Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 6
6 Alþýðuflokkurinn 60 ára Bruno Pittermann, forseti Alþjóöasambands jafnaöarmanna Willy Brandt, formaður jafnaðarmannaflokksins i Vestur-Þýzkalandi. Nokkrir af forsvarsmönnum Aiþjóðasambands jafnaðarmanna og forystumenn jafnaðarmanna- flokka i nokkrum löndum. ráöherra Singapore Francois Mitterand, for- maöur franskra jafnaöar- manna. Alþjóðahreyfing jafnaðarmanna á það sameiginlegt öðrum, voldugum fjöldahreyf- ingum mannkynssög- unnar, að hún byggist á hugsjón, sem hefur verið nógu þróttmikil til að vekja áhuga karla og kvenna af ó- likum trúarbrögðum og kynþáttum um heim allan. Hugsjónin er á þá lund, að mannkyn- inu verði stjórnað eftir sósiölskum meginregl- um, svo að ófriði, þján- ingum, fáfræði, órétt- læti, misrétti og ótta verði að fullu úthýst. Þetta er hugsjón um veröld, þar sem megin- atriðin, er sameina menn og gera þá alla jafna, ganga fyrir yfir- borðskenndum aukaat- riðum, er aðskilja þá. Það er einnig sameiginlegt með jafnaðarstefnunni og öðr- um miklum fjöldahreyfingum sögunnar, að hún stendur and- spænis veruleika nútiðarinnar, sem er ærið ólikur framtíð hug- sjónarinnar. Af þeim sökum getur Alþjóðasamband jafnað- armanna ekki látið nægja að varðveita hugsjónina, heldur verður að vera raunhæft i starfi sinu, leita lausna á aðsteðjandi vandamálum og sækja að tak- mörkuðum markmiðum. Yfir- lýst meginmarkmið sambands- ins er að efla samstarf og sam- hug lýðræðissinnaðra sösial- istaflokka um allan heim. Ef við litum til sögu Alþjóöa- sambandsins verður okkur ljóst, hvemig baráttan fyrir hugsjóninni er samofin raun- særri dægurbaráttu — hvernig hugsjón jafnaðarmanna hefur lýst þeim i glimu við erfiðustu verkefni hvers tima. FyrstaAlþjóðasambandið var stofnað i London 1864 undir á- hrifum frá Karl Marx og hafði viðtæk áhrif. Enda þótt þátttak- endur væru ekki margir, var þetta samband fyrsta tilraun hinnar nýju stéttar iðnverka- mannai Evrópu til að teygja sig út fyrir landamæri einstakra rikja og sýna hið alþjóðalega eðli jafnaðarstefnunnar. Þetta fyrsta alþjóðasamband leystist upp um 1876, en það hafði kveikt neista, sem lifði og færðist i aukana eftir þvi sem árin liðu. Meginboðskapur Fyrsta Alþjóðasambandsins var, að verkalýðshreyfingar hinna ýmsu landa þyrftu að koma sér upp sinum eigin stjómmálaflokkum. Þessi boð- skapur varð innan skamms að veruleika i flestum iðnaðarrikj- um álfunnar, er pólitiskir verkalýðsflokkar urðu til og hlutu fljótlega verulegan styrk hver i sinu landi. Arið 1889 var talið timabært að stofna nýtt alþjóöasamband. Stofnþing þess fór fram I Paris 14. júli það ár, réttum hundrað árum eftir að franska byltingin hófst með árás alþýðunnar á Bastille. Fulltrúar hinna nýju flokka voru mættir til að stofna Annað Alþjóðasambandið. Sagt haföi verið, að fyrsta samband- inu hafi verið áfátt á þá lund, að það væri „herforingjaráð, sem hafði engan her.” Annað sam- bandið hafði að baki sér sivax- andi her milljóna karla og kvenna i þeim fjöídaflokkum, er að þvi stóðu. Hinir hrikalegu heimsvið- burðir ársins 1914 leiddu þó i ljós, að Annað Alþjóðasam- bandið hafði ekki til að bera þann styrk, sem forustumenn þess töldu það