Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 8
8 ÚR YMSUM ATTUM Miðvikudagur 2. júní 1976. /öu- bláóiö SÓÐASKAPUR OG HREINLÆTI. UMHVERFI VERKSTÆÐA OG VERK- SMIÐJA - ÓALANDI OG ÓFERJANDI SÓÐAR Á FERÐ UM LANDIÐ. - NAUÐSYN Á REFSINGU FYRIR SÓÐASKAP Sóðaskapur og hreinlæti. I góða veðrinu undanfarna daga hefur mátt sjá fjölda fólks vinna i görðum sinum og viðar við að hreinsa rusl, sem safnað- ist á vetrinum, stinga upp, lag- færa, setja niður blóm og hlúa að gróðri. Þá hefur hreinsunar- deild Reykjavkurborgar unnið mikið verk, götur hafa verið þrifnar og allt umhverfið tekið á sig nýjan og fallegri blæ. Reykjavik er ákaflega hrein- leg borg, ef tekiö er mið af ýms- um erlendum borgum, sem margir fslendingar hafa heim- sótt. Á undanförnum árum hef- ur umgengni manna i borgum og bæjum og úti i náttúrunni batnað til muna. Samt er margt ðgert i þeim efnum. Viða liggja ruslahrúgur fyrir augum vegfarenda, drasl og margvislegur óþverri, sem auðvelt er og kostnaðarlitið að fjarlægja. Menn eru bara svo vanirað hafa þetta fyrir augun- um, að þeir eru hættir að taka eftir þvi. Stundum skortir lika framtakssemina. Gott fordæmi. Oft verður sóðaskapur tals- verður i kringum fjölbýlishús, þar sem enginn telur það skyldu sina að þrifa. Fyrir nokkru ákvað hússtjórn i einu stærsta fjölbýlishúsi landsins, að biðja ibúana að eyða nokkrum klukkustundum á laugardegi til að taka til á lóðinni. Þátttaka var mjög mikil. Foreldrar fóru út með börn sin, og flestir höfðu ánægju af verkinu. Það var einnig ótrúlegt hve miklum breytingum umhverfi hússins tók. Þar voru ekki lengur plast- dræsur, steinar og glerbrot, heldur hreint og þrifalegt. Slikur samhugur eykur sam- ábyrgð ibúanna gagnvart um- hverfi sinu. Þeir, sem taka þátt i slikri hreingerningu, eru lík- legri en aðrir til að beygja sig eftir hverskonar rusli á lóð hússins og koma þvi á réttan staö. Umhverfi verkstæða. Mesti sóöaskapurinn á höfuð- borgarsvæðinu er i kringum hverskonar verksmiöjur og verkstæði. Þetta geta menn séð, ef þeir ganga um iönaðarhverfi og þar sem bilaverkstæði eru. Á þessu eru þó undantekningar. Nokkrir eigendur verksmiðja hafa gert sér far um að snyrta umhverfi þeirra og er það til mikillar fyrirmyndar. Ein stofnun i Reykjavik skarar fram úr á þessu sviði, en það eru Rafmagnsveitur Reykjavikur. Allt umhverfi húsa og athafna- svæða þessarar stofnunar er svo snyrtilegt að það gæti verið öðr- um skóladæmi um það hvernig fara á að. Hér á Alþýöublaðinu höfum viðhins vegar sóöaskapinn fyrir augunum á hverjum degi. Fyrir neðan hús það, sem Alþýðublað- ið er i við Siðumúla 11, eru bif- reiðaverkstæði. Svæðið á milli húsanna er þakiö ónýtum og ryðguðum bilum, vélarhlifum, hljóðkútum, felgum, rörum, kössum og öllu þvi skrani, sem nöfn um tjáir að nefna. Enginn virðist hafa eftirlit með þvi, að þarna verði þrifið: menn treysta kannski á það, aö ó- þverrinn sést ekki frá götunni. Þó mætti ætla að þarna lægju talsverö verömæti i brotajárni. Umhverfi sveitabæja. Viða i sveitum landsins hafa bændur gert