Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 7
bSaífö* Þriöjudagur 23. marz 1976 Alþýðuflokkurinn 60 ára 7 .\A.ario Soares, formaöur Hans Janitschek, aöalrit- jafnaöarmannafiokks ari Alþjóöasambands jafn- Portúgals aöarmanna MBÖNO MANNA flokkur), Sviss, Sviþjóð og Bandarikjunum (Social Demo- cratsUSA). Auk þess eru tvö al- þjóðleg samtök Gyðinga, sem eru jafnaðarmenn. AUKAAÐILDARFLOKKAR eru í þessum löndum: Flokkar útlaga frá Búlgariu, Tékkó- slóvakiu, Eistlandi, Ungverja- landi, Lithaugalandi, Lettlandi, Júgóslaviu, Póllandi og Rúmenfu. Siðan flokkar i Norö- ur-lrlandi (tveir flokkar), Suður Jemen, Suður-Vietnam, Ber- muda, Costa Rica, Paraguay, Perú og Venezuela. HÆSTA PRÓSENTTÖLU greiddra atkvæða i kosningum siðustu árin hafa þessir flokk- anna fengið: Singapore 84,4%, Jamaica 57%, Costa Rica 55%, Mauritius 52%, Malta 51%, Austurriki 50,4%, Astralfu 48% Noregi 46,7%, V-Þýzkalandi 45,8%, Sviþjóð 43,6%, tsrael 40%, Bretlandi 39,3%,Nýja-Sjá- landi 38,9% og Portúgal 37,8%. I RIKISSTJORNUM: A árinu 1975 voru jafnaðarmannaflokk- ar við st jórn eða þátttakendur I stjórnum i eítirtöldum rikjum: Astraliu (siðan breytt), Austur- riki, Costa Rica, Finnlandi, V-Þýskalandi, Bretlandi, ír- landi, Israel, Danmörku, Jam- aica, Luxemburg, Möltu, Mauritius, Hollandi, Noregi, Portúgal, San Marino, Singa- pore, Sviþjóð, Sviss, Venezuela, Nýja-Sjálandi. Kosningafylgi jafnaðarmannafiokka Miðað við siðustu kosningar fyrir 1975 höfðu þessir jafnað- armannaflokkar hlotið mest atkvæðafylgi i þingkosningum: Vestur-Þýzkaland............................... 17.175.169 Japan: Sósialistaflokkur....................... 13.907.864 Bretland....................................... 11.468.646 Frakkland....................................... 4.950.000 Japan: Sósialdemókratar......................... 3.660.953 Italia: Sósialistaflokkur....................... 3.290.000 Ástralia ....................................... 3.000.000 Austurriki...................................... 2.334.309 Sviþjóð......................................... 2.247.000 Portúgal........................................ 2.145.392 Italia: Sósialdemckratar........................ 2.063.528 Holland......................................... 2.021.473 Kanada: Nýi óemókrataflokkurinn................. 1.467.748 Belgia.......................................... 1.401.725 Noregur......................................... 992.524 Danmörk........................................... 913.155 Malagasy.......................................... 880.000 Finnland.......................................... 695.394 Israel.......................................... 621.183 Nýja-Sjáland ..................................... 560.241 Fjölmennustu jafnaðarmannaflokkar Samkvæmt skýrslum á siöasta ári höfðu eftirtaldir jafnað- armannaflokkar flest fólk félagsbundið. Þess ber að gæta, að i flestum þessara landa geta verkalýðsfélög gengið i heilu lagi i flokkana, en það mun ekki talið t.d. hjá brezka flokkn- um. Sviþjóð........................................981.778 V-Þýzkaland ...................................957.253 Austurriki.....................................694.619 Bretland ......................................665.397 Italía: Sósialistaflokkurinn ....................538.000 Kanada ....................................... 