Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3 bla^fð ‘ Þriðjudagur 23. marz 1976 tCZUN SKODAR ÞÝZKA HRAfiBÁTA Ólafur óskar eftir svari fró Washington þegar í — í dag var ritað bréf til ut- anrikisráðuneytisins þar sem það var beðið um að grennsl- ast fyrir um það hjá yfirvöld- um í Bandarikjunum hvort möguleiki væri á að fá þessa hraðbáta sem við höfum beðið um. Ef svar berst ekki strax iit ég svo á að það þýði synjun á okkar málaleitan. Á þessa leið mæltist Ólafi Jóhannessyni dómsmálaráð- herra þegar Aiþýðublaðið hafði samband við hann sið- degis i gær. Málefni Land- helgisgæziunnar er i brenni- dcpli um þessar mundir. Eig- inkonur varðskipsmanna hafa krafið dómsmálaráðherra svara oim hvort skiptiáhafnir verði á varðskipunum fram- vegis eða ekki. Alþýðubiaðið itrekaði þessa ispurningu við ráðherrann i stað gær. ölafur sagði að þetta mál væri i athugun. Hann var spurður hversu lengi þcssi at- hugun ætti að standa. Háð- herra sagðist ekki geta sagt um það, en þetta mál yrði leyst i samráði við Landhelg- isgæzluna. Það kom fram i viðtali við dómsmálaráðherra, að ekki væri möguleiki á að öll áhöfn varðskips gæti farið i fri i einu heldur yrðu menn i vissum sröðum að fara út með skipið með nýrri ahöfn. Þá gat ráð- herran þess einnig, aðspurð- ur, að frumvarp til eflingar Landhelgisgæzlunni kæmi fram i þessari viku. Þrátt fyr- ir fjárhagserfiðleika Gæzlunn- ar hefur hún ekki safnað van- skilaskuldum, samkvæmt þvi sem ólafur Jóhannesson upp- lýsti I samtali við blaðið.-SG. i morgun fóru fiugleiðis utan þeir Þröstur Sigtryggsson og Gunnar Ólafsson, báðir starf- andi skipherrar hjá Landhelgis- gæzlunni. Leið þeirra lá til V- Þýzkalands og erindið er að skoða hraðbáta sem fyrirtæki þar i landi hefur boðið Land- heigisgæzlunni á leigu. Þessi för var ákveðin i mjög miklum flýti í gær og það var ckki fyrr en eft- ir hádegi sem ljóst var að úr ferðinni yrði. Hraðbátar þeir sem hér um ræðir ganga 28 milur og eru að sögn kunnugra vel til þess falln- ir að gegna störfum fyrir Land- helgisgæzluna. Ekki hefur enn verið leitað til stjórnvalda i V- Þýzkalandi um leyfi til þess að leigja þessa báta hingað til lands. En ef til þess kemur að þeir verði leigðir þá verða þeir óvopnaðir og opinberlega munu þeir ekki verða á vegum þar- lendra stjórnvalda á nokkurn hátt. Bókun sex. í næsta mánuði rennur út sá frestur sem Þjóðverjar fengu með fiskveiðisamningum til að láta bókun sex við Efnahags- bandalagið koma til fram- kvæmda. Takist ekki samning- ar við Breta á næstu vikum falla allar undanþágur Þjóðverja Ur gildi og skip þeirra verða rekin Ut fyrir 200 milna mörkin. Með þessar staðreyndir i huga verð- ur að vega það og meta hvað Þjóðverjum gengur til að láta okkur i té hraðbáta til eflingar Gæzlunni, ef að verður. Samn- 'ingarnir við Þjóðverja voru harðlega gagnrýndir af mörgum á sinum tima. Duga bátarnir? Eftir skoðunarferð skipherr- anna til Þýzkalands fæst vænt- anlega Ur þvi skorið hvort um- ræddir bátar geta komið að not- um hér eða ekki. Sem fyrr segir er ganghraði þeirra 28 sjómilur, en brezku freigáturnar komast allt upp i 30 milna hraða. Hins vegar er á það að lita, að með þessum bátum verður hægt að valsa inn um togaraflotann brezka og gera þar mikinn usla án þess að freigáturnar geti að gert, þvi að undir þessum kringumstæðum skiptir lipur- leikinn öllu máli. —SG. Er loks búið að gera við Úðin? NU gera menn sér vonir um að varðskipið Óðinn geti brátt komið að fullum notum við gæzlustörf á miðunum. Skipið hefur verið eins og vængbrotinn fugl allt frá þvi að það kom Ur 16 ára flokkunarviö- gerð og gagngerum endurbótum i byrjun desember. Ekki hefur verið hægt að nýta vélarorku skipsins nema að hálfu leyti og það þvi ekki verið til