Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 7
alþyöu blaAiö AAiðvikudagur 2. júní 1976. Listahátíð í Reykjavík 4. til 16. júni 1976 7 Helgi Tómasson og Islenzki dansflokkurinn munu koma fram i Þjóðleikhúsinu sunnudag- inn 6. júni. Myndar- lega að hátíðinni staðið Forstöðumenn Lista- myndarbrag. Strax hátiðar hafa farið af þegar litið er yfir og á stað með miklum auglýsingapésa og Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Listahátiðar. Konungur sveiflunnar, Benny Goodman, setur tvimælalaust sérstakan svip á Listahátið 1976. auglýsingaspjöld menn og heimsborgar- Listahátiðar dylst eng- ar i list og auglýsinga- um.að þar hafa smekk- tækni lagí. hönd aðverki. Unnur Maria Ingólfs- dóttir. Gisela May. Cleo Laine. Formaður framkvæmda- stjórnar Listahátiðar er Knútur Hallsson, skrifstofustjóri i menntamálaráðuneytinu en framkvæmdastjóri er Hrafn Gunnlaugsson. Eiga þeir báðir mikið hrós skilið fyrir myndar- legan og smekklegan undir- búning.en fæstir munu senni- lega gera sér grein fyrir þeirri miklu vinnu, sem þarna liggur að baki. Þá hefur Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, sem einnig á sæti i framkvæmdastjórn Lista- hátiöar gert mjög smekklega auglýsingu fyrir dagskrá Hátiðarinnar. Aðrir i framkvæmdastjórn Listahátiðarað þessu sinni eru: Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri, Maj-Britt Imnander forstjóri Norræna hússins, Vig- dis Finnbogadóttir leikhússtjóri og Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld. Þaðer þvi óhætt að segja að þarna sé valinn maður i hverju rúmi. Formaður full- trúaráðs er Vilhjálmur Hjálmarson menntamálaráð- herra og listrænn ráðgjafi er Vladimir Ashkenazy. Erlendir gestir Meðal þeirra listamanna, sem fram koma á Listahátið má nefna: Benny Goodman, Cleo Laine, William Walker, Anne- liese Rothenberger, Gisela May, Paul Douglas Freeman, Parcal Rogé. Meðal islenzkra listamanna koma m.a. fram þau Helgi Tómasson listdansari og Unnur Maria Ingólfsdóttir fiðluleikari. Fjölmargar listasýningar verða á hátiðinni m.a. i Lista- safni tslands, Norræna húsinu, Kjarvalsstöðum og Bogasal Þjóðminjasafnsins. Alþýðublaðið mun nánar greina frá einstökum þáttum Listahátiðar, bæði frá dagskrá og einnig væntanlega með þvi að greina frá einstökum lista- mönnum, frammistöðu þeirra, undirtektum hátiðargesta og aðsókn. — BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.