Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 5. ágúst 1976. S!S&" 2 Appelsínur og mannslíf Á óbeinar hátt stuðla Islendingar að valdasetu ógnarstjórnarinnar í Suður Afríku. AAeðal annars kaupum við ávexti og snæðum með beztu list á meðan stjórn hvíta minnihlautans murkar lífið úr mönnum, sem kerf jast jafnréttis og réttlætis. Flestar þjóðir heims hafa fordæmt stjórnarhætti í Suður Afríku, þar sem hvít herraþjóð hefur notað svarta menn eins og þræla og húsdýr. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt viðskiptabann á Suður Af riku, en Islendingar halda áf ram að verzla við stjórnarherra, er ábyrgð bera á þúsundum grimmdarverka. Islendingar leggja tugi milljóna árlega í ríkiskassa Suður Af ríku, peninga, sem meðal annars er varið til kaupa á hergögnum til að þagga niður kröfur svarta mannsins um að hann fái að taka þátt í stjórn síns eigin lands, njóta mannsæmandi kjara og einföldustu lýðréttinda. — Þessi verzlun er Islendingum til skammar og það er krafa Alþýðuflokksins að henni verði hætt þegar í stað, eða hvort vegur þyngra í hugum Islendinga appelsínur eða mannslíf. Ríkir jafnrétti á íslandi? Kjarni jafnaðarstefnunnar er fullt jafnrétti allra einstaklinga í þjóðfélaginu. Þegar flokkurinn var stofnaður, var kosningaréttur bundinn við 35 ár, en þeir misstu hann, er þáðu af sveit, þ.e. voru fátækir eða atvinnulausir. Eitt fyrsta baráttumál flokksins var að brjóta þessa hlekki og færa kosningaaldur niður i 21 ár. Löngu síðar leiddi tillaga jafnaðar- manna til lækkunar í 20 ár, og einn flokka hefur Alþýðuf lokkurinn nú á stefnuskrá 18 ára kosninga- aldur, sem langflestar grannþjóðir hafa tekið upp. Ranglát kjördæmaskipan skammtaði lands- mönnum misjafnan rétt og tafði framgang frjáls- lyndra afla með þjóðinni. Alþýðuflokkurinn hefur frá upphafi barizt fyrir því, að atkvæði hvers ein- staklings sé jafngilt, hver sem hann er og hvar sem hann býr. Skref fyrir skref hefur náðst árangur á þessu sviði með aukningu hlutfallskosninga, en þó rikir enn misrétti, sem með breyttri byggð fer ört vaxandi, og verður fljótlega að bæta úr því. Verkakonur voru meðal stofnenda Alþýðu- flokksins og hafa ávallt átt þýðingarmikinn þátt í starf i hans. Einn mesti sigur f lokksins fyrir málstað kvenna var í tíð viðreisnarstjórnarinnar er lögfest voru sömu laun f yrir sömu vinnu karla og kvenna. I fyrra flutti flokkurinn tillögu á Alþingi um að sett verði heildarlöggjöf um jafnrétti kynjanna, en slík löggjöf er til í ýmsum nágrannalöndum. Ökeypis skólaganga, ekki aðeins á stigum skyldu- nám, heldur allt til háskóla, þykir sjálfsagt mál á íslandi. Alþýðuflokkurinn hefur barizt fyrir marg- víslegum endurbótum á skólakerfitil að hver og einn geti öðlazt menntun eftir getu og vilja, og sífellt blasa við ný verkefni, nú ekki sízt á sviðum verk- menntunar og fullorðinsfræðslu. Þættir mannréttinda eru f jarri því að vera upp- taldir, enda krefst hugmyndin um jafnrétti sí- felldrar árvekni og baráttu gegn misrétti og of beldi í nýjum og nýjum myndum. Eru dómstólar til dæmis aðgengilegir almúgamönnum á íslandi. Getur ekki réttur einstaklingsins glatazt, ef upplýsingar um hann, réttar eða rangar, eru geymdar í tölvum nú- tímans og f ramtíðarinnar. — Alþýðuf lokkurinn setti félagsmál og mannréttindi í öndvegi íslenzkra stjórnmála, og á þessum sviðum vill hann halda vöku sinni. — Ríkir jafnrétti á (slandi? Fróðleg spurning og íhugunarverð árið 1976. —AG—. STJORNMAL______________________________________ ----------------Útgefa ndi:-Alþýftuflokkurinn:-*- Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. útbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Blaöaprenti h.f. Askriftarverö: 1000 krónur á mánuöi og 50 krónur i lausasölu. alþýðu- Bæta Ijósátuveiðar úr eggjahvítu- skorti í heiminum? Þýzka hafrannsóknarskipið Walther Herwig er ný- komið í heimahöfn ásamt verksmiðjuskipinu