Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 13
IÞÝ! blaöi iö Þriðjudagur 23. marz 1976 ÚRYMSUM ÁTTUM 13 í kolanámu Tæknigallar hafa ennfremur veriö meövirkandi i stærstu hátignar voru tekriir frá þessum oliusvæöum — og freigáturnar, sem nú hafa þann starfa helztan að reyna aö sigla á islenzk varð- skip voru áöur við gæzlustörf á þessum slóðum — m.a. i varn- arstööu ef óvinariki eða hermd- arverkaflokkar reyndu aö vinna pöllunum ógagn. Brezka tryggingarfyrirtækið Lloyds, sem tslendingum er aö góöu kunnugt og tryggir eða endurtryggir alla mögulega hluti og ómögulega, lætur jafn- an ganga úr skugga um það aö ströngustu öryggiskröfum sé fylgt i hvivetna, bæöi við gerö pallanna og stöövanna, og viö sjósetningu þeirra. Síðan aö sérstakir öryggisfulltrúar séu um borö á hverjum palli til að ganga úr skugga um að hvergi sé slakaö á öryggiskröfunum. Þ>á sendir iðnaðarráðuneytið lika sina eftirlitsmenn reglulega til að hafa eftirlit og bera sig saman við eftirlitsmenn oliufé- laganna og tryggingarfélag- anna, þannig að sjá má, að beri eitthvaðút af, þá er engin önnur skýring haldbær en sú, að ekki verði feigum forðað né ófeigum i hel komið. Dýr óhöpp 011 slys og óhöpp, sem hent hafa hingað til hafa reyndar að- eins orðið á borpöllunum, en ekki sjálfum vinnslupöllunum, en það eru mun veigameiri og dýrari mannvirki, enda ætlað að standa lengur og þola meira á- lag. En enginn er kominn til með að segja að ekki bili eitthvað af þeim mannvirkjum, þótt vel sé til þeirra vandað. Til að reyna að sjá fram i timann er þess vegna unnið að þvi að sviðsetja óhöpp og aðstæður veðurfars sem leitt gæti til slysa i straum- fræðirannsóknarstofnunum. Þar eru allar hugsanlegar veð- uraðstæður látnar vinna á likön- um —og reynt að finna út hverj- ar séu veikustu hliðarnar. Verulegt óhapp á olíuborpalli er óhemju dýrt. Stærsti pallur- inn sem gerður hefur verið er 348 þúsund tonn og nær 240 metra upp frá sjávarborði. Hann getur geymt allt að milljón tonn af oliu. Verðmæti hans er um 60 þúsund milljónir islenzkra króna. En eins og vikið hefur verið að, þá eru það ekki náttúruöflin ein, sem gætu unnið þessum dýru mannvirkjum tjón. Ottinn við að hermdarverka- menn kæmust um borð i þessa palla og reyndu að vinna þar einhver illvirki, eða hóta sliku til að fá einhverjum kröfum sin- um framgengt, hefur leitt til þess aö vel er gætt að við allar mannaráðningar, og sérstakir verðir eru á öllum pöllum til þess að gæta þess annars vegar að engir óviökomandi komist þangað og unnt yrði að bæla nið- ur tilraunir til „valdaráns” á pöllunum sjálfum. Þess vegna var það oliufélög- unum litið fágnaðarefni, að brezki flotinn skyldi fækka gæzluskipum sinum þar um slóðir til að fjölga verndar- skipaflota veiðiþjófanna á ts- landsmiðum. —BS. ***™**™mndi I siðasta blaði Suðurnesjatið- inda er á forsiöu rætt mál, sem mjög er eftirtektarvert og flest- ir þyrftu að gefa gaum. Þar er rætt það böl, sem skert starfs- orka er hverjum manni. Minnzt er á starf SÍBS að Múlalundi, og siðan sagt: „Hér á Suðurnesjum er nokk- ur fjöidi fólks, sem ýmissa or- saka vegna hefur ekki fulla starfsorku, og þessu fólki geng- ur illa að fá vinnu við sitt hæfi. Tryggingakerfið greiðir þessu fólki fé til að byrja með, en svo kemur að þvi, að ekki fæst meira þar, nema til komi ör- orka. Þá er ekki um annað að ræða en að leita á náðir hins opinbera. Það er erfitt fyrir fullorðna menn, sem alla tið hafa séð um sig og sina, að þurfa allt i einu að fara að þiggja af sveit, eins og það var kallað. