Alþýðublaðið - 23.03.1976, Side 4

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Side 4
4 VmHORF Þriðjudagur 23. marz 1976 {JlaSfd1' GREINARGERD ARKITEKTAFÉLAGSINS UM ÍTAKSMÁLIÐ: fTAK ER ÖÞARFUR MILLILIDUR OC f EDLI SfNU VERZLUHARFVRIRTÆKI Hér fer á eftir greinargerð frá stjórn Arkitektafélags tslands varðandi samninga um hönnun Seljaskóla. Greinargerðin er birt óstytt, en allar millifyrirsagnir erú á ábyrgð blaðsins, svo og fyrir- sögn: t framhaldi af álýktun félags- fundar Arkitektafélags tslands frá 9. marz s.l. sem send var dagblöðum borgarinnar til birtingar, þykir rétt að gera nokkuð nánari grein fyrir af- stöðu félagsins og þeim forsend- um, sem fyrir þessari samþykkt eru. Fyrirtæki að nafni ítak h.f. hafa nú um hálfsannars árs skeið staðið i samningum við fyrirtæki að nafni ttak h.f., um hönnun Seljaskóla i Breiðholts- hverfi og jafnframt hefur fyrir- tækinu verið falin frumvinna verksins án þess að um það væri gerður sérstakur samningur. Fyrirtækið ttak h.f., er stofnað i nóvembermánuði 1974, að þvi er virðist til þess að taka að sér þetta verkefni fyrir Reykjavikurborg. Enginn stofn- enda þess eða fyrirsvarsmanna hafði þá menntun eða réttindi á nokkru sviði, sem skilyrðislaust er krafizt hér á landi af þeim aðilum, sem standa fyrir hönn- un mannvirkja, stórra sem smárra. Stofnendur fyrirtækisins eru 5 talsins : Jens Óli Eysteinsson, garð- prófastur Már Gunnarsson, lögfræðingur Gestur Þorgeirsson, læknir Tómas Asgeir Einarsson, tann- læknanemi Elisabet Benediktsdóttir, frú. Samanlagt hlutafé er 200.000.- kr. Ábyrgð gagnvart yfirvöldum og byggjanda Starfsemi fyrirtækisins er með öllu óhugsandi án þess að það hafi i þjónustu sinni fag- menntaða starfsmenn, sem hver á sinu sviði bera persónu- lega fagábyrgð gagnvart bygg- ingaryfirvöldum og byggjanda. Um þá ábyrgð er ekki hægt að stofna hlutafélag „áhuga- manna” en i byggingarsam- þykkt Reykjavikur segir m.a. (11. gr.): ,,Sá, sem uppdrátt gerir, skal undirrita hann með eigin hendi,og ber hann ábyrgð á, að uppdrátturinn sé réttur og gerður skv. gildandi lögum og reglum og brjóti ekki i bág við rétt annarra.” Mátti þvi frá upphafi vera ljóst, að hluta- félagið Itak var að þessu máli alls óþarfur milliliður, sem ekki gat boðið þær ábyrgðir, sem lög kveða á um að fylgja skuli ráð- gjafastarfsemi á þessu sviði. ítak óþarfur milliliður. Stjórn A.l. og ýmsir félagar hafa haldið uppi fyrirspurnum um þetta mál hjá réttum yfir- völdum nú um nokkurt skeið. Engin rök hafa þar komið fram, sem gætu gefið svo mikið sem grun um að þessi nýstárlegu vinnubrögð opnuðu nokkra leifj, sem ekki væri jafn vel eða betur fær með milliliðalausu sam- komulagi aðila, né að Reykja- vikurbcrg hafi nokkurn sýni- legan hagnað af þessu ráðslagi. Helzt hefur mátt skilja, að með samningi við fyrirtækið vilji borgin tryggja sig gegn sviksemi og/eða vanhæfni hönnuða svo og fyrirhugað sé að bjóða byggingu skólans út mið- að við tvær mismunandi byggingaraðferðir. Um fyrra atriðið Um fyrra atriðið er það að segja, að eins og bent hefur ver- ið á hér að framan, þá eru ábyrgðir hönnuða persónu- legar, og þvi mun borgin þurfa að semja við þá hvern og einn um þeirra þátt i verkefninu, verkframlag þeirra og hönnunartima, aldeilis án tillits til samningagerðar við Itak h.f. Hugsanleg ábyrgðartrygging sem tryggja ætti borgina fjár- hagslega gegn öllum i bygging um, sem stafa af rangri hönnun, hlýtur einnig, eðli málsins sam- kvæmt, að bindast viðurkenn- ingu tryggingarsala á reynslu þess starfsmanns, sem áritar teikningar og ber ábyrgð á þeim. Um síðara atriðið Um siðara atriðið, útboð miðað við mismunandi bygg- ingaraðferðir, ætti einnig að vera óþarfi að fjölyrða. Það hefur allt til þessa dags þótt sjálfsagt að engan millilið þyrfti sérstaklega i slikum til- vikum, og svo mun vera enn. A einum stað segir i röksemdar- færslunni fyrir ágæti Itaks- samninganna, að „ýmsir hafi haldið þvi fram, að hús byggð úr einingum væri 20—30% ódýrari”. Er sannarlega ekki nema eðlilegt að sú hugmynd freisti þeirra sem falið er að gera mikil verk af litlum efnum. En sá er hængur á, að „ýms- ir” eru i þessu dæmi sölumenn Itaks h.f., og tölurnar fengnar úr kostnaðarágizkun, sem þeir hafa lagt fram án nokkurra skuldbindinga, áður en raun- veruleg hönnun bygginganna er hafin og jafnvel áður en fyrir liggur hvar þær eiga að standa. Enda mun það svo, að þeir sérfræðingar borgarinnar, sem um byggingarmál fjalla, hafa ekki tekið þessa áætlun ýkja hátiðlega. Reykjavíkurborg