleitilega að framgangi hans á komandi timum. 230 sóttu fund FUi á flkurevri Siðastliðinn laugardag var haldinn á Akureyri almennur borgara- fundur á vegum Félags ungra jafnaðarmanna. Fundurinn var haldinn i Borgarbiói og hófst kl. 2 e.h. Framsögumenn á fundinum voru þeir Vil- mundur Gylfason og Sighvatur Björgvinsson. Ræddu þeir málcfni stjórnkerfisins, dómsmálin, efnahagsmál og kjaramál. Fundarsókn var afburða góð. Þegar flest var sátu fundinn milli 230 og 240 manns og -oru þá flest öll sæti skipuð I húsinu. Umræður voru fjörugar og bars' framsögumönnum fjöldi fyrirspurna. Fundarstjóri var Bárður Halldórsson. —SB— 125 milljón króna tekjustofn ekki nýttur Minnihlutinn sat hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavikurborgar létu full- trúar minnihlutans i borgarstjórn bóka ýmsar athugasemdir við á- ætlunina en fluttu ekki breyting- artillögur við einstaka liöi. Við höfðum samband við Björg- vin Guðmundsson borgarfulltrúa og spurðum hann hverju þetta sætti. Björgvin sagði að i lögum væri gert ráð fyrir þvi að af- greiöslu fjárhagsáætlana sveitar- félaga væri lokið fyrir áramót. Afgreiðslu á fjárhagsáætlun yfir- standandi árs hefði hins vegar verið frestað, vegna breytinga á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem gerðar voru nú um áramótin. Full nýting á gjald- stofni aðstöðugjalda Við fyrri umræðu fjárhagsáætl- unarinnar sem fram fór 4. des. siðastliðinn bentu fulltrúar minnihlutans á að fyrirsjáanleg- ar væru miklar kostnaðarhækk- anir sem myndu gjörbreyta nið- urstöðum hennar. Þá lögðu þeir til að gjaldstofn aðstöðugjalda yrði nýttur til fulls, og að fast- eignaskattur af öðru húsnæði en ibúðarhúsnæði yrðu innheimtir með fullu álagi, en þessa tekju- stofna varð að innheimta fyrir áramót. Sagði Björgvin að ef gjaldstofn aðstöðugjalda hefði verið nýttur til fulls, hefði það fært um 125 milljónir aukalega i borgarsjóð. Meirihluti Sjálfstæðismanna 1 borgarstjórn hafnaði þessum hugmyndum, og kaus heldur að leggja álag á útsvörin. Enn vantar mikið uppá Þrátt fyrir að útsvar verði nú innheimt með fullu álagi vantar tæpar 110 milljónir á þá upphæð sem gert var ráð fyrir að varið yrði til framkvæmda á vegum borgarinnar við fyrri umræðu fjárhagsáætlunarinnar. Vegna þessa er óhjákvæmilegur mikill niðurskurður framkvæmda á vegum borgarinnar, t.d. á sviði skólabygginga, heilbrigðismála og gatna- og holræsagerðar. Allir tekjustofnar bundnir Að lokum sagði Börgvin að þar sem búið væri að binda alla tekju- stofna þvert ofan i tillögur minni- hlutans, þætti þeim ekki ráðrúm til að flytja neinar breytingartil- lögur, þeir hafi þvi setið hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinn- ar. —ES—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.