hafa. Þegar hina miklu prófraun evrópskrar menningar bar að, reyndist for- ustulið jafnaðarmannaflokk- anna ekki geta hindrað, að verkalýðurinn tæki þátt i ófriðn- um. Alþjóðahyggjanlauti lægra haldi fyrir þjóðerniskennd fólksins i hverju landi fyrir sig. Þetta voru sorglegir atburðir, sem virtusthafa grafið að fullu hugsjónina um jafnaðarstefn- una sem alþjóðlega hreyfingu. Þetta reyndist þó timabundinn ósigur. Þegar leið að lokum styrjaldarinnar, vaknaði hin Þriðjudagur 23. marz 1976 alþýðu- blaðió Harold Wilson, forsætis- ráöherra Breta. Olof Palme forsætisráö- herra Svia. Bruno Kreisky, kanslari Austurrikis gamla alþjóöahyggja jafnaðar- manna, og margir einstaklingar hófust handa. En nii komu i ljós alvarlegir örðugleikar. Það er fyrst að telja, að hin sósialiska hreyfing var þver- klofin undir lok ófriðarins. Ann- ars vegar voru kommúnistar undir forustu hinna rússnesku bolsévikka, sem vildu hrifsa til sin völdin eins og Lenin hafði gert i Rússlandi, en hins vegar lýðræðis-sósialistar, jafnaðar- menn, sem vildu fara friðsam- lega leið þingræðisins til valda. Arið 1919 stofnaði Lenin Þriðja Alþjóðasambandið (Komintern) i Moskvu, og átti það að veröa hinn alþjóðlegi armur á byltingu bolsévikka. Jafnaðarmenn úr hinu gamla alþjóðasambandi tóku einnig að efla samband sin á milli. Til- raunir voru gerðar 1923 til að sameina þessa tvo arma, en þær báru ekki árangur, og það ár var stofnað i Hamborg Alþjóða- samband verkalýðs- og jafnað- armanna (LSl) i framhaldi af öðru Alþjóðasambandinu. Þa.rmeð var hinn alþjóðlegi klofningur orðinn veruleiki, en bæði Komintern og LSI töldu sig vera hinn sanna arftaka Fyrsta Alþjóðasambandsins. Bæði samböndin reyndu að læra af reynslu styrjaldaráranna. Komtem setti sina flokka i viðj- ar járnaga, en LSI gerði sam- þykktir, sem áttu að gera á- kvarðanir þess bindandi fyrir flokka þess. Samböndin kornu sér upp skrifstofum og starfs- liði. Bæði þessi alþjóðasambönd lentu á villigötum og misheppn- uðust. Stalin notaði Komintern miskunnarlaust sem tæki sovézkrar utanríkisstefnu, en LSI reyndist ókleift með öllu að gera ákvarðanir sinar bindandi fyrir lýðræðisflokka I lýðræðis- löndum, ekki sízt eftir að sumir þeirra komust til valda. Þar að auki eyddu þessi sambönd miklu af orku sinni i baráttu hvort gegn öðru, meðan þeim löndum fækkaði, þar sem kommúnistar eða jafnaðar- menn fengu að starfa, eftir þvi sem fasistarikjum fjölgaði. Ein afleiðing af einræðis- stjórn i Komtern var, að Leon Trotsky stofnaði Fjórða Al- þjóðasambandið með fylgis- mönnum slnum, sem börðust fýrir byltingahugmyndum hans. Aratuginn 1930—40 urðu al- þjóðasamböndin bæði fyrir miklum skakkaföllum. LSI lognaðist loks útaf 1940, er naz- istar hertóku Brussel og skrif- stofur þesg þar. Þrem árum sið- ar leysti Stalin Komintern upp til þess að þóknast bandamönn- um sinum i ófriðnum. Þegar hafizt var handa um að endurreisa Alþjóðasamband jafnaðarmanna eftir ófriðinn, varenn reynt að læra af reynslu fortiðarinnar. Stofnþing hins nýja alþjóöasambands fór fram i Frankfurt 1951 og var þá á- kveðið að fara meðalveg milli skipulagsleysis fyrstu áranna og hinnar sterku miðstjórnar milli styrjaldanna. Það var nú ákveðið, að