Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 5
blaöfö* Þriðjudagur 23. marz 1976 „Og nú eru þeir líka að taka af okkur dagblöðin, blessaðir” Rætt við þrjá vistmenn á Hrafnistu „Ef ég hef ekkert annað aö gera. þá tek ég skorpu i frimerkjasafninu minu, en ég er búinn aö safna fri- merkjum i mörg ár”. óskar Árnason i herbergi sinu. Félagsleg aðstaöa aldraöra hefur tekiö mjög mikium breytingum á siðustu áratugum. Þaö er ekki ýkja langt sföan afar og ömmur, foreldrar og börn bjuggu öil saman á einu heimili. Haföi gamla fólk- iö þá gjarnan þaö starf með höndum aö gæta bús og barna, og gera eitt og annað sem til féli, meöan foreldrarnir unnu úti. Aö visu þekkist þetta fyrirkomulag sumsstaöar ennþá, og þá eink- um til sveita, en þeim heimilum fer sifeiit fækkandi þar sem stór- fjölskyldan býr saman I sátt og samlyndi og gamla fólkiö getur nýtt starfsorku sina til fulls. Nú iiggur leiö þeirra, sem orönir eru of aldraöir eða lasburða til að teljast gjaldgengir á hinum almenna vinnumarkaði, á elliheimili og aörar svipaðar stofnanir sem finna má i okkar ágæta nútima- þjóöféiagi. Viö brugðum okkur i stutta heimsókn upp á Hrafnistu og ræddum þar viö nokkra vistmenn um lif og starf þeirra sem þar dvelja. „Þaö er nauösynlegt að hafa eitthvaö til aödútia viö” segir ólafur Arnason. Viö gátum talið Guönýju á aö hafa tvo af púöunum sfnum meö á myndinni, og eins og sjá má eru þeir býsna fallegir. dvalarkostnaðinn hérna, og ef þau duga ekki þá verður maður að borga afganginn úr eigin vasa. Flestir fá einhverja vasapen- inga frá Tryggingastofnuninni en ég er svo lánsamur að ég hef ; ekki þurft á þvi að halda ennþá, þvi ég tók engin ellilaun út fyrstu átta árin sem ég átti rétt á þeim.” „Ferðu oft i heimsóknir eða bæjarferðir?” „Uppeldisdóttir min er búsett i Hafnarfirði og hún sækir mig oft um helgar. Ég kemst lika allra minna ferða með strætis- vögnum og skrepp oft i bæinn, ef mig vanhagar um eitthvað. Þau átta ár sem ég hef verið hérna hef ég alltaf farið i langa gönguferð á hverjum degi, þegar vel hefur viðrað.” „Er það eitthvað sem þér finnst vera ábótavant hérna, Ólafur, eða ertu ánægður með hlutina eins og þeir eru?” „Nei, ekki læknisþjónustuna. Hún mætti vera miklu meiri og betri. Þegar ég kom hingað voru hér tveir starfandi læknar, hálfan daginn hvor. Nú er það bara sjúkradeildin sem hefur fastan lækni, en við hin getum ekki hitt lækni nema 2-3svar i viku. Þar sem allur þorri fólks hér þarf á einhverskonar læknis- hjálp að halda, getur þetta verið mjög bagalegt. Ég skal bara nefna ykkur eitt dæmi: Ekki alls fyrir löngu lagðist ég i inflú- ensu og var heldur illa haldinn. Eg þurfti að fá lyf til að ná þessu úr mér, en það leið hálfur mán- uður, áður en ég gat fengið lækni til að lita á mig. Þetta mætti vera betra, en að öðru leyti likar mér vel hérna.” E11 i la u ni n hr ökkva skammt Siðastur varð á vegi okkar Óskar Arnason. „Hvað ertu búinn að vera lengi á Hrafnistu, Óskar? „Ég er búinn að vera hérna siðan 1973. Ég byrjaði á sjónum 16 ára og var þar allar götur til 1960. Þá veiktist ég af astma og varð að hætta sjómennskunni og svo endaði ég hér.” Við hvað styttið þið ykkur helzt stundir á daginn? Það er mikið spilað og svo situr fólk og spjallar og svo lesum