Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 11
aiþýðu- blaðid DÆGRADVÖL 11 Freistar sófinn þín á sunnudagssíðstundum? Þá ættir þú að standast freistinguna, en drífa þig og fjölskylduna frekar á skíði. Skíðafélag Oslóborgar hef ur haf ið vakningu meðal borgarbúa, og reynt að hvetja fólk til að bregða sér á skíði á sunnudögum í stað þess að leggjast f yrir — og hef ur þó ekki þurft að hvetja Norðmenn til að fara á skíði — a.m.k. i samanburði við islendinga. Þar í borg hef ur verið komið upp skíðagöngubraut- um, sem eru upplýstar eftir að dimma tekur, til að auðvelda borgarbúum að iðka skíðaíþróttina án þess að þurf a að f erðast miklar vegalengdir. Þetta er gott dæmi um samvinnu íþróttafélags og borgaryf irvalda um trimm—herferð í reynd. BAUÐSEX MILLJÓNIR FYRIR NEKTARMYND AF FORSETA- DÓTTURINNI STUNDUM er engu likara en tizkan sé að ganga af göflunum. Þetta er nýjasta æMð i Bandarikj- unum, skyrtubolir með handleggjum, fótieggj- um, andlitum eða brjóstum — svo eðlilegum að engu er likara en þú sért að mæta fjórarma manneskju eða fjögurra brjósta kvenmanni þegar þú rekst á einhvern í þessum nýja tizkubúnaði. „Tungumál likamans” nefna menn þennan búnað. Þekkt vikublað i Ohio, hefur boðib 10 frægum konum allt að sex milljónir hverri, fyrir að fá að birta af þeim nektarmyndir. Hinar „heppnu” eru: Patricia Hearst, Raquel Welsh, Caroline Kennedy, Julie Nixon Eiscn- hower, Susan Ford, Barbara Watter, Sally Struthers, Mary Tyler Morre, söngkonan Gher Bono Allman og kvenréttinda- konan Gloria Stinem. Útgefandi blaðsins segir, að. hann hafi valið þessar konur vegna þess að þær hafi allt það til að bera, sem gleður auga ameriskra karlmanna. Hún gat ekki halt hugmynd um það, að þegar hann hafði virst svo fjarlægur andartakinu áður, þá hafði hann i rauninni ekki hugsað um annað en hana, og hafði fund- ið nærveru hennar með hverri einustu taug likama sins. t>au voru komin upp, og augu Sinclair Arliss litu aftur í augu hennar með þessum einkennilega hlýja glampa... það var rétt eins og iogi i miðju ishafi. Hann bauð henni upp i fyrsta dansinn. Hún tók strax eftir þvi, hvað hann var góður dansmaður. Hann hélt henni laust, og það rann brátt upp fyrir henni, að hann væri svo góður dansari að hann hefðigetað stýrt lélegasta dansfélaga á gólf- inu, og fengið hana til að finnast hún dansa dásamlega. Phillida dansaði sjálf vel, en hún gerði sér grein fyrir þvi, að hún dansaði sérstaklega vel núna. — En hvað þetta er fallegt hús, sem þér eigið, sagði hún. — Ég skil vel að þér hafið orðið hrifnir af þvi. — Já, það er mjög fallegt. Og þaðer alltaf öruggt að verða hrif- inn af húsi. PUkinn i augum hans var einn af þeim vingjarnlegri, og hún hló við honum. — Kannski það hindri yður þá i þvi að gera vitleysur, sagði hún. — Trúið þér á kraftaverk? En.... þér hafið kannski rétt fyrir yöur. Ég ætla að frelsast frá villu mins vegar.... mikið verður þá vinum minum skemmt! En svo hélt hann áfrám alvar- legri i bragði. — Ég vildi gjarna sýna yður allt húsið einhvern timann þegar ekki eru hér svona margir. Og þegar sólin skin. Mætti ég það? — Mig langar afskaplega mikið til þess, svaraði hún. — En... ég held að ég fari héðan fljótlega. Hvers vegna hafði hún sagt þetta? Til þess að hafa afsökun fyrir að koma ekki aftur, eða... 1 þessu var dansinn búinn og Sinclair Arliss bauð henni inn og leiddi hana út á svalirnar. — Ég vil helst ekki fara of langt, sagöi Phillida. — Ég var búin að lofá manninum minum næsta dansi, og... Fagra kona, sagði Sinclair Arliss með hljómfagurri drafandi rödd sinni. — Maðurinn yðar er ekki i neinum vanda staddur. Ég sá hann fara út meö Beverly fyrir andartaki siðan, og... eins og þér hafið sjálfsagt tekið eftir... þá hafa þau alltaf margt að tala um sin á milli. Mig langar afskaplega mikið til að sýna yður rósagarð- inn minn. illustaðu.... hljómsveit- in er byrjuð að spila sama dans- inn aftur... það gefur okkur tima til