alþjóðasambandið gæti ekki bundið þátttökuflokka með samþykktum sinum. I lög- um sambandsins frá Frankfurt er sagt, að tilgangur alþjóða- sambandsins sé að styrkja sam- band þátttökuflokka og sam- hæfa stefnu þeirra með sam- þykki þeirra. Nú fóru margir jafnaðarmannaflokkar með rik- isstjórn landa sinna og gátu þvi ekki bundið sig ákvörðunum neinna alþjóðasamtaka. Þrátt fyrir þetta var sjálft skipulag alþjóðasambandsins gert sterk- ara en áður. Flokkar jafnaðarmanna um heim allan meta þátttöku sina i alþjóðasambandinu mikils og telja sérstaklega mikils virði þau sambönd við félaga i öðrum löndum,sem þeir fá þar. Sú teg- und funda, sem hefur fengið hvað mesta þýðingu, er þó ekki liður i formlegu skipulagi sam- bandsins, en það eru fundir flokksleiðtoganna, sem haldnir eru að jafnaði tvisvará ári. Þar fá leiðtogar flokka og þjóða ein- stakt tækifæri til að ræða saman sem félagar, en ekki i embættis nafni, og fjalla opinskátt um margvisleg alþjóðleg vanda- mál. Þegar alþjóðasambandið var stofnað 1951 gengu i það 34 flokkar jafnaðarmanna, en þeir eru nú orðnir 56. Hefur nú verið tekin upp sú stefna að leita sam- bands við „svipaða” flokka, þótt þeir séu ekki steyptir i hið hefðbundna mót evrópusósial- ismans. Er þar fyrst og fremst um aö ræða flokka i nýfrjálsum löndum hins þriðja heims, sem eru sprottnir i öðrum jarðveri, en hafa margir hverjir sömu grundvallarhugsjónir og lifsvið- horf og jafnaðarmenn. Þannig hafa ýmsir flokkar i Mið- og Suður-Ameriku tengst alþjóðasambandinu, t.d. Salva- dor Allende og flokkur hans i Chile á sinum tima, og stjórnar- flokkarnir i Venezuela og San Salvador. Þá má nefna marga flokka i Afriku og Asiu. Á miðju ári 1975 voru jafnaðarmenð i stjórn i 23 löndum og átti for- sætisráðherra 16 þeirra, svo að dæmi sé nefnt. Þá var heildar félagsmannatala flokkanna 7,7 milljónir, en heildar atkvæða- magn við seinustu kosningar yf- ir 80 milljónir. Ahrifa jafnaðarstefnunnar á þjóðfélög samtiðarinnar ná langtút fyrir þennan ramma, og er vandfundin pólitisk stefna, sem hefur haft meiri eða betri áhrif mannkyninu til blessunar. Útbreiðsla og áhrif jafnaðarstefnunnar Að jafnaði er fylgt þeirri reglu, að einn jafnaðarmanna- flokkur I hverju landi fái inn- göngu i alþjóðasambandið. Þó eru undantekningar gerðar varðandi Italiu, þar sem tveir öflugir flokkar, Sósialistaflokk- urinn og Sósialdemókrataflokk- urinn eru I sambandinu, og i Japan þar sem tveir flokkar bera sömu nöfn, en i báðum þessum löndum eru einnig til sterkir kommúnistaflokkar. Tveir flokkar i Venezuéla eru aukaaðilar. Eftirfarandi upp- lýsingar miðast við desember, 1975. AÐILDARFLOKKAR al- þjóðasambandsins eru i þessum löndum: Argentinu, Astraliu, Austurrfki, Belgiu, Kanada (New Democratic Party), Chile (Róttæki flokkurinn, nú i út- legð), Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, V-Þýzkalandi, Bretlandi, Islandi, trlandi, tsra- el, Italiu (tveir flokkar), Ja- maica (Peoples National Party), Japan (tveir flokkar), S-Kóreu, Luxemburg, Malagasy, Malaysia, Möltu, Mauritius, Hollandi, Nýja Sjá- landi, Noregi, Portúgal, San Marino, Singapore (peoples Action Party), Spáni (útlaga-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.