við auðvitað dagblöðin, en það er nú verið að fækka þeim við okkur eins og þú eflaust veizt.” „Hvernig er með peningaráð hjá ykkur. Virðist þér að það hafi allir nóg fyrir sig? Ellilaunin sjáum við nú ekki. Þau fara eins og þau leggja sig upp i dvalarkostnað. Ég er i lifeyrissjóði verkamanna og fæ peninga þar á þriggja mánaða fresti, en það þýðir að ég fæ enga vasapeninga hjá Trygg- ingarstofnuninni.En ég held að fólk megi yfirleitt ekki verða fyrir neinum óvæntum út- gjöldum ef það á að ná endum saman.” „Heldurðu að það leiðist engum hérna — að það séu allir jafn ánægðir?” „Það er þá helzt fólkið á sjúkradeildinni sem verður að vera án félagsskapar, þvi það kemst ekki fram á gang óstutt. Svo eru það lika þeir sem heyra ílla og geta ekki fylgzt með samræðum, þeir verða lika útundan. En það er nú alltaf verið að reyna að hjálpa þessu fólki. Til dæmis er Borgarbókasafnið farið að lána út kasettur fyrir þá sem sjá ekki lengur á bók, og það er mikill munur fyrir þetta fólk.” „Hvað gerir þú sjálfur þér helzt til afþreyingar á kvöldin til dæmfe? Ég hlusta mikið á útvarp og horfi á sjónvarp. Eins og þú sérð. þá er ég með sjónvarpstæki hérna i her- berginu hjá mér og það hafa margir eigið tæki. Við þurfum ekki að borga nein afnotagjöld, svo þetta er enginn kostnaður fyrir okkur. Ég les lika töluvert og það er ágætt bókasafn hérna niðri, og auk þess kemur bókabillinn alltaf einu sinni i viku, svo af nógu er að taka.” Að þessum orðum sögðum, þökkum við þessu ágæta fólki fyrir spjallið, kveðjum það og yfirgefum Hrafnistu. JSS Hér þarf enginn að láta sér leiðast Fyrsta hittum við að máli Guðnýju Stefánsdóttur og spurðum við hana hvernig henni likaði vistin. „Mér likar hún ágætlega og ég get ekki munað eftir neinu sem betur mætti fara, segir Guðný. Ég er nú bráðum búin að vera hérna i 5 ár og mér hefur liðið alveg ljómandi vel.” „Hvað hefurðu helst fyrir stafni á daginn?” „Ég hef unnið mikið i hönd- unum siðan ég kom hingað. Það styttir manni stundir og ég er lika óvön að vera iðjulaus. Ég fer mikið niður i föndurstofu, sem er hér i kjallaranum og þar getum við fengið munstur og garn að vild. Fjölskylda min er nú orðin stór, en fram til þessa hef ég ekki gefið aðrar gjafir en þær sem ég hef sjálf búið til.” „Færðu margar hiemsóknir ættingja og vina, Guðný?” „Ég á þrjár dætur sem giftar eru i Reykjavik og þær koma mjög oft að heimsækja mig og taka mig lika heim með sér um helgar. Eins lita kunningjarnir inn til min af og til. Annars er gert töluvert fyrir fólkið hérna. Vistheimilið býður okkur alltaf i ferðalag á hverju sumri og er það okkur til mik- illar ánægju. Kiwanisklúbb- urinn Hekla hefur lika gengizt fyrir skemmtunum hérna og svo er Vistheimilið með samkomur á hverju fimmtudagskvöldi, svo hér þarf enginn að láta sér leiðast. Læknisþ jónustan m'jög ófullnægjandi Næst knúðum við dyra hjá Ólafi Árnasyni. Hann var önnum kafinn við að hnýta öngla á linu, og sagðist ckki mega vera að taia við okkur nema örstutta stund, þvi hann þyrfti að skila af sér dagsverk- inu fyrir kl. 5. „Ég fæ 306 krónur fyrir hverja þúsund öngla sem ég hnýti. Það eru svo sem engin ósköp, en það munar samt um það. Ellilaunin fara öll upp i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.