Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 8
8 VETTVANGUR Þriðjudagur 23. marz 1976 blaðfú1 Þriöjudagur 23. marz 1976 VETTVANGUR 9 í hjúkrunarnámi þarf að leggja mun meiri áherzlu á geðhjúkrun SPJALLAÐ VIÐ ÞÓRU ARNFiNNSDÓTTUR YFIRHJÚKRUNARFRÆÐING Meðferðarfulltrúi með tvö barnanna í dagstofu geðdeildarinnar. Dagstofan hefur upp á ýmislegt að bjóða og hún veitir sjónvarpinu harða samkeppni hvað vinsældir snertir. MU GÆTU BURNIN ÞIN? Gengið um barnageðdeildina með Sverri Bjarnasyni, lækni Þóra Arnfinnsdóttir er yfir hjúkrunarfræöingur á barna- geðdeildinni. Þóra er sér- menntuð i Noregi i geðhjúkrun. Ilún tók við stöðu þessari um mitt ár 1974. ■ Biaðið iagði þá spurningu rir Þóru hvort haldið væri uppi skipulegri fræðslu fyrir starfsfólkið? Hún svaraði:’’ Við erum með einn fræðslufund i viku fyrir starfsfólkið. Þar eru teknir fyrir margir þættir sem varða starf- semina. Það er þó enginn einn aðili sem annast þessa fræðsltl, heldur l'ólk úr ýmsum greinum þessara fræða. Það er vandamái i sambandi við þessa fræðslu, að ekki geta allir sótt þá fundi sem i boði eru. Það kemur til af þvi að fólkið vinnur á vöktum og getur þvi reynzt örðugt að koma. Almennt talað er skortur á sérmcnntuðu fólki á þessu SV'iði, en við bindum miklar vonir við framhaldsnám i geðhjúkrun sem Nýi hjúkrunarskólinn er með i gangi núna. Það er 15 mánaða nám sem býr nemendur vel undir störf á hverskonar gcðdeildum. Væri þess kostur þyrfti i öllu námi i hjúkrunarfræðum að vera lögð inun meiri rækt við geðhjúkrunina, þannig að lengra nám i henni væri það sem við teljum nauðsynlegan hluta af grundvallarmcnntun hjúkrunarfræöinga,” lauk Þóra Arnfinnsdóttir máli sinu. —EB Barnaaeðdeild Hrinasins hefur aðstoðað búsund fjölskyldur á fimm ára starfsferli unarinnar, og starfsfólk hennar fer þangað sem vandamálin steðja að, á heimili, i skóla og til sjúkrahúsa um land allt. Vandamálið er leyst þar sem flestir málsaðil- ar eru nærtækir. Venju- lega er litið á fjölskyld- una alla sem þann aðila sem virkja þurfi. Aðferðirnar sem beitt er við meðferðina geta verið einstaklingsmeð- ferð, fjölskyldumeðferð og hópmeðferð. I hverju tilviki er beitt þeirri aðferð sem álitin er koma skjólstæðingnum bezt að gagni. Nægi ekki meðferð á göngudeild þarf i sumum tilvikum að koma börn- unum til dvalar á legu- deild eða dagdeild, venju- lega sex til tólf mánuði. A legudeildinni er börn- unum búið notalegt heimili, þau stunda skóla eftir þvi sem við verður komið, annað hvort með þvi að njóta kennslu á staðnum eöa sækja skóla annarsstaðar i borginni. Á dagdeildinni dvelja börnin frá kl. 9 til 15, fimm daga vikunnar. Vandamál sem blasa við. Reynslan af barnageð- deildinni hefur leitt i ljós að tvö stór vandamál blasa við okkur. A annað þeirra blasir reyndar við allri þjóðinni. Það eru þeir takmörkuðu möguleikar sem eru til á tslandi til meðferðar á unglingum með geðræn vandamál. Þessum unglingum hef- ur reyndar alltaf verið opin leið til okkar, en séu vandamálin það djúpstæð að innlagningar sé þörf vandast málið, þvi engin unglingageðdeild er til i landinu. Barnadeildin geturekki tekið við nema mjög takmörkuðum fjölda unglinga. Þessi skortur hefur vafalaust valdið þvi að lif margra unglinga kemst svo úr skorðum að ekki verður aftur snúið. Mörg þessara vanda- mála hefði