að iita á rósirnar áður en allir hinir koma, og þær eru vissulega þess virði að lita á þær. Vantar yður eitthvað yfir herðarnar? Hún hristi höfuðið. — Nei, þakka yður fyrir, það er óþarfi. Það er notalega hlýtt. Þau gengu yfir stóru grasflöt- ina, og beygðu inn á stétt á milli snyrtilega klipptra runna. Nokkru siðar fóru þau i gegn um hátt hlið, og þá voru þau stödd i svo draumfögru landslagi, að Phillida stansaði snögglega og stóð grafkyrr og starði með gal- opin augu og hálfopinn munn. Það voru allsstaðar rósir, á bogagöngum, runnum og trjám. Og skær birta ljóskastaranna sýndi greinilega öll hin ótrúlega mörgu litbrigði, sem náðu alveg frá fölasta bleikum upp i dekksta dimmrauða, sem virtist næstum vera svartur. Þetta var allt svo fagurt, og það gat varla verið satt. — Þetta er ekki nema byrjunin, sagði Arliss. — Þessi staður hefur alltaf verið frægur fyrir rósagarðana sina, svo það hefði rýrt verðgildi hans að vanrækja þá. Þess vegna hafa þeir sem betur fer verið vel hirtir og varð- veittir. Þetta er rauði garðurinn. Þarna aftar er sá guli...og þar fyrir aftan er blandað saman öllum litbrigðum. Komið þér. Hann snart handlegg hennar létt, og hún hreyfði sig næstum treglega enn lengra inn i ilmandi og þögulan garðinn við hlið hans. Stuttu siðar sátu þau hlið við hlið á útskomum steinbekk. — Sigarettu? Hann opnaði vindlingahulstriö sitt, og rétti henni. Hún tók eina sigarettu, og hann kveikti i henni fyrir hana. Hún þakkaði honum fyrir bros- andi, og hallaði sér aftur á bak i homið sitt. Sinclair Arliss. sat og horfði þögull á hana. Aldrei á öllu hans flökkuiífi hafði nokkur stúlka haft jafn sterk dhrif á hann og Phillida Cordrey, og . ..og hann gat ekki varist þvi, að honum var svolitið skemmt við tilhugsunina... aldrei hafði hann áður verið jafn óviss um hvaða leið hann ætti að velja til að ná takmarki sinu. Ilann var fullkomlega hrein- skilinn við sjálfan sig. Sú ákvörðun hans að reyna að vekja áhuga hennar á honum hafði bara magnast, i stað þess að lognast útaf. Og þar sem hann sat þarna og virti fyrir sér yndislegt en alvöru- gefið andlit hennar i tungls- ljósinu, varð hann sannfærður um að hún væri óhamingjusöm. Skák 33. LAZAREVIC M,- JOVANOVIC K. Jugoslavija 1971 III ■ ■ ■sii ■ iiMi ■ u m m ■ ai j»r jd ® B. i. ? KOMBINERIÐ Lausn annars staðar á siðunni. Bridge Datt i gildruna! Spilið i dag: Norður A D97 V AKDG ♦ G75 G63 Vestur Austur ♦432 4 5 T 5432 V 976 T 2 ♦ AD9863 98752 •• Á104 Su&ur ♦ AKG108& ¥ 108 ♦ K104 ♦ KD Sagnirnar gengu: Austur Suður Vestur Norður ltlg. 2sp. Pass 4sp. Pass Pass Pass Ef spilin eru athuguð sést glögglega, að Norður-Suöur eiga 11 slagi i grandi. Unnt er hinsvegar að hnekk ja á 4 spöð- um með beztu vörn og það lá sannarlega nærri, að svo færi, ef Austur hefði ekki lesið úr loftinu, sem hann athugaði vandlega eftir fyrsta slag, rangan spádóm. Vestur sló út tigultvisti, sem tkeinn var á ás i Austri. Nú heföi legið beint við að spila tigli til baka og Vestur gat trompað, spilað laufi, sem Austur fengi á ás og gæti trompað tigul i' annað sinn og þar með hnekkt sögninni. Sagnhafa grunaði, að eitthvað þessu likt væri i uppsiglingu og kastaði þvi tigulkóng i ás- inn án hiks. Austur gekk i gildruna ogspilaði laufaási og aftur laufi, en sagnhafi vann sögnina með yfirslag. „Trúðu ekki loftinu betur en makker þinum”, var svo áminning sem Austur fékk að launum fyrir spilamennskuna! og svo var það þessi ■■■ ....ungu stúlkuna sem leit á vin sinn og sagði: ,,í alvöru talað, Herjólfur, hverju á ég að svara þegar pabbi og mamma spyrja hvað ég hafi eiginlega séð við þig.....?” Gátan TOPP /TJÍU- 5 0R6 GLUFP YlMufl S£* &/rrr FlOKK flP l " T/£P, Rftn 2f aw EFl! Tónn ToM ÍErnUR mnR r íUtMR SKÍ66 OVÆ6 7/Uf) 'DUFr Fljot ÚT ISE61JR i PF STfíÐ r mÐK -rO SKAKLAUSN 33. M. LAZARliVH!— K. JOVAXOVIC I. *i'6! ^16 2. IJgS I Maric] %> • Aðeins stativið, sagði ég Finnur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.