Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 12
12 Offset-ljósmyndari óskast Upplýsingar í síma 5 síma 85233. BLAÐAPRENT HF. ISLANDSAFTEN I NORDENS HUS Torsdag den 5. august kl. 20:30 Prof. dr. phil. Jónas Kristjánsson: De islandske handskrifter forelæsning með lysbilleder (pa dansk) kl. 22:00 Reykjaviks Folkedanserforening viser islandske folkedanse i folkedragter. „Sumarsýning”, en udstilling af olie- malerier og akvareller i udstillings- lokalerne. Velkommen NORRÆNA HUSIÐ Lausar stöður Áöur auglýstur umsóknarfrestur um þrjár kennarastööur viö Flensborgarskólann i Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, er hér meö framlengdur til 17. ágúst 1976. Kennslugreinar: stæröfræöi, efnafræði, llffræöi, viöskiptagreinar (bók- færsla, hagfræöi og skyldar greinar). Æskilegt er aö um- sækjendur geti kennt fleiri en eina námsgrein og aö um- sækjendur um kennarastöðu i stæröfræöi hafi, auk stærö- fræöimenntunar, menntun og reynslu I tölvuvinnu. — Kennarar skulu fullnægja þeim kröfum, sem geröar eru til kennaraí hliöstæöum námsgreinum viö menntaskóla. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavlk. — Umsóknareyöublöö fást I ráöu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. ágúst 1976. Forstaða leikskóla í Kópavogi Staða forstöðumanns leikskóla, sem tekur til starfa i haust, er laus til umsóknar. Upplýsingar um menntun, og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 25. ágúst n.k. sem jafnframt veitir nánari upplýsingar á félagsmálastofnunni Álfhólsvegi 32/SÍmi 41576. Félagsmálastjórinn i Kópavogi. Verkamenn Viljum ráða nokkra verkamenn til hafnargerðar i Þorlákshöfn. í r T n u íþróttamiðstöðinni, 1 0 1 H ^ si'mi 81935 Ritstjórn AlþýðidíÍáðsínTlírri, Síðumula 11 - Sími 81866 | Fimmtudagur 5. ágúst 1976. Það er auðvelt að baka góðar kökur Það eru margar hús- mæður, — og húsbændur væntanlega — sem sitja það fyrir sig að baka eina eða tvær kökur með kaf f- inu. Margir kvarta undan því að allur bakstur sé tímafrekur og að eldhúsið og eldhúsáhöldin séu út- ötuð í hveiti og deigkless- um eftir að búið sé að baka eina köku eða tvær. En þetta er mesti misskiln- ingur og meö réttum aðferöum má koma I veg fyrir slik óþæg- indi. Aður en byrjað er að baka, er nauðsynlegt að taka fram öll þau áhöld sem á að nota. Sama máli gegnir um bakstursefni þau sem eiga að fara i kökuna. Þau eiga að vera tilbúin á borð- inu, áður en byrjað er. að vigta og mæla. Og munið að þvo hvert áhald eftir að búið er að nota það, svo ekki þurfi að hlaupa til þess þegar verst gegnir. Til að þið getið nú reynt af eigin raun hvort þessar aðferðir gefist ekki vel, látum við fylgja með nokkrar uppskriftir að ljúf- fengum kökum. Og nú er bara að skella sér i baksturinn. Kanelrúlla meö rjóma og jaröaberjum Búið til venjulegt hveiti- brauðsdeig, en aukið vatns- magnið sem á að fara i það sem nemur einum dl. til að deigið verði léttara. Fletjið deigið sið- an út á smurða plötaog látið það hefast i 45 min. Blandið saman til fyllingar, 1 1/2 dl, hveiti, 1 dl. sykur 2 tesk. kanel, 100 gr. smjörliki og 1 dl. af hökkuðum möndlum. Bræðið smjörlikið áður en þvi er blandað saman viðognotið gaffal til að lina það seni fyrst. Penslið siðan deigið með örlitlu af smjörlíkinu og stráið fylling- unni yfir. Siðan er kakan bökuð