Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 11
biaSu)1 Fimmtudagur 5. ágúst 1976.
SJÓNARMBÐ 11
daginn eftir og þaðan tókum við
siðan áætlunarbifreið til Egils-
staða næsta dag.
Il-bifreiðar
t>að fer ekki hjá þvi á svona
ferðalagi, að maður skynji um-
ferðarmenninguna á áður
óþekktan hátt. Til dæmis eru
menn m jög misjafnlega varkár-
ir þegar þeir aka framhjá gang-
andi vegfarendum, virðast
sumir ökumenn ekki gera sér
nokkra grein fyrir þvi grjótkasti
sem frá bilum þeirra kemur.
Varð okkur ósjálfrátt hugsað til
þess búpenings sem dvelur oft
við vegarkantinn, þau hljóta að
vera ófá skeytin sem hann hefur
fengið frá tillitslausum öku-
mönnum sem ekki hirða um að
hæg ja á sér um leið og þeir þjóta
framhjá. Þá var það einmg
eftirtektarverthvaða bilstjórar
það eru sem taka puttaferða-
langa upp i bila sina. Virtist mér
sem Reykvikingar séu þar al-
veg sér á parti eins og i svo
mörgu öðru. Það er sem sagt al-
gjör undantekning ef bQl með R
nUmeri stoppar, að visu stönz-
uðu tveir slikir fyrir okkur, en i
báðum tilfellum voru það utan-
bæjarmenn sem nýlega höfðu
keypt umræddar bifreiðar en
ekki komið i verk að skipta um
nU m er.
Gunnar E. Kvaran
Á PU
Ferðalög og reisur
geta verið ýmiskonar,
stuttar, la ngar,
skemmtilegar, leiðin-
legar, o.s.frv. Ferða-
mátarnir geta einnig
verið margbreytilegir,
flug, sigiing, akstur,
reið, og ganga.
Þvi er á þetta minnst
að nú er nýlega afstað-
in mesta ferðahelgi
ársins hér á landi,
verzlunarmanna-
helgin. Um þessa helgi
hefur það verið venja
að flestir þeir sem
heiman eiga gengt,
pakki niður dóti sinu og
haldi af stað út i busk-
ann á vit náttúrunnar
og vegaryksins.
Fyrir tæpum tveimur vikum
lagði undirritaður land undir fót
og var ferðinni heitið á Egils-
staði. Fór ég ásamt vinkonu
minni og var ferðamáti sá sem
við kusum, svokallað „putta-
ferðalag”.
Fyrir þá sem þekkja ekki slik-
an ferðamáta skal útskýrt laus-
lega hvernig slik ferð getur
gengið fyrir sig. Mun ég hér
styðjast við fengna reynslu.
Að sjáifsögðu er mikilvægt i
puttaferðum sem öðrum ferðum
að undirbúningur sé góður.
Skiptir þá höfðumáli að farang-
ur sá sem tekinn er með sé i lág-
marki, bæði hvað varðar um--
fang og þyngd. Er mönnum hollt
að hafa það i huga, að ef illa
gengur mega þeir, búast við að
þurfa að ganga langar vega-
lengdir. 1 slikum göngum gerir
of þung byrði fljótlega vart við
sig. Má telja að 10-15 kg. sé
nokkuð hæfilegt.
Þá má byrðin ekki vera of
fyrirferðamikil þvfeftir þvi sem
fyrirferðin eykst, fækkar þeim
bilstjórum sem treysta sér til að
taka viðkomandi ferðalang upp
i.
Hvað varðar fatnað, eru
skórnir eins og gefur að skilja
veigamesta atriðið. Þá má
fTAFERÐALAGI
benda mönnum á skjólgóðar
flikur, og ekki skaðar að þær séu
vatnsheldar.
Lagt af stað
Læt ég þetta nægja um undir-
búning, en bendi mönnum á að
nota eigið brjóstvit við frekari
Utfærzlu.
Svoég snúi mér að eigin ferð,
þá var henni eins og áður segir
heitið á Egilsstaði. Hafði það
orðið að samkomulagi með mér
og ferðafélaga minum, að lagt
skyldi af stað á föstudags eftir-
miðdegi, að aflokinni vinnu. Atti
þá öllum undirbúningi að vera
Iokið svo hægt væri að geysast
strax af stað Að sjálfsögðu fór
þetta nokkuð á annan veg, en
samt sem áður seinkaði áður
ákveðnum brottfarartima furðu
litið.
