Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR - t Miðvikudagur 2. júni 1976. Útfíefandi: Alþýðuflokkurinn. Itekstur: Iteykjaprent hf. Ritstjóri 1 of> ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son,. Kitstjóri: Siglivatur Björgvins- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu- imila 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 14900 og 14906. Prent- un : Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. alþýöu- blaöíó Verður samið um síðasta þorskinn? Mikil er ábyrgð þeirra manna, sem nú stjórna þessu landi. Þeir eru um þessar mundir að kasta á milli sín fjöreggi þjóðarinnar í samningum við er- lendar þjóðir um fiskveiðiréttindi á (slandsmiðum. Svo getur farið, að eggið falli á gólf ið og brotni. Það verður þá ekki sett saman á ný. Samkvæmt rannsóknum hæfustu vísindamanna þjóðarinnar er nú veruleg hætta á því, að eins geti farið fyrir þorskstofninum og urðu örlög íslenzku síldarinnar. Þeir hafa bentá, að mjög verulega þurfi að draga úr sókninni í stofninn, og jafnvel hefur verið talað um að stöðva veiðar íslenzkra skipa ákveðinn tíma á ári hverju. f Alþýðublaðinu í gær er grein eftir Reyni Huga- son, verkfræðing, þar sem hann leiðir rök að því, að draga þurf i úr sókninni í þorskstofninn um allt að 80 af hundraði. Hann bendir á, að af heildarút- f lutningi sjávaraf urða árið 1974 haf i þorskur verið 47 af hundraði. Sjávaraf urðir voru í heild 75% af heild- arútf lutningi landsmanna. Samkvæmt þessustendur þorskurinn einn undir 34 af hundraði heildar-vöru- útflutnings (slendinga. Fiskifræðingar hafa dregið upp dökka mynd af ástandinu, og f lestir gera sér nú Ijóst að lífsaf koma íslenzku þjóðarinnar er í húfi. Sjómenn og útgerðar- menn gera sér þetta Ijóst, og þeir vita að f ramundan getur verið algjört hrun í atvinnugrein þeirra. — Ekki hafa allir stjórnmálamenn viljað viðurkenna þessar staðreyndir, og fer það nokkuð eftir kjör- dæmum. Á sama tíma og þessar staðreyndir eru flestum Ijósar sitja íslenzkir ráðherrar í Osló og semja við Breta um fiskveiðar í íslenzkri landhelgi, allt upp að 20 mílum. Samningar verða gerðir á grundvelli samningsdraga, sem urðu til í brezku ráðuneyti. Fundurinn í Osló er meira formsatriði en hitt# íslenzka rikisstjórnin hafði að verulegu leyti sam- þykkt drögin áður en fundurinn hófst. Stjórnarflokkarnir höfðu mikinn meirihluta kjós- enda að baki eftir síðustu þingkosningar. Þeir munu því undirrita samninga í krafti þess meirihluta. Ekki er þó víst að allir kjósendur þeirra hefðu undirritað þá samninga, sem nú verða gerðir. Stjórnaandstöðuflokkarnir hafa lýst eindreginni andstöðu gegn þeim samningsdrögum er lögð eru til grundvallar samningunum. Alþýðuf lokkurinn telur, aðsamkvæmtþeim muni Bretar halda óbreyttu afla- magni, og sækja það að mestu eða öllu leyti inn f yrir 50 mílur. Þetta myndi hafa í för með sér niðurskurð á veiðum íslendinga eða stórkostlega hættu á hruni þorskstofnsins. Einnig bendir Alþýðuf lokkurinn á að í samningsdrögunum felist engin viðurkenning af Breta hálfu á 200 mílunum. Þessi yf irlýsing Alþýðuf lokksins er samin á grund- velli beztu fáanlegra upplýsinga og með þjóðarheill í huga. En Alþýðuf lokkurinn hef ur jafnf ramt lýst yf ir því, að hann vilji stuðla að viðræðum um lausn land- helgisdeilunnar. En grundvöllur viðræðna þarf mikið að breytast svo f lokkurinn geti orðið þeim fylgjandi. Nú verður vart gengið framhjá þvi, að íslenzka rikisstjórnin ætlar að undirrita samninga við Breta. Hér á í hlut löglega kjörin stjórn, sem fór eða fer, með umboð meirihluta þjóðarinnar. Á þessum alvar- legu tímamótum er því aðeins hægt að bera f ram þá ósk, að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að ná sem hagkvæmustum samningum, að hún glopri ekki f jöregginu í gólfið, en á því er nú mikil hætta. I dag mun islenzka þjóðin væntanlega sjá hvað í samningunum felst. Hún verður að draga sínar ályktanir af þeim og fella þann dóm, sem réttlátur er. Jafnaðarmenn um allan heim sameinast í barátt- unni fyrir efnahagslegu jafnrétti Leiðtogar jafnaðar- mannaflokka Evrópu- rikja eru nú komir heim frá fundum i Mexikó og Venezúela, þar sem ræddar hafa verið hugmyndir jafn- aðarmanna um sam- ræmt stjórnarfar allra rikja heims. Á þessum fundum urðu fulltrúar sam- mála um,að i framtið- inni skuli fulltrúar lýð- ræðislegra sósialista- flokka i Asiu, Afriku og Norður-Ameriku einnig sitja leiðtogafundi jafnaðarmannaflokk- anna. Þaö var lokaniðurstaöa af fundum hinna eitt hundrað full- trúa frá þróunarrikjum jafnt sem þróuöum iönríkj:. Evrópu, , að hugmyndafræði