Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1976 Utifundur gegn samningunum KI. 18 í dag veröur haldinn úti- fur.dur á Lækjartorgi um land- helgismálið. Það er samstarfs- nefndin til verndar landhelg- inni, sem boðar til fundarins, en aðild að nefndinni eiga þessir aðilar: Alþýðusamband islands, Sjómannasamband islands, Verkamannasamband islands, Farmanna- og fiski- mannasamband islands. Félag áhugamanna um sjá varútvegsmál, Alþýöu- bandalagiö, Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Ræðumenn á fundinum verða Sigurður Guöjónsson, skip- stjóri, Ingólfur Ingólfsson, formaður Véls t jóra f éla gs islands og Guömundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambands islands. Fundarstjóri verður Björn Jónsson forseti ASl. Fundurinn verður haldinn undir kjörorðum eins og t.d. Móti uppgjöf í unnu striði. Gegn óhæfusamningum. EB Islenzki hesturinn getur sér gott orð í Þýskalandi Litli hesturinn, sem um aldir var einkaeign okkar tslendinga, getur sér nú æ meiri frægð á er- lendri grund, bæöi i keppnum og á sýningum. 1 gær lauk i Munchen árlegri landbúnaöarsýningu, „DLD aufstillung”. A þessari sýningu kynnti Samband Islenskra Samvinnufélaga islenzka hest- inn viö góöan oröstýr. Þaö var Gisli B. Björnsson, sem haföi veg og vanda af þessari kynningu fyrir hönd Sam- bandsins. Gisli er nú nýlega kominn til landsins, og i samtali viö Alþýöublaöiö sagöi hann, aö sýning þessi heföi i alla staöi tekist vel og Islenzki hesturinn vakiömikla og veröskuldaöa at- hygli sýningargesta. Að sögn Gisla komu islenzkir hestar fram tvisvar á dag á stórum hringvelli. Hestarnir 6 talsins, eru allt úrvalsgripir. Þeir eru: Hrafn frá Kröggólfs- stöðum og Dagur frá Núpum sem eru nýlega komnir til meginlandsins. önnurnöfn ættu að vekja góðar minningar meöal hérlendra hestaunnenda. Sigurboöi, Stjami, Glæsir og Ljósi voru allt þekktir hestar á Islandsdögum sinum. 2 Kvikmyndir í sýningarrými SIS voru alla dagana sýndar tvær kvik- myndir önnur heitir „Tölt”, og er um gang islenzka hestsins, hin er ný mynd sem Kvik tók á Evrópumeistaramóti islenzkra hesta, sem haldiö var i Semriach i Austurriki siöast- liöiö haust. Auk þessa var dreift auglýsingabæklingum og fyrir þá sem mestan áhuga höföu var gert „plakat” meö mynd af islenzkum hesti. Aö öllu samanlögðu taldi Gisli að sýning þessi heföi tekist hiö bezta og væri góö kynning fyrir hestinn og landið. ES Varað við auglýsinga- brögðum tóbaks- framleiðenda Krababbameinsfélag Arnes- sýslu varar sterklega við til- raunum tóbaksframleiðenda og umboðsmanna þeirra til að draga virt almannasamtök t.d. innan iþróttahreyfingarinnar inn i auglýsingastarfsemi sina svo sem meö fyrirhuguðu skák- móti á vegum sigarettufram- leiðenda. Jafnframt er fagnað afstööu Skáksambandsins til þessa móts og tekiö undir áskorun þess til skákmanna að hafna þátttöku i mótinu. Alyktun þessi var samþykkt einum rómi á aðalfundi felags- ins, sem haldinn var nýveriö. A fundinum varð einhugur um, að félagiö leggöi áherzlu á fræðslu á sviði krabbameinsvarna, ekki sizt með fræðslu um skaösemi reykinga. Nú eru um 420 félagar i Krabbameinsfélagi Arnessýslu og formaður félagsins er Þór- hallur B. Ólafsson héraðslæknir i Hveragerði. ...og svo skal ég líka gefa þér nammi i staðinn fyrir klossana... Þessa snáða rakst ljósmyndari okkar á i góða veðrinu. Þá er um að gera að leika sér úti og vera nógu létt- klæddur. alþýöu blaöið HEYRT, SÉÐOG HLERAÐ Heyrt: Að Halldór Blöndal, varaþingmaður Sjálf- stæöisflokksins, veröi rit- stjóri tslendings á Akureyri. Sigrún Stefáns- dóttir, sem gegnt hefur starfinu með prýöi um all- langan tima, er nú hætt og hefur ráöist til Rikisút- varpsins. Halldór hefur að undanförnu stundað kennslu við menntaskólann á Akureyri, og hefur oft komiö viö sögu tslendings. Frétt: Aö enn hafi bæjar- ráö Akureyrar ekki fjallaö um eftirmann Bjarna Einarssonar, bæjarstjóra, sem sagt hefur starfi sinu iausu. Ein umsókn hefur boriztum starfið, sem ekki þykir mjög spennandi, þar eð fyrirsjáanlegir eru tais- veröir fjárhagsöröugleikar hjá bænum vegna mikilla framkvæmda, sem byrjað hefur verið á og þarf aö hefja fljótlega. Tekiö eftir: Að ótrúlega mikill munur er á frá- sögnum Visis og Dag- blaðsins um kaup Reykja- prents hf. á hlutabréfum i Reykjaprenti og Járnsiöu hf.. Visir segir, að kaup- veröiö sé 63 milljónir króna, en það eru eigendur VIsis, sem kaupa. Dag- blaöið gerir minna úr upphæöinni og segirhana vera 24 milljónir (núvirði) króna, en það voru Dag- blaösmenn, sem seldu. Frétt: Aö fyrrnefndur kaupsamningur á hluta- bréfum hljóði upp á liölega 63 milljónir króna, sem greiða á á 15 árum. Frétt: Að mörg launþega- samtök séu ákveðin I þvi, að gera allt, sem i þeirra valdi stendur til aö koma i veg fyrir aö samningur rikisstjórnarinnar viö Breta um fiskveiöar i land- helgi, taki gildi. útifund- urinn i dag sé aðeins einn liöurinn i þeirri baráttu. Lesið: 1 Visi I gær: „Lúövik Jósepsson, formaöur þing- flokks Alþýöubanda- lagsins, sagði i samtali viö norska blaöiö Aftonposten, aö stjórnarandstaðan gæti gengiö til samninga, ef þaö lægi ljóst fyrir að deilan viö Breta væri endanlega útkljáö fyrsta desember. Heyrt: Að meöferöar- heimiliö að Kleifarvegi 15 verði lagt niður þrátt fyrir aö flestir þeirra aöila sem leitað var álits hjá um framtiöarskipulag með- feröar- og sérkennslu- stofnana i borginni, hafi veriö þvi eindregiö and- snúnir. A það var bent að stofnunin aö Kleifarvegi 15 hafi veriö starfrækt þaö stuttan tima aö ekki veröi lagður dómur á árangurinn aö svo komnu máli. Svo viröist sem máliö hafi verið keyrt i gegnum stjórnunar- kerfi borgarinnar og þar hafi ráöið valdamiklir em- bættismenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.