mátt leysa með stuttri vistun, en þau hafa valdið þvi að ung- lingurinn flosnar upp úr þvi umhverfi sem hann lifir og starfar i, og hann biður af þvi óbætanlegt tjón. Hinn stóri vandinn er sá að aðstöðu skortir hér- lendis til þess að veita al- varlega geðveikum börn- um fullnægjandi meðferð. Með alvarlega geð- veikluðum börnum er átt viö börn sem búa við brengluð tiifinninga- tengsl, raunveruleika skyn og börn sem ein- angra sig og forðast sam- neyti við aðra. Þessi böm hafa löngum verið talin vangefin og vistuð á þartilgerðum stofnunum. þrátt fyrir eðlilega og oft framúr- skarandi greind. Þessi börn hafa verið til meðferðar á legudeildinni og dagdeildinni, en þurfa slika langtima meðferð, að þau hafa myndað einskonar stiflu og m.a. valdið þvi að langir biðlistar minna veikra barna hafa mynd- ast við báðar deildirnar. Þau halda plássum þar sem hægt væri að hjálpa fleiri börnum með styttri vistun. EB Starfsfólkið á deildunum borð- ar með börnunum, þar er enginn mannamunur gerður. Hér eru nú 7-8 börn fimm daga vikunnar. Sjúkdómarnir eru margvislegir og dvölin þvi mismunandi löng. Mörg barnanna hafa staðnað á vissu þroskaskeiði og skorið sig úr þvi umhverfi, sem þau búa við. Aldur barnanna er frá þvi yngsta sem hingað kemur og til 6 eða sjö ára aldurs. Það er þó engan veginn einhlitt að fara eftir aldri, en almennt séð eru börnin hér yngri en á legu- deildinni.” Við spurðum Sverri hvort geð- lyf væru notuö hér. Hann sagði: ,,Þau eru litið notuð hér. Gefðlyf eru góð til þess að rjúfa vitahring skjólstæðinga okkar, en við felum ekki vandann bak við mikla notkun deyfi-eða geðlyfja. Það er enginn lausn.” Hvernig er fylgzt með likam- legri velferð barnanna? „Þótt við fáumst aðallega við geðræn vandamál, er likamlegri velferð sinnt mjög vel. Við höfum góða samvinnu við barnalækna og taugasérfræðinga á Lands- spitalanum. Við gleymum þvi ekki, að geð- ræn vandamál geta átt sér orsök i likamlegum kvillum t.d. næringar — hormónatruflunum heilaskaða af einhvers völdum.” Húsnæðið er allt hið vistlegasta og heimilislegt i flesta staði. Sverrir sagði: „Við reynum bæði hér og á legudeildinni að gera umhverfið sem likast heimili og reynum eftir megni að forðast „stofnunarstimpilinn.” Legudeildin Þá erum við komin að legu- deildinni. Sverrir gengur að lokuðum dyrum, dregur upp lyklakippu og segir: „Það er vont að þurfa að nota þessa lykla, en nauðsyn ber til, þvi að hér er smiðastofan og hér eru geymd margvisleg verkfæri, sem reynzt geta hættuleg. Hingað fer enginn vistaðra inn án þess að vera i fylgd einhvers úr starfsliðinu. Þó hefur aldrei viljað til óhapp af völdum þessara verkfæra en aðgát er þó höfð. Smiðastofan, þótt litil sé og ófullkomin, er mikið notuð, og þar er mikið gert af litlum efnum.” Næst göngum við inn i herbergi þeirra, sem þarna búa. Þarna er ýmist einbýli eða tvíbýli. Her- bergin eru eins og hver krakki vill hafa þau. I dagstofunni Þá litum við inn i dagstofu, þar sem verið er að kenna litilli stúlku að tala. „Þessi korrt nokkuð seint til okkar,” segir Sverrir”, en hún hefur tekið mjög miklum fram- förum. Það kemur að þvi, að hún út- skrifast. Það er að þvi leyti öðruvisi að fást við börn en fullorðna, að þeir geta náð sinu andlega jafnvægi aftur og stuðzt við jákvæða lifs- reynslu/ þeir hafa þroskaðri persónuleika