jafnaðar- stefnunnar þurfi aö vera grund- völlur nýrrar viðleitni til friðar, félagslegs jafnréttis, mannrétt- inda og alþjóðlegrar sam- kenndar. Það var vesturþýzki jafn- aöarmannaflokkurinn (SPD) og stjórnarflokkurinn i Venezúela, Accion Democratica (AD), sem skipulögöu þennan fund ráð- herra og stjórnarandstöðuþing- manna jafnaöarmanna — en AD er aöili að alþjóöasambandi jafnaðarmanna, sem hefur að- setur i London. Fundirnir voru fyrsthaldnir i Caracas í Venezuela, en siöan i Mexico City, höfuðborg Mexikó. Skarpar umræður Umræöurnar á fundunum voru hinar liflegustu, oft hinar skörpustu, þar sem fulltrúar þróunarrikjanna, einkum i Suður-Ameriku, sökuðu jafn- aðarmannaleiötogana i Evrópu fyrir að boða eitt en breyta á annan veg, þegar um væri að ræða viðleitni til að finna leiðir til efnahagslegs jafnréttis allra þegna heims. Meðal hinna hörðustu gagn- rýnendanna var utanrikisráð- herra Jamaica, Dudley Thomp- son, sem spurði hreint út hvort sósialistar þróunarrikja gætu litið á jafnaðarmenn Evrópu- rikjanna sem bræður. meöan þeir hagnýttu sér hið óréttláta auðvaldsfyrirkomulag heims- verzlunarinnar, eins og hann komst að orði. Hann vék einnig hörðum orð- um að hinni „sam-evrópsku” stefnu þeirra jafnaðarmanna, sem viö völd sitja i Evrópurikj- um. Forseti Venezuela, Carlos Andrés. taldi aö barátta verka- lýðsfélaganna i hinum auðugri löndum miðaðist ekki viö að rétta hlut bræöranna i hinum fá- tækari, heldur væri stefnt aö þvi að halda áunnum launum, og semja frið við fjármagnseig- endur. Þar með væri búið að tryggja að engar hliðstæöar kjarabætur ynnust i þróunar- rikjunum. Hann benti á,að hin miklu hlunnindi, sem verkafólki i rik- um löndum, hefðu áskotnazt væru greidd með þeim arði, sem rænt væri frá þróunarrikjunum. Hér skorti samstöðu út yfir hin efnahagslegu landamæri. Kenning kveðin niður A föstudaginn var samþykkt lokaniðurstaða fundanna, og gefin út yfirlýsing um.að barizt skyldi fyrir á öllum sviöum sköpun nýrrar alþjóðastofnunar sem baráttutækis hinna snauö- ari rikja. I lokaræöu fundanna sagði Mario Soares frá Portúgal, að slik stofnun gæti kveðið niður hina viötekn u kenningu um aö óumflýjanlegur sé árekstur hinna auðugu og hinna snauðu. Soares taldi þó að tilgangi ráöstefnunnar væri náð, að koma af stað umræöum milli lýðræöislegra sósiaista frá 6- likum löndum i þvi sameigin- lega markmiði að berjast fyrir félagslegu og efnahagslegu jafnrétti allra þegna heims. Meðal þátttakenda á ráö- stefnunni voru Anker Jörgensai frá Danmörku, Willy Brandt frá Þýzkalandi, Bruno Kreisky frá Austurriki og hinn róttæki argentíski flokksformaður, Ricardo Balbin. Þessir menn mynda starfshóp, sem skal undirbúa alþjóðlega ráðstefnu lýöræðislegra sósialista og stefna að þvi að fá á þá ráö- stefnu fulltrúa frá Afriku, Asiu og Norður-Ameriku. Enginn Is- lendingur sat þennan fund, enda óvenjulegt að leiðtogafundir jafnaöarmanna séu haldnir svo fjarri Norðurlöndunum og ferðakostnaöur mikill. LAMBAKJ0TIÐ: 300 KR. ÞAR EN 423 KR. HÉR 1 gærdag var birt nýtt verð á búvörum og fól það i sér nokkra hækkun, sem stafar, að sögn, af hækkun áburðarverðs. Súpukjöt kostarnú.ef um er aö ræöa framparta, eða siðu.kr. 584 hvert kg, en sé um að ræða læri, hryggi og framparta þá kostar það 629. Verð á heilum skrokkum, ósundurteknum, er kr. 542 hvert kg, en kr. 549 ef þeir eru teknir i sundúr fyrir kaupandann. Það, sem hér aö ofan er sagt, er smá- söluverð þ.e.a.s. verðið til neytanda. Til þess að gleðja lesendur skulum viðlita á verð á islenzku lambakjöti i Noregi, Danmörku og Sviþjóð. Búvörudeild Sambandsins hefur flutt nokkurt magn af kjöti til Noröurlandanna og samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá búvörudeildinni er verðið, sem fæst fyrir Islenzkt lambakjöt sem hér segir: í Sviþjóö kr. 299,73 kr. reiknaö i islenzkum krónum, Danir borga tæpar 240 kr. fyrir kflóiö og Norömenn borga 296.20 kr. Þó standa vonir til þess, að nokkur uppbót fáist á verðið i Noregi, og einnig er von til þess, að við fáum einnig niðurgreiðslur á það i Noregi, en Norömenn hækkuöu nýveriö niðurgreiðslur á lambakjöt um 4 kr. norskar. Það verð, sem hér er tilgreint, er reiknaö á genginu sem var á viðkomandi myntum i gær. Einnig skal þess getiö, að verðið, sem hér er tilgreint er heildsöluverð, en munurinn er þó svo gifurlegur ^ö manni sárnar, að hér skuli vera framleitt kjöt, sem siðan er selt öðrum langt undir þvi veröi, sem við verðurh sjálfir að greiða fyrir hvert kg. EB Alþýðublaðifr - á fivert heimrli

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.