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa á siöari árum sifellt verið að auka samvinnu á fleiri svið- um. Stofnun fyrir fólk með skerta starfsorku ætti að vera næst i þessu samstarfi”. Hér reifar blaðið mál, sem nauðsynlegt er að vekja athygli á. Það er ekki aðeins fólk með skerta starfsorku, sem þarf að huga að. I nútima þjóðfélagi þar sem meöalaldur karla og kvenna er rúmlega 70 ár, dæma aldurstakmörk marga fullfriska frá störfum. Fyrir vinnusamt fólk eru það ill örlög að verða að hætta að vinna, þótt heilsa og starfsorka sé i bezta lagi. Flestir þekkja dæmi þess hvernig athafnasamir menn hafa beinlinis hrörnað á nokk- rum mánuðum, þegar þeim hef- ur verið gert að hætta þátttöku i atvinnulifinu. Málefni þessa fólks verður að taka til athugun- ar i þeim tilgangi að skapa þvi atvinnu á meðan starfsorka helzt óskert. Þetta er verkefni fyrir stjórnmálamenn, sem vilja láta gott af sér leiða. Hótel í ólafsfirði tslendingur á Akureyri skýrir frá þvi, að nú sé á döfinni að hefja smiði hótels i ólafsfirði. Það á að rúma 22 gesti i her- bergi og 60 manns i mat. Ætlun- in er, að taka hluta af hótelinu i notkun vorið 1977 og á að starf- rækja það allt árið. Aður hefur verið sumarhótel i Ólafsfirði i gamla prestssetr- inu.— Nýja hótelinu hefur verið ætlaður staður og búið er að gera teikningar. Húsið á að verða fokhelt i sumar. Trausti Skert starfsorka og aldur - Hótel í Ólafs firði— Stefnan að norðan - Landsfundur SFV Magnússon heitir athafnamað- urinn, sem ræðst i hótelsmiðina og hefur hann sótt um lán til Byggðasjóðs og Ferðamálaráðs og fengið góðar undirtektir. Hann hefur einnig sótt til menntamálaráðuneytisins um heimild til reksturs mötuneytis yfir vetrarmánuðina fyrir gagn- fræðaskólanemendur úr ná- grenninu. Bæjaryfirvöld i Ólafs- firði hafa sýnt málinu áhuga. Stefnan að norðan. Alþýðumaðurinn á Akureyri birtir leiðara, sem nefnist „Stefnan að noröan”. Þar segir „Jafnaðarstefnan er án efa sú þjóðfélagshreyfing, sem mest áhrif hefur haft á mótun islenzks þjóðfélags i áttina til jafnréttis og raunhæfs lýðræðis. Alþýðuflokkurinn var mynd- aður um þessa stefnu og hóf baráttu fyrir henni, þegar eftir stofnun flokksins I marz 1916, fyrir 60 árum. Áhrifa jafnaðarstefnunnar gætir mjög á sviðum mannrétt- inda, þar sem flokkurinn hefur barizt fyrir vikkun kosninga- réttar, viðurk e n n i ngu samningsréttar og fleiri réttind- um. Á sviðum félagsmála,( þar sem til koma almannatrygging- ar, sjúkrasamlög og fleiri atriði i viðtæku kerfi. A sviði skóla- mála, ibúðabygginga, opin- berrar þátttöku i félags- og efnahagslifi og fleira mætti telja.” Siðan er minnt á það, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband tslands mynd- uðu ein og sömu samtökin. Þá segir: „Saga þessara samtaka snertir Akureyri á sérstakan hátt. Ólafur Friðriksson, hinn hugdjarfi brautryðjandi og bar- áttumaður, hafði dvalizt hér á unglingsárum og átti ættingja a Norðurlandi, er hann landi, er hann kom heim eftir dvöl i Dan- mörku 1914,— Ólafur lagði leið sina til Akureyrar haustið 1914 og þar stofnaði hann fyrsta Jafnaðarmannafélagið á tslandi” Ííýftí^mól Landsfundur SFV. Ný þjóðmál, blað Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, skýrir frá þvi, að framkvæmda- stjórn samtakanna hafi ákveðið að boða til landsfundar dag- ana30—31. október næstkom- andi. Samkvæmt lögum Sam- takanna fer landsfundurinn með æðsta vald i málefnum þeirra, ákveður stefnu þeirra og lög. Slikan landsfund skal halda annað hvert ár. Andri ísaksson formaö- ur. Þá segir blaðið frá þvi, að Andri tsaksson, prófessor, hafi nýlega verrið kjörinn formaöur kjördæmisráðs Samtakanna i Reykjanesumdæmi. Meö hon- um i stjórn eru: Eyjólfur Eysteinsson, Guðmundur Aðal- steinsson, Ólafur Jensson, Jens Hallgrimsson, Sigurjón Ingi Hilariusson og Andrés Kristjánsson. —AG. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 __________ |alþýðu[ Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveöið verö. Reyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.