Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 9
alþýðu-
blaðíú
Miðvikudagur 2. júní 1976.
VETTVANGUR 9
;ann að hafa ófyrirsjáanlegar breytingar á lífríki fjarðarins
■ALENGDIR STYTTAST
VÖRUVERÐ LÆKKAR
iAR BRÚIN KEMUR
amgönguráðherra á borgarafundi í Borgarnesi
arðandi um-
nnssonar um
i þrek til að
>rúna” sagði
ist sem þrek
hefði aukist
sem hann
með þvi að
rjárlögum, á
garnesi i
>i Hallgrims-
ur hjá Vega
hann einkum
ím atriðum i
’ingarfram-
kvæmdir og þeim rannsóknum
sem hafa verið gerðar til að reyna
að sjá fyrir hugsanlegar af-
leiðingar brúárbyggingarinnar i
firðinum. Það sem einkum hefur
verið rannsakað er lifriki árinn-
ar, landbrot af völdum sjávar-
gangs og framburðúr árinnar,
sem er mjög mikill. Sagði Helgi
að rannsóknir þessar hefðu ekki
leitt neitt i ljós sem ástæða væri
til að óttast, en þeim yrði vita-
skuld haldiö áfram næstu árin
a.m.k.
Enn fremur sagði hann að
fyrirhuguð mannvirki myndu
óhjákvæmilega siga talsvert, og
væri gert ráð fyrir aö vegafylling-
in, sem er 1 1/2 km að lengd sigi
40—50 cm þar af 90% á fyrsta ári.
Brúin sjálf kæmi til meö að siga
minna, eða 10—20 cm. Þetta yrði
til þess að ekki reyndist unnt að
leggja slitlag á vegfyllinguna fyrr
en að a.m.k. ári liðnu eða þegar
sig hefði komið fram. Þá kom
fram að mjög hefur verið óttast
um vatnsból Borgnesingá og
höfnina i Borgarnesi vegna þess-
ara framkvæmda og sagði Helgi
að menn væru uggandi um að
framburður árinnar breytti
stefnu sinni og fyllti i höfnina.
Rannsóknir hefðu hins vegar sýnt
að sáralitlar likur væru fyrir
þessuogmyndi áhrifa brúarinnar
ekki gæta fyrr en f fyrsta lagi að
mörgum árum liönum.
Framkomin gagnrýni
af ýmsum toga spunnin.
Siðastur framsögumanna talaði
Húnbogi Þorsteinsson sveita-
stjóri og fjallaði hann m.a. um þá
gagnrýni sem komið hefði fram
viða vegna byggingar brúar yfir
Borgarfjörð.
Sagði Húnbogi að það væri
ótrúlega stór hópur fólks á
höfuðborgarsvæðinu sem fylgdist
ekki með, eða gerði sér grein
fyrir breytingum þeim sem orðið
hefðu á atvinnuháttum o.fl. þ.h.
úti á landsbyggðinni. Það væri
fyrst og fremst þessi hópur sem
höfðað væri til þegar menn væru
að gagnrýna ýmsar fram-
kvæmdir ss. Borgarfjarðarbrúna,
sem væru i raun til stórrar hag-
ræðingar fyrir viðkomandi héruð.
Enn fremur segði sér svo hugur,
að þeir hæstvirtir þingmenn utan
af landi sem mæltu gegn brúnni
sæju hálft i hvoru ofsjónum yfir
þeirri fjárveitingu, sem væri
ætluð til brúarinnar og vildu
gjarnan fá hana til framkvæmda i
sinu eigin kjördæmi.
Að lokum lagði Húnbogi mikla
áherslu á, að höfnin i Borgarnesi
mætti alls ekki skaðast af þessum
byggingarframkvæmdum, hún
skapaði mikla atvinnu fyrir
héraðsmenn og hana bæri að
vernda gegn hvers konar
skemmdum, af völdum náttúru
eða manna.
1 svari við fyrirspurnum að
fundi loknum sagði Helgi Hall-
grimsson að nokkur hætta væri á
isingu á vegfyllingu að vetrarlagi
þar sem öldurnar brotna á
fyllingunni en ekki væri farið að
athuga hvernig mætti eyða þeirri
isingu. Þá væri iiklegt að brúin
yrði ófær i aftakaveðrum og þvi
væri nauðsynlegt að halda gamla
veginum vel við þótt meginþungi
umferðarinnar hvildi á nýju
leiðinni.
Samgönguráðherra sagði að
þessi brúargerð kallaði á frekari
framkvæmdir i vegamálum og
yrði stefnt að þvi að betrumbæta
þá vegi sem umferðin kæmi til
með að fara um. Astand gömlu
veganna myndi fyrst og fremst
byggjast á þvi að þungaflutning-
um yrði létt af þeim.
—JSS
arskólinn
nið.
á ár
við
tarf-
íála,
i að
nga-
eða
llaö,
>ylta
mar-
sem
st i
mra-
viöa
a, að
svo
hafi
inta-
/erið
fyrir
ldur
ieild,
fuðu
erka
ivaö,
var.
lins,
r, á-
i og
i efa
nlag
sem
þessu ári
Skólinn var settur 1. sept-
ember og kennsla hófst þegar
næsta dag. 1 skólann sjálfan
voru skráðir 837 nemendur, en
587 i öldungadeild, samtals 1424
nemendur.
Ekki er rúm i kennslustofum
fyrir nema rúmlega 600
nemendur i senn og varð þvi að
„skásetja” i skólann: reglulegir
skólanemendur voru i kennslu-
stundum á timabilinu kl. 8:15 til
16:30, en öldungar á timabilinu
17:20 til 19:00 og 21:00 til 22:30.
