Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 16
Nýorðnar og væntanlegar hækkanir raktar ÞRIÐJUDAGUR 23.MARZ 197( Verðhækkanir dynja yfir Þa& hefur vist ekki farið fram hjá neinum að vöruverðs- og þjónustuverðshækkanir hafa dunið yfir almenning undanfarna daga. Alþýðublaðið rekur nú nýafstaðnar hækkanir, og þær sem væntanlega eru ekki langt undan. Hárskerar, efnalaugar og kex Hárskerar fengu á dögunum 5% hækkun. Það þýðir það að al- menn klipping kostar nú 480 kr. i staö 460 áður. Herraklipping, eða svokölluð snöggklipping, kostar nú 385 kry365 kr. fyrir hækk- un. Þá kostar formkiipping 610 krónur. Gjaldskrá efnalauga hækkaði um 14%. Hraðhreinsun á 1 kg af fatnaði kostar nú 285 krónur, áður 250 kr. Hreinsun á jakka og buxum kostar nú krónur 610, áður 535 kr. Þá hækkar innlent kex um 6%. Sjónvarp og útvarp Afnotagjöld sjónvarps og hljóðvarps hækka um 30%. Að sögn Axels Olafssonar innheimtustjóra rikisútvarpsins, verður heils árs gjald af hljóövarpi nú 5000 krónur, en var áður 3800 krónur. Svokallað sjónvarpsgjaid, sem innifelur bæði hljóðvarp og sjónvarp verður nú 16000 á ári, en var 12200 krónur. Það er þvi orðinn dýr munaður að hlusta á hljóövarp og horfa á sjónvarp þessa dagana. Hvorki meira né minna en 16 þúsund krónur, eöa tæpar 44 krónur á dag. Áfengi og tóbak Hækkun á áfengi er gegnumgangandi 15%. A sumum tegund- um meiri, öörum minni. Tóbak hækkar allt um 15%. Verð á helztu vintegundum er samkvæmt eftirfarandi. (Fyrra verð i sviga). Verðið er miðað við 3ja peia flöskur. Vodka (pólskt) 3550 kr. (3060). Brennivin 2600 kr. (2170 kr.) Romm (Baccardi) 4000 kr. (3590 kr.) Genever (pottflaska) 4000 kr. (3450 kr.) Whisky 3800 kr. (3400 kr.) Rauðvin (meðaiverð) 1750 kr. (1640 kr.) Hvitvin (meðalverð) 1600 kr. (1590 kr.) Koniak (Camus) 4150 kr. (3580 kr.) , Verð á tóbaki: Allflestar algengustu sigarettutegundirnar fara úr krónum 190 i 220 krónur pakkinn. Neftóbaksdósin 50 gr kostar nú 115 krónur.Pakkinn af skroinu er nú á 230 krónur. Algengustu tegundir reyktóbaks kosta nú 185 krónur, hver pakki. Vindla- pakkinn svo sem London Docks hækkar úr 290 krónum i rúmar 330 krónur. Þessar stóru syndir, þ.e. að lyfta vinglasi og soga að sér ban- eitraðan tóbaksreykinn eru þvi ekki aðeins dýrar heilsunni, heldur jafnvel fyrst og fremst, pyngjunni. Fannst þó flestum nóg um, fyrir hækkunina. Almenningsvagnar Landleiðirhækkuðu gjaldið á ferðum sinum milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavikur um 14% i siðustu viku. í lausagjaldi kostar nú ferðin milli Hfj. og Rvikur 95 krónur. (áður 80kr.) Rvik. —Garðabær 70 kr. (65 áður), Rvik. — Kóp. 45 kr. (36 kr.), Kóp. — Garðab. 35 kr. (30 kr.), Kóp. — Hfj. 50 kr. (45 kr.), Garðab. — Hfj. og innanbæjar i Hafnarfirði kostar 35 krón- ur (áður 30 kr.). Fyrrnefndar tölur miðast við fullorðinsgjöld. Þá eru afsláttarkort til sölu. Til að mynda kostar 25 ferða af- sláttarkort nú 1800 krónur (1600 áður) og samsvarar það að hver ferð milli Hfj. og Rvikur sé á 72krónur. Strætisvagnar Reykjavikur hafa farið fram á 35% hækkun fargjalda. Borgarstjórn Rvikur samþykkti á fundi sinum á sl. fimmtudag að heimila þessa hækkun frá og meðl. april nk. Verðlagsstjóri á þó eftir að leggja sina blessun yfir þessi hækkunaráform. Landbúnaðarafurðir Að sögn Gunnars Guðbjartssonar formanns framleiðsluráös landbúnaðarins i gær hefur 6 manna nefnd verðlagsráðs land- búnaðarins lokið störfum sinum og reiknað út verð landbúnaðar- afurða. Hefðu niðurstöður nefndarinnar veriö sendar rikisstjórninni sem tæki ákvörðun um niðurgreiðslur. Taldi Gunnar á þvi mögu- leika að yfirlýsingar um endanlegt verð, yrði að vænta frá rikis- stjórninni i dag. Búvörugrundvöilurinn mun hækka um 8,5%. Samkvæmt fjár- lögum er gert ráð fyrir þvi að niðurgreiðslur af landbúnaðaraf- urðum lækki um 11%. Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur hækkar um 27%. Mun vatns- verðnú verða 50 krónur á hvert tonn, en var 39,36 kr. fyrir hækk- un. —GÁS Hitaveitan 27% hækkun hjá Hita- veitunni — en samt ekki nóg Þrátt fyrir 27% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar í Reykjavík, verður mun minna um framkvæmdir á vegum veitunnar en fram- kvæmdaáætlun frá í október gerð ráð fyrir. Þessar upplýsingar fékk blaðið hja Jóhannesi Zoega hitaveitustjóra. Sagði hann að farið hefði verið f ram á 32% hækkun til þess að unnt yrði að sinna fyrir- huguðuum fram- kvæmdum. Ekki yrði unnt að halda áfram fram- kvæmdum við dreifilagnir i Hafnarfirði og Garðabæ eins og til hefði staðið. Reyndar myndi hálfklár- uðum verkefnum verða lokið, en fleiri verk yrðu ekki boðin út í bili. Sömu sögu væri að segja um Breiðholt 3 og Vestur- bæinn. Þar yrði fram- kvæmdum frestað af f jár- magnsleysi. —gas Hann er ihugull og rólegur, þegar hann litur yfir salinn i Fiskiðjunni i Vestmannaeyjum með stálið i vinstri hendi og flatningshnifinn i þeirri hægri. — Þær eru.að gegnumlýsa flökin konurnar og i baksýn eru myndskreytingarnar, sem lifga mjög upp á salinn. Óg þrifnaðurinn er eins og á skurðstofu. —■ Ljósm. Guðmundur Sigfússon. ; > ÍgÉPf Með stálið í vinstri... Afsláttarmiðar SVR upp- seldir í hamsturtíðinni Almenningur i Reykja- vík hefur heldur betur tekið við sér eftir síðustu hækkanir. Er af því fréttist að til stæði að hækka fargjaldið hjá SVR hefur ásóknin í afsláttarmiða SVR orðið slík að miðarnir eru nú þegar orðnir uppseldir. Sagði Skúli Halldórsson hjá SVR að um leið og blöðin hefðu birt um það fréttir að fram- undan væri 35% fargjalda- hækkun þá hefði hafizt alveg geysilegt hamstur á miðunum. Hefði mánaðarupplag rokið út á einum degi og væru afsláttar- miðarnir uppseldir, eða svo gott sem. Myndu ekki nýir afsláttar- miðar settir i umferð fyrr en hið nýja verð yrði komið. Það er þvi augljóst að fáir for- sjálir hafa sparað sér umtals- verðar fjá^rhæðir með þessu hamstri sínu, en meginþorri fólks klórar sig i handabökin fyrir ónotað tækifæri. —GAS alþýðu blaðiö LESIÐ: I „Alþýðumann- inum” á Akureyri, að frá þvi loðnuvertið hófst i vetur hafi 12.700 tonn af loðnu borizt til Siglufjarðar. Þá var b/v Sigurðuraflahæsta löndunarskipið á Siglufirði, búið að landa 2500 tonnum. HEYRT: Að nú sé unnið að nýrri markaðsleit og auknu sölustarfi á niðursoðnum og niðurlögðum afurðum i Bandarikjunum á vegum Sölustofnunar lagmetis. SPURT: Vegna nýyrðisins „lagmeti” hvort ekki sé þá rétt að kalla fljótandi fæðu einu nafni „lapmeti”? LESIÐ: t færeyska blaðinu „Sosialurinn”, að Fær- eyingar hafi fengið nýtt skip til landhelgisgæzlu.. Skipið á jafnframt að ann- ast landhelgisgæzlu við Grænland. Það hefur hlotið nafnið „Beskyttercn”. Skipið hefur isbrjótsstefni, er isstyrkt og hefur ishnifa við skrúfur. Það getur tekið á sig 200 lestir af isingu, hefur 3 aflvélar og gengur 18 milur. LESIÐ: t sama blaði, að i s.l. mánuði fóru fram i Þórshöfn i Færeyjum réttarhöld yfir manni, sem farið hafði um borð i danskt varðskip i höfninni og stolið 5 vélbyssum. Fyrir rétt- inum sagðist hinn ákærði ekkert muna eftir þvi, að hann hefði farið um borð i skipið, en játaði þó, að það hlyti hann að hafa gert, þvi að byssurnar fann hann heiiha hjá sér næsta morgun. Hann vardæmdur i 40 daga varðhald, ekki fyrir þjófnað heldur fyrir „hervirki”. Ætlun hans var að afvopna danska flotann, að hans sögn. HEYRT: Að það, serr vakað hafi fyrir ólafi Jc hannessynimeð opnu bréf unum til Þorsteins Páls sonar hafi verið að endur taka fræga grein, sem Jónas frá Hriflu skrifaði þegar honum þótti að séi vegið. Greinin hét „Stón bomban”. Hugmyndin ei góð —engallinner bara sá að þessar bombur eru sv< vangæfar með það, að þæi vilja ekki springa nemt það sé eitthvert púður þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.