Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 6
6 OTLÖND Fimmtudagur 5. ágúst 1976. biaSid1 Það er eitt af ábyrgðarstörfum okkar hjá landbúnaðarráðuneyti Bandarikjanna að fylgjast með alþjóðlegri og þjóðlegri þróun i landbúnaði. Upplýsingar, sem nú liggja fyrir benda til þess, að landbúnaðarafurðir, jafnvel i þróunarlöndunum, muni sennilega aukast i framleiðslu dálitið meira en fólksfjölgunin verð ur næstu tiu árin, þannig að fæða á mann eykst að öllum likindum iitillega. Framfarirnar verða þó ekki miklar, og nægja alls ekki til að uppfylla fæðuþörf eða vonir fólks, sem mun hafa sivaxandi aðgang að nýtizku fjölmiðlum og glæsilegum loforðum flokksformanna. Töluverður hluti mannkynsins verður staddur i neyð-barnshafandi konur, konur með barn á brjósti, börn nýhætt á brjósti, landbúnaðar- verkamenn, atvinnuleysingjar i borgum, og ellilifeyrisþegar alls staðar. Alþjóðleg stefna í matvælum. sem gæti sigrað 1 iðnþróunarlöndum eins og Bandarikjunum og Kanada er mjög liklegt að landbúnaðar- framleiðslan aukist verulega á niunda tug aldarinnar---mun hraðar en fólksfjölgun -svo fæðubirgðir i iðnþróunarrikjum munaukast töluvert. Biliðmilli þeirrá, sem „eiga” og þeirra, sem ,, ekki eiga” mun breikka --- framvinda mála, sem er mjög vafasöm bæði stjórn- málalega og diplómatiskt séð i minnkandi hekni. Það getur orðið nauðsyn á þvi að senda miklar matarbirgðir frá rikum rikjum til fátækari, en megin- spurningin er, hvort fátæku löndin geti greitt fyrir þennan mat. Á næsta áratug verðum við að búa til mælikvarða á hagvöxt i fátækari löndum, sem gerir þeim kleift að kaupa á markaðnum þá viðbótar fæðu, sem þau þarnast. En svo getur farið, að hin fátækari riki þróist ekki það hratt og verði i brýnni þörf fyrir mat,sem þau geta ekki greitt fyrir. Aðalspurning- in er, hvort efnuðu rikin verða fús til að afhenda fátækari rikj- um mat með einhverjum vildar- kjörum. Slik fæðuafhendmg er bundin miklum erfiðleikum stjórnmálalega séð i Bandarikjunum. Húngeturlika reynzt erfið fyrir löndin, sem þiggja hana. Of mikili matur hefur i för með sér lækkað verð, hindrar landbúnaðarfram - leiðslu þeirra, og gerir þá mjög háða vestrænum rikjum, svoað halda verður áfram að gefa og með þvi tengja rikin böndum, sem hvorki þeir né við getum slitið. Þetta er mjög alvarlegt vandamál. Á hinnbóginn er það svo, að aukist fólksfjölgun þróunarlandanna án samsvarandi hagvaxtar, og séu iðnþóunarlöndin ófús til að fæða þau, hljóta menn að gripa til Malthusar—-lausnar. Rætist voðaspá Ylalthusar? Nú skulum við beina athygli okkar að áætlunum um fæðuvandamálið til langs tima, en þær ná langt fram á 21st öldina. Ég sé enga lausn á fæðuvandamálinu, nema fólks- fjölgunin verði hamin. Satt að segja er það svo, að við munum lenda i alls konar vanda, áðuren fæðuvandamálið hefst, ef fólksfjölgun minnkar ekki. Við munum eiga i höggi við umhverfisvandamál, auð- lindarányrkju, mengun og þrengsii ásamt öllum þeim félagslegu vandamálum, sem þeim fylgja. Þegar Malthus hélt þvi fram, að fæðuöflun hlyti að takmarka fólksfjölgun, má vera, að hann hafi ekki þekkt aðalvandamálið. Það er nauðsynlegt að takmarka fólks- fjölgunina. Sem betur fer bendir ýmislegt til þess, aö þettagetiorðiðogséaðverða. 1 sumum iðnþróunarlöndum hefur fólksfjölgun minnkað verulega, einkum á vestur- strönd Kyrrahafsins og vissum svæðum við Miðjarðar-og Karibahaf. Almenningur hefur meiri áhyggjur af fólksfjölgun og skilur vandamálið betur en áður. Fyrr var ekki hægt að ræða það, en nú er það rætt og ályktanir gerðar á alþjóðavett- vangi. Fólksfjölgunar ráðstefna Sameinuðu Þjóðanna i Búkarest komst að samkomu- lagi svo til mótmælalaust um, að það væri ábyrgðarverk rikis- stjórna hvers rikis að sjá um, að borgarar þess fengju allar upp- lýsingar um takmörkun fjölskyldustærðar ogað