mikið átak til auk- ins þrifnaðar. Jafnvel er farið að veita verðlaun fyrir snyrti- legasta umgengni, og er það vel. En ekki hafa allir hlustað á hvatningar forráðamanna land- búnaðarins. — Fyrir nokkru flaug ég i góöu veðri yfir ölfusið og Flóann. Þar var gaman að sjá niður á snyrtilega bæi, þar sem vart sást hrukka eöa blett- ur, vel gengið frá vélum og tækjum, hús vel máluð og allt vel girt. Það var þvi hörmulegra að lita niöur á býli þar sem sóða- skapurinn var slikur, að ekki verður meö orðum lýst. Gamlar sláttu — og rakstrar vélar lágu eing og hráviði um allt, svo og sundurteknar dráttarvélar, mykjuhaugar höfðu hlaðizt upp, hús voru ómáluð og illa farin, járnið ryðgaö, girðingar fallnar og allt var svart og óhrjálegt. Þvi miður er þessi sjón allfeof algeng, þegar ekið er um þjóð- vegi landsins. Sumstaðar mætti draga þá ályktun, að bændur keyptu nýjar vélar á hverju ári og köstuðu þeim gömlu i hauga. Hús eru látin hanga uppi þar til þau hrynja sjálf, í stað þess að jafna þau við jörðu. Bændur spara málningu á útihús og ibúðarhús, sem mis- skilinn sparnaður, þar eð kostn- aöur verður mun meiri, þegar skipta þarf um ónýtt og ryðgað járnið. En viðhaldsleysi á hús- um á ekki aðeins við um bænd- ur. Umgengnin við landið Þótt talsvert hafi áunnizt til að fá almenning til að ganga betur um land sitt, er langur vegur frá að þar sé allt I sóman- um. Við marga fegurstu staði landsins er umgengni slík, að ætla mætti að villimenn hefðu farið þar um. Niðursuðudósir, plastumbúðir og fleira liggur á fögrum vatnsbökkum, þar sem „náttúruunnendur” hafa tjald- að eða hafzt við dagstund. Hjól- barðar bifreiða hafa skorið viö- kvæman jarðveg og skilið eftir ljót ör. Hinir „jeppaóðu” láta sig ekki muna um að aka upp fjallshliðar, eftir grasigrónum hjöllum og mosembum. Slika menn á að svipta ökuleyfi. — Sem dæmi um umgengnina þarf aö hafa mann i fullu starfi við Mývatn, eina mestu náttúru- perlu landsins, aöeins til að hirða óþverrann eftir ferða- mennina. A þessu verður að verða breyt- ing. Sóðar að upplagi? Liklega er það sama fólkið, sem gengur illa um hús sin og hýbýli og þaö sem hendir tóm- um flöskum og umbúðum út úr bilum hvar sem það er á vegi, hrækir og skirpir i allar áttir , brýtur og bramlar og ber ekki virðingu fyrir neinu. 1 Bretlandi varðar það sektum að fleygja drasli út úr bil. Það varðar sekt- um að vera sóöi. — Slikar refs- ingar þyrfti að ákveða hér á landi, og þessum sóðum skyldi enginn hlifa. Þeir eru þjóðaró- sómi. —ÁG Borgarfjarðarbrúin k Sunnudaginn 29. mai sl. gekkst Junior Chamber i Borgarnesi fyrir almennum fundi um bygg- ingu brúar yfir Borgarfjörð. Framsögumenn voru þeir Hall- dór E. Sigurðsson Samgönguráð- herra, Helgi Hallgrimsson yfir- verkfræðingur og Húnbogi Þor- steinsson sveitastjóri, og svöruðu þeir jafnframt fyrirspurnum fundargesta. Fyrstur tók til máls Halldór E. Sigurðsson og ræddi hann einkum um brúna með tilliti til gagnsemi hennar fyrir Borgarnes og nær- liggjandi héruð. Lagði hann áherslu á að þar sem mikill hluti flutninga