350.000 Italía: Sósialdemókrataflokkur...................303.000 Noregur........................................300.000 Israel.........................................300.000 Belgia.........................................226.731 Noregur........................................200.000 Engin félagsmála- hreyfing getur lyfzt eöa þróast, nema hún sé borin uppi i árdaga af hug- sjónaeldi. Það er hlutverk eldhug- anna að blása nýju lífi í barma samtíðarmanna sinna og vera árgalar þess dags, sem þeir boða. Það væri samt til of mikils mælzt, að þeim svelli i barmi örugg ráð til að leysa allan vanda, sem þeir brjótast gegn. Enginn skyldi þó van- meta vakningarmáttinn, þó honum sé ekki sam- fara svör við öllu, sem hreyfing þeirra ber i sér. Þegar íslenzkir jafnaðarmenn minnast stórafmælis, eins og nú, verður frumherjunum seint fullþakkað. Forganga þeirra og fordæmi eru enn lýsandi kyndlar á vegferðinni, sem blikna ekki í tímans rás, þótt breyttar aðstæð- ur geti bent á leiðir að markinu, sem upphaf- lega var reist og haldið á loft, en þeir eygðu ekki í þeim svip, sem mannleg vegferð er í þessu jarð- lífi. Oft verður okkur á, að staldra við stóru nöfnin og víst er það maklegt. En sérhver hreyfing á lika sína nafnlausu her- menn sem hver á sínum stað brutu brautina og lögðu grunninn að fram- tíðarhöllinni, sem enn er ekki fullgerð. Öllum þessum mönnum viljum við þakka og geyma minningu þeirra og þeirra starfs með að- dáun. Við játum fúslega, að án f rumherjanna, sem báru eldinn í hugi og hjörtu eins og Prome- þeivs forðum eldinn af Olympstindi, væri heimurinn skuggsýnni, þó okkur hafi ekki tekizt að koma i framkvæmd enn sem komið er öllum þeirra hugsjónamálum. ,,Vort ferðalag gengur svo grátlega seint, og gaufið og krókana höfum við reynt. og framtíðarlandið er fjarri.", kvað Þorsteinn Erlingsson. En sá, sem á fram- tíðarland, sem að er stefnt, verður víst oft að sætta sig við, að ekki er ætið hægt að ,,brjótast það beint" og brekkurnar eru of háar til þess að teknar verði í fáum skref um. Mestu skiptir, að ekki sé misst sjónar af endan- legu takmarki. Það mun ekki leika á tveim tungum, að þegar minnst er frumherjanna, ber eitt nafn hæst, nafn Ólafs Friðrikssonar. Með tilkomu Ölafs var brotið blað í sögu islenzkrar al- þýðuhreyf ingar til sóknar eftir þeim mannréttind- um, sem þá skorti á að fólkið nyti. Ölafur Friðriksson var maður ekki einhamur. Tilkoma hans var eins og isabrot sem sjaldan fer fram með neinni hægð. Klakahjúp sinnuleysis og vanmetakenndar varð að brjóta af hugum og at- ferli f átæklinganna og kenna þeim að þekkja sinn ,,rétt, til að lifa eins og menn." Það myndi hafa reynzt á fárra færi, að fara þar í fótspor Olafs, sem hafði til að bera hiklausa f ram- göngu og skörulegt orð- færi og rödd, sem sannar- lega var hrópandans. Þetta allt samfara eld- legum áhuga og góðri greind, gerði hann að óhvikulum merkisbera. Hann var hinn mikli plægingamaður, sem undirbjó jarðveginn og hlífði sér i engu við þau umbrot. Engin hreyfing verður söm eftir, að hafa notið slíkra verka og at- orku sem hans. Þess vegna mun minn- ing hans jafnan verða ís- lenzkum jaf naðarmönn- um hugfólgin sem þess, er hikaði ekki við stóru steinatökin i árdaga, þó þau sýndust ofurefli mannlegri getu. —OS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.