Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 12
12 ÚTLÖND Þriðjudagur 23. marz 1976 blattd* IÐJA, félag verksmiðjufólks Framhaldsaðalfundur verður haldinn i Tjarnarbúð við Vonarstræti fimmtudag- inn 25. marz n.k. kl. 8.30. Dagskrá: Reikningarnir. önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með þriðjudeg- inum 23. marz. Félagsstjórn. Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku i Tjarnarbúð miðvikudaginn 24. marz kl. 21.00. Húsið opnað kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur sýnir litskyggnur frá Irlandi og út- skýrir þær. 2. Frumsýnd verður litkvikmyndin Þrir svipir Islands, tekin af Magnúsi Magnússyni, rektor, Edinborgarháskóla, þjóð- hátiðarárið 1974. Aðgangur ókeypis, en kaffi selt að loknum sýningum. Ferðafélag tslands simi 19533 og 11798. VIPPU - BltSKURSHURÐIN Lagerstærðir miðað við inúrop: fJæð;210 sm x breidd: 240 sm >W) - x - 270 sm Aðror sUorðir. smlSaðar eflir beiðni GLUCf4«AS MIÐJAN Siðumúla 20, simi 38220 Hef opnað hárgreiðslustofu undir nafninu Hárgreiðslustofan Anna Stórholti 1. Simi 2-55-54. Athugið aðég héf opið á laugardögum eftir hádegi og á sunnudögum yfir fermingarnar. Anna G. Höskuldsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir Jóhann Þorsteinsson, Suðurgötu 15, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag- inn 25. marz, kl. 2 e.h. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að iáta Styrktarfélag aldraðra njóta þess, en minn- ingarkort þess eru i bókabúðum og apóteki bæjarins. Astrid Þorsteinsson Kjartan Jóhannsson, Irma Karlsdóttir, Inga Maja Jóhannsdóttir, Reynir Guðnason. Útför eiginmanns mins Sigþórs Guðjónssonar f.v. verkstjóra, Miðtúni 86, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 24. marz kl. 13.30. F.h. vandamanna Bjarnfríður Guðjónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa Arnórs Þorvarðarsonar frá Jófriðarstöðum, Hringbraut 55, Hafnarfiröi. Sólveig Sigurðardóttir börn, tengdabörn og barnabörn 10 sinnum hættulegra að vinna á olíuborpalli í Norðursjó e ÞEIR VINNA HÆTT USTU STÖRF í HE Sex létust þegar Deep Sea Driller strandaði við Noregsstrendur. En samt voru gæzluskip send úr Norðursjó til að stunda sjóræningjavernd á íslandsmiðum EINHVER ótryggasti vinnustaður, sem um getur i dag, og eru þá kjamorkuver meðtal- in, eru oliuborpallarnir i Norðursjó. Þeir sem ráða sig i vinnu á þess- um ,,svarta-gull leitar- pöllum” strandrikj- anna i Norðaust- ur-Evrópu gera sér margir hverjir ekki grein fyrir þvi að þeir eru að hef ja störf á til- búinni eyju i loftslagi og veðurfari, sem við Islendingar myndum ekki einu sinni sætta okkur við, og dögum saman er ekkert annað að sjá en fjallháar bylgjur og brotsjói. Hin miklu slys, sem urðu á þessum pöllum nýverið hafa leitt at- hyglina að þvi hve mörgum mannslifum er fórnað við oliuleit og oliuvinnslu i Norðursjó, og gefur okkur Islend- ingum nokkra hug- mynd um hvernig yrði að vinna oliu, ef hún einhvern tima fyndist i vinnanlegu magni und- ir hafsbotninum við Is- landsstrendur. 1 byrjun mánaðarins strand- aði hinn 19.000 tonna borpallur, „Deep Sea Driller” i'gifurlegu óveðri, er verið var að sigla honum til Bergen. Sex af áhöfn pallsins komust i björgunarbát, en drukknuðu þó allir er bátn- um hvolfdi. Daginn eftir varð svo að Ðytja 40 starfsmenn af öðrum norskum palli, þegar eldur kom upp í honum, en 20 manns urðu eftir á pallinum við það hættulega starf að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Ábatasöm áhætta „Þetta er að sjálfsögðu á- hættustarf ”, segir einn af tals- mönnum þeirra oliufyrirtækja, sem vinna oliu i Norðursjó. „Veðrin þar um slóðir eru verri enannars staðarþarsem olia er unnin úr sjó, ölduhæðin er meiri, vindarnir hvassari og brotsjóirnir hættulegri ef þeim tekstað laska mannvirkin. Ená móti kemur lika, að þessi störf eru langt um betur borguð en önnur störf við oliuleit og oliu- vinnslu.” A brezku vinnslusvæðunum einum i Norðursjó hafa 54 mannslátið lifið og meira en 200 slasazt verulega á þeim 11 árum sem liðin eru siðan oliuleit hófst á þessum slóðum, en hin gifur- lega háu laun eru þess valdandi, slysunum, sem orðiö hafa á þessum slóðum. Alvarlegasta slysið af þvi tagi varð árið 1965 þegar oliuborpallur valt fyrir utan Englandsstrendur og 13 manns drukknuðu. Brezku læknasamtökin hafa látið reikna út áhættustaðal fyr- irstarfsmenn við oliuvinnsluna. Þeir komust að raun um það að starfsmaður á borpalli er i tiu sinnum meiri lifshættu en kola- námuverkamaður, og 50 sinnum meiri hættu en venjulegur verk- smiðjustarfsmaður. Þess vegna er hvergi slegið slöku við að auka öryggið á öll- um sviðum, bæði um borð á pöllunum og við gerð þeirra. Pallárnir 25 og hinar niu dælustöðvar á brezka svæðinu hafa þurft að fá blessun sér- stakrar nefndar, sem vinnur eftirlitsstörf samkvæmt mjög ströngum staðli um öryggi á vinnustöðum. Og við hvern pall og hverja stöð skal alltaf vera björgunarbátur til taks til að geta bjargað mönnunum ef eitt- hvað verður þess valdandi að þeir fara i sjóinn. Dráttarbátarnir, sem sendir voru hingað á Islandsmið til að vernda veiðiþjófa hennar að aldrei er skortur á vinnu- krafti þrátt fyrir þá ógn, sem slysin eru. 27 kafarar drukknuðu En þótt störfin séu hættuleg, þá eru þau lika jafn mismun- andi og þau eru mörg, og það á við um áhættuna. Starf kafar- ans er lang áhættumesta starf- ið, og það hafa 27 kafarar látizt þarna. Þeir þurfa að vinna á miklu meira dýpi en starfs- bræður þeirra við oliuvinnslu annars staðar, og þess vegna er þeim mun hættara við þvi sem kallað er köfunarsýki — en það er svo nefnt þegar blóðið nánast „sýður” i þeim. En mörg önnur dauðsföll á hollenzkum, norskum og brezk- um vinnslusvæðum i Norðursjó flokkast lika undir mannleg mis tök. Járnsuðumaður lét lifið þegar logsuðutæki sprungu i höndum hans, einn dó sam- stundiser hann varð fyrir þegar ankerisvir slitnaði. Ýmis vinnu- slys hafa þannig orðið vegna að- gæzluleysis eða af öðrum ástæð- um en veðurham og vindgangi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.