Klukkan mun hafa verið um
sex þegar lagt var af stað. Höfð-
um við brugðið á það ráð að
bíðja góðviljaðan bróður um að
koma okkur aðeins uppfyrir
Elliðaárnar, sem hann 'féllst
fúslega á.
Það var slagverðurs rigning
þegar við stigum út Ur þessum
fyrsta bil uppi við Geitháls, og
var ekki laust við að manni
hrysi hugur við að eiga fyrir
höndum ferðalag alla leið til
Egilsstaða. Kannski mundi.
rigna alla leiðina, og liklegast
mundi enginn taka okkur upp I
bil til sin, hundblauta puttaling-
ana.
En það var nú öðru nær, varla
höfðum við sagt skilið við bróð-
urinn, en hjá okkur stanzaði
steypubilstjóri á leið til Selfoss
og fengum við að fljóta með hon-
um þangað. Er ekki að orð-
lengja það, að þennan fyrsta
dag ferðarinnar gekk allt eins
og bezt verður á kosið. Eftir að
hafa verið á ferðinni i fjóra tima
vorum við komin að Vik i
Mýrdal. Var þá klukkan orðrn
tiu og þótti okkur þetta nokkuð
hæfileg byrjun. Var samt sem
áður ekki talið ráðlegt að slá
upp tjöldum i Vik, þar eð aug-
lýst hafði verið hátið Sjálf-
stæðisflokksins þar um kvöldið,
og óvist nema svefnfriður gæti
orðið af skornum skammti. Það
er aldrei að vita hvað gerzt get-
ur i kjölfar slikra móta, að mað-
ur tali nú ekki um ef áfengi hef-
ur verið haft um hönd. Það vita
jú allir að ihaldsmenn geta ver-
ið þreytandi, en fullir ihalds-
menn og kannski svo skipti tug-
um, var of mikið af því góða.
Þótti þvi ekki annað þorandi en
að reyna að komast eitthvað út
fyrir bæinn, og var það gert.
Annar dagur.
Strax I býtið morguninn eftir
tókum við saman tjald okkar,
þar sem við höfðum slegið þvi
upp um tiu km. fyrir austan Vik,
Hófst nú hin langa ganga Ut á
Mýrdalssandinn. Var nú engu
likara en öll sú gæla sem fy.lgt
hafði okkur daginn áður, væri
gjörsamlega búin að yfirgefa
okkur. Þarna streymdu bifreið-
arnar framhjá, stórar, litlar,
fullar, tómar og hálftómar.
Var alveg sama hvað við
reyndum ekkert gekk, að lokum
hugkvæmdist okkur að skipta
liði. Tók undirritaður að sér að
labba i hvarf, ef það mætti
verða til þess að likurnar ykjust
fyrir vinkonuna. Reyndist þessi
aðferð vel, og áður en varði
hafði okkur báðum tekist að ná
til Kirkjubæjarklausturs. Þaðan
komust við til Hafnar i Horna-
firði, hvar viðslógum upp tjaldi.
Með hjálp góðra manna tókst
okkur að komast á DjUpavog
í „TRÖLLAHÖNDUM
Sérkennilegur
//kunningsskapur."
tslenzkir blaðalesendur munu
ekki þurfa oft, né mörgum blöð-
um að fletta, til þess aö rekast á
það orðalag, að „kunningjar”
lögreglunnar hafi verið að
verki, þegar áhendir verða
smærri afbrotamenn!
Nú er annað af tvennu, að
annaðhvort er þessi hópur all-
fjölmennur, eöa hann deilist
nokkuö viða.ef fáir eru. Skal hér
engum getum að leitt^ hvort
sannara er, gæti hvorttveggja
veriö til.
En með þvi, að skammt er
milli „kunningjamóta” af þessu
tagi, verður aö álykta, að með -
ferö málanna sé á nokkuð aðra
lund, en hæfilegt þykir i sið-
menntuöum löndum, öðrum.
Sá mun háttur á annars-
staðar, að lögreglan geri
frumrannsókn i smærri brota-
málum, einkum ef menn eru
gripnir glóðvolgir við skugga-
iðju sina, og fáist játning, en
ekki þyki benda til að um
viðtækara brot sé aö ræða, eða
alvarlegri en hnupl i smáum stil
gangi dómar og refsing fylgi
strax i kjölfarið.
Þegar hingað er komið,
verður að draga það svo skýrt
fram, að ekki verði um villzt, að
það er vitanlega ekki á valdi eða
I verksviði löggæzlumanna, að
sjá um framkvæmd refsinga i
betrunar, eða tugthúsum. Þar
verða aðrir við aö taka.