starfrækir byggingardeild. En eins og kunnugt er starf- rækir Reykjavikurborg byggingardeild, sem hefir eftir- lit með framkvæmd verk- samninga og framkvæmdum al- mennt, sömuleiðis hefur deildin eftirlit með undirbúningi út- boða. Við skrifstofu fræðslustjóra hefur nú einnig verið ráðinn reyndur verkfræðingur til að annast verksamninga við hönn- uði og til að undirbúa og sam- ræma hönnun skólabygginga. Sé hinsvegarfyrirtækinu ttaki h.f., ætlað einhverskonar eftir- litshlutverk með hönnunar- starfinu fyrir hönd byggjanda, eins og einnig hefir flogið fyrir, þá hljótum við að benda á að við blasir öllu háskalegri mynd. Þarf raunar ekki auðugt imyndunarafl til að sjá fyrir hvert stefnir, ef farin er sú braut að fela fjármálafyrirtækj- um eftirlit með eigin gerðum fyrir hönd opinberra aðila. Gengiö á svig við meginsjónarmið Viðvaranir og athugasemdir A.l. beinast fyrst og fremst gegn þvi, að teknir skuli upp samningar um hönnum bygg- inga á vegum opinberra aðila við fyrirtæki á borð við ttak h.f., sem ekki eru undir stjórn né i eigu fagmanna á þvi sviði. Með þessu er gengið á svig við það meginsjónarmið, sem hingað til hefur verið haft i heiðri þegar til samstarfs er stofnað rniiii byggjanda og hönnuðar, að hönnuður tekur að sér persónu- lega ráðgjöf á sinu fagsviði, og að ráðgjafastörfin byggist á gagnkvæmu trúnaðartrausti milli ráðgjafa og þess aðila, sem ráðgjafastörf eru unnin fyrir. Með þvi að troða þá braut, sem nú virðist mörkuð, setur byggjandinn það milliliðum eða tillviljunum á vald hvaða ein- staklingum er falin forsjá hinn- ar raunverulegu fagvinnu, eða jafnvel hvort nokkur hæfur hönnuður fylgir verki frá upp- hafi til loka. Séð undir þessu horni er milli- liðurinn ekki aðeins nauðsynja- laus byrði, heldur báðum aðil- um, byggjanda og hönnuði til beinnar óþurftar. Hluthöfum skyndilega fjölgað Nú hefur það gerzt siðan A.t. tók þetta mál til opinberrar um- ræðu, að hluthöfum fyrirtækis- ins sem um er rætt hefur skyndilega fjölgað um helming. 1 tilkynningu framkvæmdar- stjórans fylgir kynning og af- rekaskrá hinna nýtilkomnu, ásamt sérstakri yfirlýsingu (að gefnu tilefni) um að hans fyrir- tæki sé sko arkitekta-og verk- fræðingafyrirtæki. Nú dylst að sjálfsögðu engum hvaða leik er verið að leika né að einn arkitekt og tveir verk- fræðingar eru orðnir aðilar að fyrirtækinu, a.m.k. að nafninu til. Hitt dylst heldur engum að það Itak, sem Reykjavikurborg hóf samninga við fyrir einu og hálfu ári var ekki arkitekta-og verkfræðifyrirtæki, þannig að „Nýtt Itak” er greinilega til orðið. Er nú enn eftir að sjá hvort borgaryfirvöld telja sig geta hlaupið svo eftir hverful- leik heimsins og flutt skuld- bindingar sinar átakalaust frá Itaki til Itaks. Verzlunarfyrirtæki i eöli sínu. Og einmitt þessi auðvelda metamorfósa ttakanna skýrir i myndum það, sem við höfum reynt að gera skiijanlegt með orðum: Hvað sem liður yfir- lýsingum og nafnagiftum, þá starfa svona itök ekki á sama hátt og arkitekta- og verkfræði- fyrirtæki né lúta þau sömu lög- málum. Þau eru verzlunarfyrir- tæki i eðli sinu og hlita fyrst og siðast lögum kaupmennsku. 1 dag hentar þeim að selja „arkitektúr”, á morgun verða það kannski fiskinet, kannski is- skapar, allt eftir þvi hvar fé hluthafanna vinnur þeim bezt. Og þegar svo er komið, að þeir sem itökin eiga, telja ekki lengurhagkvæmt að verzla með hönnun, þá spyr enginn um það hverjir séu hagsmunir Reykja vikurborgar eða annarra við- semjenda. Það er nefnilega svo skelfing auðvelt að stofna til nýrra itaka eða breyta gömlum, ef skuldbindingar fara að verða til byrði. Fræðsluyfirvöld Reykjavikur Vönduð karlmannaföt nýkomin tækifæriskaup, kr. 10.975.00. Flauelsbux- urnar eftirspurðu nýkomnar, verð kr. 2060.00. Glæsilegar skiðaúlpur nýkomnar kr. 5000.00. Terylenebútar kr. 670.00 i bux- urnar (1.30 m). Sokkar kr. 130.00, tery- lenebuxur og fleira ódýrt. Opið föstudag til kl. 7 og laugardag til kl. 12. Andrés, Skólavörðustíg 22 Aðalfundur Kaupfélags Hafnfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 30. marz n.k. kl. 20.30, i fund- arsal félagsins, Strandgötu 28. Dagskrá: Samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga. Akranes Hafnarvörður Starf hafnarvarðar við Akraneshöfn er laust til umsóknar. Laun og kjör samkvæmt samningi S.T.A.K. og Akraneskaupstaðar. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 5. april næstkomandi. Hafnarstjórinn á Akranesi. sssr.,.*.«

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.