Gert hefur verið hlé á
byggingarframkvæmdum um
sinn sakir fjárskorts, en mörgu
er enn ólokiö innanhúss, og enn
skortir þennan mikla fjölda
nemenda leikfimihús.
Skólinn starfar eftir áfanga-
kerfi:hverrinámsgrein er skipt i
áfanga og svarar hver áfangi til
4 eða 6 stunda kennslu á viku i
eina önn (eitt misseri). Próf eru
i lok hverrar annar:
haustannarpróf eða jólapr. og
vorannarpróf eða vorpróf.
Nemandi fær þvi aðeins að hefja
nám i nýjum áfanga I grein, aö
hann hafi staðizt próf i næsta á-
fanga á undan. Engin upp-
lestrarleyfi eru fyrir próf, en
hvert próf tekur tiu daga og er
þó nokkurt fyrirtæki, semja
þarf rúmlega 200 verkefni fyrir
hvert próf, en fara yfir og meta
rúmlega 6000 úrlausnir.
Nemendur fá stig fyrir hvern
áfanga, sem þeir standast, og
safna sér þannig stigum i stú-
dentsprófið. Til stúdentsprófs
þarf 132 stig hið minnsta. Þar af
eru 74 i kjarna ,en svo er nefnt
það námsefni sem allir
nemendur þurfa að ljúka. Rúm
30 stig til viöbótar vinnur
nemandinn sér inn á kjörsviöi,
en það er samstæða skyldra
greina. Um sex kjörsvið er að
velja og segja nöfnin að nokkru
um meginefni hvers sviðs:
fornmáiasvið, nýmálasvið,
félagssvið, náttúrusvið, eðlis-
svið og tónlistars við. t
skólanum hefur náttúrusviöið
fram til þessa verið fjölsóttast,
en fornmálasviðið fámennást.
Afgangur námsefnisins er
frjálst val, þar geta nemendur
valið sér nýjar greinar, eöa
haldiö áfram i þeim greinum er
þeir þegar hafa valiö sér, eða
jafnvel reynt að safna sér i nýtt
kjörsvið. Þess eru nokkur dæmi
að nemendur hafi lokið
stúdentsprófi á tveimur kjör-
sviðum og nú i vor vann einn
nemandi það afrek að ljúka
prófi á þremur kjörsviðum.
Haustannarpróf fór fram i
desember. Þar luku 79
Guðmundur Arnlaugsson rektor flytur nýstúdentum öldungadeildar og
gestum ræðu við skólaslit 29, mai sl. þegar fjöimennasti hópurinn til þessa
útskrifðist frá öldungadeiid.
nemendur skólans stúdentsprófi
og var þvi hægt að bæta rúm-
lega 80 nýjum nemendum i
skólann i janúar.
Vorannarprófið var haldiö i
mai. Þar luku 85 nemendur stú-
dentsprófi og voru brauskráðir
21. mai. í mai voru einnig braut
skráðir 7 stúdentar úr fram-
haldsdeild Samvinnuskólans.
Deildin hefur eigi hlotið réttindi
að lögum til að brautskrá stú-
denta og þvi var sá háttur
hafður á i fyrra og aftur i ár, að
Menntaskólinn við Hamrahliö
dæmdi lokapróf þessara
nemenda og veitti þeim
stúdentsprófsskirteini sem
utnaskólanemum á viöskipta-
sviði.
1 öldungadeild er námið
skipulagt á sama hátt og i skól-
anum sjálfum, en þvi er
þjappað meira saman: kennslu-
stundir eru helmingi færri i
hverjum áfanga en i skólanum
sjálfum. Sakir þess að flestir
nemendur öldungadeildar
stunda önnur störf samhliða
náminu, hefur verið reynt aö
teygja prófin yfir lengri tima.
Haustannarprófum lýkur ekki
fyrr en i janúar og eigi var unnt
að brautskrá stúdenta úr
öldungadeild i vor fyrr en 29.
mai.
1 janúar brautskráðist 21 stú-
dent úr deildinni og 29. mai
bættust 40 i hópinn. Þar með
hefur öldungadeildin skilað 105
stúdentum þau 41/2 á sem hún
hefur starfaö.
Af þeim 40 stúdentum, er
skráðust á braut hinn 29. mai,
voru 31 kona og 9 karlar. Elzti
stúdentinn var 62 ára, sá yngsti
22 ára, en meöalaldur hópsins
var 36 ár.
Eftir kjörsviðum skiptist
hópurinn þannig: félagssvið 21,
nýmálasvið 10, náttúrusvið 7,
fornmálasvið 2. Tveir stúdent-
anna luku prófi á tveimur
sviðum samtimis.
Alls hafa þannig 232
nemendur lokið stúdentsprófi
frá skólanum á þessu skólaári
100 um jól en 132 i vor, 164 úr
skólanum sjálfum, 61 úr
öldungadeild og 7 frá fram-
haldsdeild Samvinnuskólans.
1 áfangakerfi eru meðalein-
kunnir ekki reiknaðar, en óhætt
er að segja að hæsta prófi frá
skólanum á árinu lauk Jón
Baldursson nemandi á eðlis-
sviði. Hann lauk stúdentsprófi
um jól en bætti svo við sig
nokkrum áföngum á vorönn.
Allmargir nemendur ljúka
stúdentsprófi með fleiri stigum
en þvi lágmarki sem krafist er,
nokkrir þreyta stúdentsnám á
tveimur sviðum i senn, og eins
og fyrr er sagt lauk einn
nemandi stúdentsprófi i vor á
þremur sviðum. Þetta var Dóra
Hjálmarsdóttir og hefur hún
jafnframt flest stig þeirra er
stúdentspróf hafa þreytt við
skólann, 164 alls, en hún lauk
prófi á nýmálasviði, náttúru-
sviði og eðlissviði.
—BJ