til Borgarness færi landleiðina, yrði þessi samgöngu- bót til þess að vöruverð lækkaði þar sem vegalengdir minnkuðu og hægt yröi aö nota stærri flutningstæki. Einnig minnti hann á að með tilkomu brúarinnar auðvelduðust allir sjúkraflutn- ingar 1 héraðinu. Næsta sjúkra hús væri á Akranesi, og yrði sú leið ólíkt styttri og auðfarnari eft- ir að brúin væri komin yfir fjörðinn. //Allir vildu Lilju kveöið hafa" Þá vék ráðherra að þeirri mót- stöðu sem brúartillagan hefði fengiö á Alþingi og sagði að þeim færi nú fækkandi sem mæltu á móti fyrirhugaðri brúarbyggingu og segði sér svo hugur að þeim væri óðum að fjölga sem vildu sagði s Lilju kveöið hafa. V mæli Sverris Hermai aö hann hefði „ekki ræða Borgarfjarðart ráðherra að svo virt: hæstvirts þingmanns stórlega siðan, þar hefði greitt atkvæði brúin yrði áfram i I siðasta þingi. Höf nin hættu? Bori Næstur talaði Helf son yfirverkfræöing gerð Rikisins. Gerði grein fyrir tæknilegi sambandi við bygj Hamrahlíð útskrifar 2 stúdenta Siöastliöinn laugardag út- skrifuðust 40 stúdentar úr Oldungadeild Menntaskólans við Hamrahlið, 9 karlar og 31 kona. 1 skólaslitaræðu vék Guömundur Arnlaugsson rektor að ýmsu, er varðaði sérstöðu þeirra sstúdenta er útskrifuðust úr öldungadeild. Að vlsu væri námsefni þeirra hiö sama, sem kennt væri i hinum almennu deildum skólans. Sérstaða þessa hóps væri þó fyrst og fremst sú, að öldungarnir væru, eins og nafniö gefur reyndar til- efni til að ætla, eldri og þroskaöri en gerist i hinum al- mennu menntaskóladeildum. Rektor lagði áherslu á, að nám væri fyrst og fremst vinna og að þvl er öldungana varðaði, hefði mikil vinna verið lögð af mörkum. Hér væri um aö ræða fólk, sem búið væri að ljúka sinu skólanámi, hefði stofnað heimili, eignast börn og unniði lengrieða skemmri tima viö hin ýmsu störf. Með ein- beitni og sjálfsögun hefði þetta fólk lagt á sig vinnu og stefnt að þvi markmiði að ljúka stúdents- prófi. Þetta hefði tekizt og þvi væri full ástæða til að sam- gleöjast stúdentunum og fjöl- skyldum þeirra, sem einnig hefðu lagt á sig nokkurt erfiði til þess að auövelda þeim nái Enda þótt aðeins séu örf frá þvi öldungadeildin Hamrahliðaskólann hóf s semi sina, fer ekki á milli n að áhrifa hennar er farii gæta. Kerfið sjálft, eini kerfið eða áfangakerfið, hvað svó sem það er nú ka hefur stuölað að þvi að uml þröngum og úreltum hugsu hætti um nám og menntun Þetta skólafyrirkomulag, hér á landi byrjaði fyr Menntaskólanum við Hai hlið, hefur þegar fest rætur um land. Auk þess má segj; undirstöðuþættir hins nefnda fjölbrautaskóla, hlotiö eldskirn sina i Mei skólanum við Hamrahliö. Það hefur þess vegna 1 mikið lán, ekki aöeins nemendur skólans, he einnig fyrir þjóðfélagiö i h að við þennan'skóla stör menn, sem kunnu vel til v og flönuöu ekki út i eitth sem þeir vissu ekki hvað Forustustarf rektors Guðmundar Arnlaugssonai samt Hjálmari ólafssyni Jóhanni Hannessyni og ár ýnissa annarra er þvi frai til islenzkra skólamála, lengi mun að búið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.