Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 3
í»Iaðjd,'MicWikiidagur 2. júní 1976.
FRÉTTIR 3
Mótmæla
samningum
við Breta
Fulltrúará&sfundur Menningar
og friöarsamtaka islenskra -
kvenna hefur sent frá sér ályktun
þar sem segir aö fundurinn mót-
mæli eindregið öllum samningum
islenzku rikisstjórnarinnar við
Breta um fiskveiöi innan 200
milna lögsögunnar.
Enn fremur skorar fundurinn á
rikisstjórnina aö fella fiskveiði-
samninginn viö vestur-þjóöverja
tafarlaust úr gildi.
IUSY fordæmir
herskipa innrás
Breta harðlega
Frá þingi Evrópudeildar
alþjóöasambands ungra
jafnaðarmanna, IUSY, sem
haldið er á Möltu:
Fordæmum harðlega
hernaöaraðgerðir Breta gegn
Islendingum. Við krefjumst
tafarlausrar brottkvaðningar
allra herskipa af Islandsmiðum
og skilyrðislausrar viður-
kenningar Breta á 200 milna fisk-
veiðilögsögu íslendinga.
Sérstaklega þykir okkur það
slæmt, að það skuli vera verka-
mannastjórn, sem stendur að
þessari stefnu Breta gegn íslend-
ingum.
Allar kjötvörur merktar frá
og með mánaðamótum?
Hinn 1. júni tók gildi auglýs-
ing viöskiptaráðuneytisins um
merkingu kjötvara, sem seldar
eru i smásölu. Frá og með þeim
degi er skylt að merkja allar
unnar kjötvörur, sem seldar eru
I smásölu i neytendaumbúöum,
og veita meðal annars upplýs-
ingar um heiti vörunnar, fram-
leiðsluhætti, samsetningu,
geymsluaðferð, meðferð við
neyzlu, pökkunardag og siðasta
leyfilegan söludag.
Alþýðublaðið hafði samband
við Jón Sigurðsson, formann
Félags islenzkra kjötkaup-
manna, og spurði hann álits á
reglugerð þessari. Jón sagði
þessa breytingu ekki hafa nein
áhrif á kjötkaupmenn, sem
ynnu kjötið sjálfir og seldu það
„beint yfir borðið” (þ.e. óinn-
pakkað) þar eð engar kröfur
hefðu verið gerðar til merking-
ar á slikum vörum. Þar af
leiðandi hlyti þetta að mæða
mest á kjötiðnaðarstöðvunum,
sem sjá um pökkun og selja
vörur sinar smásöluverzlunum.
Hjá sambandinu náðum við
tali af Jóhanni Steinssyni,
deildarstjóra, sem sagði að nú
væri unnið af kappi við að
breyta merkimiðum i samræmi
við reglugerðina
Jóhann sagðist vona að
nýju merkimiðarnir yrðu teknir
i notkun mjög fljótlega.
Sömu sögu sagði Vigfús
Tómasson hjá Sláturfélagi
Suðurlands. Þeir þurftu að auka
til muna vélakost sinn. en eru þó
þegar búnir að merkja stóran
hluta framleiðslunnar eins og
gert er ráð fyrir. Vigfús vonað-
ist til að þvi, sem á vantaði yrði
kippt i lag fljótt eftir Hvita-
sunnu.
Framleiðendur hafa haft all-
langan aðlögunartima til aö
koma á þessari breytingu og
hafa flestir brugðist skjótt við,
þrátt fyrir hinn mikla kostnað
sem óhjákvæmilega fylgir i
kjölfarið. Enn eru þó brögða að
þvi að ómerktar kjötvörur sjáist
á markaðnum, en viö vonum að
framleiðendur geri sér grein
fyrir nauðsyn þessarar þjónustu
við neytendur og að á næstunni
megi fá fullnægjandi upplýs-
ingar um hvað á boðstólum er.
— AV
Gallar á viðbúnaði vegna
flugslyss verða lagfærðir
Nú liggur fyrir mat á því
hvernig æfing vegna
hugsanlegs flugslyss á
Reykjavíkurf lugvelli
tókst. Æf ing þessi fór, sem
kunnugt er, fram þann 22.
maí og var hún gerð til
þess að kanna hvernig
áætlun sem Almanna-
varnir Reykjavíkur lét
gera væri í framkvæmd.
Það er samdóma álit þeirra,
sem að æfingunni stóðu, að hún
hafi tekizt mjög vel.