Weser, eftir átta mánaða úthald í Suður-íshaf i. Þar fóru fram tilraunaveiðar á Ijósátu (krill), en hún hefur verið megin uppi- staðan í fæðu hvala í Suðurhöfum. Skip þessi komu með nokkur hundruð tonn af Ijósátu og segja áhafnir þeirra hana vera mestu kónga- fæðu, en Ijósátan er mjög auðug af eggja- hvítuefnum. Á undanförnum árum hefur fækkað mjög í hvalstofninum í Suður-ls- hafi. Bannaðar hafa ver- ið veiðar á hvölum þar (nema helzt hrefnu og sandreiði)að því er Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknarstof nunar, sagði í viðtali við blaðið. Er þetta tilraun til þess að stækka hann á ný. Siöan hvölum I Suður-íshafi tók aö fækka svo mjög, hefur veriö of mikiö af ljósátu i sjón- um. Af þeim sökum hafa veriö hafnar tilraunir meö veiöar á ljósátu, ýmist til manneldis eöa dýrafóöurs, og byrjuöu Rússar á þessu fyrir nokkrum árum. I þýzkri frétt um þessar tilraunir segir, aö visindamenn haldi þvi fram aö unnt sé aö veiöa um 50 milljón tonn af ljós- átu á ári. Með fullkomnum veiöibúnaði á aö vera hægt aö veiöa allt aö 60 tonnum á klukkustund. Ljósátan er mjög smá ekki lengri en 2-3 senti- metrar. Jón Jónsson sagðist álita slika veiöi nokkuö vafasama, einkum ef tekið væri tillit til upp- byggingar hvalastofnsins. Ljós- átan er fæða hvalanna og ef veitt yröi of mikið af henni, þá yröi þaö algerlega á kostnaö hvalstofnsins. Þvi yrði að gæta skynsemi og hófs i sambandi við þessar veiöar. Ekki sagöi Jón aö i hyggju væri að hefja tilraunir meö veiöar á ljósátu hér viö land, enda væri hún hluti af fæöu þorsksins og ekki væri hyggilegt aö taka þannig fæöuna frá honum. Nú er mikið talað um fyrirsjá- anlegan eggjahvituskort i heim- inum og þykjast visindamenn hafa fundið áður ónýtta auðlind i Suður-lshafi, sem komiö gæti i veg fyrir skort af þvi tagi. Eins og áöur segir er ljósátan mjög eggjahviturik. Björn Dagbjartsson hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins tjáði okkur að Rúss- ar væru einna fremstir i rann- sóknum á ljósátu. Þeir, ásamt matvælafyrirtæki einu norsku (sem þekkt er fyrir Toro súpur), gera út skip þar sem unnið er aö tilraunum með eggjahvitu- vinnslu úr ljósátu. Eggjahvítu- efni eru leyst úr fiskinum og þau hituð i saltvatni þar til eggja- hvitan hleypur. Þá er vatnið skiliö frá eggjahvitunum og unnið úr þeim nokkurs konar hlaup (pasta) sem siöan má nota til ýmiss konar matvæla- framleiöslu. AV. Vöruski ptajöfnu ðu rin n óhag stæður um fjóra milljarða Vöruskiptajöfnuöurinn viö út- lönd fyrri helming þessa árs varö 3.9% milljaröar króna, en á sama timabili i fyrra varö hallinn á utanrikisverzluninni 13,71% milljaröur króna. Verömæti útflutningsins á þessu timabili i ár var rúmlega 36.6 milljarðar króna, en inn- flutningsverömætiö var tæplega 32.7 milljaröar króna. Til- svarandi tölur frá árinu áöur eru þessar, útflutningur 21,5 miUjaröar, en innflutningur 35,2 milljaröar króna. Ef innflutningurinn fyrstu sex mánuöi þessa árs er borinn saman viö innflutninginn á sama tima i fyrra og reiknaö i doUurum þá kemur I ljós aö i ár - miðað við 14 milljarða á sama tímabili í fyrra hefur innflutningurinn dregizt nokkuö saman eöa um 24 miU- jónir doUara. Útflutningurinn hefur, miðaö viö doUara, aukizt aö verömæti um tæplega 44 miUjónir doUara á þessu ári, miöað viö sama tima I fyrra. Helztu viöskiptalönd okkar hafa keypt mun meira af vörum héöan þaö sem af er þessu ári en þeir geröu á sama tlma i fyrra . Þannig hafa Norömenn keypt vörur aö verömæti tæplega 900 mUljóna króna meira nú en I fyrra, og innflutningur þaðan er um 800 milljónum króna minni nú en á sama tima i fyrra. Sviar hafa nær tvöfaldað innflutning sinn héöan, og Bretar hafa keypt vörur héöan fyrir um miUjarö króna meira en i fyrra. Þá er vöruskiptajöfnuöurinn viö Bandarlkin á fyrstu sex mánuöum ársins hagstæöur okkur um 5,4 milljaröa króna. EB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.