en börnin. Hjá börnunum hefur, i sumum tilefllum,sálarþroskinn og mótun skapgerðarinnar stoðvast á unga aldri, og slik reynsla e.t.v. ekki til, þannig er þvi stundum litið til að styðjast við. Það þarf að byggja persónuleikann upp frá grunni. Oft er þröng á þingi þegar starfsfólkið kemur sarnan á vaktaskiptum á vaktherberginu. Þarna er upplýsingum og skilaboðum komið áfram til næstu vaktar. Geta staöiö á eigin fótum 1 hverjum árgangi eru eitt til tvö börn. sem eru alvarlega geð- veik, og við vitum af 20-30 börn- um, sem þyrftu 2-3 ára stöðuga meðferð hér. Sum þessara barna geta að þvi loknu staðið á eigin fótum, án stuðnings. önnur þyrftu að, einhverju leyti að dvelja á meðferðarheimilum og siðasti hópurinn þyrfti lang- dvalar með, jafnvel á geðsjúkra- húsum.. Við spurðum Sverri: Hvað tekur við hjá þessum börnum, þegar þau eru orðin of gömul til þess að vera hér?” „Það er mjög erfitt að hafa börn hér sem eru orðin of gömul. Allir vita að það er raunverulegt kynslóðabil milli barna á aldrin- um 10-12 ára og þeirra, sem eru orðnir 16-17 ára. Það eru ekki nema tveir staðir á landinu, sem geta tekið við þessum unglingum: Klepps- spitalinn og geðdeild Borgar spitalans. Það vantar tilfinnanlega ung- lingageðdeiíd.” Starfsfólkið hér eru auk lækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar, fóstrur og meðferðarfulltrúar. Smiöastofan er litil og þröng, en þar er margt unnið og hún stendur sjaldan ónotuð. er mjög nauðsynlegt að bæta úr vistunarþörf barna. sem eru al- varlega geðveik. og einnig að koma á fót unglingageðdeild. Við höfum á að skipa þjálfuðu starfsfólki, sem gæti komið á laggirnar slikum deildum. en húsnæði vantar og fjárveitingu.” —EB Batalíkurnar nteiri því fyrr sem leit- að er hjálpar Um þessar mundir eru liðin fimm ár frá þvi að Barnageðdeild Hringsins við Dalbraut tók til starfa. Vegna þess boðaði starfsfólk deildarinnar til blaðamannafundar til þess að kynna starf- semina, vöxt hennar og hvers helzt er vant. Páll Ásgeirsson yfir- læknir sagði, að sem bet- ur fer væri enginn biðlisti fyrir fólk sem kemur meö l)örn sin i fyrsta viðtal. Venjulega nægir að koma I viðtöl 2—3 sinnum, og þá liggur nokkuð ljóst fyrir hvert vandamáiið er. Þá er hægt að segja til um hvert framhaldið verður. t viðtölum þessum taka þátt auk barna eða aðstandenda þeirra, læknir og sálfræðingur, eða félagsráðgjafi. Þörfin brýn Páll sagði einnig að þörfin fyrir barnageð- deild hefði verið orðin mjög brýn hér á landi. Það má m.a. marka af þvi að sinnt hefur verið u.þ.b. 1000 fjölskyldum á þessum fimm árum. Kannanir hafa leitt I ljós að tæplega 20% barna hafa þörf fyrir einhverja þjónustu af þessu tagi, eða annarri sálfræðilegri meðferð eða aðstoð. Sé litið til þess að til jafnaðar eru milli 4 og 5 þúsund börn i hverjum árgangi. er ljóst að aðeins litlum hluta vandamál- anna hefur verið sinnt hér. Þó skal það tekið fram að ýmsir aðrir en barna- geðdeildin annast aðstoð vegna geðrænna vanda- mála. Um 40% þeirra barna sem hingað koma hafa meðferðis tilvisun frá lækni, en það færist þó óð- um i vöxt að okkar eigin skjólstæðingar benda vin- um og kunningjum á starfsemina hér, og lætur nærri að 40% komi hingað án milligöngu lækna eða annarra aðila. Koma of seint. Þá sagði Páll að allt of algengt væri að fólk drægi það úr hömlu