Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 10
10 UN HELGIMA Miðvikudagur 2. júní 1976. SlaSw1’ Hví á að kæla kornabörn sem eru með hita en ekki hina fullorðnu? Þegar fólk veikist, fylgir oft sótthiti með, mikill eða lítill eftir at- vikum. Flestir kannast við að lítil börn eru gjarn- an þvegin úr spritti, eða kæld á einhvern annan hátt þegar þau eru með háan hita. En hvernig er það með fullorðið fólk? Er ekki einfaldlega hægt að hressa það við meðþvíað stinga því í kæliskápinn, eða frystikistuna svolitla stund? Svo auðvelt er það víst ekki. Þegar fólk er meö sótthita, er ekki þar með sagt aö sjúkdóm- urinn eigi rætur aö rekja til hit- ans. heldur til vissra sýkla sem orsaka vissar efnabreytingar i likamanum. Þessar efnabreyt- ingar orsaka siðan hærri likamshita. t inflúensutilfellum er hitastig likamans t.d. um það bil 40C en lægra þegar um marga aðra sjúkdóma er að ræða. Það er þvi einginn fótur fyrir þvi að hitinn einn sér séu þau veikindi sem um er að ræða. Fyrr á timum trúði fólk þvi að hitinn væri einn liður i vörn lik- amans gegn sjúkdómnum. En eins og áður sagði stafar hann af þvi aö likaminn er að vinna bug á utanaðkomandi veirum og þaö hjálpar þess vegna ekkert upp á heilsuna þó sjúklingurinn sé kældur ef hann er með hita. Enþaðgegnir öðru máli með kornabörn sem fá háan hita. 1 þvi tilfelli er kæling nauðsynleg ráðstöfun til að börnin fái ekki hitakrampa. Einnig getur verið gott að gefa hluta úr magnyl- töflu við háum hita. Þvi magn- ylið inniheldur efni sem slá á hitann. Að lokum skulu foreldrar að- eins minntir á, að það á ekki að kappklæöa ungbörn, sem eru með hita, eða hiaða á þau sægum. Börnin eiga að vera léttklædd i rúminu og hafa skal ferskt loft i herberginu. FRAMHALPSSAGAN „Við viljum ekki að þér drepizt af rafmagnshöggi,” sagði Greenwood. „Hér er háspenna—lifshætta. Samvinna, MR. Prosker?” „Ég vil gjaman sýna sam- vinnu,” sagði Prosker. „Ég vil sýna fyllstu samvinnu.” „Já, það viljið þér,” sagði Dortmunder. 6. kafli Murch stóð við hliðina á teinun- um, reykti Marlboro og hugsaði um járnbrautarlest. Hvernig ætli væri að stjórna lest, alvöru lest, nýti'zku lest? Auövitað var ekki unnt að hafa sporaskipti, þegar manni þóknaðist, en það hlaut samt að vera skemmtilegt, mjög skemmtilegt. Undanfarinn stundarfjórðung hafði aðeins eitt farartæki farið um veginn, gamall, grænn vöru- bill, sem eldri, hvithæröur bóndi ók. Það klingdi i alls konar málm- hlutum, þegar billinn ók yfir tein- ana, og bóndinn hafði litið Murch hornauga, eins og hann hefði Murch grunaöan um að hafa svona hátt. Seinna hafði hann heyrt óminn af vélbyssuskothriö, veikt og langt i burtu. Murch hlustaði spenntur, en skothriðin var ekki endurtekin. Sennilega aöeins að- vörun, ekkert benti tii vand- ræða. Nú kom einhver eftir teinunum. Murch laut fram, staröi, og þetta var góði, gamli Tumi Þumall, sem kom akandi aftur á bak eftir teinunum. Gott. Murch henti frá sér siga- rettunni og hljóp upp i ekilssæti flutningabflsins. Hann snéri hon- um, og alft var til reiðu, þegar Tumi Þumall kom. Chefwicknam staðar rétt fyrir aftan bilinn. Hann var þegar hálf leiður að sjá af tilhugsuninni að verða aftur eðlilega stór, en um annaö var ekki að ræða. Töfra- drykkurinn, sem haföi gert hann litinn, virkaöi ekki lengur. Meöan Greenwood gætti Prosker, stukku Dortmunder og Kelp, sem ekki voru lengur i froskmannsbúningum, niður á jörðina og settubrúna á sinn stað. Chefwick ók hægt og gætilega upp