það yrði réttur hvers einstaklings að fá slika þjónustu frá rikisstjórn sinni. Stefna Bandarikjanna I matvælamálum: Of hógvær. Ég vil gjarnan minnast á stefnu Bandarikjastjórnar i matvælamálum. Það hefúr verið mikið rætt um, að ástandiö i matvælamálum heimsins sé ruglingslegt og i niðurniðslu, og að stjórn Bandarikjanna hafi enga ákveðna stefnu þar. Ég álit, aö Bandarikin hafi markaða stefnu, og hana yfirleitt góöa, en að hún sé litt skilin og njóti ónógs stuðnings. Ég ætla aö reyna að lýsa þessari ste&iu á þrem stigum hennar: Til skamms tima, millibilsástand- iö og til langframa. Brýn þörf: Bein matvælaaðstoð. Fyrst skulum við lita á stefnuna tii skamms tima. Maður, sem sveltur, þarnast matar. Það kemur honum ekki að gagni, þó að landbúnaður heimalands hans sé bættur. Hann verður dauður löngu áður en sú hjálp berst. Þaö er hlægilegt aöráðieggja honumað takmarka fjölskyldustærðina. Hannhugsar um það eitt að fá nægilega fæðu tii að lifa til morguns. Matvælaaðstoð Bandarikjanna til erlendra rikja var árið 1975 70% hærri en árið áður að magni og i fjáríra mlögum, og þaö þó að menn i Bandarikjunum hefðu miklar áhyggjur af hækkandi vöruverði. Þessi fæða fer til sveltandi rikja heims: til Indlands, Bangladesh, Pakistan og Afriku. Að minu áliti hefur það magn, sem sent var, nægt til að bæta úr brýnustu þörfinni, en verið nægilega takmörkað tiÞ að gera ekki rikin sjúklega háð okkur. Næsti áratugur: Þróun i landbúnaðarmálum. Stefna okkar i millibiís- málum er á þann veg, að hjálpa beri fólki til að bæta landbúnað eigin rikja. Þessi stefna er aðallega á vegum Alþjóðlegu þróunarstofninnar (AID) Bandarikjamenn senda marga tæknifræðinga tii að kynna landbúnaðarstefnu Bandarikjanna, tækni og og markaðskerfi og aðlaga það staðháttum i þróunarlöndunum. Þetta er mjög erfitt i fram- kvæmd. Þaðerekki hægtaðsá bandariskri tækriimenningu erlendis: þaðhlyti að mistakast illilega. En visindin er unnt að aðlaga og nýta og breyta i sam- ræmi við mismunandi þarfir. Undanfarin 25 ár hefur aðstoð Bandarikjanna hjálpað innlend- um landbúnaði i mörgum þróunarlöndum svo aö tekizt hefur að halda i horfinu við fólksf jölgunina. Almennur borgari i fátækum löndum i dag fær betri og meiri mat en faðir hans. Framtiðarstefna: Fólksfjölgun stjórnað. Stefna okkar til langframa er áform um fólksf jölgun og stjórn á henni. AID hefur um 100 milljón dali til ráðstöfunar árlega, en það framlag hefur farið frá núlli á siðasta áratug. AID-áætlunin veitir læknis- fræðslu á liffræði æxlunarinnar, ekki siður en aðstoð i fram- kvæmd i þeim löndum, sem óska eftir hjálp viö framkvæmd áætlunar sinnar. Aðstoð við stjórnun fólksfjölgunar er veitt ókeypis i þeim rikjum, sem óska eftir hjálp, og beiðnirnar eru meiri en það, sem unnt hefurverið aðgera. Stefnuskrá Bandarikjanna gerir ráð fyrir minni aðstoð, en mikilvægi þessa máls krefst, og alls ekki reist á jafnstyrkum grunni og vera þyrfti, en þetta er góð stefnuskrá og margir vitrir menn hafa lagt á hana gjörva hönd. „Þjóðsögur” um matvælaaðstoð. Sumar þjóðsögur um matvælaaðstoðgætu haftáhrif á þá stefnu, sem við ættum að liafa með tilliti til matvæla- vandamála heimsins. Ein þeirra er „triage” leiðin. Sú hugmynd,að sumum löndum sé ekki unnt að hjálpa og þvi ætti að afskrifa þau, og nota tak- markaða getu okkar til að hjálpa þeim rikjum, sem myndu taka bezt við sér.,,Triage” er byggt á þeirri hugmynd, að okkur skorti getu til að ráða fram úr vandamálinu. En vitnisburður manna, sem vit hafa á málunum, er sá, að við getum ráðið fram úr þessum vanda, og þvi er það siðferöi- lega óverjandi, aö taka upp „triage”-stefnuna. önnur þjóðsaga, „Verndar” kenningin, sem bryddar oft á hjá bændum er sú, að ef við hjálpum þróunarlöndunum með landbúnaðartækni okkar, munu þau auka landbúnaðarfram- leiðslu