að koma með börn sin til rann- sóknar. Foreldrum hættir kannski til þess að álita börn sin of heilbrigð til þess aö þurfa leita lið- sinnis i þessum skilningi. Batalikurnar eru þó meiri þvi fyrr sem leitað er hjálpar, vegna þess að fleiri heilbrigðir þættir fyrirfinnast i skapgerð barnsins þvi fyrr sem komið er. Ari fyrr en ella getur skipt sköpum fyrir alla framtið barnsins. Nokkru má valda, að sumir sjúklingar barna- geðlækna eru vangefnir að fólk kemur ekki fyrr en um siðir, en á það ber að lita, að mikill meirihluti sjúklinga þeirra eru venjuleg börn, óþekkjan- leg frá öðrum . Þau hafa valizt vegna þess aö foreldrarnir hafa gert sér ljóst að hjálpar var þörf. Starfsemin sjálf. Göngudeildin er mið- punktur starfseminnar, en þar starfa 4 læknar, 3 félagsráðgjafar og 3 sál- íræðingar. A deildina koma til rannsóknar og meðferðar hverskonar geðræn vandamál barna á öllu landinu. Starfsemin nær þó langt út fyrir veggi stofn- Sverrir Bjarnason, deildar- læknir, leiddi blaðamann um hús- næðið og skýrði starfið. Á meðan gafst gott tækifæri að spjalla við Sverri. Hann sagði, að i upphafi hefði þetta húsnæði ekki verið ætlað til þeirrar starfsemi, sem nú er þar rekin. Þetta átti að verða dag- vistunarstofnun, en var breytt og innréttað að þörfum þessarar starfsemi, eftir þvi sem mögulegt hefur verið. Dagdeildin Fyrst lögðum við leið okkar á dagdeildina, en gefum Sverri orðið: „Hér er eldhúsið eins kon- ar miðpunktur hins daglega lifs. Við fáum þó allan mat sendan úr dagheimilinu i hinum enda húss- ins. Veggirnir á Dal- brautinni eru prýddir myndum eftir börnin. Dagur á barnageédeild Hvernig gengur hið daglega lif hér? Sverrir: „Hér eins og annars staðar mótast það af samskiptum við hina. Starfsfólkið er með börnunum allan daginn. Sum ganga héðan i skóla, en eiga sitt heimili hér. Þau bjóða hingað til sin kunningjum úr skólanum til þess að leika sér. Það hefur undan- tekningarlaust gengið vel. Skólayfirvöid hafa reynzt mjög samvinnulipur og látið i té sér- kennslu, hafi hennar verið óskað. Þau, sem ekki ganga i skóla, fá kennslu hér. en þvi miður er ekki búið eins vel að þeim þætti starfs- ins eins og við helzt kysum. Við kennsluna hér eru notuð — auk hefðbundinnar kennslu — smáatriði úr daglega lifinu, auk leikja til þess að auðvelda börn- unum samskipti við annað fólk. Kennslan hér er ekki aðeins það að reikna og lesa og skrifa. Við ætlum okkur að koma þess- um börnum héðan. en til þess að það sé unnt, þarf að leiðbeina þeim þannig að þau verði gjald- geng lyrir utan og lendi ekki i Sverrir Bjarnason er deildarlæknir á legudeild Barnageðdeildarinnar. „Við reynum að búa börnunum vistlegt heimili og forðumst stofnana- stimpilinn eftir megm.” árekstrum við umhverfið. Böfnin leika sér mikið hér úti á tunblettinum umhverfis húsið. Þar blandast þau i hóp barna úr nágrenninu og þann tima sem ég hef unnið hér hef ég ekki orðið var við eitt einasta tilfelli að þau lendi i árekstrum við þá krakka. ekki meira en gerist og gengur meðal barna almennt. Góðir grannar Við eigum mjög góða nágranna og þeir hafa tekið okkur vel. Við búum hér i Laugardalnum itærsta opna svæðinu i Reykja- vik. Það hefur reynzt okkur irjúgt til gönguferða og skoðun- arferða.” Að lokum sagði sverrir: ..Það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.