rennuna, en þegar lestin var komin inn, ýttu Dortmunder og Kelp henni á eftir. Kelp klifraöi inn, Dortmunder lokaöi og fór i stýrishúsiö, en þar settist hann hjá Murch. „Gekk allt vel?” spurði Murch. „Já.” „A áfangastað? ” „Já.” Murch lagði af stað, og þegar hann haföi ekið þriggja kílómetra vegalengd beygði hann til vinstri út á þröngan stíg, einn af þeim mörgu stigum, sem þeir höfðu kannað undanfarnar vikur. Þeir vissu,að þessi stigur lá inn i skóg- inn, án þess að koma að nokkru býli. Fyrstu kilómetrana mátti sjá merki þess, aö stigurinn var stundum notaöur sem ástarbraut, en þegar lengra var komið, voru teinarnir grasigrónir og enduðu loks f dalskorningi, þar sem engin merki mannaferða sáust, ef frá er skiliö niðurbrotinn múr hér og þar og hálfniðurgróinn legsteinn, þar sem kirkjugarðurinn haföi einu sinni verið. Murch ók vörubilnum eins langt inn og hann þorði, en nam siðan staðar. „Hlustiö á þögn- ina,” sagði hann. Það var áliöið dags og ekkert hljóð heyrðist. Þetta var bliöari, rólegri þögn en hafði rikt á hæl- inu eftir að Dortmunder hóf vél- byssuskothriöina, en hún var jafnfullkomin. Dortmunderfór út úr stýrishús- inu, og það small f, þegar hann skellti á eftir sér. Murch fór út hinum megin og þeir gengu meö- fram vörubilnum og hittust að aftan. Umhverfis þá voru tré og jörðin var þakin rauðum og appelsínulitum laufblöðum. En það voru enn lauf á trjánum, og þau flögruöu um ioftið svífandi, svo aö Dortmunder gáði bæöi til vinstri og hægri. Dortmunder opnaði bakdyrnar og þeir Murch klifruðu upp og lok uðu á eftir sér. Inni i bilnum kom ljósið úr þrem perum i loftinu og járnbrautarlestin tók næstum allt plássið þar. Vinstra megin var þó unnt að skáskjótast fram hjá henni. Dortmunder og Kelp fóru aö eldsneytisvagninum og inn i hann. Prosker sat á vopnakassanum, og sakleysislegi andlitssvipurinn, sem átti að sýna minnisleysi hans, var orðinn heldur útjaskað- ur. Kelp og Greenwood og Chefwick stóöu í hnapp utan um hann. Hvergi var vopn að sjá. Dortmunder gekk til hans og sagði: „Þetta gæti ekki veriö ein- faldara, Prosker. Þér tapið lifs- tórunni, ef við missum demant- inn. Komiö með hann.” Prosker leit jafnsakleysislega á Dortmunder og hvolpur, sem hef- ur týnt dagblaðinuá heimleiðinni. „Ég veit ekki, hvað þið eruð að tala um,” sagöi hann „Ég er sjúklingur.” „Við skulum binda hann á tein- anaog láta lestina aka yfir hann, sagði Greenwood með ógeði og fyrirlitningu. „Þá getur verið að hann opni kjaftinn.” „Það efast ég um,” sagði Chefwick. „Murch, Kelp, farið með hann út og sýnið honum, hvar við erum staddir,” sagði Dortmunder. „Skal gert,” Murch og Kelp tóku ómjúklega undir handlegg- ina á Prosker og ýttu honum út úr vörubflnum. Þeir sýndu honum skóginn, en sfðdegissólin varpaði birtu inn milli laufanna á trján- um. Þegar hann haföi litast um, lokuðu þeir aftur og fóru með hann að vopnakassanum. „Erum við ekki i skóginum?” „Jú,” sagöi Prosker og kinkaði kolli. „Við erum i skóginum.” „Svo þér munið, hvað skógur er? Gott. Litið nú inn i fremsta vagninn á lestinni. Hvað sjáið þér þar?” „Skóflu,” sagði Prosker. „Svo þér munið lika eftir skóflu,” sagði Dortmunder. „Það gleður mig. Munið þér lfka, hvað gröf er?” Prosker var ekki alveg jafnsak- leysislegur. „Þér getið ekki gert sjúklingi það,” sagði hann og studdi máttvana hendi I hjarta- stað. „Nei,” sagði Dortmunder. „En éggætigert það við lik.” Hann lét Prosker hugleiða máliö smástund og sagöi svo:” „Ég ætla aö segja yður, hvað