Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 7
iSg£" Fimmtudagur 5. ágúst 1976. VETTVANGUR 7 Islenskubættir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson t siöasta þætti var nokkuð fjallað um bréf frá Eysteini G. Gislasyni. En ekki var þó búiö aðnefna öll þauatriðisemhann drepur á. — Hann segir mii.: „Nýlega stóð þessi fyrirsögn i blaði: „Norskir sjómenn vilja fylgja hinu hugrakka fordæmi islendinga.” Sama orðalag er svo endurtekið i greininni sjálfri. Astæðulaust væri þó að minnast á þetta ef svona hugsanaruglingur væri eitt- hvert einsdæmi, en ég held ein- mitt að þetta sé ekki svo sjald- gæft. Þetta er rétt athugað hjá Ey- steini og þörf ábending: for- dæmi er ekki hugrakkt: for- dæmi getur borið vott um hug- rekki þess sem sýnir það, verið djarflegt, dirfskufullt eða hetju- legt. Rétt mun einnig að iýsingar- orðanotkun af þessu tagi sé ekki mjög sjaldgæf. í íþróttaþætti i sjónvarpi 8. mars komst þul- urinn svo að oröi að landsliðið I handknattleik væri nýkomið heim eftir frækna ferð. En ferðin var ekki frækin — iþróttagarparnir voru fræknir og fóru frækilega för. Að lokum segir Eysteinn: „I barnabók einni ágætri rakst ég á frásögn af dreng sem var „hálfur ofan i tjörn”. Sá skortur á máltilfinningu sem þarna kemur fram er vist mjög algengur, enda ekkibent áhann bókinni til hnjóðs heldur i þeirri vænting að þátturinn útskýri fyrir hlustendum muninn á hug- tökunum ofan og niðri. Svo oft er talað um aö einhver sé ofan i kjallara, eða annað þess háttar, að ástæða viröist tii að hressa upp á máltilfinningu fólks á þessu sviði.” Rétt er það að hér er um rugling að ræða: uppi, niðri, inni, úti, frammi tákna kyrr- stöðu á einhverjum stað, en upp, niður, inn, út, framtákna hreyf- inguna að þessum stað en ofan, neðan, innan, utan, framan hreyfinguna frá honum. En þau orö sem tákna hreyf- inguna að staönum og þau sem tákna kyrrstöðuna eru notuð með sömu forsetningunum: og I eölilegum framburði falla þau saman tvö og tvö. Fáir munu svoskýrmæltir að þeir segi: Jón fó niður á bryggju áðan og er þess vegna niðri á bryggju núna. Venjulegra er að segja: Jón fór niðrábryggju áðan og er þess vegna niðrábryggju núna. Og þegar menn seg ja: hún fór niðri kjallara og er niöri kjallara, finnstþeim að þeir geti alveg eins sagt: hún fór ofani kjallara og er ofan i kjallara. Mérfmnst þetta nú ekki mjög alvarleg synd, en á hinn bóginn ætti að vera nokkuö gott aö muna það, ^að þau þessara staðaratviksoröa sem enda á -an tákna að jafnaði hreyfingu. Orðiö þúsund hefúr tvenns konar fleirtölu, hvorugkyns eöa kvenkyns: mörg þúsund eöa margar þúsundir.Hins vegar er orðiö hundrað aðeins hvorug- kyns i fleirtölu: mörg hundruð. Þvi bera aö varast aö tala um margarhundruðir.en það er þvi miður allalgengt. T.a.m. segir i Heimilis-Timanum 11. mars sj. um málara nokkurn að hann hafi málað hundruðir kónga- fólks og kvikmyndaleikara. „HIÐ HUGRAKKA FORDÆMI” Viðhorf Rússa til klæðaburðar Að jafnaði svarar fólk þessari spurningu á þá leið að það vilji að fötin séu þægileg, úr góðu efni, ekki of dýr en ný- tizkuleg. En þetta segir ekki allt. Við þörfn- umst ýmissa gerða vinnufata, spariföt og klæðnað, sem hentir hinum ýmsum árstið- um. En úrvalið verður að aukast til muna, ef við hugsum til þeirra fjölda mismunandi starfsgreina sem kref j- ast sérstakra gerða af vinnufötum. Til viðbót- ar þarf svo að taka tillit til einstaklingsbundins smekks manna, sem gerir þörf fyrir enn meiri margbreytileika. t dag eru framleiddur i Sovét- rikjunum meira en 35000 mis- munandi gerðir af fötum, skó- búnaði og öðrum klæðnaði, sem svarar til 42 fermetra af fata- efni, yfir 7 stykkjum af prjóna- vörum og 3 pörum af skófatnaði á hvern ibúa á ári. Ef við berum neyzlu okkar i dag saman við það, sem afar okkar og ömmurhöfðu handa á milli fyrir byltinguna, fáum við eftirfarandi niðurstöðu: A liðnum 60 árum hefur Haust klæðnaður... neyzla á vefnaðarvörum aukizt þrisvar sinnum og neyzlu á skó- búnaði úr leðri 7,5 sinnum. Þetta er jú meðaltölur. Ef við tökum tillit til hins mikla mis- munar á neyzlu i Rússlandi fyr- ir byltinguna þar