Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 5. ágúst 1976. SSSST
Rafmagnsveitur ríkisins
óska eftir skrifstofustúlku sem allra fyrst.
Verzlunarskóla eða hliðstæð menntun
æskileg. Upplýsingar veitir starfsmanna-
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116
Reykjavík.
SÓÐASKAPUR í
Æ
SÆDYRASAFNINU?
Fjölskyldufaðir
skrifar:
Ég ætlaði um daginn
að gera nú börnunum
minum dagamun og
ákváðum við hjónin að
skreppa með þau i
Sædýrasafnið.
En við hefðum betur farið á
einhvern annan stað en þennan,
það var ekki nóg með að'börnin
væru miður sin eftir að sjá þær
hörmungar og sóðaskap, sem
hvarvetna blasti við þarna held-
ur var fulloðna fólkinu einnig
nóg boðið. Þarna voru geitur,
kindur og fleiri dýr i stium sem
voru bæöi óhreinar og blautar.
Fiskabúrunum ætla ég ekki að
lýsa i smáatriðum, enda myndu
þeir ekki trúa sem ekki hafa
farið i safnið og séð með eigin
augum allan þann óþrifnað sem
þar er. bað nægir aðeins að láta
þess getið að rýna þurfti inn i
búrin til að sjá hvort þar voru
einhverjir fiskar Svo óhreint
var vatnið.
Ég held að það væri æskileg-
ast að leggja Sædýrasafnið nið-
ur meðan ekki er grundvöllur
fyrir að reka það skammlaust
og án þess að dýrin þurfi að liða
fyrir að vera þar.
í góðum
félagsskap
Hún er ekki bangin
stúlkan, þó hún sé alein
i þessum óskemmti-
lega félagsskap, enda
engin furða þvi þetta er
hluti af vinnu henn-
ar.Stúlkan sú arna
vinnur nefnilega i
verzlun sem selur
beinagrindur til skóla
og annarra stofnana,
og vitanlega verður
hún að sjá um að allt sé
i ’agi.
* # *
LISTAVERK EÐA LEIKFANG?
Einhver litil hnáta yrði eflaust glöð ef hún fengi svona stóra og fina tusku-
dukku til að leika sér að. En þvi miður þetta er vist listaverk, eða svo segir
fullorðna fólkið. Hún fær þvi sjálfsagt frekar að hanga upp á punt inni í
stofu hjá pabba og mömmu, heldur en að vera félagi i barnaherberginu.