sina, setja vörurnar á heimsmarkaðinn, og ræna mörkuðum okkar erlendis. Þess vegna eigum við, að „Halda þeim fátækum”, örva bandariskan landbúnað og styðja lagasetningu 480, og senda þróunarlöndunum gnótt af ókeypis mat fremur en h jálpa þeim að hjálpa sér sjálfum. Þetta er einnig þjóðsaga, reist á lélegum staðreyndum. Við vit- um af fyrri reynslu, að þegar landbúnaðurinn þróast sem hluti heildarinnar verður þjóðin efnaðri, tekjurnar aukast, og þeir kaupa útflutningsvörur okkar, eins og i Kóreu og á Taiwan. önnur þjóðsaga, sem ég ætla að kalla „hjartahlýja hugsanarugl” er sú, að við ættum að efla landbúnaðar- framleiðslu okkar, framleiða mikið af matvælum, ferma skip með þeim og senda það til Kalkútta, en þar biði Indverjar á hafnarbökkunum eftir að veita gjöfinni móttöku, og af einskæru þakklæti fyrir, muni þeir styðja okkur i hvivetna hjá Sameinuðu þjóð- unum. Gallinn á þessari hug- mynd.eins og bent hefúr verið á áður, sá, að þetta mundi draga úr landbúnaðarframleiðslu i þessum rikjum og þau mundu framvegis verða háð okkur. Loka þjóðsagan er þjóðsagan um „eggjahvituefni, sem ekki eru úr dýrarikinu” — sú hugmynd, að við hjálpum hin- um fátæku i öðrum löndum með þvi að neita okkur um eggjahvituefni úr dýrarikinu. Eins og’ flestar þjóðsögur geymir þessi nægilega mikinn sannleika til þess, að hún verði trúleg og nægilega miklar vitleysur til að hún sé hættuleg. Sannleikurinn er sá, að það er gífurlega árangurslitið, bæði likamlega og efnahagslega séð, að taka kom, sem hæft er til manneldis og breyta þvi i dýra- afurðir til manneldis. Það er unnt að fæða sjö sinnum fleira fólk á landssvæði, sem notað er til komyrkju en ef fæðan er unnin með þvi að gefa dýrum kornið. Skekkjan i þessari ályktun er sú, að mikið af eggja- hvituefnum frá dýrum, er fengið með þvi að nota annað en korn til að ala þau á. Um 3/4 hlutar af kjöti, sem menn i Bandarikjunum neyta, fæst af dýrum, sem ganga á beit. Þessi dýr auka fremur en minnka fæðubirgðir okkar. Það stoðar ekkert að neita sér um kjöt. Sum dýr, s.s. svin, hænsn og nautgripir, sem aldir eru á korni, neyta gifurlegs magns af korni, sem siðan verður að mannamat. Það væri auðvelt að neita sér um slikt kjöt, ef það stoðaði sveltandi þjóðir að borða það ekki, en við verðum að gera annað og meira, ef slikt ætti að hjálpa. Við yrðum að sjá um, að fæðan (kornið) sé unnið og aðsveltandi þjóðir fái það til afnota. Við verðum að halda verðlaginu niðri og krefjast þess, að bændur framleiði þetta korn tilmanneldis. Þegar é var drengur, var mamma vön að segja: „Ljúktu öllum matnum þinum, mundu eftir sveltandi fólkinu á Indlandi.” og ég get aldrei skilið, hvernig það gæti hjálpað þessu fólki, þó að ég lyki við matinn á disknum minum. Núna segja menn: „Ekki borða allan matinn þinn, mundu eftir sveltandi fólkinu á Indlandi.” Ég skil ekki, hvernig það stoðar heldur. Matvælastefna fyrir lifvænlegri heim. Eins og áður hefur verið minnst á, er sanrileikskorn i þessum þjóðsögum, nóg til að vera sannfærandi, en nægilegar skyssur til að gera þær hættu- legar. Þær eru mjög aðiaðandi: þær eru álfahallir handa mönnum með ri'kt imyndunarafl, og ég vil ógjarn- an ræna fólk þvi, en þær nægja ekki til að byggja á þeim al- menna stefnu manna. Bandarikjamenn þurfa að ákveða gaumgæfilega stefnu sina i matvælamálúm I samráði við færustu fáanlega visinda- menn, og þeir þurfa einnig að hafa efni á að byggja upp þá stofnún, sem gæti komið svelt- andi fólki mest að haldi. Þegar stefna okkar er mótuð eigum við að hlusta á það, sem vitrir menn segja og vinna úr orðum þeirra kjarna, sem þeir geta sam- þykkt. Þá getum við stutt, skilið og bætt það, sem nú þegar er i undirstöðuatriðum góð stefna. (Copyright l975World Future Society). Don Paarlberg:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.