sem forrétt- indastéttirnar áttu yfirfulla skápa af klæðnaði en fjöldin vart til brýnustu þarfa verða framfarirnar enn ljósari. Aður urðu verkamenn að vera i sömu vinnufötunum og skónum svo árum skipti. Hin fátæka bændastétt eignaðist aldrei ann- að en heimagerða skó: á sumrin gengu bændur á „lapti” úr basti, á vetrum i heimatilbún- um filtstigvélum. Þessir timar eru nú liðnir, og sérhver fjölskylda, hvort sem hún býr iborg eða sveit, á i dag i rikum mæli föt og skó til skipt- anna fyrir öll tækifæri. Sovétmenn vilja frekar klæðnað og skófatnað sem end- ist vel og dugar lengur en út sumarið eða veturinn. Það er greinilega áhrif gamals vana. Með þróun vefnaðar- og fata- iðnaðarins á siðustu árum, sem hafði i för með sér mikið úrval af ódýrum fatnaði, hefur einnig aukist eftirspurnin eftir tizku- klæðum. Sérstaklega er það unga fólkið, sem er ginkeyptara fyrir nýjustu tizku en endingu og gæðum. Uppistaðan i fataeign Rússa er hlýr vetrarfrakki eða loðkápa, loðhúfa, skinnfóðraðir skór, ullarföt og annar hlýr vetrar- klæðnaður. tbúar á sléttum Rússlands, Sibiriu eða Miðasiu þurfa bæði létt sumarföt (hitinn getur farið upp fyrir 40 gráður ...kvöldkjo II úr rauðu sléttu flaueli C) og vandaðan og hlýjan vetr- arklæðnað til áð meta 30 til 50. stiga frosti á veturna. tbúar Sovétrfkjanna eru mikl ir ferðamenn. Margir þeirra eyða sumarleyfinu á fjarlægum stöðum i kuldabelti norðurhér- aðanna eða i trópizku loftslagi i suðurhéruðunum, en allt það krefst margbreytilegs klæðnað- ar eftir aðstæðum. Allt þetta sýnir að sovézkur fatakostur er talsvert frábrugðinn þvi sem geristi löndum Vestur-Evrópu. Vel má vera að hann sé ekki eins nýtizkulegur, en hann er fjölbreyttari, slitsterkari og til þesssniðinn aðmæta bæði heitri og kaldri veðráttu. ' Oft á tiðum sárnar okkur að kvenfólkið skuli ekki vera tizku- legra til fara, sérstaklega þegar við mætum velklæddum konum frá útiöndum. Það er vitnis- burður flestra erlendra gesta að rússneskar konur séu með þeim fallegri og mest aðlaðandi kon- um i heiminum. Það er þvi leitt að þurfa að viðurkenna að þær fá ekki alltaf fallegan og ný- tizkulegan kiæðnað, sem fellur að þeirra smekk. Fjölmiðlar okkar fara ekki dult með það, að fata- og skó- iðnaðurinn uppfyllir ekki allar kröfur þjóðfélagsþegnanna, sérstaklega ekki kvenna. Orsakar þessa er fyrst og fremstaöleita i arfi fortiðarinn- ar, sem krafðist þess meðal annars, að sovétstjórnin varðað leggja höfuðáherzlu á þungaiðn- aðinn. Við hefðum geta eignast hinn nýtizkulegasta klæönaö fyrir löngu, ef okkur hefði gilt einu, hvert vörumerkið var og ....og kvöldkjóll úr ullarefni. Allt frá USSR tizkuhúsinu. hver stjórnaði fyrirtækjum þeim, sem við unnum i. Margir af stærstu auðhringum heimsins buðust til að fjármagna fram- leiðsiu á vefnaöarvöru i landi okkar. Enn allt hefur sinn pris. Viö heföum orðið aö borga með efnahagslegu sjálfstæði. Við kusum aðra leið. Við reirðum beltin og gengum i vinnufötum okkar þar til þau duttu i sundur. Arum saman gengum við i sömu fötunum, sem siöan voru afhent yngri meölimum fjölskyldunnar til notkunar. En þessi fórn fann sina réttlætingu á striösárun- um, þegar i ljós kom, að ein- staldingsbundinn auður okkar var litill, en við höfðum næg vopn til varnar. Nú eru timarnir breyttir. A siöustu áratugum höfum viö byggt upp traustan þungiðnaö og háþróaðan léttiðnað. 1 lok ársins 1975 haföi framleiösla af hverskyns vefnaði, prjónavöru og skófatnaði farið fram úr samanlagðri framleÆslu Vest- ur-Þýzkalands, Stóra-Bretlands og Frakklands. En þrátt fyrir framfarir get- um viö ekki ennþá fullnægt aö öllu eftirspurn þjóðarinnar. Eins og áður var skýrt frá, eru tvö megin verkefni fram undan: aukin framleiðsla . og betri gæði. Við ætlum að fram- leiöa meira af klæðnaði og skó- fatnaði, sem á að vera tizkuleg- ur og endingargóður, af þvi aö klæönaður okkar áekki einungis að endurspegla batnandi lifs- kjör, hann á einnig að hjálpa okkur að skapa persónuleika okkar. Allar konur vilja vera vel til fara. Þessi mynd er úr einu af tizkuhús um þeirra Sovétmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.