Þrír gallar
1 ljós komu þrir gallar eða
mistök sem lagfæra verður.
1. Allt of mörg verkefni hvila á
lögreglunni samkvæmt áætl-
uninni og olli það seinkun á
viðbrögðum hennar. Seinkunin
kom harðast niður á flutningi
greiningarlæknis af Borgar-
spitalanum á slysstað. Læknirinn
var tilbúinn á eðlilegum tima, en
þurfti að biða óeðlilega lengi eftir
flutningi.
2. Þá þarf að bæta fjarskipti
milli löggæzlunnar á flugvallar-
svæðinu og flugtturnstil þess að
hægt sé að beita samræmdum
aðgerðum við stjórnun bila- og
flugumferðar, innan vallar ef slys
verður.
3. Boðun greiningarlækna af
Landakotsspitala og Landspitala
þarf að vera ákveðnari og
öruggari.
Harma að hafa
valdið skelfingu
Almannavarnir harma að hafa
valdið farþegum flugvélar, sem
var að koma frá Vestmanna-
eyjum ótta, þar sem biða þurfti
heimildar til lendingar nokkurn
tima. Var talið vist að allir starfs-
menn Flugfélags Islands vissu af
fyrirhugaðri æfingu, þar sem
undirbúningur hennar fór að
mestu fram hjá Flugfélagi
íslands, og flugumsjón Flug-
félagsins og öðru starfsfólk. hess
á Reykjavikurflugvelli hafði
verið tilkynnt um hana.
Slik æfing hlýtur alltaf að vekja
ugg með mönnum, ef hún er gerð
eins raunveruleg og kostur er, en
það ber jafnframt að hafa i huga
að þetta er stór liður i að auka
öryggi-á Reykjavikur flugvelli.
Almannavarnir vilja þakka
öllum þeim fjölmörgu, sem tóku
virkan þátt i æfingunni og öðrum
þeim, sem gerðu það unnt að
koma henni i framkvæmd, og
siðasten ekki sist Flugmálastjórn
sem átti frumvkæði að þvi að
æfingin var haldin.
JSS/EB
Leikur, látbragð,
tónlist og dans
Siðasta frumsýning Leik-
félags Reykjavikur á þessu leik-
ári verður 7. júni á Sögunni af
dátanum eftir Igor Stravinsky
og C.F. Ramus og er það fram-
lag félagsins til Listahátiðar.
Verkið er flutt i samvinnu við
Kammersveit Reykjavikur.
Verkið er byggt á rússneskri
þjóðsögu um hermanninn, sem
selur óvininum sál sina. Það er
samið undir lok heimstyrjaldar-
innar fyrri og gætir i þvi áhrifa
af þeirri siðferðilegu niðurlæg-
ingu og fjárhagslegu öngþveiti,
sem þjóðir Evrópu urðu að þola
i striðinu.
Sagan af dátanum er mjög
sérstætt leikhúsVerk, en þar er
reynt að sameina frásögn leik
og dans, en tónlistin gegnir
veigamiklu hlutverki. I sýning-
unni i Iðnó er enn einum þætti
bætt við þessa formfléttu, lát-
bragðsleik, en tveir trúðar
bregða sér i gervi ýmissg þög-
ulla persóna verksins, lita
þannig frásögnina. Trúðarnir
leika auk þess tákn umhverfis-
ins, gefa til kynna stað og stund
og koma þannig að nokkru I stað
leikmyndar.
Með hlutverk þessara trúða
fara þau Daniel Williamsson og
Valgerður Dan, Jón Sigur-
björnsson er sögumaður,
Harald G. Haraldsson leikur
dátann, en Sigriður Hagalín
fenmeð hlutverk djö.fulsins,
sem raunar bregður sér i allra
kvikinda liki og mun óvenjulegt
ef ekki einsdæmi að kona fari
með þetta hlutverk. Helga
Magnúsdóttir hefur samið list-
dansinn i sýningunni en dans-
meyjan er Aðalheiður Nanna
Ölafsdóttir.
Leikstj. er Kjartan Ragnars-
son. — Stjórnandi hljómsveitar-
innar er Páll P. Pálsson, en
hljóðfæraleikar-ar þau Rut
Ingólfsdóttir, sem leikur á fiðlu,
Jón Sigurðsson, bassi, Gunnar
Egilsson, klarinett, Sigurður
Markússon ,fagot, Lárus
Sveinsson, trompet, Ole Kr.