i 15-20 min. við 225 gráðu hita og látið kólna áður en hún er skorin i bita. Stökkar kardimommu- kökur í þessar kökur er einnig notað Það er hægt aö gera margt skemmtilegt úr rúllutertum, og þær eru handhægar ef gesti ber óvænt að garði. FRAMHALPSSAGAN tala um mjög eðlilega...” „Allt i lagi. Ég biðst afsökun- ar.” Þau voru fimm minútur að aka heim. MacDougal nam staðar fyrir framan húsið, en i stað þess að opna dyrnar, horfði hann lengi á hana. Ruth vissi ekki til þess, að hún hefði sýnt eitt né neitt á sér, en svipur MacDougals breyttist og hann opnaði fyrir henni. „Ég ætla ekki að spyrja, hvort ég megi lita inn,” sagði hann kæruleysislega. ,,Ég gæti fallið i freistni ... Og mig langar ekkert til að hneyksla Söru.” „Hún mundi ekki hneykslast” sagði Ruth og reyndi að brosa. Henni yrði skemmt.” „Það væri verra. Góða nótt, Ruth.” 2. kafli. Það var hlýlegt i eldhúsinu og Ruth var að borða morgunverð- inn sinn, þegar hún heyrði fóta- tak. „Mér hrá,” sagði hún um leið og frænka hennar kom inn. „Hvað ert þú að gera á fótum svona snemma?” „Ég gat ekki sofið.” Sara geispaði og settist við borðið. Ruth virti hana fyrir sér. Sara var i siðum grænum flauelisslopp. Ermarnar voru bryddaðar blúndu. Þessi sloppur olli þvi, að hún minnti á mynd eft- ir spænskan málara frá sextándu öld. Gulleit húöstúlkunnar, svart hárið, sem fléttað hafði verið i þykka fléttu fyrir svefninn Ijóm- uðu eins og fægður málmur. „Vilt þú lika egg?” spurði Sara og tók egg út úr isskápnum. „Elsku barn, ég er búin að borða einu sinni i morgun!” ,,Það er kaltútiog þú þarft ekki að óttast vöxtinn.” Sara setti eitt egg enn á pönnuna. „Kemurðu nokkuð seint?” „Nei, en þú? Hvenær er fyrsti timinn? ” „Klukkan eilefu. Hundleiðinlegur sögutími, en ég erað hugsa um að mæta snemma og vinna á bóka- safninu.” „Eða fara i kaffi með hon- um-hvað-sem-hann heitir,” sagði Ruth þurrrlega. ,,Þú veizt vel, að hann heitir Bruce.” „Ég hef hreinlega engan áhuga á honum. En þú ert indæl, Ruth. Allt öðru visi en mamma. Hún er svo gamaldags i kynferðismál- um.” Ruth fánnst hún vera það s jálf, en hún hafði reynt að sýna enga afskiptasemi. Já, frænkur og þá sérstaklega barnlausar frænkur, þóttust alltaf vita betur en for- eldrarnir. Hvað svo sem systir hennar sagði, þá var Sara for- eldrum sinum til sóma — aðlað- andi, vel gefin, kurteis, sæt. Ruth virtistúlkuna beturfyrir sér. Sæt, já, hraust... en eitthvað breytt i dag. Þap var eitthvað að. En, hvað? „Bruceer mjög þrifinn, Ruth,” sagði Sara. ,,Þú þolir bara ekki skeggið.” „Það er ekki skeggið, heldur grunurinn um, að hann limi það á sig. Hann er ekki nógu gamall til að vera jafnskeggjaður og Filipp- us Spánarkonungur. Ertu lasin, Sara?’ „Nei, nei. Ég er bara þreytt.” „Hvers vegna gaztu ekki sofið?” Sara starði á steikta eggið á diskinum sinum. „Ætli það hafi ekki verið sam- vizkan? Prófin byrja bráðum.” „Flensan er að ganga og þú ert með bauga undir augunum.” „Eins og ég geti verið með flensu ög borðað þrjú egg? Nei, elskan, ég sé um uppþvottinn. Mér liggur ekkert á. Viltu spag- hetti i kvöld?” „Gjarnan. Þú býrð til gott spaghetti.” ,,Ég ætti að gera það. Ég kann ekkertannað að elda nema spæld egg.” Ogsvo sagðihún um leið og Komdu heim, Ammí Höfundur: Barbara Michaels Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.