En þá rekum viö okkur á
sérislenzkt fyrirbæri, að hér á
okkar ágæta landi er næsta fátt
um stofnanir, sem tekið geti við
brotamönnum, að minnsta kosti
ef framboð er slikt, sem hér
sýnist vera. Að öðrum kosti er
einkar torskilið, hvernig
myndast getur sérlegur
„kunningsskapur” þessa lýös
og lögreglunnar!
Af þessu getur hinn almenni
borgari naumast dregiö aðrar
ályktanir en þær, að þegar
lögreglan er með snörum hand-
tökum búin að hafa hendur i
hári hinna seku, og þeir hafa
játað ávirðingar sinar, sé þeim
sleppt út á götuna á nýjan leik,
svo þeim sé fært, að halda iðju
sinni áfram, eftir þessa smá-
truflun!
Vitanlega er hvorki fært, né
heldur minnsti vilji til, að skrifa
þetta háttalag á reikning lög-
gæzlumanna. Þar verður að
seilast hærra. Allt um það má
það vera heldur ömurlegt að
stunda löggæzlustörf á þessu
landi, þar sem svo er aö vörðum
laganna búið, að næstum hið
eina, sem þeim er fært, er að
klappa á kollana á brotamönn-
um að fenginni játningu, og
veita þeim föðurlegar áminn-
ingar um, að „gera þessa hluti
?kki aftur”! Siðan er hinni
þungu hurð laganna sveiflað
upp á gátt á ný, og allt er tilbúið
fyrir næsta atriði i þessari
„leiksýningu”!
Þvi er ekki að neita, að sú
saga gengur, að smábrotamenn
hafi það i skimpingum, að það
sé um að gera, að flýta sér að.
játa á sig afbrotin, jafnvel þau,
sem menn eru ekki sekir um, til
þess að geta sem fyrst horfiö að
fyrri iðju!
Menn geta nú velt þvi fyrir
sér, hvernig háttað hljóti að
vera um virðingu fyrir lögum,
þar sem viðurlög eru rekin á
þann hátt, sem að ofan er lýst.
En fleira kemur til. Ef til vill á
þessi lýsing aðeins við um þá,
sem smæstu brotin fremja, og
það er aldrei ástæða til að vera
„naglalegur”!
Nýlega varð uppskátt, að
þrátt fyrir að fjögur ár eru liðin
siöan hæstaréttardómur féll i
smyglmáli á fikniefnum, og um
var að ræöa hálfs árs fangelsis-
dóm, hefur ekki enn verið hafizt
handa um að sakfelldi afplánaði
dóminn!
Arnar Guðmundsson hjá
fikniefnadómstólnum hefur
upplýst, að sama fólkiö komi
aftur og aftur fyrir rétt, vegna
framhaldandi afbrota i sama
dúr, þótt nýir bætist auövitað
við! Ja, hvérsvegna ekki auð-
vitað?
1 öðrum löndum mun litið á
eiturlyfjasmyglara og eitur-
lyfjasala mjög alvarlegum aug-
um. Þetta ógæfufólk leggur þvi
lið, að reyna að brjóta niöur sið-
ferði og lif þeirra, sem ánetjast
eitrinu, á hinn skemmilegasta
hátt. Það virðist út úr seilingu,
að reyna að koma upp einhverj-
um „kunningjahóp” laganna
varða, af þessu tagi. Þetta er
ekkert hégómamál, enda vitað.
að i mestri hættu fyrir að ánetj-
ast, er einmitt ungt óþroskað
fólk, sem að öðru jöfnu ætti að
eiga lagt lif fyrir höndum. og
hvilikt lif?
Af framansögðu verður nú
ljóst, að höfundur visunnar. sem
ég birti i gær, hefur ekki séð
fyrir þá framvindu, sem nú er i
fullum gangi i smáafbrota-
málum. Raunar var ekki þvi til
að dreifa, að frelsi hans væri
skertfyrir fingralengd. Hitt var
meir, að honum varð tiögripið
til flöskunnar og gerðist þá oft
um of umfangsmikill. Það
virðist nefnilega vera komið Ur
tizku að stinga þeim i steininn,
sem „stela litlu”, já jafnvel þótt
það sé umtalsvert, og gerist
nokkuð titt. En vel að'merkja.
Það er þá eflaust vegna þess, að
tekið er i hnakkadrambið á
þeim stærri i sniöunum.
Eitthvað af þvi, sem fljóta kann
ofan á i minninu, verður þá
næsta viðfangsefni.
Oddur A. Sigurjónsson
I HREINSKILNI SAGT
\BMOBnmnBannnBnBBnBW