Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 5
SKÍí Fimmtudagur 5. ágúst 1976. ÚTLðMD 5 Deilur Tyrkja og Grikkja um yfirráð á eynni Kýpur, sem hóf- ust 15. júli 1974, höfðu i för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir ibúa eyjarinnar. Meira en 230 þúsund manns (rúmlega þriðjungur eyjarbúa) urðu að yfirgefa heimili sin og setjast að sem flóttamenn viðsvegar á eynni. Þetta hefur valdið algerum aðskilnaði hinna grisku- og tyrkneskumælandi þjóðarbrota, sem búa á Kýpur. Nú, tveim árum siðar, búa mörg þúsund flóttamenn enn i tjöldum. Aðrir hafast við i vöru- geymslum, bilskúrum, hálf- byggðum húsum, bráða- birgðaskýlum, eða i troðfullum herbergjum i gömlum húsum. Fjárhagsstaða rikisins hafði farið sibatnandi siðastliðinn áratug og atvinnuleysi þekktist varla. Nú hefur þetta allt hrunið til grunna. 1 dag eru um 20% ibúanna atvinnulausir: flestir þeirra atvinnulausu eru flóttamenn. 1 ágúst 1974 var Sadruddin Aga Khan, yfirmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu Þjóð- anna, skipaður yfirumsjónar maður aðstoðar við flóttamenn á Kýpur. Þegar i ágúst 1974 var byrjað að sendamat, lyf, fatnað og tjöld til allra þeirra sem þess þurftu með á eynni. Enn þann dag i dag er haldið uppi viðtækri aðstoð við ibúana, einkum hvað varðar matvæli, aðstoð við húsnæðisöflun, menntamál og heilsugæzlu. Upphæð sú sem varið hefur ver- ið til flóttamannahjálpar á Kýpur nemur nú um 39 milljón- um Bandarikjadala. Meðfylgjandi myndir fékk Alþýðublaðið sendar frá Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna, en þær tók Jean Mohr á Kýpur fyrir skömmu. Mörg þúsund Kýpurbúa hafast við í tjöldum Þessi börn búa i Stavros f lóttamannabúðunum, sem eru skammt frá Níkósiu á Kýpur. Þau hafa dvalizt þarna í tvö ár og hafa gleymt hvernig það var að búa við önnur og betri kjör en þau hafa nú. ◄ Börn í flóttamannabúð- unum i Stavros á Kýpur. Flóttamenn hafa fengið aðstoð frá Sameinuðu Þjóðunum og stjórninni á Kýpur. Flóttamanna- hjálp Sameinuðu Þjóð- anna hefur varið 39 milljón dollurum til að- stoðar flóttamönnum á Kýpur. Þessi gamla kona, sem þurfti að yfrigefa heimili sitt sumarið ,74, býr nú í tjaldi ásamt sjö öðrum gömlum konum rétt hjá elliheimilinu í Larnaca á Kýpur. Það reyndist nauðsynlegt að koma upp tjaldbúðum þarna, því f jöldi gamals fólks í hópi flóttamanna var það mikill, að öll elliheimili urðu yfirfull á svip- stundu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.