stórræða i átökum við Breta. Þetta hefur orðið til þess að mun meira hefur mætt á Þór, sem er minnsta og hæggengasta varð- skipið af þeim sem unnt hefur verið að nota gegn Bretum. Óspart hefur verið látið kenna aflsmunar af hálfu freigátanna þegar Þór á i hlut og það hlýtur að vera spurning hvort það sé rétt- lætanlegt að beita skipinu svona mikið eins og það er Utleikið. Þór getur ekki fyllt skarð Óðins. Hvers vegna Hvers vegna hefur ekki verið hægt að nota óðin við gæzlu- störf? Margir hafa spurt þessarar spurningar. Alþýðu- blaðið hefur leitað eftir upp- lýsingum hjá Landhelgisgæzlunni og það oftar en einu sinni. Blaðinu hefur verið tjáð, að i ljós hafi komið slit á sérstökum bolta- festingum i vélarrúmi, hér sé um að ræða 16 ára gamlar vélar og eins og forstjóri Gæzlunnar sagði eitt sinn við undirritaðan: „Það hefur alltaf eitthvaö nýtt verið að koma i ljós.” Hér gæti þvi verið um fullkom- lega eðlilegar orsakir að ræða, ef ekki kæmi til nýafstaðin flokkunarviðgerð. „Athugaðar og endurbættar” Varðskipið Óðinn fór til endur- byggingar og flokkunarviðgerðar Ut til Danmerkur þann 30. jUli i fyrra. Skipið kom aftur heim þann 6. desember. 1 frétt frá Landhelgisgæzlunni þann dag segir m.a. svo: „Aðal- vélar skipsins hafa verið athugaðar og endurbættar eftir þörfum og sják'irkni þeirra aukin.” Auk þess er t.d. tekið fram, að fjarstýring á aðalvélum sé nU beint Ur brU og að vélarrUmi hafi verið skipt i tvennt með vatnsþéttuskiirUmi. Þáereinnig skýrt frá margháttuðum endur- bótum á skipinu og að öllu samanlýgðu ætti Óðinn nú að vera að flestu eða öllu leyti sambæri- legt skip og Ægir og Týr. Heilöarkostnaður við þessar fram kvæmdir var Um 140 milljónir króna. Viðgerð lokið? A fjórða mánuð hefur verið reynt að koma vélum Óöins i lag. Hann hefur sézt hökta með ströndum fram á annarri vélinni og sjómenn hafa haft á orði, að skipið væri sent á sjó Ut til þess aðeins að það sæist ekki við bryggju. En vafalaust hafa verið gerðar ýmsar prófanir til að reyna að komast fyrir um orsakir bilananna. Það kemur i ljós á næstu dögum hvortnUséalltkomiðilag. En þó reyndin verði sU, hlýtur Land- helgisgæzlan að verða að gefa haldbæra skýringu á hvað farið hefur Urskeiðis. Voru aðalvélar skipsins athugaðar og endur- bættar eða ekki? —SG Tékkamál fyrirtækja ekki fyrr jafn góð — kæruleysi orðið algengasta orsök gúmmítékka Að kvöldi hins 19. marz fói fram skyndikönnun innstæðu- lausra tékka á vegum Seðla- banka tsiands. Könnunin náði m.a. til innlánsstofnana i Reykjavik, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavik og Selfossi. t könnuninni komu fram alls 842 tékkar án fullnægjandi inn- stæðu, að fjárhæð samtals kr. 12,2 millj., sem reyndist vera 0,37% af veltu föstudagsins, sem nam 3.299 millj. kr. Til saman- burðar ber þess að geta, að við könnun hinn 12. desember s.l. komu fram 1328 tékkar að fjár- hæð 35,8 millj. kr„ sem ónóg innstæða var fyrir og námu þeir 1.03% af veltu dagsins. Reiknistofa bankanna vinnur nú sem næst alla tékka sem ber- ast bönkum á Reykjavikur- svæðinu og næsta nágrenni, og er fjöldi tékkareikninga, sem Reiknistofan annast vinnslu á nU um 82 þUs. Voru hreyfingar hjá henni aðfararnótt s.l. laug- ardags nálæg 80.000, þar af tékkar tæplega 60.000 talsins, og nam heildarfjárhæð Utborgana 6.544 millj. kr. HeildarUtkoma þessarar skyndikönnunar er sU bezta miðað við undanfarin 10 ár. Hef- ur greinilega gætt meira að- halds um sinn i meðferð tékka- mála gagnvart fyrirtækjum. Hitt er verra hve tið er misnotk- un eða kæruleysi sem sýnd er i notkun persónulegra tékka- reikninga. Kemur þetta fram i þvi, að yfir 640 tékkar, eða 78%. eruaðfjárhæökr. 10 þúsund eða lægri fjárhæðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.