Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 4
4 (ÞRÖTTIR
Fimmtudagur 5.
ágúst 1976.
Stórkostleg fimleikasýning
fslendingum gefst kostur á að sjá það bezta sem völ
er á
í fyrrakvöld sýndu
sovézkir fimleikamenn
listir sýnar í Laugardals-
höllinni fyrir svo til fullu
húsi áhorfenda. Þar voru
stokkin mörg heljar-
stökk, áfram, afturábak
ogútá hlið og leiknin var
stórkostleg, enda engir
aukvisar á ferð. f
Mestur hluti sovezka
hópsins kemur hingað til
lands beint frá ólympíu-
leikunum i Montreal, þar
sem þeir trónuðu í efstu
sætunum í fimleikum
karla og kvenna.
Sovétmenn urðu olumpiu-
meistarar i flokkakeppni
kvenna, en karlaflokkurinn
vann til
silfurverðlauna og var þar rétt á
hælum Japana, munaði einung-
is broti úr stigi. Þá unnu
sovézku keppendurnir til verð-
launa i einstaklingkeppninni og
ber þar hæst Nelly Kim sem
hlaut einkunina lOfyrir stökk af
hesti, æfingar á jafnvægisslá og
gólfæfingar.
Atriði númer eitt:
Upphitun
Sýningin hófst með þvi að
sovézku stúlkurnar gerðu upp-
hitunaræfingar við tónlistar-
undirleik. Það vakti strax
nokkra athygli mina aö öll
músik var af vestrænum toga
spunnin. Maður bjóst frekar við
að heyra „Nótt i Moskvu” eða
eitthvað þvi um likt. En það var
ekki annað að sjá en að
meistaralega útfærðar æfingar
Sovétmannanna færu bærilega
með ameriskum dægurlögum
og slögurum. Þetta er ef til vill
einn liðurinn i „slökunarstefnu”
stórveldanna.
Leikurinn hefst.
Sýningin sjálf hófst svo með
þvi að Svetlana Croznova sýndi
æfingar á jafnvægisslá, og siðan
hinar stúlkurnar hver á eftir
annarri. Það var hin smávaxna
Maria Filatova, sem átti hug og
hjörtu áhorfenda, enda með
ólikindum sú orka sem þessi litli
likami bjó yfir.
Eftir jafnvægissláaræfinguna
komu sýningaratriðin hvert á
fætur öðru. Tvislá, gólfæfingar,
stökk á hesti, æfingar á svifrá,
æfingar i hringjum og fleira og
fleira. Ahorfendur sýndu
hrifningu sýna með miklu lófa-
klappi, og oft voru meistararnir
„klappaðir upp” og bættu þá
gjarnar einu eða tveimur
stökkum við sýningaratriðið.
Nelly Kim veik
Þrátt fyrir lasleika tók hinn
margfaldi gullverðlaunahafi
frá Montreal „Nelly Kim” þátt i
sýningunni. Hún varð þó að
hætta áður en kom að hennar
sérgrein, gólfæfingum, en fyrir
þá æfingu fékk hún einkunina 10
á Olympiuleikunum i Montreal.
Þetta urðu áhorfendum
nokkur vonbrigði, en frammi-
staða hinna þátttakendanna
bætti þar úr skák, þvi eins og i
öllúm öðrum greinum
sýningarinnar voru þeir frá-
bærir.
Einnaf þremur
Af karlmönnum þeim, sem
þátt tóku i sýningunni, vakti
hinn 25 ára gamli Vladimir
Marchenko einna mesta athygli
áhorfenda. Hann var hreint
stórkostlegur bæði i hirngjunum
og á svifránni. Marchenko
gladdi hjörtu áhorfenda með þvi
að sýna þrefalt heljarstökk af
svifránni, æfingu sem einungis
þrir fimleikamenn i heiminum
geta leikið.
Það er i rauninni ómögulegt
að lýsa frammistöðu sovézku
fimleikamanna með orðum, svo
miklu rikari er sjón sögu. Við
getum einungis bent fólki á að
reyna að komast yfir miða á þá
einu sýningu sem eftir er.
Þangað til geta lesendur glatt
sig við þær myndir sem hér eru
á siðunni.
AB—myndir:Jón Einar