Hanssen, básúna og Jóhannes
Eggertsson, slagverk. Sex- sýn-
ingar verða á „dátanum” fram
til 20. júni. Þosteinn Valdimars-
son þýddi textann, leikmynd
gerir Jón Þórisson.
Alls verða fimm verk á fjölun-
um i Iönó á Listahátið. Franski
látbragðsleikarinn Yves
Lebreton sýnir dagana 14. og 15.
júni. Leikur hans nefnist Ha,
eða ævintýri herra Ballon. Að-
ferð þessa þekkta látbragðs-
leikara hefur vakið mikla
athygli viða um heim, en hann
sameinar i túlkun sinni ýmis
einkenni hefðbundins látbragðs-
leiks og tiltektir skemmtitrúðs.
Umsóknar-
frestur rennur
út sama dag og
auglýsing birtist
Auglýsing, er birtist í
Alþýðublaðinu í gær, frá
AAenntamálaráðuneytinu
um lausar skólastjóra —
og kennarastöður, vakti
athygli margra. Auglýs-
ing AAenntamálaráðu-
neytis er dagsett 31. maí
og kom í blöð 1. júní. Þar
eru meðal annars aug-
lýstar tvær skólastjóra
stöður og kennarastöður
við fimm skóla og var
umsóknarfrestur til 1.
núní, eða sama dag, og
auglýsingin birtist. Okkur
fannst umsóknarfrestur í
styzta lagi og höfðum því
samband við Sigurð
Helgason hjá ráðuneytinu.
Dróst vegna
kostnaðar.
Hann sagði, að auglýsingin
væri búin að biða lengi hjá ráðu-
neytisstjóra, þar sem óákveðið
hefði verið, hvort hún fengi að
birtast vegna kostnaðar. Það
væri búið að auglýsa allar
þessar stöður, bæði i Lögbirt-
ingarblaðinu og i útvarpinu, og
þessi auglýsing væri nánast
samantekt á þeim, tii að forðast
endurtekningu. Að birta þessar
auglýsingar i dagblöðum væri
algjört nýmæli.
Að lokum kvað Sigurður
þessar stöður vera um 96% af
öllum skólastjóra— og kennara-
stöðum, sem auglýstar verða á
grunnskólastigjnu, en þar eru
m.a. auglýstar um 15 skóla-
stjórastöður.
ATA
Bókagerðarmenn
á Norðurlöndum
mynda samtök
Nýlega var haldinn, i Noregi,
fundur, þar sem saman komu
fulltrúar hinna ýmsu félaga
prentiðnaðarins á Norðurlönd-
um. A þessum fundi var gengið
frá sameiningu þeirra þriggja
sérsambanda sem fyrir hafa
verið innan prentiðnaðarins, en
hingað til hafa prentarar verið i
sérsambandi, offsetprentarar i
öðru og bindarar i þvi þriðja. A
þessum fundi voru sem sagt
þessi þrjú sambönd sameinuð,
og sjóðir þeirra þar með lika.
Markmiðið með stofnun sam-
bandsins var að sameina alla
bókagerðamenn undir einu
merki og styrkja þannig stöðu
þeirra út á viö. Við samruna
sjóðanna myndaðist einn gildur
sjóður sem nemur 12,7 milljón-
um sænskra króna. Mun þessu
fé varið til að standa straum af
ráðstefnuhaldi auk þess að vera
varasjóður ef eitthvert aðilda-
félaganna fer i verkfall. Fær
hver félagsmaður sem i verk-
falli stendur, sem svarar til 100
sænskra króna á viku úr sjóðn-
um. Innan prentiðnaðarins á
Norðurlöndum munu nú starfa
um 93000 manns.
Frá íslandi fóru tveir full-
trúar á þennan stofnfund, þeir
Ölafur Emilsson formaður hins
islenzka prentarafélags og Ar-
sæll Ellertsson frá Grafiska
Sveinafélaginu. 1 viðtali við
blaðamann Alþýðublaðsins.
sagði Ölafur að hann vænti
mikils af samstarfi við starfs-
bræður sina á Norðurlöndum,
þeir væru lengra á veg komnir i
þróuninni en við, og byggju yfir
hafsjó af fróðleik, sem gott væri
að eiga aðgang að. Taldi hann
að aðild að þessu samstarfi væri
stórt skref i framfara átt. —gek