gerist. Við verðum hér i nótt og látum lögregluna þjóta um og leita aö járnbrautarlest um allt. A morgun förum við héðan. Þér sleppið, ef þér hafið afhent okkur demantinn áður, og þér getið sagt lögreglunni, að yður hafi tekizt að flýja, og aö þér vitiö ekki, hvaðgekk á. Þér nefnið auð- vitað engin nöfn, þvf aö þá kom- um viö aftur og sækjum yöur. Þér vitið vfet núna, að viö • getum fundið yður, hvar sem þér leyn- ist.” Prosker leit i kringum sig. A járnbrautarlestina og hörkuleg andlitin. „Já,” sagði hann. „Já, ég veit þaö.” „Gott,” sagði Dortmunder. „Kunnið þér að fara með skóflu?” Prosker var skelfingu lostinn. „Skóflu?” „Ef þér afhendið ekki demant- inn,” sagði Dortmunder til út- skýringar. „Við förum hérna árla á morgun, og við viljum ekki, að þér finnist, svo að þér neyöist til að grafa gröf.” Prosker vætti varirnar. „Ég,” sagði hann. Hann leit aftur á þá alla. „Ég vildi óska, að ég gæti aðstoðaö ykkur,” sagöi hann. „Ég vildi það svo gjarnan. En ég er sjúklingur. Mér gekk illa i við- skiptum, i einkalifi, ótrú ástmey, þrætur við lögfræðingaráð, ég fékk taugaáfall. Hvers vegna haldið þið, að ég hafi verið á hæli?” „Til að fela yður fyrir okkur,” sagði Dortmunder. „Þér lögðuö yður inn sjálfúr. Ef þér höfðuð nægilegt minni til að fara á hæli, sem var svona vel gætt, getið þér munað eftir demantinum.” ,,Ég veit ekki, hvað segja skal,” sagði Prosker. „Það er i lagi,” sagöi Dort- munder. „Þér hafiö alla nóttina til að hugsa málið.” 7. kafli. „Er þetta nógu djúpt?” Dortmunder kom og leit á hol- una. Prosker stóð ofan f henni f hvitu náttfötunum, baðsloppur- inn lá við hliðina á trjábol. Holan var orðin hnédjúp, og Prosker var löðursveittur, þó aðsvalt væri úti. Sólin skein aftur i heiði, og haust- skógurinn ilmaöi, en Prosker minnti á hlýjan júlidag — án loft- kælingar. „Þaöerekki nógu djúpt,” sagði Dortmunder. „Þér viljið þó ekki liggja f svona grunnri gröf? Þær eru bara handa klæðskerum og skósmiðum. Hafið þér enga sjálfsvirðingu?” ,,Þér ætliö ekki að myrða mig,” stundi Prosker. „Ekki fyrir smá- peninga. Mannslffið er meira virði en peningar. Þér hljótið að vera mannlegri, en ...” Greenwood kom til þeirra og sagði: „Prosker, ég gæti myrt yður vegna þess, að þér fariö i taugarnar á mér. Þér brugðust mér, Prosker. Þér plötuöuð mig. Þér gerðuö okkur helvitiö heitt, og það er mér að kenna, svo að ég vona á vissan hátt, að þér haldiö áfram að gera yður upp minnis- leysi, þangaö til að við verðum að fara. ” Prosker var mæddur aö sjá og leit yfir að hjólförum vörubilsins. Dortmunder sá það og sagöi: „Gleymiö því, Prosker. Ef þér haldiö, að lögregluþjónn komi þjótandi inn i skóginn á bifhjóli, skjáltlast yöur. Það gerist ekki. Við völdum þennan staö, þvi aö hér erum viö öruggir.” Prosker virti Dortmunder fyrir sér, og hann var ekki jafnsakleys- islegur og áöur. Hann var orðinn ibygginn á svipinn. Hann hug- leiddi máliö um stund, henti svo skóflunni frá sér, og sagði ákveð- inn: „Allt i iagi. Þið dræpuð mig aldrei, þvf að þiö eruð ekki morð- ingjar, en ég sé, að þið gefist aldrei upp. Það bendir ekkert til þess, að mér veröi bjargaö. Hjálpiö mér upp úrholunni og við skulum ræöa málið. „Framkoma hans var gjörbreytt, röddin dýpri og öruggari, limaburðurinn ákveðnari, handahreyfingarnar snöggar. Dortmunder og Greenwood hjálpuðu honum aökomastupp úr holunni, og Greenwood sagði: „Verið ekki of vissir um mig, Prosker.” ÞAÐ VAR EINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.